Morgunblaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 17
um. Já, það var alltaf eitthvað sér- stakt við það þegar hún Elfa kom í sveitina og þessar stundir eru perlur í brunni minninganna hjá okkur systkinunum. Elfa giftist árið 1979 Þorsteini Bjarnar en þau kynntust í gegnum sameiginlegt áhugamál sitt, ferða- lög og fjallgöngur. Elfa og Þor- steinn ferðuðust mikið og það eru örugglega ekki margir staðir á landinu sem þau höfðu ekki skoðað og ekki mörg fjöll sem þau áttu eftir að ganga á. Þau umgengust líka landið sitt af einstakri natni og virðingu. Elfa var mikið jólabarn og hafði einstaklega gaman af fallegu og sérstöku jólaskrauti, hún var einn- ig mjög listræn og gerði sjálf marga fallega skrautmuni. Hún hafði lengi þann sið að bjóða frændsystkinum sínum til sín á að- ventunni og var þá búin að viða að sér ýmsu föndurefni og baka alls kyns góðgæti. Við systurnar sem bjuggum í Reykjavík vorum alltaf boðnar með fjölskyldur okkar til Elfu á jóladag. Það var hluti af jólahátíðinni að fara til Elfu og spila og spjalla og ef við höfðum áhyggjur af því að krakkarnir færu ógætilega með viðkvæmt jólaskraut minnti Elfa okkur á að skrautið væri nú bara hlutir sem börnin mættu alveg skoða. Þor- steinn lést árið 2005 og sama ár greindist Elfa með krabbamein. Öllu þessu tók Elfa með einstöku æðruleysi og var staðráðin í því að eiga áfram gott líf þrátt fyrir krabbameinið, hún færi sátt þegar hennar tími kæmi. Hún fékk fjög- ur góð ár ef undan er skilinn síð- asti vetur sem var oft ansi erfiður, en Elfa kvartaði aldrei og ef hún var spurð þá leið henni alltaf vel. Á síðustu árum hefur mér hlotn- ast sú gæfa og gleði að geta end- urgoldið sunnudagsbíltúrana og heimsóknirnar frá því í gamla daga og boðið Elfu með mér í bíl- túra eða setið hjá henni kvöld- stundir. Efst í huga mínum núna er þakklæti fyrir að hafa fengið þessar stundir, það var eitthvað svo róandi og notalegt að sitja og spjalla við Elfu og það var líka hægt að tala við hana um allt, lífið, dauðann, sorgir og gleði og allt þar á milli en mest um áhugamál okkar, fjallgöngurnar og ferðalög- in. Á bjartri og fallegri sumar- nóttu hélt Elfa í sína hinstu ferð og kvaddi þessa jarðvist, en ég er fullviss um það að hún mun halda áfram að kanna tignarlega fjalla- tinda, fagra dali, firði og víkur þar sem hún er nú. Með þessum orðum vil ég kveðja elskulega frænku mína og fyrir hönd okkar systkinanna þakka henni fyrir góða og gefandi sam- fylgd, við kveðjum Elfu frænku með þakklæti og virðingu. Hildur Valsdóttir og Haukur, Snædís, Anna og Magnús frá Kvígindisdal. Elsku frænka, mig langar að skrifa til þín nokkrar línur. Það rifjast margt upp þegar ég tek penna í hönd og hugsa til baka. Það var alltaf svo notalegt þegar þú komst á Álfhólsveginn og ég fékk að fara með þér heim. Þú hafðir alltaf nægan tíma og það var alltaf svo rólegt og gott að vera hjá þér. Ég á svo margar skemmtilegar minningar eins og þegar þú varst að krulla á mér hárið því ég átti að vera svo fín, þú þurftir að fara í símann og ég hélt krullujárninu á meðan. Þú gleymd- ir þér aðeins í símanum og saman vorum við næstum búnar að brenna á mér hárið. Allar minn- ingarnar frá ferðalögunum okkar vestur í Kví og í Þórsmörk. Þá átti ég yfirleitt aftursætið ein og þar lærði ég að hlusta á tónlistina þína. Mikið varstu glöð hvað úti- veran og fjallaklifur okkar frænkna hefur aukist, það var svo gaman að segja þér hvaða fjall var klifið síðast því yfirleitt varstu bú- in að fara þangað. Elsku Elfa, ég gæti haldið enda- laust áfram, þín verður sárt sakn- að. Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson.) Þín frænka Guðný. Leiðir okkar Elfu lágu fyrst saman í árlegri miðhálendisferð FÍ í ágúst 1975 um landið sem enginn þekkti. Í göngu síðla dags höfðum við báðar numið staðar á Virk- isfelli til að bíða þess að kvöldsólin skini gullnum geislum sínum á Kverkjökulinn. Áttum við þar okk- ar fyrstu stund saman tvær einar, upphafið að 34 ára vináttu. Þetta var ekki í eina skiptið sem við tók- um myndir nokkurn vegin á sömu þúfunni. Gæsavötn, Herðubreiðar- lindir, Laugavellir, Hafrahvamm- ar, Snæfell og sólskinsgangan nið- ur í Fljótsdal, þetta voru sannkallaðir unaðsdagar, án vit- undar um örlög elfunnar í Fljóts- dal eða Jöklu. Fimm árum seinna fórum við aftur í miðhálendisferð, en þá var Þorsteinn Bjarnar orð- inn lífsförunautur Elfu. Áður höfð- um við skriðið upp á Herðubreið. Þá myndaði Elfa sólarlagið í Herðubreiðarlindum eftir langan dag. Við áttum ótal ljúfar minn- ingar um ánægjustundir í fjöl- breyttri náttúru landsins okkar og litskyggnurnar okkar varðveita hughrifin. Elfa kynntist líka Þorsteini í ferðalögum FÍ. Fylgdumst við ferðafélagararnir spenntir með, hvenær þau tjölduðu ekki aðeins nálægt hvort öðru heldur tjölduðu saman einu tjaldi. Með Þorsteini í för gátum við Elfa haldið áfram að dragast aftur úr. Það gerðum við í Tröllakrókum á Lónsöræfum, en okkur miðaði hægt því skuggarnir breyttu kynjamyndum klettanna að baki okkar við hvert fótmál. Þorsteinn tók mynd af okkur sitj- andi undir steini í Tröllakrókum, birtist hún framan á einni Ferða- áætlun FÍ., en við mynduðum Þor- stein prílandi í klettadröngum ofan við okkur. Eru þetta einu fyrir- sætustörf okkar Elfu. En söngur Þorsteins hljómaði eins og svo oft í fögrum fjallasal. Þorsteinn var eldri en Elfa og þau festu ekki ráð sitt fyrr en á miðjum aldri. Er hann hætti að vinna kominn vel yfir sjötugt, hætti hún einnig fljótlega sjálf. Var hún mjög ánægð með þá ákvörðun. Er heilsa Þorsteins, manns sem áður var ímynd hreyst- innar, bilaði annaðist Elfa hann af einstakri natni og umhyggju. Hún talaði oft um hvað hún var fegin, að hafa haldið heilsu meðan Þor- steinn var á lífi. Hugarró var Elfu gefið í ríkum mæli. Dáðist læknirinn hennar að æðruleysi hennar í fjögurra ára baráttu við krabbameinið, en það hafði dreift sér áður en sjúkdóm- urinn greindist. Hún fór eftir það, sumarið 2005, með okkur Krist- jáni, frændaliði og Guðrúnu Júl- íusdóttur, sem við bundumst báðar vináttuböndum í fyrst nefndri ferð, í lærdómsríkt og skemmtilegt ferðalag til Króatíu. Elfa og Þor- steinn ferðuðust mörg ár með Guðrúnu og Jóni vítt og breitt um landið okkar. Til útlanda fóru Þorteinn og Elfa margsinnis í söngferðir. Elfa á stóran frændgarð þar sem gagn- kvæm hjálpsemi og umhyggja rík- ir. Hún var lestrarhestur, gleypti í sig Árbækur FÍ á tveimur dögum rétt eins og sakamálasögu. Síðustu dagana las hún „Norður yfir Vatnajökul“. Nú er baráttan við banvænan sjúkdóm á enda. Biðinni eftir gullnum geislum kvöldsólarinnar er lokið. Bergþóra Sigurðardóttir. Nú þegar sólin er að ná hámarki í gangi sínum, og gróðurinn skart- ar sínu