Eskfirðingur - 10.06.1934, Qupperneq 1
LANÐSBÓI ASAFN
134/ "01
_ ÍS'LLl £1 ft
ESKFIRÐIN6U
Eskifiröi,
sunnudagiin
10. júní 1934.
1. ár 1. tölubl.
Kosningarnar.
Við kosningar þær, sem fram
fara í c ag, er óhjákvæmilegt að
líta um öxl og litast um eftir
árangrinum af starfi þeirra manna
í hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps,
sem nú víkja sæti fyrir öðrum. Er
sú sýn heldur dapurlegog mæt-
ir auganu við fyrsta tillit: pen-
ingalaus hreppur, þurausinn hafn
arsjóður, ófullnægjandi skólahús
ónýt rafstöð, að falli komnar
húseignir, iokað sjúkrahús, hálf-
ófærir vegir og glatað traust. —
Hér verður ekki sögð sagan
um stjórnarferil fráfarandi hrepps-
nefndar, til þess er hún of ó-
merkileg, enda þótt vel gæti hún
verið öðrum hreppsnefndum til
viðvörunar. Verðuraðeins brugð-
ið upp lítilli mynd af því, hvern-
ig klíkan í hreppsnefnd Eski-
fjarðarhrepps — Ólafur H.
Sveinsson, Arnfinnur Jónsson og
Páll Magnússon — hefir hagað
þeim ráðstöfunum, sem enduöu
meö gjaldþroti hreppsins. —
í fardögum árið 19l5erueign-
ir Eskifjarðarhrepps kr. 18902.92
og skuldir sem þá hvíla á hreppn-
um eru kr. 5827.00. Var þá búið
að byggja barnaskólahúsið og
rafstöðina. Af andvirði rafstöðv-
arinnar eru þó aðeins færðar á
eignalið kr. 3700,00 — en það er
sú upphæð, sem hreppurinn lagði
til byggingar hennar. Um þetta
leyti stóð Eskifjarðarhreppur bet-
ur að vígi, en önnur sveitarfélög
á landinu með svipaða íbúatölu:
með nýjan barnaskóla og raf-
stöð. Aö þeim tíma hafði hreppn-
um veriö stjórnað með hagsæld
alls hreppsfélagsins fyrir augum
og framkvæmdir miðaðar við
gjaldþol og getu hreppsbúa.
Sveitarfélagið var ekki á þeim
tíma notað sem bakhjarl tii þess
að tryggja auðsöfnun gróðafík-
inna einstaklinga innan þorpsins.
En þessi stefna í fjármálastarf-
semi Eskifjarðarhrepps hélst ekki
lengi. Nýjir menn tóku við, meö
nýja stefnu, sem mjög bráðlega
lætur til sín taka. —
Fardagaárið 1917—18 er tekið
,bráðabirgðalán“ í Útibúi Lands-
bankaris á Eskifirði, að upphæð
kr. 20000 — tuttugu þúsund —
án þess að séö verðl í reikning-
um hreppsins frá þeim tíma, að
hreppnum komi nokkur eign til
jafnaðar þessari upphæð. Henni
er bara eytt á árinu. Á næstu
árum og alt til þessa dags, er
svo haldið áfram ' aö taka lán,
án þess að nokkuð sé greitt af
eldri lánum og án þess að eign-
ir hreppsins aukist að sama skapi.
Jöfnum höndum og lán eru tek-
in, innheimtast ekki tekjur hrepps-
ins. Mönnum kann nú að virð-
ast það óskiljanlegt, aö unt skuli
vera aö taka lán á lán ofan, án
þess aö eignir lántakandans auk-
ist að sama skapi og skuldirnar.
En hreppsnefndir Eskifjarðar-
hrepps hafa fundið ráð við því,
sem virðist vera í því fólgið, að
samþykkja nýtt mat á eignunum.
