Morgunblaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLBORG HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Stigahlíð 18, Reykjavík, lést fimmtudaginn 11. júní. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðviku- daginn 24. júní kl. 15.00. Þórður Adólfsson, Elsa Jóhanna Gísladóttir, Adólf Adólfsson, Monika Magnúsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR SIGURÐSSON pípulagningamaður, Strandaseli 1, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 15. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 24. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð krabbameinsgreindra. Starfsfólki á krabbameinsdeild Landspítalans eru færðar hjartans þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Ása Birna Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson, Þórný Pétursdóttir, Baldur Már Bragason, Ómar Rafn Stefánsson, Ragnhildur Birna Stefánsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Reinhardt ÁgústReinhardtsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1943. Hann lést á heimili sínu, Grenibyggð 27 í Mos- fellsbæ, 7. júní sl. For- eldrar hans voru Ólöf Guðlaug Önund- ardóttir frá Skálum á Langanesi og Rein- hardt Ágúst Reinhar- dtsson frá Norðfirði. Börn þeirra eru Kristján Gunnsteinn, f. 1936, Reinhardt Ágúst, f. 1943, Önundur Þór, f. 1947 og Erna Guðrún, f. 1948. Reinhardt eignaðist þrjú börn. Sonur hans og Ragnheiðar Ingi- bjargar Halldórsdóttur er Halldór, f. 6. júní 1961, kvæntur Þórönnu Andrésdóttur, börn þeirra eru Andrés Þór, f. 1982, og Ragnheiður Ingibjörg, f. 1986, dóttir hennar Lilja María Finnbogadóttir, f. 2008. Reinhardt kvæntist 1965 Sigrúnu Lindu Kvaran, f. í Reykjavík 3. maí 1948. Dætur þeirra eru: 1) Linda Björk, f. 22 nóvember 1965, í sam- búð með Höskuldi Björnssyni. Börn hennar eru a) Hannes Þór, f. 1984, í áhugaleikhús á yngri árum þar sem hann kynntist konu sinni Sigrúnu Lindu. Hann var tæknimaður og leiksviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu frá árinu 1966 til 2004 eða næstum 40 ár. Hann var snjall hugmynda- smiður og leysti ýmsar þrautir sem sneru að leikbrellum í leikhúsinu. Hann starfaði um tíma í prent- smiðju Alþýðublaðsins og við sölu- mennsku hjá Prenthúsinu. Reinhardt var mikill áhugamað- ur um fótbolta og stundaði þá íþrótt langt fram á fullorðinsár, fyrst sem leikmaður en síðar sem þjálfari og stjórnandi. Hann var einn af stofn- endum og stjórnendum Íþrótta- félags Kópavogs, sem síðar rann saman við HK í Kópavogi og vinsæll bæði í leik og starfi. Hann var í skátahreyfingunni sem ungur pilt- ur og starfaði þar síðustu árin sem sveitaforingi fram til 22 ára aldurs. Hann var mikill áhugamaður um ferðalög og íslenska náttúru og voru útilegur á sumrin stór þáttur í lífi fjölskyldunnar. Fróðleiksfús um land og þjóð, var vel máli farinn og lagði áherslu á vandað mál. Hann hafði einnig góða söngrödd. Hann var dýravinur og átti alltaf einhver gæludýr og hundarnir voru hans yndi. Var alltaf til reiðu ef eitthvað bjátaði á og tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Hann var fjölskyldumaður og vinur vina sinna. Reinhardt verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 22. júní, og hefst athöfnin kl. 13. sambúð með Önnu Þorsteinsdóttur, son- ur þeirra Sigurður Þór, f. 2005, b) Hildur Rún, f. 1988, dóttir hennar er Andrea Björk Hafsteins- dóttir, f. 2007 og c) Sunna Lind, f. 1994. 