Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Qupperneq 8
Afdalabarn
FRAMHALDSSAGAN
— Ég held að l>að sé ekki réttlátt af þér að segja, að þú
hafir ekki haft frið fyrir því, að ég hafi verið að minnast á
Maríu við þig. En það er ekki ólíklegt, að þú óttist að ég
liafi nú loksins fengið að heyra, hvernig þér fórst við barnið
hennar, þegar þér var gert það kunnugt að það tilheyrði þinni
voldugu ætt. Aldrei hef ég nú í seinni tið heyrt auðvirðilegri
framkomu, en ykkar systkinanna í því máli.
— Hvað áttum við svo sem að gera? spurði hún. — Ætli
það hefði ekki orðið fleiri en við, sem ekki hefðu gleypt við
því, þó einhver karl norður í landi segði að dóttir sín hefði
fætt harn, sem hún hefði sagt að þú værir faðir að, en sý.idi
ekki nokkurn staf fyrir því til sannindamerkis. Og móðirin
steindauð. Slík og þvilík endaleysa. Það var eins og Jón
hróðir sagði, að hann hefði aldrei heyrt annað eins, jafn
auðvirðilega vitleysu. — Já, móðirin var dáin, sagði hann
hörkulega, og öll bréfin, sem ég skrifaði henni, hvar voru
þau? Sjálfsagt hjá ykkur mæðgunum. Þið hafið hirt þau
öll áður en þau komust til hennar, nema aðeins eitt, sem ég
lét innaní til Sigga Þorsteins, kunningja míns. Þess vegna
var ekki mikill vandi fyrir ykkur að afneita munaðarleysingj-
anum algerlega. Þig hefur víst ekki verið farið að langa svona
mikið til að eignast harnaharn þá eins og þú þráir það núna.
— Já, en, greip frúin fram í fyrir honum og har ört á. —
Hvernig gat okkur dottið í hug, að þetta hefði komið fyrir
þig tvítugan piltinn? — Getur maður ekki alltaf látið sér
detta í hug, að það sé einhver annar, og eins og Jón hróðir
sagði, þessi hjú þarna fyrir norðan ætla að nota sér að hér
var rikidæmi, og ætla sér að fá ríflega meðgjöf með barninu
frá okkur.
— Jú, það stendur heima. Þetta var víst það, sem þið létuð
í ljósi í bréfinu til sóknarprestsins í Hofsprestakallinu. Hann
las það yfir gamla manninum, einmitt þegar hann var að hlaða
upp leiðið hennar Maríu. Gamla konan, sem sagði mér þeíta
tók til þess hvað hann hefði verið sár og reiður. Hún sagði:
— Slíkan hug hefði ég ekki viljað að neinn hæri til mín
eða míns heimilis. En hvað kom svo ekki á daginn. Árið eftir
fer heilsuleysið að gera vart við sig í Karólínu og síðan hefur
ólánið aldrei yfirgefið þitt heimili. — Drottinn minn góður!
Hverslags dómur er þetta, sem þú vogar þér að fella yfir
mér, sagði frúin og horfði hálf skelfd á son sinn. — Hvað
svo sem átti ég annað að gera. Hvað skyldir þú sjálfur hafa
gert í mínum sporum? — Þú gazt að minnsta kosti sagt mér
frá því í stað þess að leyna mig því, og ljúga því að hún hefði
dáið úr taugaveiki, svaraði hann.
— Ég man nú ekki betur en það stæði í þessu gáfulega
hréfi, muldraði hún. — Þú gazt vel ímyndað þér, að svona
lagað hefði getað komið fyrir okkur eins og hverja aðra elsk-
endur, enda hefurðu vitað það, annars hefðir þú ekki þagað
svona vandlega og látið þær gera það líka dætur þínar. —
Þetta eru nú skárri ósköpin, eftir öll þessi ár, andvarpaði frúin
og greip háðum höndum um höfuðið eins og hún óttaðist að
það springi í sundur. — Árin eru liorfin. Mér finnst þetta
allt hafa gerzt núna síðustu dagana. Sár mín blæða við að
heyra sögu hennar góðu, saklausu stúlkunnar minnar. Ilún
kom til mín, fast að rúminu í stofunni á Ifofi. Auðvitað í
draumi. Hún var svo falleg í dragsíðum kjól, með slegið
hárið. Það hefur verið lík hjúpurinn hennar. Drottinn mmn,
að hugsa sér hvað manneskjurnar geta verið grimmar og til-
finningalausar við þá, sem þær geta troðið undir fótum sér.
