Elding - 01.04.1934, Blaðsíða 2

Elding - 01.04.1934, Blaðsíða 2
I andar- slítrunum. Svafar Guðjónsson hefir nú um tíu mánuði staðið fremstur 1 flokki þeirra sendisveina sem klufu sig út úr sendisveinadeild Merkúrs á síðastliðnu vori og stofnuðu S. F. R. Það er ekki ólíklegt að einmitt forusta Svafars í S. F. R. hafi orðið til þess að mjög greiðlega gekk að endurreisa sendisveinadeild Merkúrs um síðustu áramót. Undir stjórn Svafars í S. F. R. ríkti megnasta sundrung og misklíð og var félagið að því komið að springa í þrjá parta, Marxista, kommúnista og hóp ópólitískra pilta, sem í félagið höfðu gengið í þeirri trú, að það væri stéttarfélag. Síðast- nefndur hópur sendisveina varð fyrir vonbrigðum í S. F. R. Ekkert var gert í þá átx, að, bæta kjör sendisvema, aðeins rifist og skammast á fundum um pólitík og allri skuldinni skelít á Gísla í Ási hvemig kom ið væri hag sendisveina. — Óbrjálaðir unglingar innan S. F. R. sáu að engin alvarleg til- raun var nokkum tíma gerð til að bæta kjör stéttarinnar, held- ur aðeins gasprað fram og afv- ur um málefni sem ekkert varð- aði bætt kjör sendisveina. — Kjaminn í S. D. M. eru einmitt umtalaðir sendisveinar, sem allir sem einn maður, gengu úr S. F. R. og inn í sendasveina- deild Merkúrs þegar hún var endurreist. Þessar staðreyndir eru athyglisverðar. S. F. R. hafði öll skilyrði til að láta til sín taka í hagsmunabaráttunni en aðhafðist ekki neitt. Þess vegna er félagið nú í andar- slitrunum en mun hjara uppi enn um stund á sameiginlegu hatri og öfund þeirra, sem eft- ir eru í því, til Sendisveina- deildar Merkúrs og vaxandi gengi hennar. Eitt örvæntingaróp hins deyj- andi félagsskapar Marxista og kommúnista hafa bæjarbúar nýverið heyrt, það er blaðið „Blossi“ sem út kom fyrir nokkru. Menn reka ósjálfrátt augun í það að hvergi nokkurs- staðar í blaðinu eru rædd á- hugamál . .eða .hagsmunamál sendisveina heldur frá byrjun til enda er blaðið ein endaleysa um Gísla í Ási, fasisma, jóla- gjafir o. s. frv. Þetta síðasta blað S. F. R. er sannkölluð, andlátsstuna félagsins. Blossinn er orðinn að grútartýru. Það þarf ekki mikinn vir.d=-ust til að hún slokkni algjörlega. Svafar Guðjónsson ritar all- mikið i þetta umtalaða blað. Sendisveinar ættu að athuga það, að þar ber hann það blá- kalt fram að þeir sendisveinar sem Gísli í Ási útvegi atvinnu skamti sér „dýrtíðaruppbót sjálfir“. Sendisveinar og aðrir bæjarbúar, hvað segið þið um annað eins og þetta. Allir vita að Gísli í Ási hefir útvegað tugum sendisveina atvinnu. Svafar heldur því fram að þeir „skamti sér dýrtíðaruppbót sjálfir“. Orð Svafars verða vart á annan veg skilin en þann, að hann þjófkenni fleiri tugi sendisveina. Ókunnugum fer að verða skiljanlegt hvers vegna S. F. R. er í andarslitr- unum. Forustumaður félagsins þjófkennir ósmeykur stóran hóp sendisveina. Sendisveinar kunna ekki við slíkar getsakir. Það er Svafar farinn að sjá og á eftir að sjá betur. Hrun S. F. R. er forustumönnum þess að kenna (þakka), og fyrst og fremst Svafari Guðjónssyni. Hann hefir aldrei verið sendi sveinn nema að nafni; hin þunga ákæra hans á hendur sendisveina er sprottin upp af illgirnislegu og heimskulegu hatri til þeirra. Sendisveinar! spyrjið Svafar að því næst þeg- ar þið hittið hann hvers ve«-na hann .vinni á . fiskverkunar- stöðinni Hagi í nafni annarar manneskju. Honum mun vefj- ast tunga um tönn við þá spurn ingu, enda þótt lyginn og stór- orður sé. Sendisveinar í S. F. R. j^kkur stendur enn til boða að sameinast stéttarbræðrum ykk- ar í S. D. M. Yfirgefið skútuna áður en hún sekkur. Sendi- sveinadeild Merkúrs tekur við liðsauka góðra drengja hvaðan sem hsnn kemur, minnisc ,->ess.. Minnist hess ennfremur að ekkert hefir verið gert né mun verða gert svo árangur verði af í þágu stéttar ykkar í S. F. R., reynzlan er ólýgnust, hún hefir sýnt það. Sendisveinadeild Merkúrs er stéttarfélag allra sendisveina, tugir verkefna bíða úrlausnar, og fá úrlausn ef allir sendisvein ar standa saman um S. D. M. Fyrrum félagi í S.F.R. Ráðningaskrifstofa sendisveina Fjölda margir sendisveinar hafa nú fengið atvinnu fyrir atbeina ráðningarskrifstofu S. D. M. enda snúa margir atvinn- urekendur sér til skrifstofunn- ar þegar þeir vilja fá góða og áreiðanlega sendisveina. Fullyrða má að ráðninga- skrifstofan sé sú starfsemi S. D. M., sem mesta athygli hefir vakið og mest gagn orðið af. Atvinnulausir sendisveinar eru áminntir um að koma á skrif- stofu S. D. M., Lækjartorgi 1, til