fegursta hefur Elfa Thor- oddsen kvatt þetta líf. Það var fyrir um fimm árum að ég kynntist Elfu, þegar hún tók að koma öðru hvoru, með Jónu systur sinni, í handavinnustofuna í Gjá- bakka. Seinna eftir að Þorsteinn maður hennar lést, flutti hún í Hamra- borgina, og varð þá fastur með- limur í hópnum, þar sem hún ávann sér bæði vináttu og vænt- umþykju allra. Fyrir fjórum árum greindist hún með þann illvíga sjúkdóm, sem nú hefur haft betur. Elfa var aldrei á því að gefast upp. Hún hélt sínu striki, þrátt fyrir erfiða meðferð, og fór með okkur í leik- hús, heimsóknir og ferðir eins og áður, síðast 18. maí sl. Hún barðist hetjulegri baráttu allt fram um síðustu mánaðamót. Kom til okkar, þegar hún gat, og hélt áfram með handavinnuna sína og hló og gerði að gamni sínu með okkur. Trúlega hefur hún átt sínar erf- iðu stundir, en við heyrðum aldrei frá henni kvörtunar- eða æðruorð, og það sama segja ættingjar henn- ar. Það fór ekki mikið fyrir Elfu, og hún tranaði sér aldrei fram. En hún var hlý og glaðleg, og ég heyrði hana aldrei hnýta í nokkurn mann. Þó Elfa og Þorteinn ættu ekki börn, þá var langt í frá að hún væri einstæðingur, því börn Jónu systur hennar sýndu henni ein- staka umhyggju allt til loka. Þar sem saman er kominn hópur á þeim aldri sem við í Gjábakka erum, þá er það lífsins gangur að einn og einn týnist úr hópnum. Ég veit að ég get sagt fyrir hönd okk- ar allra í handavinnunni, að Elfu verður sárt saknað. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Jónu, vinkonu okkar, og barna hennar, svo og annarra skyldmenna. Guð blessi minningu Elfu Thor- oddsen. F.h. handavinnuhóps Gjábakka, Kópavogi, Sigurlaug Ólöf Guðmunds- dóttir. Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 þeirra okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Sigurveigar Valdi- marsdóttur. Fyrir hönd systkina og fjölskyldna þeirra, Bjarni Andrésson. Frænka mín Sigurveig Valdimars- dóttir lést að morgni 15. júní sl. Bana- mein hennar var krabbamein sem greindist í lok apríl á þessu ári. Er hún harmdauði öllum sem til þekktu. Nú á kveðjustund langar mig að minnast hennar nokkrum orðum og kveðja hana. Hún hét Sigurveig í höfuðið á föð- urafa sínum og ömmu – þeim heið- urshjónum Sigurði og Sólveigu á Sjónarhóli á Stokkseyri. En meðal skyldmenna og nánustu vina var hún alltaf kölluð Sissa. Við vorum ekki aðeins systrabörn, ættuð frá Þórshamri, heldur nánir vinir svo langt sem ég man. Sömu vin- áttu nutu kona mín og börn. Frænka mín var há og grönn, ljós yfirlitum og látlaus í framgöngu. Hún var vel greind, fróð og minnug. Heið- arleiki og kærleikur voru hennar að- alsmerki. Skyldurækin var hún líka og mátti í engu vamm sitt vita. Alla tíð trygg vinum sínum og sýndi þeim hlýju og ræktarsemi. Þessarar um- hyggju nutu líka margir – ungir sem aldnir – í fjölskyldunni. Sissa var ávarpsgóð og orðvör en alls ófeimin að hafa skoðun og segja meiningu sína sem hún gerði alltaf mildilega. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana nokkru sinni brýna raustina. Sissa hafði yndi af fögrum hlutum – var fagurkeri. Mátti sjá mörg merki þess á heimili hennar og Friðriks heitins. Sissa og Friðrik voru miklir höfð- ingjar heim að sækja, gestrisni þeirra var viðbrugðið. Áratugum saman héldu þau ógleymanlegar veislur – á jóladag, þorrablót og skötuveislu á Þorláksmessu. Ekki hef ég þekkt um dagana sam- hentari hjón en Sissu og Friðrik. Jafnræði var með þeim hjónum. Nafn annars er ekki nefnt nema að hins sé um leið getið. Friðrik var sérlega traustur og áreiðanlegur maður eftir gömlum og góðum íslenskum gildum. Auk þess að vera í forystu fyrir Múr- arameistarafélagi Reykjavíkur stundaði hann stangveiði og golf í frí- tíma sínum eins og hann mátti. Sissa var með honum og hafði ekki síður en hann yndi af hollri útiveru og góðum félagsskap. Ekki var síðra að heimsækja þau í sumarhúsið í Öndverðarnesi í Gríms- nesi sem þau reistu þar vorið og sum- arið 1969. Friðrik átti ómældan hlut að því að félög múrara og múrara- meistara keyptu Öndverðarnesið í þeim tilgangi að félagsmenn hefðu að- stöðu til þess að byggja sumarhús og njóta hlunninda sveitaverunnar. Nokkur sumur eftir 1970 voru Friðrik og Sissa ráðsmenn í Öndverð- arnesi. Kom þá m.a. í þeirra hlut að sinna netaveiðinni í Hvítá fyrir landi Öndverðarness. Ferðalög innanlands og utan voru sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Vorið 1962 eignuðust þau sinn fyrsta bíl. Þau þekktu fljótt til staðhátta um allt land – eins og vegakerfið þá leyfði. Sumarið 1967 fóru þau í fyrsta sinn í sumarfrí til meginlands Evrópu. Þau nutu þess vel að sjá og kynnast menn- ingu ólíkra þjóða. Síðustu árin fóru þau oftast til sólarlanda og notuðu ferðina til þess að spila golf eins og tíminn leyfði. Söknuður ættmenna og vina er mikill. Ég er afar þakklátur Sissu fyr- ir samfylgdina. Fjölskylda mín þakk- ar fyrir allt gegnum árin. Guð blessi minningu Sigurveigar Valdimars- dóttur. Þorgils Jónasson. Það var mikill sorgardagur að morgni 15. júni þegar Ósk amma hringdi í okkur og tilkynnti okkur að baráttunni hennar Sissu væri lokið. Ekki það að við vissum ekki að þetta nálgaðist eftir að við komum til henn- ar á laugardaginn og sáum hvernig staðan var. Við erum bara þakklát fyrir að þetta tók snöggt af. Allt frá því að Sissa greinist með þessi veik- indi vissum við að hún ætlaði ekki að taka slaginn, því allt frá því að Friðrik heitinn fór hefur hún ekki þráð neitt annað en að fá að sameinast honum, því Sissa varð aldrei söm eftir andlát Friðriks. Sissa og Friðrik voru ekki það lánsöm að eignast nein börn, þannig að það má eiginlega segja að ég og Bjarni bróðir hefðum komið í þann stað ásamt stelpunum mínum 4 sem Sissa og Friðrik voru guðforeldr- ar fyrir. Þær eru margar minningarn- ar sem rifjast upp þegar maður fer að hugsa til baka, öll ferðalögin, leikhús- ferðirnar og ég tala nú ekki um Önd- verðarnesið, þar sem við ólumst nán- ast upp, það kom aldrei leiðinleg stund uppi í bústað, það var alltaf séð til þess að það væri nóg af öllu og nóg að gera fyrir alla og síðast en ekki síst mikið hlegið. Þegar ég tala við stelp- urnar mínar um ykkur þá þykir mér rosalega vænt um að þær muna sum- arbústaðarferðirnar mjög vel og í þeirra huga eruð þið amma og afi. Elsku Sissa, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að vera svona stór partur af þínu lífi og það eina sem huggar mig nú er að þú ert farin til Friðriks. Ég veit að þið hjónin munuð vaka yfir okkur um ókomna framtíð. Elsku Sissa mín, ég elska þig, sakna þín og ég mun geyma þig í hjarta mínu þar til við sjáumst á ný í fyllingu tímans. Guð veri með þér og haldi verndar- væng sínum yfir þér og okkur. Elsku Ósk amma, Ríkey, Magga frænka, takk fyrir að hafa hugsað svona vel um hana síðustu dagana og megi guð vera með ykkur í ykkar sorg. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ósk, Rúnar og dætur. Þegar við fengum andlátsfréttina um hádegi mánudagsins 15. júní, var sem ský drægi fyrir sólu. Hugurinn reikaði 40 ár aftur í tímann, til þess tíma þegar við vorum öll ung og hress. Sigurveig hóf störf hjá okkur í Tösku- og hanskabúðinni árið 1966. Hún tók þátt í öllu sem þar var að ger- ast en ósjaldan var þar ys og læti, mikið að gera, ekki síst í jólavertíðinni sem var bæði skemmtileg og erfið. Iðulega var yngri börnum okkar hjóna einfaldlega skellt á búðarborðið í burðarrúmi og var þá Sigurveig betri en engin, enda einstaklega barn- góð kona. Við gengum í gegnum miklar breytingar í búðinni og stóð Sigurveig með okkur í þeim. Það var sama hvaða verkefni henni voru rétt. Hún leysti þau af einstakri handlagni og prýði, hvort sem um var að ræða gluggaútstillingu, viðgerðir, vörutaln- ingu eða tiltekt. Sigurveig hafði þann sérstaka eig- inleika að ganga í gegnum lífið með ljúfa framkomu og bros á vör og nut- um við þess sem unnum með henni ekki síður en viðskiptavinirnir. Eftir 40 ára samstarf munum við ekki eftir einu einasta tilfelli sem skuggi féll á. Betri ummæli er tæpast hægt að gefa. Ekki er hægt annað en að minnast á Friðrik, hennar ágæta mann, en far- sælla hjónaband var varla hægt að hugsa sér. Friðrik hafði sérstakt embætti í búðinni á Þorláksmessu. Það var að skenkja starfsfólki sherry og sælgæti að loknum löngum og er- ilsömum degi og halda uppi stemn- ingu í lok jólavertíðar. Við hjónin og börnin okkar ásamt starfsfólki eigum hlýjar minningar frá þessum kvöld- um. Sigurveig missti mann sinn í febr- úar 2005 og var það henni þungbært og fannst okkur sem henni þætti til- veran ekki söm og áður. Hver veit nema að eftir þetta tilverustig komi annað betra með okkar látnu ástvin- um þar sem Sigurveig og Friðrik hitt- ast aftur? Við hjónin og fjölskyldan öll viljum þakka henni fyrir frábæra vin- áttu og samstarf í öll þessi ár. Við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til allra aðstandenda Sigur- veigar. Blessuð sé minning hennar. Víðir og Jóhanna. Það var alltaf gaman að koma til þín og mannsins þíns, nú eruð þið bæði farin. Þið voruð yndislegt fólk, þið voruð alltaf góð við okkur Aldísi. Gott var að koma til þín í kaffi og spjalla saman. Við vorum góðir vinir. Vona að þér líði vel og þú sért búin að hitta manninn þinn. Ég þakka fyrir allt og nú verður tómlegt án þín í hús- inu. Guð geymi þig og farðu í friði. Þinn vinur og nágranni, Stefán Konráðsson sendill. Hún elsku Sigurveig hefur kvatt okkur. Þessi staðreynd er sár og söknuðurinn mikill. Sigurveig var yndisleg kona og tel ég það forréttindi að hafa fengið að vera vinur hennar. Kynni okkar hófust þegar við unnum saman um tíma. Alltaf héldum við sambandi og hittumst reglulega. Mér leið alltaf svo vel í návist hennar, hún var einfaldlega svo ótrúlega góð og hjartahrein. Þær stundir sem ég átti með Sig- urveigu geymi ég sem fallegar minn- ingar í hjarta mínu. Mín helsta hugg- un er sú að ég veit að hennar heittelskaði Friðrik hefur nú tekið á móti henni opnum örmum. Ég kveð þig með trega og söknuði, kæra vin- kona. Lára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.