Morgunblaðið - 28.07.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.2009, Blaðsíða 27
Velvakandi 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VARÚÐ! HUNDUR VARÚÐ! HUNDUR VARÚÐ! HUNDUR SJÁÐU ÞESSA RIGNINGU ÉG HEF ALDREI SÉÐ SVONA MIKLA RIGNINGU GOTT AÐ VIÐ ERUM INNI HVAR ERU ALLIR? AUÐVITAÐ! MAÐUR ÞARF AÐ VERA ANSI MIKILL KJÁNI TIL AÐ FARA ÚT Í SVONA VEÐRI! FYRIR HVERN ER ÞETTA VERK? ÓTRÚLEGA MANNINN! GANGA OFURHETJUR Í SNJÓBUXUM? JÁ, ÞEGAR ÞAÐ ER SNJÓR ÚTI! ÞETTA ER GREINILEGA VERK FYRIR ÓTRÚLEGA MANNINN AF HVERJU FESTIST RENNILÁS- INN ALLTAF ÞEGAR EINHVER ER AÐ FYLGJAST MEÐ MÉR? ÞETTA ER BRÉF FRÁ MÖMMU HANS EGILS... „HANN ER MEÐ MJÖG SLÆMT KVEF, OG ER ÞVÍ EKKI Í ÁSTANDI TIL AÐ SIGLA MEÐ YKKUR TIL ENGLANDS“ HÉR STENDUR: „EGILL GETUR ÞVÍ MIÐUR EKKI TEKIÐ ÞÁTT Í ORRUSTUNNI Í DAG“ Ó, AFSAKIÐ... ÉG ÞEKKTI ÞIG EKKI MEÐ OPIN AUGUN LALLI, SJÁÐU HVAÐ KÖTTURINN GERÐI Á RÚMINU OKKAR! Æ, NEI! HVAÐ ERAÐ ÞESSUM HEIMSKA KETTI?!? HANN HEFUR ALDREI GERT ÞETTA ÁÐUR. KANNSKI VAR ÞETTA BARA SLYS MAMMA, SJÁÐU HVAÐ HÖGNI GERÐI Á RÚMINU MÍNU! MJÁ! ÞÚ ROTAÐIR HANN! JÁ! KRANDIS HEFÐI ÁTT AÐ VITA AÐ ÉG MYNDI EKKI SVÍKJA HANN ÉG SAGÐI HONUM ÞAÐ GOTT HJÁ ÞÉR! FARÐU MEÐ MIG TIL HANS! MÉR SÝNIST ÉG VERA ORÐINN FANGI Á FLÓTTA OHHHH ÞAÐ getur verið erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á staðháttum í höfuð- borginni. Þessir erlendu ferðamenn hafa þó rambað á Laugaveginn en þótt vænlegast að setjast niður með kaffibolla til að átta sig á því hvar þau eru stödd eða jafnvel að velta fyrir sér hvaða merkisstaði sé áhugavert fyrir þau að skoða. Morgunblaðið/Eggert Áð á Laugaveginum Árás á ellilífeyris- þega og öryrkja NÚ hefur þessi ríkis- stjórn heldur betur höggvið skarð í þann málaflokk sem hún er sem þekktust fyrir. Hún hefur ráðist inn á heilagt svið grunnlíf- eyris. Velferðarbrú Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem boðuð var í kosn- ingum, enda um ein- falda kosningabrellu að ræða. Ég trúi því ekki að þessum tveim- ur flokkum verði ekki refsað í næstu kosningum en þá verða flestir þessir formenn flokk- anna og aðrir komnir á góð eftirlaun og hættir ásamt mörgum öðrum. Ég hef aldrei vitað til að ellilífeyrir og öryrkjulífeyrir hafi verið lækkaðir, allavega ekki í tíð Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks. En sumir sví- fast einskis, hugsa bara um stólanna en ekki að lækka launin sín því þau geta hætt og farið á eftirlaun með mjög góðar tekjur. En ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, það erum við ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar sem fáum að kenna á svip- unni. Átti þetta ekki að vera velferð- arstjórn þar sem ASÍ lét Samfylkinguna fá peningana í síð- ustu kosningum en aðra flokka ekki svo ég viti til. Hvað eru laun ráð- herra í dag með öllum þeim hlunn- indum sem við vitum um? Það væri gott að fá svar við því. Nú er kominn tími til að fella þessa ríkisstjórn og þó að fyrr hefði verið. Ellilífeyrisþegi. Nýjasta plata Björgvins SUNNUDAGINN 26. júlí skrifar Jón Agnar Ólason um nýju plötuna hans Björgvins Hall- dórssonar, Sígrænir söngvar. Hann gefur tvær og hálfa stjörnu