Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Blaðsíða 11
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
Afdalabarn
FRAMHALDSSAGAN
Ein vika, löng og einmanaleg var liðin frá því, að Hannes
litli kvaddi föður sinn og sýslumaðurinn skrifaði móður sinni
um veikindi Lilju. Hún hafði talað við hann daginn eftir að
hún fékk hréfið. Heilsan, sagði hún, að væri ekki góð, en
samt hjóst hún við að reyna að koma með næsta skipi, eða
pá skrifa. Hún sagðist bara ekki eiga nein orð yfir þá mæðu,
sem yfir sig dyndi. Guðhjörgu hafði hún ekki nefnt á nafn.
Hann fann, að hann saknaði hennar úr húsinu. En sjálfsagt
kænii hún aldrei aftur, nema hann skrifaði henni, að hann
Sæti hreint ekki án hennar verið.
Þarna var þá skipið komið, einn morguninn, þegar hann
kom ofan. Hann hlaut að hafa sofið fast, að hann skyldi ekki
heyra þegar það blés. Skyldi þá mamma hans koina. Hann
ætlaði að fara fram í það, þegar hann væri búinn að drekka
kaffið. Hann var í þann veginn að kalla til Elísabetar, að hraða
ser með kaffið, þegar hann sá þrjár konur, sem hann kann-
aðist vel við, ganga heirn að húsinu. Móðir lians fór fyrir
þeim, virðuleg í fasi ennþá, þó mótlætið reyndi óspart að
keygja hana, þar næst gekk móðir Lilju og kona hans síðust.
Það var helzt útlit fyrir, að hún væri ekki vel heilbrigð, svo
seint gekk henni að nálgast sitt eigið heimili. Hún, sem
alltaf var svo kvik í spori. Kannski stóð þessi heimkoma
hennar i einhverri mótsetningu við það, sem hún hafði skrifað
honum í þykka liréfinu, sem ennþá var ólesið að mestu leyti.
Hann flýtti sér fram í forstofuna að taka á móti þeim. Lík-
lega þótti gömlu konunni hann heldur durgslegur, að sækja
þær ekki um liorð. Úr því varð að reyna að hæta með hlýjum
viðtökum. — Komið blessaðar, sagði hann með sínu hlýjasta
viðmóti. — Mér þykir þið vera snemma á fótum. Ég er rétt
nð koma ofan, hef sofið eins og steinn og ekkert heyrt til
skipsins, svo faðmaði hann móður sína og konu. Það lifnaði
Hka fljótlega yfir þeim. Ég get fært yður þær gleðifregnir,
Anna mín, sagði hann við þessa niðurlieygðu móður, að
Éilja er mikið hressari en hún var, þegar ég skrifaði mömmu.
Hún verður flutt suður, núna næstu daga, með skipi, sem
fer hraðferð. Við skulum vona það bezta. Það verður þó ánægju-
legt að þurfa ekki að drekka einn morgunkaffið. — Ég hjóst
v*ð, að það þyrfti í svo mörgu að snúast, áður en Lilja færi
suður, að ég kom heim, fyrr en ég ætlaði mér, sagði kona
hans, meðan hún klæddi sig úr kápunni, og hengdi hana upp
u sinn vana hefðbundna snaga í forstofunni. — Mér finnst
þetta orðinn nógu langur listitúr fyrir ykkur, sagði hann, og
lét sem hann sæi ekki vandræðisvipirm á konu sinni. Fylgdi
hann svo öllum kvenskaranum til stofu. Elísabet kom að
vormu spori með morgunkaffið. Frú Guðhjörg hafði talað við
Elísahetu í síma, einu sinni, til þess að fá fréttir af heimilinu,
þá hafði hún sagt henni, að það væri kominn nýr maður á
heimilið, sem svæfi í rúminu hennar. Hún þóttist vita hver
hann væri, spurði bara, hvernig hann liti út og svarið hafði
'erið: Alveg prýðilega. Svo hafði hún leitað með augunum
ttm allar göturnar, og aðgætt hvern krakkahóp, sem hún sá,
en sýnzt það vera söniu angarnir, sem vanir voru að leika sér
l>ar. Hún gat ekki séð neinn nýjan snáða. Þegar Elísahet kom
inn með kaffið átti hún von á að kókó væri í einum holla-
NÝTT KVENNABLAÐ
pörunum handa þessu eftirlætisgoði, sem húið var að taka
rúmið frá lienni. En svo var ekki. Húsið var jafn grafhljótt
og það var vant að vera. Þegar þær höfðu setið dágóða stund.
eftir að Anna var farin upp til dóttur sinnar, og sagt Hannesi
það markverðasta úr ferðalaginu og átthögunum þar fyrir
vestan, gat hún ekki lengur ráðið við forvitnina, en flýtti sér
upp í herbergi sitt. Líklega væri þar allt á rúi og stúi eftir
þennan stjúpson. Hann var sjálfsagt ekki kominn á fætur.