Á þann hátt hækkar rafstööin í
verði frá fardögum árið 1922 til
fardaga árið 1923 úr kr. 25000.
upp í kr. 45000, án þess að nokkr-
ar endurbætur á rafstöðinni eigi
sér stað á því ári. En það var
vilji hreppsnefndarinnar að raf-
stöðin hækkaði í verði, og svo
hækkaði hún í verði um tuttugu
þúsund krónur, eða um átta
þúsund krónum hærri upphæð
en stöðin kostaöi nýbygð. —
En lántökunum heldur áfram.
Á öllum þeim stöðum, sem hægt
er að fá lán, eru lán tekiri, þar
til að síðustu, að Bjargráðasjóð-
ur varð að „hjálpa" hreppnum
um kr. 6000, en þá var stundin
komin: Eskifjarðarhreppur gjald-
þrota. Skilyrðin fyrir þessari
Bjargráðasjóðshjálp voru þau,
að Suður-Múlasýsla ábyrgðist
lánið. Abyrgð sýslunnar var aft-
ur því skilyrði bundin, að ákveðn-
ar tekjur hreppsins væru veö-
settar sýslunni, sem og einnig
var gert. En svo einkennilega
vildi til, að þegar sýslunefnd fór
fram á að fá hina veðsettu pen-
inga, um tvö þúsund krónur, þá
hafði gleymst, að peningarnir
voru veösettir — og þeir voru
búnir! —
Þegar Eskifjarðarhreppur var
afhentur til skiftameðferðar,
eru skuldir hans um kr. 135000
— eitt hundrað þrjátíu og
fimm • þúsund krónur. Eignir
hreppsins, sem undantekningar-
laust allar eru í niðurníðslu
munu alls ekki virtar á meira en
kr. 35000 — þrjátíu og fimm
þúsund krónur, þrátt fyrir það
þó fráfarandi hreppsnefnd mundi
fús að samþykkja annað mat á
þeim. —
Eitt alvarlegt atriði í óstjórn
hreppsins undanfarin ár er það,
aö ekki hefir verið séð fyrir því,
að þurfamenn hreppsins gætu
fengið nauðsynjar sínar, þegar
þeir þurftu á að halda. Er þó
kunnugt, að margir af þurfa-
mönnum draga það til síðustu
stundar að leyta til hreppsins,
svo ógeðfelt er þeim það, enda
þótt nauösyn knýji þá til. þess-
vegna er því brýnna, að þeim
sé sint þá þegar er þeir leita til
hreppsins um styrk. En’ alkunn-
ugt er, að þurfamönnum hefir
verið boðið upp á þau vildar-
cjör, að bíða næsta eða næstu
daga meö afgreiðslu jafnsjálf-
sagðra hluta, eins og úthlutun
ífsnauðsynja þeirra er. —
Ef til vill er þó ennþá alvar-
egra það atriði, sem snýr að
sjúklingum, sem leita þurfa að-
stoðar hreppsins. Hefir hrepps-
nefndin með óreiðu sinni í fjár-
málum, stofnað til skulda við
nálega hvert einasta sjúkrahús
andsins, án þess að sýna hina
minstu viðleytni á að greiða
3eim. Ábyrgðir hafa verið gefnar
út fyrir þá sem sjúkrahúsanna
jurfa að leita, en þegar reikn-
ingar hafa borist hreppsnefnd-
inni og vingjarnleg tilmæli um
greiðslu, þá hefir engu einasta af
jessum erindum einu sinni verið
svarað, hvað þá meira, hve oft
sem ítrekuð voru tilmælin um
greiöslu. Enda er nú svo komið,
að sjúkrahúsin taka ekki lengur
gildar ábyrgðir Eskifjarðarhrepps
fyrir legukostnaði sjúklinga og
læknishjálp. Er sorglegt að hug#a
til þess, að svo kærulausum
mönnum skuli falið að gegna
störfum fyrir almenning, sem
jafn svívirðilega hafa farið fð,
eins og hér hefir stuttlega veiið
lýst. En hreppsnefndin á elki
öll sök hér á. Aðalsökina á | ví
öngþveiti, sem Eskifjarðarhrepp-
ur er nú í, á klíka sú, sem áður
er nefnd. —
Við kosningarnar í dagástaif-
semi þessarar þriggja manua
klíku að vera lokið. Eskfirðing-
ar verða í dag með atkvæðum
sínum, að fyiirbyggja, að þessir*
menn fái aðstöðu til þess, að
halda áfram á þeinri skaðræðis-
braut, sem þeir að þessum tíma
hafa farið eftir. Enda er alveg
fulbíst að enginn af þessum
mönnum hefir vit ne vilja á því
að rétta við fjárhag hreppsins
og þar með tryggja framtíð hans.
