Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Blaðsíða 15
LAGKAKA, sem mislukkast aldrei l'/2 bolli hveiti, 1*4 bolli sykur, 3 egg, 75 gr. smjiirlíki, 3 siéttfullar teskeiðar ger. SmjöriS og sykurinn hrœrt vel saman, þangaS til þaS er létt í sér, þá eru eggjarauðurnar hrærðar út í, ein og ein í einu, þá hveitið og geriS. Eggjahvíturnar stífþeyttar og hrærS- ar hægt út í seinast. Sett í 4 vel smurða tertuforma. Bakist við fremur vægan hita. Tertuformarnir lagðir saman volgir, tveir, með sultutaui á milli. Gott er að liafa þeyttan rjóma ofan á. ÖLBRAUÐSÚPA 375 gr. rúgbrauð, 1 líter vatn, öl eftir smekk, sítróna. (Þeytt- ur rjómi). BrauðiS er lagt í bleyti, helzt tlaginn áður. Soöið í ölinu og vatninu í kortér, síðan með sítrónunni. Þá síað í gegnutn sikti. Suðan látin koma upp aftur og sykurinn settur í. Berist fram með þeyttum rjóma. 1 peli af rjóma nægir sex manns. ÝSA Við borðum alltaf ýsu, ef við náum í hana nýja, og engan veginn verður hún betri, til hversdags, en soðin (í litlu vatni) með nýjum kartöflum og bræddu smjöri. En í sunnudagsmat, eða til tilbreytingar er gott að steikja hana, á pönnu í smjöri. Fletja hana og taka roðið af henni. Velta henni annaðhvort upp úr hveitijafningi, eða hrærðu eggjablandi og brauðmylsnu (brauðmylsna úr hveitibrauði, sem hefur harðnað heima, er jafngóð tvíbökumylsnu). Salt og örlítinn pipar, eftir smekk. Líka er liægt að' steikja ýsuna á fati inni í ofni. Þá er hún hreinsuð alveg eins. Fatið smurt vel, með smjörliki, og brauð- mylsnu stráS yfir og fiskinum raSaS þar ofau á, þó ekki nema eitt lag, en stykkin mega ganga ögn á misvíxl. Salt og pipar stráð yfir og síðan brauSmylsnu og smjörbitar settir hér og hvar ofan á. Fatið er sett inn í vel heitan ofn og bakað' í um það bil hálftíma, eða ljós-brúnt. Borið inn í fatinu með heitum kartöflum. Þá er ýsan ágæt í fiskfars (hakkað) bæði í bollur og fiskirnöd. Þá er farsið sett í vel smurt hringmót ofan í pott með sjóðandi vatni. Vatnið má ekki ná nema upp á mótið og bezt að láta smjörpappír ofan á formið, svo að vatnið fari ekki í fiskinn. Soðið 20 mínútur til hálftíma, eða þangað til prjónn eða hnífur hreinsar sig ef honum er stungið í fiskröndina. Síðan hvolft á fat og liorin með sósu, túmat-sósu eða karrý-sósu. Soðið er liægt að fá með þvi að sjóSa haus og bein í saltvatni, og hræra hveitijafning út í það ásamt kryddinu. — Allt fisksoð er einnig gott í aBs konar súpur. 1 þær er aBtaf settur örlítiB hveitijafningur og rnakkar- ónur og grænmeti. Þessa rétti má eins búa til úr þorski. MUNIÐ GULRÓFUNA (sítrónu Norðurlanda) Rófan er rifin eSa bökkuS hrá og síðan sett saman við örlítinn sykur og sitrónusafa, er hún þá orðin reglulegt góð- gæti og eftir því boB börnum og hverjum sem er. Bœði fallegur og góður réttur. Ef þið eigið afgang af fiski eða keti og kartöflur, þá skerið það niður og hitið á pönnu. Færið það síðan upp á fat og steikið á pönnunni lítið hrærð tvö-þrjú egg og skellið því ofan á. Puntið það síðan með tómötum eða gúrku ef það er fyrir liendi. stað sleifa og skála, til að hræra út hvejtijafning i sósur og súpur. Setur maöur þá hveitið og kalda vatnið í krukkuna og skrúfar lokið á. Hristir hana síðan og er þá jafningurinn tilbúinn til að hellast út í soðið. Þetta er tímasparnaður. ★ UTRÝMIÐ FLUGUM! Ein plágan, sem herjaði á Kanaansþjóð var engisprettur. Eitt stríðið, innanhúss, eru flugurnar, sem ásækja okkur. En nú höfum við handhægt ráð til að útrýma þeim. Við þurfum að eiga flugnasprautu, þær kosta 5—-10 kr. og skordýraeitur D. D. T., sem fæst í lyfjabúðum, og sprauta því á alla glugga. liggja þá flugurnar dauðar eftir 2—3 mínútur. Þetta gerir mað- ur al'taf þegar fluga sést. Það er engrar stundar verk. I.átið ekki melfluguna eyðileggja allt fyrir ykkur. Ef þið getið ekki komið því við að taka alit út úr skápunum og sprauta í skápana, þá er betra en ekki, að kaupa melkúlur, þær kosta nokkra aura, og dreyfa þeim hér og hvar og vefja þeim innan í fatnaðinn. • ur bréji: Annars er ég oröin ákaflega „prósaisk", alltaf i mat og þess konar stússi; við söltum og súrsum upp á gamla móð'inn, en fjöldinn er farinn að jrysta allan mat. Okkur þykir lietra salt og súrt, og því skyldi maöur þá ekki láta það eftir sér. Okkur verður ekkert illt af því. En það þarf mikla hirð- ingu svo ekki skemmist. ÞER, sem senduö póstkröfuna, ógreidda til baka, gerið grein fyrir viðskiptum yðar við Nýtt kvennabla’8. Sendið greiðslu fyrir yfirstandandi árgang. Kr. 10.00, eða ef þér skuldið árgang 1948, þá kr. 20. — Þar, sem því verður við komið, er sjálfsagt, að senda alla peninga í póstávlsun. Gefur þá viðkomandi póstafgreiðlsa kvittun fyrir. Hárgreiðslustofa KRISTÍNAR INGIMUNDARDÓTTUR Kirkjutorgi 4. Sími 5194. SNYRTISTOFA HÁRGREIÐSLA Nýtt kvennablaZ kostar 10 kr. árgangurinn. Átta blö3 á ári. Kemur ekki út sumarmánuðina. AfgreiSsla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Sirni: 2740. Ritstj. og ábyrgöarm.: Guðrún Stejánsdóttir, Fjölnisvegi 7. BORCARPRENT Ef þið eigið ki'ukku með áskrúfuðu loki er hún ágæt i NÝTT KVENNABLAÐ 13

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.