2) Kolbrún, f. 29. ágúst 1970, gift Tóm- asi Þráinssyni. Börn hennar og Aðalsteins Ingimarssonar eru: a) Logi Már, f. 1989, hann á Óðin Fannar, f. 2007, b) Anton Orri, f. 1991, c) Hafdís Birta, f. 1995, og d) Ingimar Reinhardt, f. 1999. Sonur Kol- brúnar og Tómasar er Egill Úlfar, f. 2007. Reinhardt ólst upp á Fálkagöt- unni í Vesturbænum til 7 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hans í Kópa- voginn þar sem hann sleit barns- skónum á Nýbýlaveginum. Hann rak ásamt föður sínum og eldri bróður Efnalaug Austurbæjar til margra ára þar sem fjölskyldan starfaði frá árunum 1961 til 1979. Reinhardt hóf snemma störf sem sneru að leikhúsi og starfaði við Að leiðinu græna í garðshorni yst, ég geng, þegar rökkvar um hæðir og voga og stjörnuljós kvikna á bláloftsins boga. Ég bugaður græt þig, sem nú hef ég misst. Nú framar ei leiðir mig, höndin þín hlýja. Til hvers á nú barnið þitt grátna að flýja? Svo hugljúfar minningar, blærinn mér ber, frá bernskunnar heiðu og sólríku dögum, sem deyjandi ómar af ljúflingalögum. Þær líða í hug mér, sem kveðja frá þér, sem vaktir um nætur hjá vöggunni minni. Nú vaki ég dapur hjá gröfinni þinni. Nú blundar þú rótt, undir sefgrænni sæng. Þú sofnaðir þreyttur og langferða- móður. Á dagsljós þitt andaði dauðansblær hljóður, þér dapraðist flug er hann snerti þinn væng. Nú fagnandi önd þín til upphafsins líður, en efninu faðmlag sitt móðir jörð býður. Vor tár, gera oss skammsýn á skiln- aðarstund. Og skuggi okkar sjálfra er það myrk- ur, sem bugar vort þrek, ef andinn í hæðirnar hug- ar, í hjartanu birtir og gleðst okkar lund. Sjá! Dauðinn, er áfangi á eilífð- arbrautum, vort athvarf og lausn vor, frá jarð- neskum þrautum. Nú kveð ég þig faðir, í síðasta sinn og saknaðartárin, ég strýk mér af hvarmi. En sorgarnótt myrkri skal minning- arbjarmi, sem morgunsól eyða, ég trúi, ég finn – þótt horfinn mér sértu – að látinn þú lifir í ljósanna heimi, og vakir mér yfir. (Reinhardt Reinhardtsson eldri.) Þín dóttir Linda Björk Kvaran. Í dag verður hann Haddi tengda- faðir minn jarðsunginn. Ég var svo heppin að fá að taka þátt í lífi hans og Sigrúnar síðastliðin 30 ár og eiga með þeim margar yndislegar stundir, þær minningar geymi ég vel. Elsku Haddi minn, sjúkdómur þinn var mun alvarlegri en við gerðum okkur grein fyrir. Mín trú er að þér líði nú betur. Elsku Sigrún, Dóri, Linda, Kolla og fjölskyldur, missir okkar er mik- ill. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði, elsku Haddi minn, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Þóranna Andrésdóttir. Elsku afi minn. Ég bjóst aldrei við að ég myndi missa þig svona snemma, maður býst einhvern veginn alltaf við meiri tíma til að segja það sem maður vildi sagt hafa. En núna ertu farinn og sorgin yfir því að hafa ekki nýtt þau tækifæri sem ég hafði til að segja þér hvað mér þyk- ir vænt um þig situr í mér. Núna verð ég að láta það duga að segja þér hversu mikið ég sakna þín og vona að þú skynjir það. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna, afi minn, og ég á sérstaklega eftir að sakna vindlalyktarinnar þinnar. Öllum hefur alltaf fundist ég vera alveg stórskrítin að finnast vindla- lykt svona rosalega góð en þegar ég finn lyktina rifast upp svo marg- ar góðar minningar. Öll jólin sem við höfum átt saman, ferðalögin okkar og Bjarkalundur koma mér strax í hug. Ég á eftir að sakna þess að þú veist svo mikið um land- ið, og hversu gaman það er að ferðast um það með þér. Ég á eftir að sakna alls þess klaufalega sem þér datt í hug, eins og þegar við fórum í sumarbústaðinn í Vopna- firði og þú varst að grilla á pall- inum undir glugganum og ákvaðst að sprauta rauðspritti á grillið og eldurinn blossaði svoleiðis upp. Þú varst alltaf til staðar fyrir alla, elsku afi minn, og varst alltaf tilbú- inn að hjálpa. Ég vildi óska að þú værir ekki farinn en ég er samt þakklát fyrir allar þær æðislegu minningar sem ég á um þig. Ég sakna þín svo sárt. Ástarkveðja, þín dótturdóttir, Hildur Rún Sigurðard. Kvaran. Íþróttafélag Kópavogs hefði aldr- ei orðið til ef félagið hefði ekki not- ið starfskrafta Reinhardts Reinhardtssonar, eða Hadda eins og hann var kallaður. Hann var allt í öllu hjá félaginu, sat í stjórn, spil- aði með meistaraflokki og þjálfaði yngri flokka félagsins. Haddi var einkar laginn að laða að foreldra til starfa hjá félaginu og deila verk- efnum sem tengdust yngri flokkum félagsins, millum þeirra. Þá ber að minnast á ferðirnar með yngri flokkana til Skotlands sem Haddi hafði allan vega og vanda af. Hann skipulagði ferðirnar og annaðist fararstjórn ásamt því að vera þjálf- ari, félagi og traustur vinur strák- anna. Hann skipulagði og sá um kvöldvökur og ýmsar skemmtanir í Fagrahvammi, félagsheimili ÍK á Digraneshæðinni. Haddi var einn af þessum hvunn- dagshetjum sem leggja metnað sinn og heiður að veði fyrir félagið sitt og var ekki að berja sér á brjóst fyrir allt sitt óeigingjarna starf fyrir félagið. Hann var einnig óborganlegur húmoristi, gerði óspart grín að sjálfum sér og tók sig ekki of alvarlega. Störf hans fyrir ÍK ber sérstaklega að þakka. Við viljum einnig þakka Hadda fyr- ir samstarfið og allar ánægjustund- irnar. Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Magnús Harðarson, fyrrverandi formaður ÍK, Sigurjón Sigurðsson, formaður HK. Við sjáum nú á bak einum þeirra starfsmanna Þjóðleikhússins sem lagði ríkulegan skerf til íslenskrar leiklistar þótt að tjaldabaki væri. Reinhardt Reinhardtsson eða Haddi eins og við samstarfsfólkið kölluðum hann gegndi ýmsum störfum í leikhúsinu um áratuga skeið: starfaði sem sviðsmaður og var lengi starfandi við leikmuna- deild hússins og yfirmaður hennar. Skömmu eftir að ég réðst að húsinu sem þjóðleikhússtjóri fól ég honum starf leiksviðsstjóra, sem hann gegndi með sóma allt til ársins 2004 að hann lét af störfum. Haddi var einstaklega áreiðan- legur og traustur starfsmaður. Undir rólegu yfirborði bjó sterkur vilji og eftirfylgja. Hann var af- skaplega úrræðagóður varðandi allt það, sem að leiksviðinu sneri en fyrir utan allsherjar verkstjórn á aðalsviðinu var það í hans verka- hring að finna góðar tæknilegar lausnir á ýmsum þeim hugmyndum sem leikmyndahöfundar og leik- stjórar lögðu fram og gátu oft verið torleystar og jafnvel óraunhæfar. En Hadda tókst að leysa ótrúleg- ustu hluti þannig að allir gátu vel við unað. Aldrei sá ég hann skipta skapi öll þau ár sem við unnum saman, þótt stundum gæfist tilefni til í öllum þeim erli og álagi sem fylgt getur fjölmennum sýningum í lokaund- irbúningi frumsýninga. Hann var þægilegur í samvinnu og lúmskur húmoristi og gaman að vera sam- vistum við hann. Þegar ég var í þann mund að yfirgefa húsið eftir átta ára starf barst mér áskor- unarskjal frá öllum starfsmönnum, sem skoruðu á mig að sækja um leikhússtjórastarfið eitt tímabil til viðbótar en slíkt hafði þá