Engum heilvita manni dettur held-
ur í hug, þeim mönnum sem
komið hafa hreppsfélaginu á
vonarvöl, takist að byggja upp
að nýju traust lánsstofnana og
unnara, sem hreppurinn þarf að
skifta við. Til þess þarf aðra
menn, Og ég vona að þið Esk
firöingar, sýnið fyrirlitningu á
óstjórn undanfarinna ára í hrepps-
málum á Eskifirði, með atkvæða-
greiðslunni í dag.
E. Bjarnason.
Sýnishorn af lýðræði á Eskifirði.
H'nn 29. október 1933 beidd-
ust hreppsnefndarmennirnir Ing-
ólfur Einarsson og Páll Magnús-
son lausnar úr hreppsnefnd Eski-
fjarðarhrepps, og var þeim veitt
lausn úr hreppsnefndinni þá þeg-
ar, þó þannig, að úrslitum um
lausn Páls Magnússonar réöi at-
kvæði oddvita, samkvæmt lögum
nr. 12, 31. maí 1927, 11. gr. Á
sama fundi ákvað h-eppsnefndin
að stofna til nýrra kosningar
hreppsnefndarmanna, í stað þeirra
tveggja, sem þannig voru leystir
frá starfanum, en lét jafnframt
þess getið, að hún teldi þeim
brottleystu skylt að starfa íhrepps-
nefndinni, þangað til kosning
manna í þelrra stað hefði fram
farið. Kosning sú, sem ákveðin
var, varð ógild sökum formgalla,
en meö því að regluleg hrepps-
nefndarkosning átti fram að fara
eftir nokkra mánuði, var þá eigi
frekar gert í málinu. —
Hinn 8. maí 1934 hélt hrepps-
nefnd Eskifjarðarhrepps fund, og
var þar ákveðið, að regluleg
hreppsnefndarkosning til hrepps-
nefndar Eskifjarðarhrepps skuli
fram fara 10. júní næsta. Á fujidi
þessum lýsti Páll Magnússon yfir
þvf, að hann tæki aftur lausnar-
beiðni sína úr hreppsnefndinni,
„og hafði hreppsnefndin ekkert
við það að athuga“, er skráð í
sveitarbókina. —
Með bréfi dags. 9. maí þ. á,
hefir kjósandi í hrepnnum æskt
úrskurðar valdsmanns um, hvoit
téður Páll Magnússon skuli áfram
vera hreppsnefndarmaður í Eski-
fjarðarhreppi, eöa kjósa beii
hreppsnefndarmann í hans stað
við kosningu þá til hreppsnefnd-
ar Eskifjarðarhrepps, sem fram
á að fara 10. júní næstk.
í 4. gr. laga nr. 59, 14. júní
1929 segir svo: „ . . . Hrepps-
nefnd og bæjarstjórn úrskurðar,
hvort aðili hafi mist kjörgengi,
eða hvort veita skuli honum lausn
eða víkja honum frá starfanum
. . . en engin ákvæði finn-
ast, er heimili hreppsnefnd að
setja aftur inn í hreppsnefndina
mann, sem hún einu sinni hefir
leyst frá starfanum, og því að
síður getur sá, er beiðst hefir
lausnar og fengið hana, ákveðið
að sitja áfram sem hreppsnefnd-
armaður, nema atkvæði kjósenda
komi til. Verður því að líta svo
á, að Páll Magnússon sé aðeins
starfandi í hreppsnefnd Eskifjarð-
arhrepps þangað til kosinn er