Oddur - 01.01.1927, Side 3
O D D U R
3
Jónas segir. En hvað segja verkakar)arnir«. Þá
segi eg bara og reiði stafinn: Jónas gleypti
hvalinn og hann gleypir okkur líka ef við
látum hann ekki ráða með, en verkallana;
við látum Gvönd smala fara út með ösku-
fötu frá Maríu mey & Co. og sá ösku í aug-
un á lýðnum og sjá þeir loka nokk augum
og hlýða. Annars skal eg segja ykkur það,
góðir flokksmenn, að hann Flix er eg mest
í vandræðum með af öllu, hann rétt teimist
með eins og taumþungur húðarjálkur frá
Kristófer Grímssyni. Eg verð altaf að hafa
eitthvað framundan nefinu á honum sem
hann langar í og eg lofa ekki að hann fái,
en neita heldur ekki. Svo þegar eg læt ann-
an fá það, þá þarf eg að hafa eitthvað nýtt
á takteinum handa honum að lykta af. Þetta
tekur á taugarnar. Jæja, góðir hálsar. Það
skal verða fyrirmyndar /þetta jaxlaþing. O,
hvað eg hlakka til að kvelja minni hlutann,
beita hann rangindum. Húrra! húrra! 1 nafni
réttlætis, jafnréttis, friðar og kærleika. Húrra!
Oddur S i g u r g e i r s s o n
af Skaga,
ritstjóri margra blaða, höf. margra bóka.
Oddur S i g u r g e i r s s o n,
bæjarmálapólitíkus.
Palladómar
um hina útvöldu fulltrúa hins
íslenska verkalýðs. Amen.
Mússulini er forseti verkamannanna á Italíu,
Stauning í Danmörku, en á íslandi eru tveir,
eg sjálfur, Oddur Sigurgeirsson formanns-
sonur af Skaganum, yfir Harðjaxlflokknum,
og Jón Baldvinsson yfir Alþýðuflokknum. í
mínum flokk eru góðir og harðvítugir karlar,
en Jón segir að í sínuni flokk séu slúbbertar
og bullur. Hjalti Jónsson framkvæmdarstjóri
bauð mér á þingið, sagðist hann eiga þar
svo marga fulltrúa, að ekki mundi verða þar
mikið við mér amast. Eg var því á þinginu
sem gestur Hjalta vinar iníns, en ekki í boði
Jóns Baldvinssonar kollega míns. Eg notaði
vel tímann, þar sem eg hvorki hafði mál-
frelsi né tillögurétt og skrifaði upp þessa
palladóma sem hér fara á eftir.
Eg er maður skygn með afbrigðum, eg
sé bæði anda dauðra og lifandi manna sem
áhrif hafa á þá menn, er eg horfi á, og um
leið sé eg inn í hugskot þeirra og les eins
og á bók fyrirætlanir þeirra sem fyrir áhrif-
unum verða. Þetta mun heita á vísindamáli
Spírisósahriflismus. Eg geri ekki ráð fyrir að
mér vinnist tími til að lýsa öllum fulltrúum
nákvæmlega. Þeir voru svo margir. Háttv.
kollega minn, Jón Bald., sagði í þingsetn-
ingarræðu sinni að þeir væru of margir, þeir
væru að vaxa sér yfir höfuð, en við mig
sagði hann í þingveislunni, að sig vantaði
múla (múlbeysli) á alla þessa hausa, hann
meinti þöngulhausa, því hann hló þegnr hann
nefndi hausa; það er líka óþarfi að lýsa öll-
um þingmönnum á þinginu. Það er nóg að taka
það í kippum og þá verð eg að hafa það eins
og við höfðum það í gamla dagana sjómenn-
irnir, eg Oddur Sigurgeirsson, Stjáni blái og
Sæmundur sífulli, að þegar við vórum búnir
að draga allan aflann upp á seiluólar, þá
gerðum við það stundum til að sýna hvað
við værum fengsælir að.benda á helstu gol-
þorskana og stórýsurnar og þá urruðum vér
um leið og vér prófuðum.
' Þá byrja eg. Eg tek silfurbýantinn minn
upp úr vasanum — eg keypti hann hjá Pétri
Halldórssyni daginn sem hann til að styrkja
vora göfugu reglu greiddi atkvæði með því
að menn mættu drekka áfengi við hátíðleg
tækifæri. Vasabókin mín er í skinnbandi og
keypti eg hana í fyrra norður á Akureyri
hjá Þorsteini Metúsalem, sem Jón kollega
minn Baldvinsson ætlar að bjóða fram fyrir
alþýðuflokksþingmann þar norðurfrá á næsta
hausti.
Svo byrja eg — sný mér að fyrsta gol-
þorskinum, kollega mínum Jóni Baldvinsson.
Poliska skoðun hans er sósastaunhriflismi.
Hann mun vera ættaður úr Þórnesþing, dvaldi
lengi á ísafirði, eins og Haraldur hinn munn-
ræpi. Hann var ekki bráðgjör í æsku, hvorki