Oddur - 01.03.1927, Blaðsíða 2

Oddur - 01.03.1927, Blaðsíða 2
2 O D D U R og bílar og er það alls ekki verra en hver önnur vinna. Arkitektori: Margsinnis fyrstu dagana sem »Negri« stóð vildi eg fá verkamennina til að steypa helvítinu í sjóinn. Það var hægt áður en hann fór að festast á járnbrautinni. Það þurfti ekki ann- að en að nógu margir gengju á svínið, þá var hægt að hrinda honum í sjóinn, en karlarnir þorðu ekki að vera með. Nú er það Orð- ið verra síðan hann fór að festast og körlunum hefir ekki aukist þor. En bráðum tek eg mig til og rif hann niður með stafnum mínum. Getur þá Óli Thors tek- ið brotin og búið sér til bryggju framundan Kveldúlfi. Skal eg gjarnan vera yfirsmiður þar, og sjá hvort mér tekst ekki eins vel og Jóni Þorlákssyni sem var ár- um satran að reyna að hlaða þar bryggju, en hún flaut altaf burtu jafnharðan og var hún þó úr steypu. Þó eg endi hér með þessa rit- gerð mína er eg ekki skilinn við þetta mál. Oddur S i g u r g e i r s s o n, rithöfundur. Bann. Eg er á móti því, að sveita- menn fái undanþágu til þess að flytja erlendan vinnukraft, þótt vinnufólksekla sé þar höfð að yfir- skyni. Reynslan hefir sýnt oss. að ef sveitahóndi hefir yfir manni að segja, þá notar hann ekki starfs- orku hans nema að nokkrum hluta, én notar þess í stað öll hugsan- lég meðöl til þess að leigja öðr- um og þá helst útvegsmönnum, sém mest af þeirri vinnu, sem vinnumaðurinn getur í té látið. Mægðir, fraendsemi, kunningsskap- ur, aflskonar téngdir og átthaga- fræðsla ásamt görnlum átthaga- doðröntum frá Hennesi Þorsteins- syni, alt slíkt nota sveitamenn í sína þágu til. þess að ota vinnu- kindum sínum inn á ráðninga- skrifstofur útgerðarmanna, í stað þess að nota þessa krafta til þess að hressa upp á kotið og kofana, girða kirnur og koppa, kveða rímur og ditta að amboðum, vefa og þæfa, búa til heykróka og skinnsokka, grafa skurði, hlaða garða, teðja völl og tæja ull, þá vilja húsbændurnir leggjast flatir og dilla sinni fáliðuðu rófu að troilaraeigendum, biðjandi þá að »taka af sér mann«, sem ekki hafi neitt til að vinna nema um hey- aflatímann. Ef alþingi veitir leyfi til innflutnings á lifandi, fólki, þá er eg sannfærður um, að þeim verður vippað á togarana. En ef lög þessu viðvíkjandi verða sam- in með því fororði að þeir megi aðeins púla í sveit, ja, þá fer bóndinn sjálfur til sjós en skilur, írann, tyrkjann, belgjann, jungu- slafann, súlúann, mexicanann, súd- anistann, persann, arabann, afgan- istann, kósakkann, indíánann eða biámanninn eftir heima hjá kún- um, konunni og dætrum. Eg er hvorki náttúru- eða stærðfræðing- ur og er alls ekki skyldugur til að reikna út hve mikill hnekkir yrði að slíku fyrir þjóðerni, tungu og trúarbrögð, en trúarvingl er þegar orðið nægilegt, þótt vér förum ekki að bæta við okkur þessum söfnuðum, Grískkatólsk- um, múhameðstrúar, eldsdýrkenda, jesúíta (bæði með Ingatiusar og Aguávivár fyrirkomulagi), morm- óda og heiðingja og ytri miss- ionir. — Síst af öllu megum vér hleypa hér inn Amerfkönum, þvf alt sem þaðan kemur hefir á sér »humbugs-brag« og »ólundar-lodd- árablæ*, hvort sem það er heldur Rfokaffi, Fordbílar eða bækur eft- ir Uþton Sinclair, hveiti frá Banda- ríkjum og Cánada. Fulton og Franklin voru fffl sinnat tíðar. — Að efitíínjju verðum vér að minn- ast þess á iooo ára afmæli þings- ins okkar (þessa þjóðar gimsteins) að hér er nægur »humbugs-brág- ur« og »loddara-blær« þótt vér ekki förum að flytja slíkt í tonna- tali frá Winnipeg og öðrum stöð- um f Americu og loks vildi eg að stafkarl vildi ræða þetta mál meira, en ljeti heldur bfða méð undirföt kvenfólksins. Enga út- lendinga í landið, skellum í lás. Oddur Sigurgeirsson, formannssonur, Bergþórugötu 18. Proclama. Oddur Sigurgeirsson, í Reykjavík, GERIR KUNNUGT: Ólafur læknir hefir mér hljóðpípu gefna, þá er hljóð fara inn í og heyri eg ná sem hvítvoðungur. íhaldsmenn mega nú vara sig á mér og minni kyngi, sömuleiðis allir kranamenn. Móses ritaði harðjaxlmál f skýin. Hann var skeggjaður eins og eg, gamall eins og eg. Hann notaði ekki neinn krana til að rita speki sína f skýin. En hann hafði horn og stangaði í Egyfzka, Kanaans- menn og aðra íhaldsseggi. Eg er ekki með þeim ósköpum fæddur, að bera horn í enni, én eg stanga íhaldið með andans hornum. Eg stanga f Bjössa, hann gat ekki verið til sjós, þvf enginn vildí hafa hann. Nú hefir hann ýstfu eins og burgeis og kranamaður. Nokkrir íhaldssinnaðlr skóla- piltar réðust á mig alsaklausan ilá < dag og vildu grýta mig, eitis óg íhaldsmenn ísraelslýðs gerðu víð spámennina, en eg komst undáh þeim. Eg mótmæli slíku athæfi f frjálsú landi, sbr. Mósesarlög og Jónsbök. Reykjavík, 27. d. marzmán. 1927.

x

Oddur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Oddur
https://timarit.is/publication/765

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.