í einkunn. Ég veit ekki í hvaða sveit Jón Agnar hefur verið eða á hvaða túni hann hefur heyjað. Til hamingju, Björgvin, þetta er glæsileg plata sem á fyllilega skilið fjórar stjörnur. Jón Agnar talar einn- ig um síðasta lag plötunnar sem Krummi syngur á ensku og telur það besta lagið. Ég segi líka til hamingju, Krummi, þetta er það sem þú átt að syngja. En Jón Agnar áttar sig kannski ekki á því að Björgvin syng- ur þetta sama lag jafn vel á íslensku, en það er lag nr. 3. Einlægur aðdáandi beggja. Lyklakippa tapaðist í Hafnarfirði SUNNUDAGINN 26. júlí tapaðist lyklakippa með bíllykli, hjólalykli, húslykli og aðgangslykli að netbanka. Líklega tapaðist lyklakippan í Norð- urbæ Hafnarfjarðar. Þeir sem kunna að hafa fundið lyklakippuna eru beðnir að hafa samband á netfangið s_281200@hotmail.com eða skila henni á lögreglustöðina í Hafnarfirði.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður vegna sumarlokunar. Hádegismatur kl. 12-13. Næsta sumarferð verður 5. ágúst: Rangárvellir, Keldur og Landeyjar. Brott- för kl. 8.30 frá Aflagranda, verð 6.300 kr. hádegismatur innifalinn. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna kl. 12.30-16.30, boccia kl. 9.45. Púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43 | Farið í Borgarfjörð fimmtudaginn 30. júlí. Kaffiveitingar í Fossatúni. Skráning og greiðsla eigi síð- ar en miðvikudaginn 29. júlí. Lagt af stað kl. 12.30. Heimkoma áætluð um kl. 18. Upplýsingar í s. 535-2760. Ath. Fé- lagsstarfið er opið fyrir alla aldursflokka. Dalbraut 18-20 | Félagsvist kl. 14. Félagsheimilið, Gullsmára 13 | Handa- vinnustofa opin, ganga kl. 10, matur kl. 11.40. Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin er op- in kl. 9-14, matur kl. 12. Hraunsel | Púttað er á 2 völlum þrisvar í viku. Á púttvelli Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaga kl. 13-14 og fimmtudaga kl. 11-12, einnig á púttvelli á Ásvöllum hjá Íþróttahúsinu laugardaga kl. 10-11.30. Allir félagar FEBH velkomnir í púttið. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga í sumar frá kl. 8-16. Böð- un fyrir hádegi, hádegisverður kl. 11.30. Miðdegiskaffi frá kl. 14.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Morgunspjall kl. 9, Stefánsganga 9.10, Listasmiðjan opin, átta holu púttvöllur, myndlistarsýning Erlu og Stefáns, ljóðabók skapandi skrifa til sölu, félagsvist alla mánudaga. Hópar sem vilja starfa sjálfstætt velkomnir. Hugmyndabanki fyrir starfið í vetur formlega opnaður 10. ágúst. S. 411- 2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgun- kaffi – vísnaklúbbur kl. 9, boccia kl. 10.30, Handverksstofa opin kl. 11, „opið hús“ spilað á spil – vist/brids kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, Hárgreiðslustofa opin, s. 862-7097, fótaaðgerðastofa op- in, s. 552-7522. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9-15.30, matur kl. 11.45, vídeó/spurt og spjallað kl. 13, spilað kl. 13, kaffi kl. 14.30. Hár- greiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund, handavinnustofan opin, leik- fimi, félagsvist kl. 14. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.