Oddur - 01.01.1927, Page 2

Oddur - 01.01.1927, Page 2
2 O D D U R í ræðum ok vildi vera fyrir öllum öðrum, sem vera átti fyrir helgi sakir hans ok ann- arra hluta. Var för hans öll hin glæsiligsta. Þess getr Sighvatr skáld í Þorvaldardrápu: Þorvaldr vas und himnum. Hér autan ferr friðr fylkis niðr fráneygr Dana; Ok báru í byr blá segl við rá (dýr var dögglings för) drekar landreka; Skreið vestan viðr * varr-glæstr, sás bar út andskota Austrlenins þaðan. En, þeirs kvámu, kilir, vestaq, til of leið liðu Limafjarðar brim. (Framh.) Vér ætlum bráðum að halda þíng. Vér Oddur Sigurgeirsson kunngjörum öll- um vorum flokksmönnum að vér ætlum að halda sambandsþing áður en 13 tungl eru af lofti: nákvæmar getum vér ekki kunngjört boðskap vorn í þetta sinn, því svo stendur á í flokk vorum eru eiginlega tveir flokkar. Það erum vér Oddur Sigurgeirsson forseti og utan um oss er nokkuð fjölmenn klikka hér í Reykjavík, en flokkurinn er annars dreyfð- ur um alt landið, til lands og til vatns, milli fjalls og fjöru; saman stendur hann af klík- um í kaupstöðum og sveitaþorpum, og sjáv- arhúsahvirfingunni; út um landið eru margir oss og vorri höfuðklikku mótsnúinni útaf grallaramálinu, verðum vér því að útreikna að hafa þingið á þeim tíma sem samgöngur eru stirðastar svo ofsterku klikkurnar ekki geti sent fulltrúa- Hér í höfuðbo'rginni eru margar klikkur, sem rétt hafa til að senda fulltrúa, en vér getum nú nokkurnvegin ráð- ið yfir þessum höfuðstaðaklikkum: Vér send- um út þá Gvönd smala og Gvönd geltir. Björn digra,- Maríu mey, frú Eglu og Siggu drotningu. Þetta fólk veit hvernig það á að tala við lýðinn. Það kemur eins og stóð þess- ir slúbbertar og bullur og kjósa þá sem vér viljum að verði kosnir. Svo þegar þessu er aflokið þá kalla eg saman mína yppurstu Jaxla og segi þeim að svona skulum við hafa það, eins og eg tilset, bara prófa, bara prófa. Eg segi eg er forseti og eg prófa en við ráðum allir. Við skulum, segi eg, ekki taka til greina neinar tillögur frá Grallaramönnum, við skulum útiloka þá frá öllum störfum úr öllum nefndum. Við skulum takmarka mál- frelsi þeirra. Við skulum reyna að fara svo illa með þá að þeir hlaupi upp og geri skan- dala. Þá rekum við þá út og þá losnum við við þá. Húrra! Allir mínir menn hrópa húrra. Eg geri ráð fyrir að Kaupi verði banginn, og segi: töpum við ekki atkvæðum við þing- kosningarnar næst, ef við missum þá úr flokknum. Eg svara: »Við græðum atkvæði ýmsir stórjaxlar og grænjaxlar og fínir menn og bullarar og braskarar koma með okkur^ þegar þeir heyra að grallaralýðurinn er far- inn«. Eg geri ráð fyrir að Kaupi verði orð- laus og fallist á þetta. Þá getur verið að Siggi sjóari nuddi saman lófunum og segi: »Ef við ætlum að ná í milliklassamenn, þá verðum við að módisera okkur eins og dansk- urinn hefir gjört«. Þá lít eg bara á sjóarann og segi: »Við skulum stryka út af stefnu- skránni: þetta um þjóðnýtingu, fátækralög, kaupmannavonsku og margt fleira og setjum inn aptur að við keppum allir yppurstu jaxl- ar eptir að verða þingmenn og ráðherrar. Eg veit að Jónas vinur vor verður ekki reiður þó við breytum þessu. Ef nú Flix stæði upp og hvern fjandann varðar okkur um hvað

x

Oddur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Oddur
https://timarit.is/publication/765

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.