Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 1
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Álaugardaginn hefst önnur umferð Ís-landsmeistaramótsins í drifti á aksturs-íþróttasvæði Akstursíþróttafélags Hafn-arfjarðar við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði, en drift hefur verulega sótt í sig veðrið síðan árið 2006 þegar fyrsti vísirinn að drift-keppni var haldin. Íþróttin hefur notið gríðarlegra vin- sælda í Bandaríkjunum og Japan en hefur á síð- ustu árum verið að hasla sér völl á meginlandi Evr- ópu. Að halda skriði Drift snýst um að aka á malbiksbraut og ná bíln- um í langt hliðarskrið og gildir þá að halda skriðinu sem lengst og ná sem bestu flæði í gegnum braut- ina, að sjálfsögðu sem mest á hlið. Ólíkt flestum öðrum akstursíþróttum er ekki keppt við klukkuna heldur eru það tilþrifin sem mestu máli skipta og er þá tekið tillit til nálægðar við kanta, hraða og hve flæðið er gott. Drift hentar því mjög mörgum og eðli málsins samkvæmt er drift þess vegna talin hin fínasta skemmtun fyrir áhorfendur sem og keppendur enda getur fjörið og kappið verið æði mikið. Góð þátttaka Ingimar Róbertsson, stjórnarmaður hjá nýstofn- aðri drift-deild AÍH, segir að í sumar verði haldnar fimm til sex keppnir til Íslandsmeistaratitils. „Drift-deild AÍH stendur fyrir þessu en AÍH heyr- ir undir Íþróttasamband Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem haldið er Íslandsmeistaramót í drifti en áður hafa verið haldnar stakar keppnir á vegum annarra,“ segir Ingimar. „Keppnisdagatalið er að finna á www.drift.is og hefur þátttaka verið nokkuð góð. Þátttökugjald í keppninni er fimm þúsund krónur og verða bílar að vera skoðaðir og með allan öryggisbúnað í lagi. Einnig er gerð krafa um að keppendur aki með viðurkennda hjálma.“ Fyrsti bíll verður ræstur út kl. 13 á laugardaginn og aðgangseyrir er 500 krónur. Það er keppt í tveimur umferðum og fá áhorfendur að kíkja í pitt- inn á milli umferða og blanda geði við keppendur og skoða bílana. Búast má við fjölda manns þar sem allt að 300 manns hafa mætt á brautina hingað til og að auki er spáð blíðskaparveðri á laugardag- inn, sól og logni. Önnur umferð Íslands- meistaramótsins í drifti Morgunblaðið/Sæmundur Eric Erlendsson Áberandi Það er mikið sjónarspil þegar spólað er á drift keppni, sérstaklega þegar dekkin eru með rauðu litarefni og myndefnið því í fánalitunum. TENGLAR ............................................................... www.drift.is FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009 bílar Margir hæfir ökumenn hafa látið lífið í hættuleg- asta kafla Spa Francorchamps brautarinnar 2 Vandað til verka Stundum er betra að láta fagmennina um verkið, sér- staklega ef ekki er vandað til þess. Hjólin losn- uðu undan á hraðbrautinni HVAÐ skyldi mönnum detta einna síst í hug að komi fyrir á góðri ferð eftir rennisléttri hraðbraut? Lík- lega allra síst að eitt hjól eða fleiri losni undan. Hvað þá að þau detti skyndilega öll af bílnum! Einmitt það fékk svissneskur ökumaður og farþegar hans að reyna síðastliðinn laugardag við St. Gallen í austurhluta Sviss. Engan í bílnum sakaði og aðrir vegfarendur urðu fyrir litlu ónæði af þessum völdum og engum skemmdum. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði nýverið skipt af snjódekkjum yfir á sumardekk. Átti hann sinn um- ganginn af hvorum á sínum felgum. En honum láðist að nota réttar rær til að festa felgurnar með sumar- dekkjunum undir bílinn. Það er ástæða þess að hjólin losnuðu und- an bílnum. Já, það er lítið gagn að röngum róm. Mikið að gera Franskur faðir tók á móti barni sínu um leið og hann ók á 130 km hraða á spítalann. Ók bíl og að- stoðaði um leið við fæðingu ÞAÐ fer víst ekki saman að stjórna bíl á 130 kílómetra hraða og stunda samtímis fæðingarhjálp. Þetta upp- lifði þó franskur karlmaður um síð- ustu helgi en þegar fæðingarhríðir sögðu til sín hjá eiginkonu manns- ins lagði hann þegar af stað með konuna til sjúkrahúss í suðvestur- hluta Frakklands. Barninu lá á því þegar enn var eftir nokkur spölur sá maðurinn að höfuð barnsins og herðar voru komnar út og ákvað hann að hjálpa við fæðinguna þótt á ferð væri. „Ég hélt með vinstri hendi um stýrið og greip um handlegg barns- ins með hinni. Það kom greiðlega út og ég lagði það upp á kvið konu minnar. Ég lagði svo bílnum á vegaröxl, hringdi á lögregluna og bað um aðstoð. Hún sleppti mér við sekt,“ sagði maðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.