Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 fyrir alla sem www.gottimatinn.is gerður fyrir mat! – 5x5x5 cm kubbur af rjómaosti gjörbreytir sósunni. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞAÐ sem veldur þessum mikla mun, sem hefur aldrei verið eins mikill og núna, eru fjármagnstekjurnar. Það er algjörlega óviðunandi að okkar mati,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Árlegum endurreikningi og upp- gjöri tekjutengdra bóta lífeyrisþega fyrir árið 2008 er nú lokið. Bætur sem lífeyrisþegar hafa fengið greiddar á árinu eru þá bornar saman við bætur sem þeir áttu rétt á samkvæmt skatt- framtali ársins. Ábyrgðin hvílir á lífeyrisþegum Í ljós kom að lífeyrisþegar fengu alls um þrjá milljarða króna greidda umfram það sem þeim bar og verða þeir krafðir um endurgreiðslu. „Skýringin er sú að það eru mjög margir sem hafa ekki veitt okkur neinar upp- lýsingar, eða ekki réttar upplýsing- ar, um sínar fjár- magnstekjur,“ segir Sigríður. Tryggingastofnun fær nú í fyrsta skipti nákvæmar og réttar upplýsing- ar um fjármagnstekjur frá Ríkis- skattstjóra skv. lagabreytingum sem tóku gildi í ársbyrjun 2008. Sigríður segir því sennilegt að upp- hæð bótagreiðslna umfram rétt hafi áður verið svo há þótt það hafi ekki verið sýnilegt fyrr en nú. Heildarfjöldi lífeyrisþega er tæp- lega 46 þúsund. Við uppgjörið kom í ljós að tæp 70% þeirra, eða um 32 þúsund manns, fengu greiddar bætur innan eðlilegra frávika. Um 9.000 fengu of lítið greitt og um 5.000 of mikið. Að sögn Sigríðar eru vikmörkin í ár m.v. um 70 þúsund krónur yfir árið eftir skatt. Þeir 5.000 sem fá á næstunni innheimtubréf fengu því „verulegar ofgreiðslur, um- fram það sem við teljum eðlilega frá- vik,“ að sögn Sigríðar. Ef upphæðin myndi skiptast jafnt, væru það um 600 þúsund á mann. Lífeyrisþegum verður á næstu dögum sent bréf með niðurstöðunum og veitt ráðrúm til að andmæla fram til 28. ágúst en að óbreyttu hefst inn- heimta 1. september næstkomandi. 3 milljarðar ofgreiddir  Misræmi við uppgjör lífeyris meira en nokkru sinni  Skýringuna er fyrst og fremst að finna í fjármagnstekjum  Óviðunandi frávik, segir Tryggingastofnun » Réttar upplýsingar bárust í fyrsta sinn » 5.000 bótaþegar þurfa að endurgreiða bætur » Vangreiddar bætur nema um 700 milljónum » 9.000 bótaþegar eiga von á endurgreiðslu Sigríður Lillý Baldursdóttir REYKJAVÍK er ekki stór. Lítil hætta er á að týn- ast. Þó getur verið ærið verkefni að ákveða í hvaða átt skuli halda, ekki síst þegar svona margt áhugavert er að sjá. Ferðamannatíminn er nú í hámarki og litríkir farfuglar frá Evrópu, sem hafa tekjur í evrum, því algengir í borginni. VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA Morgunblaðið/Kristinn „EITT er víst og það er það að það er allt klárt af hálfu ís- lenskra stjórnvalda. Og það höfum við fengið staðfest hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við höfum náð að uppfylla öll þau skilyrði sem reiknað var með að þyrftu að vera til stað- ar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Á fundi yfirstjórnar AGS næstkomandi mánudag, á frí- degi verslunarmanna, verður rætt um málefni Íslands og endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi samkvæmt dagskrá stjórnar sjóðsins. Sam- kvæmt upphaflegu áætluninni frá því í nóvember 2008 var gert ráð fyrir að fyrstu tvær endurskoðanirnar og greiðslur tengdar þeim færu fram í febrúar og maí á þessu ári. Fyrsta endurskoðun efnahagsáætlunarinnar hefur tafist ítrekað þar sem skilyrði hafa ekki verið uppfyllt í tæka tíð. „Það eru þrír dagar til stefnu í byrjun ágúst. Ef það næst ekki fyrir þann tíma kemur hlé hjá sjóðnum fram undir lok ágúst. Þannig að það verður þá mjög bagalegur dráttur á öllu okkar prógrammi ef sú verður niðurstaðan,“ segir Steingrímur ennfremur. Aðspurður segir hann málið vera í mjög viðkvæmri stöðu. „Við skulum bara sjá hvað verður á næstu klukku- tímum eða sólarhringum.“ Í Hagsjá hagdeildar Landsbankans segir að nú hafi dregið til tíðinda þar sem samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna þriggja var kynnt í síðustu viku auk þess sem skýrsla um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 var lögð fyrir Alþingi í lok júní. onundur@mbl.is Bagalegt ef lánafyrir- greiðslan tefst frekar Morgunblaðið/Eggert Áætlun Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Fjallað um samstarfið við Ís- land í stjórn AGS á mánudag GESTIR Þjóðhá- tíðar þurfa ekki að örvænta þótt lundaveiðin í Vestmannaeyjum hafi verið lítil sem engin í ár, þökk sé samstöðu lundaveiðimanna um land allt. Nægur lundi verður í Eyjum til að standa undir Þjóðhátíðarhefð- inni. „Grímseyingar, Skagfirðingar og Húsvíkingar, það hjálpa okkur allir. Meira að segja hefur komið lundi frá Vigur, þannig að þetta kemur alls staðar af landinu,“ segir Magnús Bragason í Vestmannaeyjum sem hefur verkað og reykt lunda fyrir Þjóðhátíð undanfarin ár. Þegar blaðamaður ræddi við Magnús var hann einmitt á leiðinni að sækja síðustu lundana í reykkof- ana og ekki seinna vænna því brátt fara tjöldin að spretta upp í dalnum. „Þetta er samstaða landsmanna, ætli það sé ekki kreppan, hún er bú- in að þjappa okkur saman.“ Lundanum reddað með góðri hjálp Lundi Lundaveisla verður á Þjóðhátíð. „Þetta er eitt aðalvandamálið í sambandi við lífeyri eldri borg- ara, þessar óhóflegu tekjuteng- ingar. Þetta þekkist hvergi á Norðurlöndum nema hjá okkur,“ segir Helgi Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara. Helgi segir skömm að því að bótaþegar séu þeir einu sem njóti engrar bankaleyndar. „Fólk tekur á móti þessum greiðslum í góðri trú en svo kem- ur endurkrafan og hvernig í ósköpunum á fólk að borga þetta til baka, það á margt varla til hnífs og skeiðar.“ Innheimtan sé hrein eignaupptaka. „Það þurfti ekki háar upp- hæðar á eignalífeyrisreikn- ingnum til að fá verulegar verð- bætur og vexti í verðbólgunni. Það að Tryggingastofnun skuli leyfa sér að líta á þetta sem tekjur og láta tryggingabætur skerðast út af því er algjör óhæfa og skömm að því.“ Óhæfa og skömm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.