Ferðablað Odds Sigurgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 2

Ferðablað Odds Sigurgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 2
Ferðablað falli það starf mjög vel. það er líklega hans „ele- ment“ (orðtak Vísis) að innheimta peninga hjá ör- eiga verkamönnum og leiguhðum. það er mjög göf- ugt og gott þegar menn geta hrept þá atvinnu sem þeir eru alnáttúraðir fyrir. Á Reykjum er kirkju- garður, en kirkjan fauk fyrir nokkrum ái’um út í veður og vind (eins og alt það sem prestamir segja) og síðan hefir ekkert til hennar spurst. — Reykjafoss er fyrir neðan túnið og Litli-Geysir er fyrir ofan það uppi í brekkunni, með honum mætti fá nægan hita í bæjarhúsin, með mjög litlum kostn- aði, en það er ekki hirt um það, heldur er sauðatað- inu brent, en túnið skortir áburð. Svona er búskap- urinn á íslandi. Margt góðra manna er úr Ölfusinu, t. d. Gísh rakari, Marteinn kaupmaður og kaffikóng- urinn. Eg kom að Grænhól, þar býr Jóhann, aldi-að- ur maður, veitti hann mér besta beina og keypti af mér bækur. Hjalli er stór jörð syðst og vestast í Ölfusinu. þaðan er þórður. Fyrir mörgum öldum bjó þar maður sem Jón hét, vinnuhjú hans áttu harð- an kost, fengu undanrennu á morgnana, undanrennu á kvöldin en graut með undanrennu út á um miðjan daginn. Aftur á móti viðhafði hann hóflausan íburð þá er höfðingja bar að garði, sérstaklega væru þeir útlendir; þá voru frambornar steikur í sósulomsi með gromsuflensum og puns drukkið úr holuðum sykurtoppum, og þá myndaðist málshátturinn „Nú er glatt á Hjalla“. Eg má ekki eyða rúmi til þess að lýsa Ölfusinu nánar, og höldum því suður sveitina og austur með Ingólfsfjalli. þar hefir vegurinn ver- ið færður fyrir nokkrum árum fjær fjallinu niður í mýrina fyrir neðan Sængurkonuklett. þeim kletti fylgir sú saga að kona nokkur hafi komið að bæ einum sem stóð austarlega undir fjallinu og beðið um gistingu en verið úthýst, komst hún þó um nótt- ina að þessum kletti og ól þar barn sitt. En þá sömu nótt hljóp skriða á bæinn og drap alt sem þar var bæði menn og skepnur. — Undir miðju fjallinu skiftist vegurinn. Liggur önnur álman upp í Gríms- nes, Hreppa og Tungur, en hin niður að Ölfusá. Yfir hana ei stór brú. þarxgað kom eg einnig í fyrr a. þar er verslun, og þar er Landsbankaútibúið sem kom sér vel fyrir Eirík í næstsíðustu Alþingiskosn- ingum. þar er líka Tryggvaskáli (kendur við Tryggva gamla Gunnarsson bankastjóra). í Tryggvaskála er frk. Guðmunda Nielsen þegar eg kom þar í fyrra, þá sýndist mér liggja illa á henni, hún gat heldur ekki hýst mig svo eg varð að leita á náðir Símonar á Selfossi, sem sentist einu sinni á glugghrossi (það var nefnil. skjótt), hann gaf mér graut og bauð mér að sofa í útihúsi einu; eg var allur gegnblaut- ur þegar eg kom þar og varð að vinda plögg mín upp úr næturgagninu um morguninn þegar eg vakn- aði. — Daníel Daníelsson hafði þá veitingar í tjaldi við brúna. Hann er bráðskemtilegur maður, „reform- pólitískur“ Hann tók mér virðulega, veitti mér stór- lega og keypti