Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Side 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Side 11
legt að Hannes minn, þessi góði, laglegi piltur, skyldi fara að leggja lag sitt við ómenntaða kotungsdóttur, þó að hún væri lagleg, því það var hún, næstum falleg stúlka. Þú hefðir nú bara átt að vita alla þá óánægju, sem þá var á hemilinu þegar við komumst á snoðir um þennan samdrátt þeirra. Þær voru nú ekki sérlega hrifnar systurnar. — Var þetta á þínu eigin heimili, sem þetta kom fyrir? spurði frú Guðbjörg með grátekka. — Jú, jú, ég held það. Hún var vinnukona hjá mér og mér féll prýðilega við hana, áður en þetta kom fyrir. — Fæddist þá þetta harn á þínu heimili? — Ónei, manneskja, heldurðu að ég hafi ekki reynt að koma henni í burtu í tínia. svaraði gamla frúin hálf önug yfir þessari hnýsni, sem tengda- dóttir hennar sýndi henni. — Svo þú vissir þá að hún gekk með barni sonar þíns, samt gaztu látið hana hrekjast ei'thvað út í heiminn þar, sem hún átti kannske engan að, og grafið þetta fyrir honum, og aldrei minnzt á það við hvorugt okkai — Hvernig gat ég látið þetta koma fyrir almenningssjónir, að liann hefði verið trúlofaður ómenntaðri stúlku. Hún gat ekki lokið við það, sem hún ætlaði að segja því tengdadóttir henn- ar tók fram í fyrir henni og var mikið niðri fyrir. — Var það þá bara vegna þess, að faðir minn var embættismaður og liafði efni til að mennta mig, að þér fannst ég vera heppilegri tengdadóttir? Var ekki hægt að mennta hana fyrst þér féll vel við hana? Ég er ekkert hissa ó því þó Hannes sé reiður og hafi verið það. Þetta er reglulegt ranglæti — synd, ekk- ert annað. En hvað hann hlýtur að hafa liðið. Ég vildi að hún væri lifandi. Ég skyldi rýma fyrir henni óðar, svo hann gæti orðið ánægður. Það er hvort sem er engin von til þess að hann elski mig fyrst svona var. En hvernig stendur á þessu, að enginn skuM hafa sagt honum þetta fyrr? — Það hefði aldrei komist upp, hefði hann ekki flutt hingað norður. Ég var því aMtaf mótfaMin eins og þú kannske manst. Það lagðist ílla í mig. En að hugsa sér hvað þetta bændafólk er út undir sig, að vera búið að nasa það uppi, að þetta væri sami maðurinn og væri faðir barnsins, eða sem hún nefndi föður að því. Guð má vita hvort hann á nokkurn blóðdtoua í því. Svo hefur þá karMnn, faðir hennar, tekið sig til og fariö á fund hans og sagt honum allt saman. Reyndar minnir mig, að hann segði mér að það væri einhver gömul kona, sem hefði sagt sér það, ég tók ekki svo eftir því. Það var nú meiri ofsinn í honum. — Það var bara mikið að þetta var ekki komið til lians eyrna, að einhver skyldi ekki koma vestur til okkar þarna úr sveitinni, sem hefði þekkt þetta föðurlausa barn, sem aMir þar vita þó liklega hver faðir er að, eða hvað hann heitir. Kannske hefur nú þetta verið á sveimi í kringum okkur, þó við höfum ekki haft hugmynd um það, en sannleikurinn hlýtur þó aMtaf að koma í ljós þó seint verði. Aumingja Ifannes, hvað hann hefur hlotið að vera hryggur að fá ekki að njóta þessarar stúlku, andvarpaði frú Guðbjörg, og tárin runnu ofan kinnar hennar jafnótt og hún þurrkaði þau. Tengdamóðir hennar gaf henni ekkert hlý- legt hornauga. — En sú vanstilMng í