Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Qupperneq 3
NYTT
KVENNABLAD
9. drgangur.
í. tbl, jan. Í948.
Sá innlendur viðburður liins nýliðna árs,
sem flestum mun vera minnisstæðastur, er gos
Heklu hinn 29. marz. Þennan dag var mikið vik-
ur- og öskufall í héruðum sunnan Heklu og
hlauzt af mikið tjón, en sem betur fer mun
reyndin hafa orðið sú, að ver liafi áhorfst um
tjónið í uþphafi en síðar varð. í öðrum héruð-
um hefur gosið engu tjóni valdið. Gosið hefur
lialdið áfram allt til þessa, en mjög er þó farið
að draga úr því. Langmestur var kraftur þess
fyrsta daginn. Ferðamannastraumurinn hefur
verið mikill til fjallsins, og heíur ferðaskrifstofa
ríkisins greitt myndarlega fyrir honum, bæði
um farkost og fylgdannenn. Samkvæmt upplýs-
ingum ferðaskrifstofunnar ltafa rúm 3000 manna
farið á hennar vegum til gosstöðvanna og geng-
ið upp fjallið.
Af öðrum minnisverðum atburðum skal nefnt
flugslysið mikla í Héðinsfirði 29. maí, þar sem
áhöfn og allir farþegar vélarinnar, samtals 25,
konur og karlar á öllum aldri, fórust. Tvö önn-
ur flugslys urðu á árinu: í Búðardal 13. marz,
og fórust þar 4 (tvær konur og tveir karlmenn),
og við Varmadal í Mosfellssveit 31. maí.
Mannskaðar á sjó liafa verið með minna móti
á árinu. Slysavarnarfélagið og björgunarsveitir
þess hafa unnið mörg björgunarafrek á árinu
og mun lengst í minnum höfð björgun skipverja
af brezka togaranum Dhoon undir Látrabjargi
hinn 13. desember. Mun hróður þeirra vösku
landa okkar, sem þar voru að verki, lengi uppi
vera og að verðleikum.
Ilinn 20. júlí afhjúpaði Ólafur, krónprins
Norðmanna, minnisvarða Snorra Sturlusonar í
Reykholti, að viðstöddu miklu fjölmenni, inn-
lendu, og fríðu föruneyti sínu. Þótti hátíð sú
vel takast, enda gerði náttúran sitt til þess, því
að góðviðri var hátíðisdaginn og næstu daga
á eftir, en á undan og eftir rigningar og dumb-
NÝTT KVENNABLAÐ
ungur sunnan lands og vestan vikum saman.
Veðurfar þetta, sem hélzt til hausts, olli fólki
í þessum héruðum miklum erfiðleikunr og rýr-
um heyskap. Hins vegar var veður mjög hagstætt
norðan- og austanlands. Síldveiðin brást að
nokkru norðanlands, en sá uppgripasíldarafli
liefur verið í Hvalfirði og hér í eyjasundunum
við Reykjavík í haust, og það, sem af er vetri,
að undrum sætir og leysir það mikinn vanda í
gjaldeyrismálunum.
Nýsköpunartogararnir Iiafa komið til landsins
liver af öðrum, 18 á árinu, og eru nú alls komn-
ir 19. Hafa þeir reynzt hinir mikilvirkustu og
fengsælustu. Ennfremur hefur verið keyptur
fjöldi fiskibáta, smærri og stærri, landbúnaðar-
vélar alls konar, þó enn sé vöntun á að fullnægt
sé eftirspurn, og margt fleira til atvinnurekstr-
ar, og standa góðar vonir til alls þessa, ef vel
er á haldið. Heimilisvélar hafa komið færri en
við konumar hefðuin óskað eftir.
Stjórnarskifti urðu 5. febrúar. Þá lét stjórn
Ólafs Thors af völdum, en við tók samsteypu-
stjórn Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðisfokk-
anna. Forsætisráðherra er Stefán Jóh. Stefánsson,
formaður Alþýðuflokksins, og frá sama flokki
er í stjórninni Emil Jónsson, samgöngumálaráð-
herra. Frá Framsóknarflokknum, Eysteinn jóns-
son, menntamálaráðherra, og Bjarni Ásgeirsson,
atvinnumálaráðherra. Frá Sjálfstæðisflokknum
Bjarni Benediktsson, utanríkismálaráðherra og
Jóhann Þ. Jósefsson, fjármálaráðherra.
Þá verðum við að minnast Landbúnaðarsýn-
ingarinnar, sem aldrei fyrr hefur sézt slík og
var opnuð 27. júní; hinnar víðtæku skömmtun-
ar á ýmsum þörfum manna, sent upp var tekin
1. október, og seðlaskiptanna, er hafin var á
Gamlársdag, og eignakönnunarinnar. — Ilér er
stiklað á því stóra. Árið 1947 var viðburðaríkt
ár í lífi einstaklinga og innan heimilisveggja,
og máist aldrei af spjaldi sögunnar.
Unr leið og blaðið lætur þessu annálsbroti
lokið, óskar það þjóðinni allri góðs gengis á
hinu nýja ári, árinu 1948.
1