Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Blaðsíða 4
Hafið Hlð séd lorDgrfpasafnifl?
Það er geyint á loftinu í Lanclsbókasafnshús-
inu á Hverfisgötunni.
Fyrst þegar inn fyrir dyrnar kemur er svo
nefnd kirkja. Margt er þar að sjá af fornum
lielgidómum, er áður fyrr voru i kirkjum lands-
ins, flesta eða alla frá katólska tímabilinu. Helgi-
myndir af Kristi, móður hans o. fl. konum, sem
tilbeðnar voru. 3 altarisbríkur eru þarna, Iiver
upp af annarri, frá Hólum, Reynistað og Hítar-
dal, úr alabastri. Öndvert á móti þeim eru ýms-
ar biskupamyndir. í skápum eru ýmsir kirkju-
munir: kaleikar, patínur, ljósberar o. fl. í skrúð-
húsi, svo nefndu, eru messuklæði, þ. á m. kant-
arakápa, er Jón Aranson átti og var notuð af
biskupum við prestsvígslur unz Jón Helgason
fékk sér aðra nýja. Þar er hökull, saumaður af
Guðrúnu Skúladóttur, Magnússonar landfógeta,
kirkjuklukkur og skriftastóll. Þá er þarna eftir-
1 íkinsr kirkjuhurðarinnar frá Valþjófsstað. Und-
ir gleri má sjá Guðbrandarbibh'u.
Þá eru hinar veraldlegu deildir safnsins. í
Stofunni eru feiknin öll af öskjum, tingögnum,
borðbúnaði, búsáhöldum, skrautgripum, rúm-
fja'ir og rúmstokkar, stólar og kistur, skrifborð
og skápar, trafakefli, ábreiður, reflar, sessur,
dúkar, og gamli vefstólinn; sá hefur nú ekki ver-
ið þægilegur í vöfum. Þó hafði liann tíðkazt hér
á Jandi fram á síðustu öld. Þarna má siá drvkkj-
arhorn, skeiðar og SDæni, ritföng, bókbandsá-
hö'd, kvarða, úr og klukkur, gamalt langspil o. fl.
í Skemmunni eru reiðtýgi, kvenna og karla.
Kvensiiðlar með drifnum bogum og bríkum,
þar á meðal söðull með helgimvndum, er Guð-
rún Skúladóttir í Viðev átti. Annar, er átt hefur
Rao-nheiður Viefúsdóttir Srheving, kona Stefáns
amtmajins Þórarinssonar, með mvndum af dýra-
veiðum. Kvenbúningar margir og skartgripir,
peningasafn o . fl. Frá elztu tímum: steinker og
blótbollar. Ýmsir grinir úr fornum haugum,
spíót, axir o. fl. Þá fannst mér gaman að rauð-
krítarmvndunum eftir Sæmund gamla Holm, er
hafa gevmt svipi þeirra, sem farnir eru, með list
-sinni. Hef ég jafnan verið hrifin af öllu jaess-
háttar. E'n nú skil ég ekkert í sumum af verkum
samtíðar listamannanna. Þessar abstrakt mynd-
ir, sem sagðar eru vera af hinu og þessu, en svo
finnst ekki eftirlíking af neinu, sem maður hefur
hugsað eða séð. Líklega er það eitthvað, sem
listamennirnir sjá hið innra með sjálfum sér, en
ófagurt er það.
í sérstökum klefa er Vídalínssafnið, er Jón
Vidalín konsúll og Helga kona lians gáfu 4. júní
1907, merkasta safnið úr eins manns eigu, t. d.
kaleikur með patínu úr Grundarkirkju í Eyja-
firði, merktur 1489. Oblátudósir frá Bessastöð-
um, altarisstjakar úr Bræðratungukirkju. Tvær
Maríumyndir, önnur skorin úr tré, en hin úr
rostungstönn, lítil. Kristsmynd og postulamynd-
ir úr Þingeyrarkirkju.
Hætti ég upp að telja. Það verður margfallt
meira gagn fyrir fólk að sjá með eigin augum,
og enn frekar þegar safnið er komið í hæfileg
húsakynni. Verið er að byggja því mikið og veg-
legt hús, á háskólalóðinni, sem verður fullgert
eftir tvö ár. En strax á þessu ári mun byrjað að
ílytja. Er sú bygging gjöf frá allri þjóðinni í
tilefni endurheimts fulls rfelsis 1944.
Hvernig mér leið, þegar ég fór út af safninu?
Ég var orðin sameining margra kynslóða, niarg-
ar konur. Ég flýtti mér heim, vildi lifa nokkur
augnablik á þeim tímum, er ég hafði kynnzt
þarna. Ég fleygði mér niður á legubekk lét
augun aftur, og fyrir annarri sjón fóru aldir
og tímar á fljúgandi ferð, eins og kvikmyndir
á tjaldi. Ég sá kynslóðirnar fara og koma, hverja
eftir aðra, aftur á bak, fyrst þær næstu — mæð-
ur og ömmur — síðast þær fjærstu. Sá menn fara
með konum sínum og fylgdarliði um sveitir
lands og fjallvegu. Sá helgiathafnir, að nýjum
og fornum sið. Strit daglega lífsins, skemmtanir,
úti og inni, herferðir og bardaga. Hver mvndin
tók við af annarri. Ég var jafnvel komin aftur
í steinaldartíma, er ég allt í einu hrökk við, það
var raunveruleikinn, sem ýtti við mér: Ofninn
kaldur og ég svöng. Lýsbet.
Þó safnið fái brátt veglegan sama stað, og allra
leiðir liggi til Reykjavíkur, eiga byggðasöfn að
rísa á legg. Öruggara er að geyma dýrmæta muni,
og gamla, ekki alla á sama stað. Byggðasöfnin
auka gildi héraða, eru menningarverðmæti, sem
aðrir vilja sjá samhliða byggðinni. Nú þegar
ferðalög út um sveitir eru orðin almenn má afla
fjár hjá ferðafólkinu til framkvæmda.
NÝTT KVENNABLAÐ
2