Frúin horfði á liann skelídum augum. — Þú hlýtur að
vera veikur maður. Þú lítur svo undarlega út, að ég hræðist
þig. Hvar er hún Lilja? Hvað svo sem átti hún að gera, spurði
hann og reyndi að tala stillilega. — Ég þykist vita, að ég sé
ekki vel frískur. En það er nú samt engin ástæða til að vera
hrædd við mig. Ég veit, að ég hef verið harður við þig, en ég
gat ekki annað, þú gafst tilefnið og æstir mig með því að
tala um börnin, sem þig langaði til að liafa hjá þér. Og svo
að láta í ljósi hvað þú hefðir verið mér góð móðir. Það var
ómögulegt að þola það eftir að hafa heyrt sögu Maríu minn-
ar. Ifann snéri til dyranna. Ifenni sýndist hann reika. Ifann
var þó liklega ekki fullur. Þá var nú engin furða þó hann
væri æstur. — Farðu ekki fyrr enn hún Lilja kemur, bað
hún, en þá var engin hlýja í málrómnum, aðeins væg skipun.
— Það getur víst enginn, sízt þú, trúað því hvað ég er orðin
veikluð í öllu þessu stríði. María kvelur mig þó hún sé
dáin. Það er eins og hún viti allt, sem kemur fram við mig.
Ef einhver mæðan er í aðsígi kemur hún til min í draumi,
grúskar hér í kring um mig eins og hún sé að leita að e.in-
hverju. Seinast í nótt. Eg þóttist vita að ég myndi fá ein-
hverjar slæmar fréttir. Hún þreifaði enn þá unt bréfahunkann
með titrandi höndum. Hún hafði einmitt verið að leita í þeim,
hvort nokkuð gæti leynst þar, sem sú framliðna gæti verið
að krefja sig um. En svo var ekki, sem betur fór. Hún
fylgdi syni sýnum með augunum á hans þrotlausu göngu
fram og aftur um gólfið, eins og hann væri viðþolslaus af
kvölum. Móðurhjartað komst við og hrópaði til hans um fyrir-
gefningu, en tunga hennar var of stærilát til að ljá slíku
bergmál. Hann hlustaði eftir einu hljóði, og það voru lágu
dumpin í stigarimunum af fótataki Lilju. Gat hún ekki farið
að koma svo hann gæti komizt út úr þessu herbergi, sem
honum fannst ætla að kæfa sig að dvelja lengur í. Heizt
hefði hann ekki átt að koma hingað í þetta sinn. Honum
varð hverft við þegar móðir hans spurði, allt í einu, í köldum
málróm. — Er þetta barn Mariu Hannesdóttur lifandi?
Hann stanzaði gönguna og svaraði í sama tón: — Já. — Sástu
það. — Nei. — Hvar svo sem hefur það verið alið upp?
— Hjá afa og ömmu. Það voru þau, sem áttu mörgu leiðin,
sem ég sagði þér frá. María var síðasta barnið þeirra, sem
þau fylgdu til grafarinnar. Og síðan hafa þau átt eitt ein-
asta áhugamál, og það er að koma föðurlausum dóttursyni
sínum til fullorðinsára, áður en þau falla frá. — Það gæti
ég nú hugsað að væri uppeldi, liefur náttúrlega hvorki í
sig né á, í einhverju moldargreni uppi í fjöllum, sagði hún
og lítilsvirðingin har forvitnina ofurliða. — Hvaða uppeldi
var það, sem föðuramman ætlaði því að ldjóta, spurði hann
og grcmjan blossaði á ný uppi í huga hans, og hann svaraði
sér sjálfum samstundis, enda aldrei búizt við svari frá móð-
ur sinni. — Bera það út á klakann og láta það frjósa þar
í hel, eins og fornkonurnar gerðu, eða láta það alast upp
á sveitinni. — Herra minn góður, að hugsa sér, að nokkur
sonur skuli geta talað svona við hana móður sína. Geturðu
ekki sýnt mér svolitla meðaumkun, öðrum eins einstæðing
og ég er orðin? — Þú sýndir víst barninu mínu litla með-
aumkun. Fáir eru þó meiri einstæðingar en móðurlaust barn.
Hvernig þér hefur farizt við Maríu, er mér ókunnugt. Lik-
lega hefurðu rekið hana í burtu, þegar ég var farinn. Frú-
in bandaði hendinni til mótmæla, því hurðin var opnuð
ldjóðlaust og Lilja kom inn, án þess til hennar hefði heyrzt.
Kannske hafði hún læðzt upp stigann og staðið á hleri fyrir
framan hurðina. Það stóð llannesi á sama, það var bara
6
NÁTT KVENNABLAÐ