af mér bækur. Nú er hann kominn í Stjórnarráðið í Rvík, alsaklaus maðurinn, en það er kannske ekki að marka, því hann er bara dyravörður. Sveitarhöfðinginn Eggert í Laugardælum keypti af mér bækur og gaf mér kaffi og kúfaða diska af brauði, bæði núna og í fyrra. Laxveiði er mikil í öl- fusá, enda láta þeir ekki marga laxana fara upp ána og þykir Árna á Alviðru það þungar búsif jar. í fram- tíðmni mun höfuðborg Islands standa við Ölfusá. I skömmum lenti eg við einn mann úr Grímsnes- inu. Ekki vissi eg hvað sá hét, en sagt var mér að hann væri meðhjálpari, forsöngvari, hringjari, bað- stjóri, hundalæknir eða einhver fjandinn svoleiðis — auðheyrt var að hann var nautheimskur — hann hefir víst verið meðhjálpari. Flóinn er grösugasta sveit á landinu, þar er fjöldi af bæjum og skal eg nefna fáa af þeim: Uppsali, þar bjó Jón íisksali íyrir aldamót, það er að segja hin síðustu, Vælugerði, Litlakot, Kálfhaga, þar hafa engir búið, Velli, Eyma, Kotleysa, Kökkur, Roðgúll, Halakot, Lambhús, Hraukur, Traðarkot, Sleyf, Att- anköld, Beinagerði, Fok, Sauðhús, Simbakot, Kál- garðsbær og Fjós, Bygðarhorn, Sölkutóft, Einkofi, Skelkur, Bolafótur, Leðurskór og Hraungerði. þar er kirkja og prestur. Hjálmholt hefir lengi verið höfuðból, meðal annara sem þar hafa búið var þórð- ur Sveinbjörnsen sýslumaður, sem síðar varð yfir- dómari en bjó þá í Nesi við Seltjörn. þetta verður að nægja um Flóann og bregðum við okkur því yfir þjórsá, á henni er samskonar brú og er á Ölíusá. þjórsá er venjulega ljót þarna, kolmórauð, stríð og rennur yfir stórgrýtisurð. þegar yfir ána er komið kemst maður í Holtin. Áin skiftir einnig sýslunum, Árnes og Rangárvalla. Nú komum við að þjórsár- túni, þar búa hjónin Ólafur og Guðríður — það þyk- ir mér óviðkunnanlegt nafn. Ólafur er f jölkunnugur, stundar hann landbúnað, verslun, greiðasölu og lækn- isstörf — þ. e. a. s. hálf „paté“. Hann heíir oft skrifað greinar í blöðin um eldgos og veðuráttu. Framfaramaður er hann í landbúnaði; hefir hann breytt stórum óræktarmóum í frjósama akra og tún, enda hefir hann verið verðlaunaður. Við þjórs- ártún er nú árlega haldið íþróttamót á sumrin, en bændur hafa þar ráðsteínur og námskeið á vetrum. 1907, þegar kóngurinn kom, var þar haldin gripasýn- ing; var þar einnig haldin sýning á íslensku smjöri; kóngur borðaði úr einu kvartélinu, og sagði smjörið jaínast á við gott danskt smjör, en kóngur hafði sér- lega gott vit á smjöri, því hann borðaði aldrei annað viðbit, hvorki bræðing, margarine eða hrossafeiti, og sj aldan át hann þurt, að minsta kosti sá eg hann ald- rei gera það. Ofar með ánni er Krókur, þar er Ólafur, gildur bóndi, sem sjaldan verður heylaus, hann er annálaður fyrir hvað hann er fjárglöggur, og kann hann ílestar markabækur utan að. Næsti bær við Krók er Herríðarhóll. þaðan er Eyjólfur rakari og skáld, leikari, barbari m. m. Helgi Skúlason (föður- bróðir Skúla blaðamanns) bjó þar í fjöldamörg ár, en brá búi í vor sökum vanheilsu. Margir bæir eru meðfram veginum fyrir austan