Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Blaðsíða 5
Sigurjón illa slíkri framkomu. En erfitt revndist lion- um að ná þar rétti sínum. Varpið var orðið Iiér um liil þrisvar sinnum meira, þegar Sigurjón lét af búskap en þegar hann tók þar við. Laxveiði stundaði hann lengst af, af kappi, ásaml mönnum sínum, og var mest veitt í laxakistur. Oft voru tíu karlmenn við að setja niður kisturnar á foss- brúnirnar. Tvisvar kom það fyrir, að Sigurjón Ienti ofan fossana í ánni, og hjargaðist nauðulega í hæði skiptin úr þeim svaðilförum. Við framkvæmdir allar, hafði Sigurjón það lag, að leggja alt vel niður fyrir sér áður en hann hófst handa, og hann var líka minnugur orðtaksins, er seg- ir: Ef þú vilt þér vegni vel, þú spurSu konuna. Sigur- jón spurði og ráðfærði sig ávallt við konu sína, og naut góðs af, að eiga þar vitran og framsýnan vin og félaga, sem ævinlega var óhætt að treysta. Ég minnist þess, að móðir mín, Líney, sem var uppáhaldsbarn Sigurjóns, hefur oft sagt við mig .—• Föður mínum eru þakkaðar allar framkvæmdirnar og höfðingsbragurinn, sem var á búskapnum á Laxa- mýri, en það er nú'samt svo, að móðir mín á þar ekki minna lof skilið, nema meira sé. Ef hennar liefði ekki notið við, hefði Laxamýri aldrei orðið það önd- vegisbýli, sem hún varð. — Þegar ég, sem barn, liafði orð á, hvað móðir mín afkastaði fljótt og vel störfum á sínu stóra heimili, svaraði hún: Þú hefðir átt að sjá handatiltektir hennar ömmu þinnar á Laxamýri. það var dugleg kona. Þegar Sigurjón var búinn að ákveða, hvernig liaga skyldi verkum, var tekið til við framkvæmdirnar, af þeim heljardugnaði, að þar varð allt undan að láta. Þótti mönnum lians þá stundum nóg til um hamfar- irnar, enda átti Sigurjón það til að vera bráðlyndur við þá, sem með honum unnu, ef honum þótti ekki nógu vel undan ganga. Kom þá til kasta Snjólaugar, sem stöðugt mildaði karl sinn, og fékk hann til að bæta úr, ef henni fannst hann hafa gengið full langt. 011 hjúin, sem oft voru mörg, báru fyllsta traust til búsbændanna, og þá ekki síður til húsmóðurinnar, sem þau höfðu reynslu af, að alltaf kom fram til góðs, hver sem í hlut átti. Mild og vilur, örugg og gætin, varð Snjólaug miðpunktur hins glæsilega heimilis. Manni, börnum, og starfsfólki sínu skó]> hún það ör- yggi og jafnvægi, sem með þurfti, svo allt ga’ti farið vel. Á henni hvíldu hin ábyrgðarmestu störf, og heim- ilisfólkinu var það ljóst, að þau voru í góðum hönd- um. Sigurjón átti á sinni löngu ævi, við ýmsa örðugleika að etja, eins og títt er um menn, og ekki sízt þá, er sérstakir eru að mannkostum og atgerfi öllu. En liann glímdi jafnan við örðugleikana ótrauður og öruggur. og ekki einn, þar sem önnur eins kona og Snjólaug var lagði fram krafta sína við hlið hans. Þó dundu einu sinni yfir Laxamýrarheimilið þau ósköp, að það leit út fyrir, að allt ætlaði um þverkbak að keyra og erf- iðleikarnir verða hjónunum ofviða. Sigurjón fór að drekka. Laxveiðunum fylgdi vosbúð, og var laxveiði- mönnunum oft hroll kalt við þær, einkum ef kalsi var í veðri. Varð þetta til j>ess að Sigurjón taldi sér trú um, að gott væri að ylgra sér á vínsopa í þeim ferðum. En það átti eftir að verða honum dýrt. Bakk- usi, „þeim landsins forna fjanda‘; fannst hnífur sinn koma í feitt, að Sigurjón á Laxamýri skyldi gefa slík- an höggstað á sér. Og nú var ekki að sökum að spyrja. Sigurjón lét svo algjörlega undan síga fyrir víninu, að í fimm ár mátti hann teljast ofdrykkjumaður. eyddi um efni fram í vín og veitti óspart drykkjufélögum. sem þá eins og endranær, voru fljótir að renna á lykt- ina. Yfir víninu var svo vakað, hálfar og heilar næl- urnar, og þá kom ])að af sjálfu sér að farið var að slá slöku við bústörfin. Til dæmis hætti hann að mestu laxveiðunum. Hefði svo haldið áfram, myndi saga Sigurjóns.á Laxamýri vera önnur, en raun varð á. Snjólaug fann erfiðleikana rísa í fang sér, meiri og stærri, en hún réði við. Nú aldrei Jiessu vant, var gengið framhjá hollráðum hennar. Maðurinn hennar tók vínið fram yfir óskir liennar, fram yfir sóma sinn og framtíð, fram yfir börnin sín, og skylduv sínar við sjálfan sig og ástvinina. En lnin er reyndar ekki fyrsta konan á íslandi, og heldur ekki sú ein- asta, er staðið hefur uppi í örvæntingu, er vínið ræn- ir kærustu ástvini viti og sómatilfinningu. Snjólaug hafði ekkert að flýja í raunum sínum, nema til þess Guðs, sem vanmáttugir menn hafa gegnum aldirnar sett traust sitt á og leitað til í sorg og gleði. Og nú. árið 1873, mitt í þessari baráttu, átti hún von á barni. Auðvitað var barnið kærkomið, en sízt minnkuðu á- hyggjur móðurinnar við vaxandi ómegð. Sumarið leið, haustið lagðist snemma að með bylj- um og hretum. Það var komið fram í október. Sigur- jón á Laxamýri brá ekki vana sínum og drakk þétl. En nú ber svo vjð, að hann verður veikur. Hann bólgn- ar í andliti og þrútna svo augnalok hans, að hann getur ekki opnað augun. Verður hann þá að fara í rúmið og er búinn að liggja j>ar, blindur og ósjálf- bjarga, í nokkra daga, er konan hans leggst á sæng. Ljósmóðir sú, sem venjulega var sótt Jiarna í ná- grennið, var veik og gat ekki komið'. Var J)á um enga manneskju að ræða, til þeirra hluta, fvrr en út á Máná á Tjörnnesi. Veðrið var svo slæmt, að illfærl mátti teljast, og vonlítið að til hennar næðist í tæka tíð. Þó sendir Sigurjón menn Jiangað. út úr ráðaleysi. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.