þess að láta skrá sig, svo hægt sé að útvega þeim at- vinnu, þar sem oftast eru lausar stöður fyrir duglega og ábyggilega sendisveina. Hlutverk S. D. M. S. D. M. er félag yngstu starfsmannanna í landinu. Þeir vita, sem er, að samtök eru nauðsynleg og afl þeirra hluta, sem gera þarf. Með sam- tökum og samvinnu er hægt að hrinda mörgu fram, sem ann- ars væri ókleift, og samtökin eru oft einu vopnin, sem verka- mennirnir hafa, og það nauð- synlegt og sjálfsagt að brýna og hvetja þau svo, að þau bíti, þegar á þarf að halda. S. D. M. kennir félögum sínúm1 fyrst og fremst þennan sannleika og drengirnir sjá fljótlega og skilja, að samtökin eru nauð- synleg og þess vegna efla þeir þau, treysta þau og auka, sem mest og bezt. S. D. M. beitir sér fyrir hagsmunamálum sendisveina, meðal annars með því að útvega þeim atvinnu, leiðbeina þeim, þegar illa geng- ur að fá kaup greitt, með fræðslustarfsemi og skólahaldi, og útvegun á góðum lánskjör- um á vörum, þegar svo ber undir. Á sumrin heldur S .D. M. uppi allskonar skemmti- ferðum, á vetrum eru fundar- höld, og vfir höfuð allt gert til þess að glæða félagslíf og þroska meðlimanna sem mest. S. D. M. leggur höfuðáhersl- una á samstarf og samhug meðal sendisveinanna. S. D. M. veit að sá dagur á eftir að renna upp og það ef til vill mjög bráðlega, að á samheldn- nina reynir, svo um mimar. Allt starf S. D. M. er undir- búningur undir það, að sendi- sveinastétt Rcykjavíkur nái settu takmarki, að sendisvein- ar búi við sanngjörn og sæmi- leg kjör, þannig að þeir geti lifað á kaupi sínu. Því hefir verið haldið fram af andstæð- ingum samtaka sendisveina, að S. D. M. geri ekkert til þess að koma samræmi og réttlæti á í launagreiðslum til sendi- sveina. S. D. M. hefir ávalt verið vakandi á verði fyrir því, að sem mest samræmi væri í launagreiðslum og vinnutíma sendisveina. S. D. M. hefir gengizt fyrir því að safna skýrslum í þessu efni, sem hægt er að reisa á sann- gjarnar og sjálfsagðar kröfur um kaup og vinnutíma þeirra. Sendisveinar! Fylkið ykkur um eina stéttarfélag ykkar, sem hefir um nokkurra ára skeið barizt fyrir bættum kjörum ykkar, og sem mun, ef þið kunnið að meta mátt samtak- anna og skiljið það, að sterkt og öflugt félag er bezti mál- svari og traustasta vopnið í hagsmunamálum ykkar, — ná settu takmarki: Hver ein- asti sendisveinn í Reykjavík með laun, sem hann getur lif- að á, og vinnutími sanngjarn hjá öUum. G. S. Pétur Halldórsson, forsetj Sambands ungra jafnaðar- manna. I síðasta blaði Eldingar var lítillega minnst á Pétur HaU- dórsson og framkomu hans á aðalfundi Merkúrs. Þau sann_ leikskom, sem þar voru látin falla um P. H. hafa honum sárnað geysilega, og í síðasta blaði „Blossa“ ræðst hann með heift og grimmd að Eldingu og Gísla Sigurbjömssyni Pétur Halldórsson byrjar grein sína með nokkrum vís- dómsorðum um þróun þjóðfé- lagsins. Hann segir: „Þó að mest beri á mönnum sem aUt eiga og þeim sem ekkert eiga er stéttaskiftingin miklu marg- víslegri og á hver stétt sinna hagsmuna að gæta gagnva. t ríkjandi skipulagi." Gaman væri, ef Pétur vildi skýra greinilega frá því, hvem- ig á því stendur, að hann og aðrir auðkýfingar og efnamenn skuli geta talið sig til þeirra, sem ekkert eiga. Eftir orðum hans sjálfs er raunverulega að- eins um tvær manntegundir að ræða, þá sem allt eiga og þá sem ekkert eiga, Pétur er vel efnaður og það eru fleiri Marx- istar, en þó telja þeir sig í hópi þeirra sem ekkert eiga! Auðvitað veit Pétúr ekkert hvað hann er að fara með, frekar en fyr. En hví í ósköp- unum geta „gáfumennimir“ innan S. U. J. ekki spornað við því .að .forseti sambandsins geri sig opinberlega að fífli. Framhald greinar P. H. er eftir þessu. Hann segir að það hafi verið kommúnistum í Merkúr að þakka að S. D. M. var stofnuð. Enginn hefir enn haldið því fram að Gísli í Ási sé eða hafi verið kommúnisti, Pétur er fyrsti maður sem með þá staðhæfingu fer; óneitan- lega er hann frumlegur í vit- •leysunni. — Rúm blaðsins leyfir ekki að eltar séu uppi fleiri vitleysur Péturs, en það þykir rétt að benda Marxist- um á, þó sumir þeii-ra viður- kenni það reyndar, að í hvert skifti sem Pétur kemur opin- berlega fram, hvort það er í blöðum eða á fundum, gerir hann S. U. J. hlægilegt og sjálf an sig að fífli. S. Sendlsvelnarf Látið gera við hjól ykkar hjá M. B U C H Skólavörðustíg 5. Yömluð og ódýr vinna.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/762

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.