þjórsártún: Kálfholt, Hrísar, Hamrar, Sel, Hárlaugsstaðir, þar býr Jón Runólfsson, Áshóll. Fyrir austan Sel er stór sandur, nefndur Selsandur, þar hefir áður verið bygður bær, Jógeirsstaðir, og einhverntíma í fornöld hefir þar ver- ið grafreitur, því blásið hefir þar upp mikið af mannabeinum. Næsti bær þar íyrir austan er Mold- artunga, þá Brekkur, Rauðalækur og Ægissíða við Rangá. Iiandan við Rangá er Selalækur, þaðan er Gunnar, sem var þingmaður fyrir fasteignasala, rit- stjóri og lögfræðingur. þaðan í suður er Oddi, þar bjó Sæmundur, sem átti púkablístruna; fyrir sunnan Odda, nær þverá, er Oddhóll, þar minnir mig að Elías búi, hestamaður mikill. Nætursakir var eg í Garðs- auka, hjá Sæmundi bónda, bæði hann og alt heimil- isfólkið var mér hið alúðlegasta, keypti rit mín og spjallaði við mig. Einnig keyptu þar bækur mínar þeir ólafur í Götu og Jón á Árbæ. Eg átti tal við marga bændur um „landsins gagn og nauðsynjar“. Búskapurinn er fremur erfiður, þó eru dálitlar framfarir, t. d. túnasléttur, girðingar og áveitur, þar sem vel hagar til. Húsaskipun hefir á síð- ari árum fengið miklar endurbætur. Sveitamenn kvörtuðu um fólksleysi, en eg sagði, að það væri ekki á að sjá, að þá vantaði fólk, þar sem þeir sendu þess- ar fáu hræður, sem þeir hefðu umráð yfir, út og suður með öllum sjó, og það liti helst út fyrir, að þeir vildu ekki fólk nema rétt um hásláttinn. Síðastliðinn vetur mátti heita heldur góður, þó að vorið tæki ómjúkt á sveitunum. Heldur leit illa út með grassprettu vegna þurks og kulda, en sandfok hefir í vor hrjáð Rangæ- Takið eftir! Aður hefir komið út eftir mig: „Smábrot af æfisögu minni“. „Æfisaga mín aukin og endurbætt“. „Verkamenn og sjómenn", uppselt. „Hnútasvipan“, örfá eintök óseld. „Andatrú og draugar“, uppselt. Auglýsing. Ef einhver kynni að eiga eitt stykki af bók minni „Verkamenn og sjómenn“, þá vil eg kaupa það fyrir tvær krónur. Einnig vil eg selja 3 eintök af bæklingi Björns Kristjánssonar alþ.m., „Um þjóðskipulag“ — eintakið af honum sel eg á 10 aura. inga, sem og oft áður, en að sandgræðslu kveður æði- lítið. Heldur virtist mjer lítið fjör í ungmennafjelög- unum. Áhuginn er minni þar heldur en hjá ungum kommúnistum; það er líka tvent ólíkt, því ungir kommúnistar vita þó hvað þeir vilja. — Bókasafn er í hverjum hreppi. Ef eg mintist á hermensku eða hemaðarflugu þá, sem gripið hefir um sig nýlega, og spurði, hvernig þeim litist á að halda slíku uppi af almannafé, þá tóku sveitakarlarnir að fussa og sveia; þeir sögðu, að Is- lendingar væru eftirbátar annara þj óða í mörgu öðru, sem þarflegra væri að taka upp, heldur en þessari vit- firringu. Eg fór sömu leið til baka og eg kom. Nú er ferðasögu minni lokið og verði þér að góðu, lesari sæll. Vonandi þykir þér þú hafa fengið nóg fyr- ir 2 5 a u r a. Prentsmiðjan Acta h.f. 1924.

x

Ferðablað Odds Sigurgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðablað Odds Sigurgeirssonar
https://timarit.is/publication/766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.