Morgunblaðið - 29.07.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
SLÖKKVISTARFI á heiðinni austan við Kleifarvatn
lauk síðdegis í gær, en slökkvilið Grindavíkur hafði
þá barist við gróðureld í tæpan sólarhring – með
hléum. Slökkvilið Grindavíkur naut aðstoðar Þyrlu-
þjónustunnar, en með sérstakri fötu var hægt að
ausa vatni úr Kleifarvatni yfir eldinn. Um einn og
hálfan tíma tók að slökkva eldinn með aðstoð þyrl-
unnar. Farið var á annan tug ferða með sjö til átta
þúsund lítra af vatni yfir svæðið. Eldar kviknuðu
fyrst á svæðinu síðastliðinn föstudag, þar sem erf-
iðlega gekk að slökkva í glóðinni kviknaði ætíð eldur
á nýjan leik.
Umrætt svæði er í 420 metra hæð yfir sjó og uppi
á fjalli. Leiðin þangað er mjög erfið yfirferðar og
urðu slökkviliðsmenn að ganga í kargahrauni og
þykkum mosa, sem sums staðar nær upp að hnjám.
Um þrír kílómetrar eru í vatn og aðstoðaði björg-
unarsveit slökkviliðsmennina og flutti til þeirra
vatnsbirgðir og búnað. Hver ferð björgunarsveit-
arinnar tók um þrjá klukkutíma.
Sökum þess hversu aðstæður voru erfiðar og
slökkvistarf gekk hægt var brugðið á það ráð að
kalla eftir aðstoð Landhelgisgæslu Íslands í gær-
morgun. Landhelgisgæslan synjaði hins vegar beiðni
slökkviliðsins í þrígang.
Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is,
sagði Halldór Nellet, framkvæmdastjóri aðgerða-
sviðs, að Gæslan væri komin langt fram úr áætlun
um flugtíma. Þar sem gróðureldarnir ógnuðu hvorki
mannvirkjun né mannslífum var ákveðið að bíða
átekta. „Vissulega hefðum við farið í þetta ef mann-
virki, að ég tala ekki um mannslíf, hefðu verið í
hættu,“ sagði Halldór. „Uppi á fjöllum verðum við
að sníða okkur stakk eftir vexti.“ Hann bætti því við
að hver flugtími á Puma-þyrlu kosti um sex hundruð
þúsund krónur.
Þyrluþjónustan kemur til bjargar
Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum um synjun Gæsl-
unnar brugðust forsvarsmenn Þyrluþjónustunnar
við og buðu fram krafta sína – endurgjaldslaust.
Sigurður Pálmason framkvæmdastjóri segir fyr-
irtækið hafa átt búnaðinn í um tuttugu ár og flug-
menn hafi mikla kunnáttu í að nota hann. „En það
virðist ekki vera hægt að kalla til einkaaðila þegar
svona ber undir.“ andri@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kviknaði ætíð aftur
Þyrluþjónustan bauð fram aðstoð sína við slökkvistarf
Landhelgisgæslan aðstoðaði ekki vegna fjárskorts
Slökkt í glóðum Sérstökum vistvænum slökkvivökva var dælt yfir mosann þar sem glóð leyndist í jarðveginum.
EF efni standa
til hefur ákæru-
valdið fullnægj-
andi lagaheim-
ildir í höndum til
frystingar eigna,
segir Stein-
grímur J. Sigfús-
son fjár-
málaráðherra.
Það hljóti að
koma að því að
fara verði í slíkar aðgerðir. Nauð-
syn stóraukinna fjárveitinga til sér-
staks saksóknara sem kynntar voru
í síðustu viku, til þess sérstaklega
að rannsaka færslur í bankakerfinu
mánuðina fyrir hrunið séu að koma
í ljós núna.
Steingrímur segir aðspurður að
rætt hafi verið innan þingflokksins
um að setja sérstakar lagaheimildir
sem auðvelduðu kyrrsetningu eigna
ef ástæða væri talin til.
Lagaleg útfærsla hafi vafist fyrir
og þá sé spurning hvers vegna þeim
heimildum sem til staðar eru hafi
ekki verið beitt ennþá. „Ég held að
það væri ástæða til að fara yfir það
núna í ljósi nýjustu upplýsinga sem
eru að koma fram.“
Beitir sér gegn
skattaskjólum
Hvað varðar erlend skattaskjól
segir Steingrímur að kveðið sé á um
aðstoð af hálfu Breta og Hollend-
inga í samningum. Þá sé ástæða til
að fylgja því betur eftir í öðrum
löndum og nefnir Lúxemborg sem
dæmi. „Ég hef reyndar hugsað mér
að beita mér sjálfur í því á næst-
unni með því að hafa beint og milli-
liðalaust samband við Lúxemborg,“
segir Steingrímur.
Spurður hvort hann hafi trú á að
enn sé einhverja peninga að finna
segir Steingrímur að einhvers stað-
ar hljóti krónur að vera, hvort sem
er í skattaskjóli Tortola eða á
bankareikningum í nálægum lönd-
um. Því sé mjög áhugavert að skoða
fjármagnsflutninga frá landinu síð-
ustu vikur fyrir hrunið. Séu slíkir
fjármunir afturkræfir verði allt
reynt til að endurheimta þá upp í
það tjón sem orðið er.
sigrunrosa@mbl.is
Frysting
eigna
heimil
Kanna heimildir til
kyrrsetningar eigna
Steingrímur J.
