Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Blaðsíða 6
9£alL oetgars taðir Varðmaðurínn (Frá hernámsárunum) Ég hef verið beðin um að skrifa fáein orð um kvennaheimilið Hallveigarstaði. Veit ég, að margir af lesenclum Nýja kvennablaðsins bíða þess með óþreyju, að heimilið rísi upp og verði sá griðastaður fagurra hugsjóna og góðra fram- kvæmda, er því er ætlað að verða í framtíðinni. í gömlum sögnum og ævintýrum er þess oft getið, að lagðar væru þrautir fyrir menn eða þrekvirki, er leysa átti á einn eða annan veg. Tækist það, v°ru sigurlaunin vís. Þessar þraut- ir voru oft margvíslegar og erfiðar viðfangs. Stundum skall á gerningaþoka, er villti mönn- um sýn, og stundum urðu ljón eða aðrar vætt- ir á vegi þeirra. — En alltaf vildi þeim þó eitt- hvað til happs, svo sem í sögunni af „borginni fyrir austan tungl og sunnan sól“, þegar sjálfur konungur vindanna sótti gullkerru skýjajöfurs- ins og þaut með kóngssoninn inn í hallargarð- inn til kóngsdótturinnar. — En slík veðrabrigði þekkjast ekki í byggingar- málum Hallveigarstaða. Þar er hjakkað í sama farinu og þrefað við kóng og prest. Og nú situr allt fast, nerna festingin á gjaldeyri til bygging- arinnar. En eins og í ævintýrunum að fornu, þá mun rætast fram úr þessu og höllin okkar rísa áður en varir. Kæru konur í byggð og í bæl — Guð blessi okkur árið, sem er að byrja og gefi þjóðinni kjark og vit til að leysa þær þrautir, sem hún sjálf, að nokkru leyti, hefur á sig lagt. Laufey Vilhjálmsdótl ir• iEIN af síðustu stórgjöfum til HALLVEIGARSTAÐA. Nánustu ættingjar Matthildar á Smáhömrum hafa gefið kr. 10.000 í herbergi á Hallveigar- stöðum í tilefni af aldarafmæli hennar. Það skilyrði fylgir gjöf þessari, að herbergi í húsi kvennaheimilisins beri nafnið „Matthild- ur á Smáhömrum". Einnig fylgja þau tilmæli, að jafnan skuli stúlka úr Steingrímsfirði eða Strandasýslu njóta forgangsréttar um dvöl í því herbergi, sem kennt verður við Matthildi. — Fjársöfnunarnefnd Hallveigarstaða þakkar þessa höfðinglegu gjöf, og sendir Matthildi á Smá- hömrum innilegustu áramótakveðju. L. V. Hann stendur á götunni, hyssan er bundin við hlið, það blikar á hjálminn í kvöldskini heiðbjartrar nætur. Andblærinn mjúkstígur leikur sér vanga hans við, værð hlýtur drótt, en húmslæðan daggtárum grætur. Hann starir í blámann, hljóður, angraður, einn og enginn fær brúað það djúp, sem að fjarlægðin geymir. Skilið það hugstríð og úhyggjur aldrei fær neinn, og örvona þrá, er til landsins síns hugljúfa dreymir. Um enni sér strýkur, horfir í fjarlægð á haf, hugurinn þráir svo vinina og ættlandið kæra. hlíðar og skóga, sem angan ilmblóma gaf. Ástljúfar minningar bros yfir andlitið færa. Kannske á hann móður, sem mild hefur strokið um kinn, minnzt hans í bænum. og glaðst yfir hverju hans spori. Vonahöll byggt yfir vasklega drenghnokkann sinn, vafið hann örmum á bernskunnar sólþrungna vori. Kannske á hann föður, sem frægð hefur bundið við hann, framtíðardraumana vafið um nafn hans og heiður, Litið hann vaxa, sem landinu og þjóð sinni ann, langað að vegur hans yrði þar sléttur og greiður. Kannske á hann ástiney, fré æskunnar draumljúfu tíð, alein, sem þráir í borg eða sveitinni heima. Kannske er það minningin hennar, sem brosir svo blíð, birtan af teygnum, sem fegurstu spor þeirra geyma. Þú voldugi lieimur, sem fegurð og allsgæði átt í örmum þér, mannkyni kærleik og frið gætir búið. Hugsjónir skapað, sem stefndu til himnanna hátt. Ur hörmung til gleði fótsporum mannanna snúið. Hvers vegna er heimurinn hulinn í styrjaldar reyk? Hlíft er ei neinu, sem mannvit og hagleikur skapa. Þjóðirnar vefjasl í náttsorta og náklæði bleik, í návígi þessu er Ijósþráin sífellt að tapa. Hvar er sú nienning, sem mennirnir lofa svo hátt? Og margþætta tækni, sem aí þeirri hugsjón var alin? Stefnir ei hyggjuvit þjóðanna í öfuga átt, efndir og heit I svikum og morðvopnum falin. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir jrá Ilúsahakka. AÐ NORÐAN. Allt gott að frétta héðan, sumarblíðan var dásamleg, vet- urinn öfugt, en þó ekki verri en hægt er að búast við, snjór- inn var feiknalega mikill. Vetur konungur vildi láta sjá að nokkur völd hefði hann þó ennþá. En fallvölt munu þau þó vera, því nú er snjórinn mjög mikið horfinn og margra stiga hiti og heiðskýrt loft, svo sólin nær ennþá að sýna sig hér sólstöðudaginn. Sést aðeins b'til rönd, þegar hún fer fyrir dalsmynnið. Veröldin er dásamleg, ef mannpeðin kynnu rétta mannganginn. 4 NÝTT KVENNABLAfí

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.