fuMorðinni konunni hugsaði hún, en sagði upp hátt. — Það eru margir, sem verða að sjá á bak ástvinum sínum í lífinu Guðbjörg mín, og er víst ekki grátið af samúð með þeim, eða ekki hef ég orðið þess vör. Reyndu að hressa þig upp og koma í göngu með mér. Kannske hefur EHsabet kaffi á könnunni handa okkur þegar við komum niður. Það þýðir ekki að vera að gráta gamla æskudrauma, sízt þegar aðra hefur dreymt þá, og dreymir þá víst enn eftir því sem honum segist frú. Segir hann að sig dreymi hana ennþá? spurði frúin og þurrkaði enn einu sinni augun. — Já, já, það segir hann. Ilún verður honum víst alltaf í huga. — Já, ég skil nú svo Fyrir, þá sem ekki hafa mjög mikil peninga- r'áð, má telja sæmilegt, að hafa 6 lök, og tvær ullarábreiður, tvær yfirsængur, 6 yfirsængurver, 6—12 ver á smáa kodda, 6 á langa kodda, 12 góð handklæði, 6 grófari, 12 eldhúshandklæði, 2—3 dúka og auk þess 2 kaffidúka, 6—12 mundlínur, 6 þvottaklúta auk þess fatnað, senr brúðurin notar sérstaklega. Það er venja, að brúðurin leggi til auk þessa rúmfatnað í 2—3 rúm, eittlivað af eldhúsáhöld- um, skrautgripi í dagstofuna og gluggatjöld, einkuin ef hún vefur sjálf. Auðvitað verður það þó allt að vera eftir efnum og ástæðum og miðast við kaupgetu brúðurinnar. Brúðguminn leggur til húsgögn í dagstofu og svefnherbergi og eld- húsið. Sums staðar er siður, að brúðurin leggi til svefnherbergishúsgögn. Það vantar margt, þegar búskapurinn er byrj- aður, og er góður siður, að vinkonur gefi hver annarri t. d. nauðsynlega hluti í eldhúsið. Þær, sem ekki geta átt von á neinni hjálp heiman að, verða að byrja snemma á því að safna í búið. Það er hentugt að fá sér fyrst saumvél, og þá er liægt að sauma allt sjálfur, sem til þarf, byrja á handklæðum og taka síðan það vandasamara á eftir. Heimilishandbókin. margt, sein ég oft hef brotið heilann um áður. En ef þú hefðir sagt mér þetta hefði ég óreiðanlega aldrei orðið tengdadóttir þín. — En sú fásinna! sagði gamla konan. — Er það ekki mörg kona, sem er ekki fyrsta ástmey mannsins. Hvernig skyldi það vera með tví- og þrígifta menn. Ég skil nú bcra ekkert í þér svo skynsamri konu að taka þetta svona. — Að giftast tvisvar er mér bara alveg óskiljanlegt, svaraði frú Guðbjörg og reyndi að vinna bug á sorg sinni. Lilja bank- aði ósköp lágt og opnaði hurðina og tilkynnti að tvær frúr þaðan úr kaupstaðnum væru komnar. Það voru einmitt þær, sem áhugasamastar voru í kvenfélaginu. En sú heppni, hugs- aði garnla konan. — Hamingjunni sé lof. Þá er þá þetta langþráða skip að koma, sagði gamla frúin nokkrum dögum seinna en þær höfðu taiast við tengdamæðgurnar um leyndarmál fortíðar- innar eins og frú Guðbjörg nefndi það í huga sínum. Nú var allt tilbúið undir vesturförina. Hjónin höfðu tæplega talað orð saman í einrúmi þessa daga. Frúin hafði í svo mörgu að snúast áður en hún lagði upp í þetta ferðalag, sem hún hafði hálfpartinn ásett sér að yrði það síðasta frá heimiH liennar. En samt var hún hikandi. Svo var þá kvenfélagið annarsvegar. Konurnar vildu endilega að hún, og engin önnur yrði forstöðukonan, en hún vildi ekki afráða neitt um það fyrr en hún kæmi að vestan eða skrifaði. Framh. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.