Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Blaðsíða 4
Saroya er eina konan, sem ég elska. (Viðtal við Persakonung.) KONUNGURINN í Persíu sagði við mig í einkaviðtali, að hann kysi ekk- ert fremur en að kvænast Saroyu drottningu á ný. Hinn þrjátíu og níu ára gamli konungur, sem þegar er tekinn að hærast, dró okki dul á það, að hann elskaði enn þá konuna, sem hann skildi við fyrir tæpu ári, og meðan við sátum og drukkum appelsínusafa úr fallegum kristalglösum með skjaldarmerki konungsins, sagði liann mér, að hann þráði hana innilega. „En ég verð að gifta mig aftur bráðlega,“ bætti liann við. „Það er skylda mín við þjóðina. Það er sama skyldan, sem neyddi mig til að skilja við Saroyu drottningu.“ Konungurinn sagði mér einnig að það lil- heyrði embætti hans að ganga í hjónaband aftur, þótt það væri án áslar. Á meðan ég beið í forherberginu eftir viðtalinu, sat konungurinn á tali við föður Saroyu, Khalii Isfandiari, sem er sendiherra Persíu í Vestur- Þýzkalandi. Móðir Saroyu hefur beðið dóttur sína að hitta ekki kon- unginn undir nokkrum kringumstæðum, fyrr en faðir liennar er búinn að ganga frá málinu. Viðræður konungsins og sendiherrans stóðu í stund- arfjórðung. Þar næst kom röðin að Sadruddin prinsi. Sadruddin prins er yngsti sonur Aga Khans. Að lokum var mér vísað inn til konungsins. honum viðkomandi, gaf safninu kistu þessa fulla af bókum eftir Nonna, á ýmsum tungumálum. Auk hinna fornu húsmuna, sem náðst hefur til og henturrust bvkja húsinu, er bar fyrirkomið í sýningar- kössum bókum sr. Jóns á 21 þjóðtungu, en alls munu þær hafa verið býddar á 29 tungumál. Veggina prýða marear mvndir úr lífi sr. Jóns og af fjölskyldu hans, ví"ður kross og heiðursborgarabréfið frá Akureyrarbæ. Kos'naðurinn við að koma safninu á fót hefur ver- ið borinn með lánum, styrkium, gjöfum, áheitum og tekjum af Minnin<rarsjóði Bjargeyjar Pétursdóttur, sem Zontakhibbur Akureyrar stofnaði um látna Zonta- systur árið 1957. Og enn er fiár vant, því að margt stendur til bóta í Nonnasafni, bæði meiri viðgerðir á húsinu og við- bót við safn minia. En bannig sem bað nú þegar er, ber það þó í einfaldleik sínum kærleiksanda beim, er bvarvetna fylgdi séra Jóni, Ijóst vitni. Af öllum hlut- um, sem á hann minna, legcrur yl og birtu, svo að þeir, sem þæta við kynni sín af honum, ferli bans og boðskap með heimsókn í Nonnahús, fara áreiðanlega betri menn út þaðan. Safnið er opið alla sunnudaga að sumrinu frá kl. 14.30 til 16:00, en auk bess aðra daga fyrir ferðamenn, sé þess óskað. Safnvörður er Kolbeinn Kristinsson. Bairnheiður Arnadóttir fílagi f Zontaklúbb Akurcyrar. Vill blaðið hvetja alla er leggja leið sína til Akur- eyrar í sumar að koma í Nonnahús. Ég varð undrandi að heyra hann tala af slíkri hrein- skilni og að sjá hryggð hans. Það var ekki vandi að sjá, að honum var einlægni í hug. Ég held, að ég hafi aldrei fyrr séð slíka sorg í augum neins manns, og satt að segja virtist hann tíu árum eldri, en þegar ég sá hann á Rivieraströndinni í fyrrasumar, þar sem hann var að dansa við Saroyu drottningu sína, glaður og ástfanginn. Ég hef fylgzt með ástarsögu konungshjónanna frá byrjun, því að Saroya var nágranni minn, þegar hún bjó hiá foreldrum sínum í Ziirich. Ég dáðist að óvenju- legri fegurð hennar, sem hefur ekki fölnað, fremur aukizt. Jafnvel nú í sorg sinni og auðmýkingu finnst mér hún fegurri og göfugmannlegri en nokkru sinni fyrr. Ég var með konunginum hina yndislegu daga fyrir mörgum árum, þegar liann beið í meira en klukku- tíma eftir Ritu Haywort, sem ætlaði að borða moreun- verð með honum. Kvcildið áður hafði hún hitt Ali Khan í Cannes og þá gleymdi hún því, að hún hafði þegið boð konungsins að koma til morgnnverðar, en konung- urinn lét sér það í létlu rúmi liggja. Það var ein- mitt þess vegna, að mér varð undarlega innanbrjósts, þegar ég hitti hann aftur í Teheran þennan umrædda dag. Það var óskiljanlegt, að þessi sorgbitni maður væri lífsglaði kóngurinn frá forðum. í hinni opinberu tilskipun um hjónaskilnaðinn er sagt, að ríkisráðið hafi sent konunginum einróma á- skorun um að sjá þjóðinni fyrir ríkiserfingja, sem sé beinn afkomandi hans, með öðrum orðum, hvorki meira né minna en son. Þessi tilskipun hefur eyðilagt 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.