Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Qupperneq 9
NÝTT KVENNABLAÐ
/
stoðarprestur í Grenjaðarstaði til sr. Jóns föð-
ur sins, og þar ólst hún upp.
Hún giflist 3. í jólum 1876 Júlíusi lækni Hún-
vetninga, syni Halldórs Friðrikssonar yfirkenn-
ura. Þau bjuggu sarnan tvær tylftir ára í Vest-
urhópi, fyrstu veturna Ivo á Stóru-Borg og
Bi’eiðabólslað, en síðan samfleytt í Klömbrum,
myndarbúi. Hina þriðju tylft ára, tæpa, sem
Jiilius þjónaði læknisbéi'aði, bjuggu þau á
Blönduósi. Ilina fjórðu tylft ára bjuggu þau
saman í Reykjavík og Borgai-nesi, þar sem
Júlíus lézt 1924. Þau voru ólík og bjónabandið
gott.
Síðan hefur Ingibjörg dvalizt með Þóru dótt-
ur sinni og Guðmundi Björnssyni sýslumanni,
nú að Svarflióli i Sogamýri við Reykjavílc. Hún
hefur jafnan ferlivist og er vel ern.
Af börnum þeirra Klambrahjóna náðu þrjú
fullorðinsaldri, Halldór sýslumaður Stranda-
manna, nú xxð Mell)æ í Sogamýri, Þóra kona
Guðmundar Björnssonar og Magnús, látinn
fyrir tveim árum, yfirlæknir holdsveikraspít-
alans.
Til að lýsa Ingibjörgu má vel liyggja fyrst
að ættum hennar. Móðir hennar var eigi aðflutt
í hérað, Þórvör dóttir sr. Skúla Tómassonar í
Múla og Þórvarar eldri Sigfúsdóttur prests í
Höfða, og var það tápmikið kyn. Faðir Ingi-
bjargar, Magnús prestur og smáskammtalækn-
ir á Grenjaðarslöðum, var sonur Jóns Jónsson-
ar prests og læknis á Grenjaðarstöðum, fyrr
konrektors í Ilólaskóla og prests í Stærra-Ár-
skógi, og Þorgerðar Runólfsdóttur af Suður-
nesjum (ætt Guðna sýslumanns, sbr. Sýslu-
mannaævir). Þó að kylfa ráði kasti, hvernig
hæfileikar góði’a ætla ei’fasl, erfist mjög oft
trauslleikur þeirra með varðveizludyggðum, og
svo reyndist hér.
Húsfreyjustarfið krafðist annars meir af Ingi-
björgu en bókvits, þó að liún væi’i og sé enn
námfús. Giftingarárið, meðan heimilisannir
hertu ekki að, komst hún t. d. svo vel niður í
lyfjafræði með manni sínum, að hún kunni
eftir það vel að velja meðul og ráð við flestum
algengum sjúkdómum, þegar sendimenn hittu
svo á læknissetrið, að læknirinn væri í ferðum,
enda var lækniseðlið arfur eftir föður og afa.
Flest tókst henni farsællega, þótt hér rúmist
varla dæmin til sönnunar. jHún var kona skyn-
söm, en hvorki skarpleg né örorð, — fastlynd
og ekki ætið skjót til úrskurðar, — háttprúð
svo af bar. Hún var bin fi'íðasta kona og vel
Margar eru mínar sakir.
Margar eru mínar sakir,
margar eru feigra vakir,
margir eru strengir stakir,
stopul eru hjarðmannsljóð.
Segðu það engum systir góð.
En ég verð að biðja blæinn
að bera þér kveðju heim í bæinn
af því að svona á því stóð.
Þau eru örlög margra manna
mældir vera röngum spanna,
ástúð þrá, en kulda kanna,
konum unna og syngja ljóð.
í dýpstu sporin drýpur blóð.
Oft fer leynst ’in mætsta minning
muna dýrst ’in skemmsta kynning,
en hún snertir eins og glóð.
Þó er eins og hjartað haldi
hverja stund að þessu tjaldi
og fyrir sömu sakir gjaldi
sama gullið: bros og tár.
Minning rakin sæl og sár.
Eftir þessum eina vegi
eitt það fer á nóttu og degi —
þó inilli liggi lönd og ár.
xxxx
á sig komin. Það þótti bjart yfir lokkum henn-
ar, þegar liún óx upp í föðurgarði, og enn bjart-
ari sviptxrinn. Bjartari eru nú mjallhærurnar
en liárið var nokkrn sinni fyrr, og samt gelur
svipurinn orðið þeim enn bjartari.
Björn Sigfússon.