En hvað hún varð hissa, þegar allt var eins og hún hafði
skilið við, ekki einu sinni skór undir rúminu höfðu verið
hreyfðir, eða glas á náttborðinu, og þarna lá hókin, sem
hún hafði verið að lesa í áður en hún fór vestur. Hún athugaði
nátthorðið hans. Þar lá hréfið frá henni sjálfri. Hvað skyldi
hann oft vera búinn að lesa þetta hjartnæma bréf. Sjálfsagt
hafði hann viknað, þegar hann las sumar setningarnar. Hann
var líka óvanalega ástúðlegur við hana. Hurðinni var lokið
varlega upp og gamla frúin kom inn og lokaði á eftir sér.
Hún athugaði herhergið með sömu forvitninni og tegndadóttir
hennar. — Hvar, svo sem, er þetta barn, eiginlega? spurði
hún hvíslandi. — Það veit ég ekki. Ég sé engin merki þess,
að nokkurt harn liafi komið hingað. En Elísabet sagði þetta.
— Ég ætlaði að hiðja þig að koma með mér inn í her-
bergið mitt, til Lilju. Ég er orðin svona kjarklaus og kvíð-
andi, að ég get ekki opnað dyrnar. — Það er víst ekkert að
óttast, hún verður flutt með næstu ferð suður, sagði Hannes,
og þar vonar maður, að hún fái bata, sagði frú Guðbjörg og
tók undir handlegg hennar. Þær fylgdust að inn í herbergið.
Þar leit út betur en þær liöfðu búizt við. Lilja leit úr fyrir
að vera ekki sárþjáð. Móðir hennar sat við rúmstokkinn og
fól haldlausar hendur hennar í lófum sínum. Frúin kyssti á
enni Lilju með titrandi vörum. — Sæl vertu Lilja min, það
er sorglegt, hvað ég sæki ílla að þér, sagði hún og barðist við
að halda röddinni styrkri. — Mér líður nú vel, sagði Lilja,
og dauft bros leið yfir andlitið, eins og aftanskin hennar
stutta æfidags. Eg hef alltaf verið að vona að mamma kæmi
til mín, til að vera hjá mér meðan ég er að deyja. — Þér
fer nú að batna, góða mín, sagði frú Guðbjörg. — Nú vill
læknirinn, að þú farir suður á hæli, svo að þér hatni fljótt.
— Ég fer ekki frá mömmu, mig hefur langað svo mikið til
hennar, síðan ég varð lasin. — Já, en góða barn, greip frúin
fram í. — Ég bauð þér að fara vestur með okkur. — Ég var
svo þreytt, ég hélt mér myndi batna, ef ég yrði heima, og
hvildi mig, og ég kveið fyrir sjóveikinni. — Hún talaði aldrei
um, að hún væri lasin, sagði gamla frúin, áhyggjufull. —
Hún má ekki tala svona mikið, læknirinn hefur hannað það,
sagði stúlkan, sem hjúkraði henni. Hún sá, að þa'r ætluðu
ekki að taka neitt tillit til þess, livað veik Lilja var. En
fátæka móðirin fann til þess allt í einu, að líklega hefði hún
svipt, þessu vesalingsbarni því, sem hefði verið henni dýrmæt-
ara en góð hús og fín föt, móðurumhyggjunni. — Ég fer með
ltana vestur, kjökraði hún, það er ólíkt styttri sjóferð. — Ég
er ánægð með að deyja, hvíslaði Lilja. Ég hef verið svo lengi
þreytt. Tengdamæðgurnar gengu hljóðlega hurtu, svo sjúkl-
ingurinn fengi næði til að hvílast. — En hvað það er gaman,
að þið skuluð vera komnar heim aftur, sagði Elísabet, þegar
þær koinu ofan i kokkhúsið. Gainla frúin þóttist sjá það á
tegndadóttur sinni að hún ætlaði að fara að spyrja Elísabetu
um drenginn, en það gat hún ekki þolað, að einkamál fjöl-
skyldunnar væru rædd við vinnukonuna. Hún var búin að
iðrast nóg framhleypni sinnar, þegar hún opinberaði leyndar-
málið við borðið, sem þvílík vandræði höfðu hlotizt af. Iiúu
rigsaði heina leið fram á skrifstofu til sonar sins. Góða bréfið
hans, og hlýju viðtökurnar fullvissuðu hana um, að henni
væri óhætt að minnast á gamla deiluefnið, sem hafði nú risið
9