nýlega verið tekið inn í lög. Ég komst að því síðar að Haddi var einn þeirra sem áttu frumkvæðið að þessari undirskriftasöfnun og þótti mér sérstaklega vænt um það. Mér er hann líka minnisstæður í leikför sem við fórum með Brúðu- heimili Ibsens til Nuuk árið 2000, þar sem Grænlendingar fengu í fyrsta sinn að sjá leiksýningu á klassísku verki. Haddi stýrði tæknimálum af sínu alkunna öryggi og var skemmtilegur ferðafélagi í þessari eftirminnilegu ferð, sem lengdist í annan endann, þegar við urðum veðurteppt í Syðra-Straum- firði í tvo daga. Var þar ekkert við að vera annað en vera hvort öðru til skemmtunar og var framlag Hadda þar umtalsvert. Ég ímynda mér að Haddi hafi saknað starfsins í leikhúsinu eftir að hann lét af störfum, svo sterkur þáttur var leikhúsið í lífi hans. Líka í einkalífinu, má segja, því að hann var tengdasonur hins landsþekkta leikara Ævars Kvaran. Við hjónin sendum Sigrúnu, eftirlifandi konu hans og fjölskyldu allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég veit að margir fyrrverandi samstarfsmenn hans í Þjóðleikhúsinu hugsa til hans með söknuði, því þar fór mik- ill mannkostamaður. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. Kynni okkar Hadda vinar míns hófust í sept. 1976, er við stofn- uðum ÍK (Íþróttafélag Kópavogs) ásamt mörgum öðrum Kópavogsbú- um. Haddi starfaði hjá félaginu sem þjálfari og í stjórnum þess til fjölda ára. Það var aðdáunarvert hversu duglegur og ósérhlífinn hann var að vinna fyrir félagið, við allt sem hugsast gat, var þjálfari yngri flokka, aflaði fjár og fé- lagsstörfin tóku allar hans frístund- ir og alltaf var hann reiðubúinn að taka að sér hin ýmsu störf og leysti þau af mikilli ánægju og vand- virkni. Við fórum saman í æfinga- búðir til Celtic í Glasgow og eftir þá ferð hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar og höfum við ásamt Dísellu konu minni og Sigrúnu haldið nánu sambandi allt til dags- ins í dag og farið í mörg ferðalög, bæði tjaldferðir og í sumarhús. Haddi hafði einstaka ánægju af að ferðast um landið og unni landi sínu, Íslandi, af mikilli ástríðu. Kennileiti, fjöll, ár og vötn, hann kunni nöfnin á þessu öllu, og gat meira að segja aukið við frásagnir úr leiðsögubókum. Ég minnist ferðalags okkar hjónanna, eina helgi um Suðurland með tjaldvagn í eftirdragi og Haddi vissi nákvæm- lega hvar best væri að taka nátt- stað því hann þekkti hverja einustu laut og bestu tjaldstæðin. Þegar við vöknuðum fyrsta morguninn og vorum búnir að snæða morgunmat sagði Haddi: „Alli, við skulum labba hérna upp gilið.“ Við lögðum af stað ásamt Trýnu, hundinum hans, og varð þetta um tveggja tíma ganga í yndislegu veðri en minn- isstæðast við þessa gönguferð var að við sögðum ekki orð alla leiðina, settumst niður á klett til hvíldar með Trýnu liggjandi við fætur Hadda og virtum fyrir okkur lands- lagið og það var eins og við læsum hugsanir hvor annars, það var hvorki óþægilegt né þvingandi, við þurftum ekki að vera að blaðra endalaust, við gátum þagað saman, þetta var sönn vinátta. Síðasta ferðalag okkar hjónanna með Hadda og Sigrúnu var til London og Suður-Englands í júní- mánuði síðastliðið sumar. Var það afar ánæguleg og skemmtileg ferð og gaman að ylja sér við minning- arnar núna. Haddi var mikill dýra- vinur og allt frá því við kynntumst hafa þau hjónin haft kisur eða Reinhardt Ágúst Reinhardtsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.