Morgunblaðið - 17.04.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.04.2009, Qupperneq 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í lokaumferðinni: Phoenix – Golden State.................... 117:113 Portland – Denver.............................. 104:76 LA Clippers – Oklahoma City........... 85:126 Orlando – Charlotte ............................. 98:73 San Antonio – New Orleans .............. 105:98  Eftir framlengingu. Minnesota – Sacramento ..................... 90:97 Cleveland – Philadelphia ................. 110:111  Eftir framlengingu. Memphis – Atlanta ............................... 98:90 Indiana – Milwaukee........................ 115:108 Boston – Washington ....................... 115:107 Dallas – Houston .................................. 95:84 Chicago – Toronto .............................. 98:109 Miami – Detroit .................................. 102:96  Eftir framlengingu. New York – New Jersey.................... 102:73 Lokastaðan í Austurdeild: Cleveland 82 66 16 80,5% Boston 82 62 20 75,6% Orlando 82 59 23 72,0% Atlanta 82 47 35 57,3% Miami 82 43 39 52,4% Philadelphia 82 41 41 50,0% Chicago 82 41 41 50,0% Detroit 82 39 43 47,6% Indiana 82 36 46 43,9% Charlotte 82 35 47 42,7% New Jersey 82 34 48 41,5% Milwaukee 82 34 48 41,5% Toronto 82 33 49 40,2% New York 82 32 50 39,0% Washington 82 19 63 23,2% Lokastaðan í Vesturdeild: LA Lakers 82 65 17 79,3% Denver 82 54 28 65,9% San Antonio 82 54 28 65,9% Portland 82 54 28 65,9% Houston 82 53 29 64,6% Dallas 82 50 32 61,0% New Orleans 82 49 33 59,8% Utah 82 48 34 58,5% Phoenix 82 46 36 56,1% Golden State 82 29 53 35,4% Minnesota 82 24 58 29,3% Memphis 82 24 58 29,3% Oklahoma City 82 23 59 28,0% LA Clippers 82 19 63 23,2% Sacramento 82 17 65 20,7%  Feitletruðu liðin leika til úrslita. Úrslitakeppni Austurdeildar: Cleveland – Detroit Boston – Chicago Orlando – Philadelphia Atlanta – Miami Úrslitakeppni Vesturdeildar: LA Lakers – Utah Denver – New Orleans San Antonio – Dallas Portland – Houston Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Sprettgangan er 700 metrar; einn hringur og sannkallaður sprettur. Átta karlar komust í undanúrslit í rjómablíðu í Hlíðarfjalli í gær, meðal þeirra Daníel Jakobsson, formaður Skíðasambands Íslands, síðan var keppt í tveimur riðlum og tveir úr hvorum fóru í úrslit. Fimm tóku þátt í kvennakeppninni og gengu allar bæði í undanriðli og úrslitum. Elsa Guðrún á ekki góðar minn- ingar frá sprettgöngunni á sama stað fyrir tveimur árum. Þá hafði hún for- ystu en datt og náði ekki verðlaunum en sigraði reyndar í báðum grein- unum sem eftir voru. Í fyrra tók hún ekki þátt í Landsmótinu þar sem hún var barnshafandi. Mesta keppnin „Þetta var sennilega mesta keppni sem ég hef nokkurn tíma fengið,“ sagði Elsa við Morgunblaðið strax eftir keppnina í gær. „Ég er alltaf frekar stressuð fyrir sprettgöngu; þetta er svo stutt að ekkert má klikka og mér fannst hún alveg vera að ná mér undir lokin.“ Rannveig Jónsdóttir frá Ísfirði var með næstbesta tímann í undan- úrslitum en varð að láta sér lynda þriðja sætið. Elsa Guðrún átti von á mestri keppni frá Rannveigu „en Silja Rún er öflug“, sagði sigurveg- arinn. Silja er aðeins 16 ára en náði þó líka öðru sæti í sprettgöngunni bæði í fyrra og hittifyrra. „Ég tók þetta á viljastyrknum,“ sagði hún í gær. Karlakeppnin var æsispennandi Andri hefur verið hálflasinn í vik- unni og var að hugsa um að sleppa því að keppa í gær; hvíla sig fyrir daginn í dag, en lét sig hafa það! „Og ég sé ekki eftir því núna,“ sagði hann bros- andi eftir sigurinn. Þeir háðu eftirminnilegt einvígi á sama stað fyrir tveimur árum og þá hafði Andri líka betur. Og gangan þróaðist eins nú og þá; Sævar tók strax forystu og hélt henni lengst af, þá datt hann í síðustu beygjunni en nú komst Andri fram úr honum á svipuðum stað. „Mér tókst að elta hann alla leið, vildi alls ekki missa hann frá mér og fann að ég átti töluvert inni þegar við komum upp brekkuna. Síðasta beygj- an er löng og þá náði ég að auka hrað- ann og það dugði mér.“ Sævar var af mörgum talinn sig- urstranglegur. Þeir hafa mæst einu sinni í vetur og þá hafði hann betur „en það skiptir öllu máli að toppa á réttum tíma“, sagði Andri í gær. „Ég er á heimavelli og þekki braut- ina betur og svo hef ég byggt mig vel upp undanfarið.“ Sævar var mjög óhress með sjálfan sig í gær. Ætlaði sér greinilega sigur en sagðist einfaldlega ekki hafa kom- ist hraðar. Meira vildi hann helst ekki segja, en í dag verður keppt í 15 km göngu með frjálsri aðferð. „Talaðu við mig á morgun,“ sagði Sævar í gær. Einvígið er rétt að byrja! „Það skiptir öllu máli að toppa á réttum tíma“ HEIMAMAÐURINN Andri Steindórs- son varð Íslandsmeistari í sprett- göngu á fyrsta degi Skíðamóts Ís- lands á Akureyri í gær, eftir mjög harða keppni við Sævar Birgisson frá Ísafirði. Í kvennaflokki sigraði gull- stúlkan Elsa Guðrún Jónsdóttir úr Ólafsfirði. Þetta var í 30. skipti á ferl- inum sem hún varð Íslandsmeistari. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gríðarleg spenna Andri Steindórsson og Sævar Birgisson nýkomnir yfir marklínuna. Eins og sjá má lifðu áhorfendur sig vel inn í æsispennandi keppni.  Mikil barátta hjá báðum kynjum  Elsa Guðrún Íslandsmeistari í 30. skipti Í HNOTSKURN »Hægt verður að fylgjastmeð keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands í beinni útsendingu á heimasíðu SKA, www.skidi.is. Stórsvigið hefst kl. 10 í dag. »Að útsendingunni standaSkíðafélag Akureyrar, N4 og Teikn á lofti með stuðningi BYKO og fleiri fyrirtækja. „ÉG ætla að gefa ökklanum eina til tvær vikur til viðbótar. Ef hann batnar ekki við meðferð á þeim tíma verður sennilega ekki komist hjá aðgerð,“ segir Sturla Ásgeirs- son, handknattleiksmaður hjá þýska 2. deildarliðinu Düs- seldorf og landsliðsmaður Íslands. Hann lék ekki með liði sínu í fyrrakvöld og heldur ekki á síðasta laugardag vegna meiðslanna „Ég hef verið slæmur í hægri ökklanum síðan í febrúar og því miður ekkert batnað. Hann var myndaður á dög- unum og var niðurstaðan úr því ekkert alltof jákvæð. Við höfum í hyggju að reyna að tjasla upp á ökklann og kom- ast hjá uppskurði þannig að minnsta kosti að hægt verði að fresta aðgerð fram á sumarið, þangað til keppnistímabilinu verður lokið,“ sagði Sturla við Morgunblaðið í gær. Þar með er tvísýnt að hann verði tilbú- inn í leiki Íslands í undankeppni EM í júnímánuði. Sturla gerði á dögunum nýjan samning við Düsseldorf sem getur tryggt sér sæti í efstu deild á sunnudaginn kemur. Liðið er með yfirburðastöðu í suðurriðli 2. deildar og í raun aðeins formsatriði fyrir það að innsigla efsta sætið. iben@mbl.is Sturla hvíldur og útlit fyrir aðgerð á ökklanum Sturla Ásgeirsson KEVIN Garnett er einn af lykilmönnum í meistaraliði Boston Celtics í NBA-deildinni en hann hefur misst af rúmlega 20 leikjum á lokaspretti deildarinnar vegna hné- meiðsla. Þjálfari Boston, Doc Rivers, hefur á undan- förnum vikum verið bjartsýnn á að Garnett verði klár í úr- slitakeppnina gegn Chicago Bulls en í gær var Rivers frekar svartsýnn. „Miðað við það sem ég hef séð á æfingum okkar að und- anförnu þá er ég ekki viss um að Garnett verði með okkur í úrslitakeppninni,“ sagði Rivers í gær en Garnett meidd- ist á hægra hné 19. febúar sl. Rivers bætti því við að Gar- nett hefði ekki komist í gegnum síðustu æfingu liðsins eins og búist var við. „Hann getur ekki hjólað og skokkað án þess að hnéð verði bólgið og það „læsist“ einnig við lítið álag. Ég get ekki gert ráð fyrir því að Garnett verði tilbúinn í úrslitakeppnina og við gerum ekki ráð fyrir því í okkar undirbúningi. Garnett er langt frá því að vera sáttur við stöðu mála,“ sagði Rivers en liðið vann 18 leiki en tapaði 7 í þeim leikjum sem Garnett var fjarverandi. Alls vann Boston 62 leiki en tapaði 20 á tímabilinu. seth@mbl.is Kevin Garnett gæti misst af úrslitakeppni NBA Kevin Garnett NBA-deilda- keppninni í körfuknattleik lauk í fyrrinótt með fjórtán leikj- um og þar varð endanlega ljóst hvaða lið myndu mætast í 1. um- ferð úr- slitakeppninnar. Það lá þegar fyrir hvaða sextán lið myndu halda áfram keppni en tví- sýnt um hverjir ættu að mætast og hvar heimaleikjarétturinn lægi. San Antonio Spurs lagði New Or- leans að velli í framlengdum leik, 105:98, og tryggði sér þriðja sæti í Vesturdeildinni, og byrjar þar með úrslitakeppnina á heimavelli ellefta árið í röð. Mótherjinn verður Dallas Mavericks. Dallas, með Jason Kidd í aðal- hlutverki, vann Houston í granna- slag í Texas, 95:84, og þar með missti Houston af fjórða sætinu og byrjar á útivelli gegn Portland. Cleveland tapaði óvænt fyrir Philadelphia í framlengdum leik á heimavelli, 110:111. LeBron James var hvíldur og það gerði eflaust út- slagið um að Cleveland náði ekki að vinna 40. heimaleikinn í vetur og jafna met Boston Celtics frá 1985- 86. Úrslitakeppnin hefst á laug- ardagskvöldið með fjórum leikjum í 1. umferð. Fjóra sigra þarf til að komast áfram en hér fyrir neðan má sjá lokastöðuna í deildinni í vetur og hvaða lið mætast. vs@mbl.is Spurs náði þriðja sæt- inu vestra Jason Kidd  LeBron hvíldur og Boston hélt metinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.