Sigfússon
„VERKEFNIÐ felst í að setja fram
framtíðarsýn fyrir landið sem lið í
leiðinni út úr kreppunni,“ segir Dag-
ur B. Eggertsson
en hann er for-
maður stýrihóps
áætlunarinnar
20/20 – Sókn-
aráætlun fyrir Ís-
land. Ríkis-
stjórnin ætlar að
veita tíu millj-
ónum af ráðstöf-
unarfé sínu í ár til
verkefnisins.
Starfshópnum
er ætlað að móta nýja atvinnustefnu
og búa til áætlanir fyrir alla lands-
hluta um hvar helstu sóknarfærin og
styrkleikarnir liggja. Markmiðið er
að bæta samkeppnishæfni landsins.
Þá stendur til að aðlaga ýmsar áætl-
anir ríkisins breyttum aðstæðum.
Stýrihópurinn hefur fundað og er
undirbúningur verkefnisins hafinn.
Að sögn Dags verða næstu skref
stigin í haust.
„Okkur þykir mikilvægt að hefja
þennan feril og virkja sem flesta til
þátttöku,“ segir Dagur, en til stend-
ur að hafa víðtækt samráð við fólk,
stofnanir og hagsmunasamtök.
Hann telur að verkefnið muni bera
góðan ávöxt og stuðla að bættum
lífsgæðum hér á landi. Þá hafnar
hann því að verkefnið verði þung-
lamalegt bákn í stjórnsýslunni.
Þvert á móti miði verkefnið að sam-
hæfingu og nýtni á leiðinni út úr
þrengingunum.
Í stýrihópnum eru auk Dags Katr-
ín Jakobsdóttir menntamálaráð-
herra, Karl Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Sigrún Björk Jak-
obsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri,
og Svafa Grönfeldt, rektor HR. Ætl-
unin er að fleiri ráðherrar komi að
verkefninu og taki þátt í starfinu á
seinni stigum. skulias@mbl.is
Gera nýja
skýrslu um
framtíð Íslands
Dagur B.
Eggertsson
15 ÁRA piltur í Reykjavík tók bíl
fjölskyldumeðlims í óleyfi um
helgina og rúntaði um bæinn með
fjóra vini sína. Ökuferðinni lauk við
fjölfarna umferðargötu þar sem
pilturinn missti stjórn á bílnum og
ók honum utan í grindverk. Meiðsli
ökumanns voru minniháttar. Öku-
maðurinn reyndist vera ölvaður og
að sjálfsögðu án ökuréttinda.
Lenti réttindalaus
og ölvaður í óhappi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FJÁRLAGANEFND fundar í dag
og eðli málsins samkvæmt er aðeins
eitt mál á dagskrá: Icesave. Í upp-
hafi viku var farið yfir þær áherslur
sem lagðar eru til grundvallar nefnd-
arfunda þar til þingfundir hefjast að
nýju. Í dag verður m.a. farið yfir
gagnrýni Ragnars H. Hall hæsta-
réttarlögmanns.
Guðbjartur Hannesson, formaður
nefndarinnar, segir miða ágætlega.
Nefndin hefur fengið til sín öll sérálit
efnahags- og skattanefndar en frá
utanríkismálanefnd vantar tvö sér-
álit. „Síðan er verið að ræða þessar
forsendur, hvernig hægt er að
breyta frumvarpinu,“ segir Guð-
bjartur og segir það í höndum ein-
staklinga en nefndin situr ekki yfir
því í heild sinni.
Framhaldið ákveðið í dag
Á fundi nefndarinnar í dag verður
einnig tekin afstaða til þess hvort
nauðsyn sé á að halda annan fund í
vikunni. Fari svo að hægt sé að
hnýta lausa enda og fullnægjandi
svör komi fram vegna gagnrýni
Ragnars er aðeins að bíða álits Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands.
Ráðgert er að álitið verði tilbúið á
mánudag og afhent nefndinni
snemma morguns 4. ágúst. Nefnd-
armönnum gefst því tóm til að fara
yfir álitið að einhverju leyti áður en
þingfundur hefst sama dag kl. 13.30.
Gera má ráð fyrir að það komi til tals
í upphafi þingfundar.
Guðbjartur segir stefnuna
ákveðna, að afgreiða Icesave-málið
úr nefnd í næstu viku. Umbeðinn gat
hann ekki verið nákvæmari.
Einnig fundað í allsherjarnefnd
Viðskiptanefnd og menntamála-
nefnd funduðu á mánudag og gert er
ráð fyrir öðrum fundi þeirrar fyrr-
nefndu í vikunni, þó hann hafi ekki
verið festur niður síðdegis í gær. Á
dagskrá er tilvonandi bankasýsla
ríkisins og miðað við umræður á Al-
þingi er ljóst að skiptar skoðanir eru
um málið í öllum þingflokkum.
Ótalinn er fundur allsherjarnefnd-
ar en hann var fyrirhugaður á mánu-
dag, frestað fram á miðvikudag og
festur á föstudag. Til umræðu eru
fjárhagsvandræði lögreglunnar og
fá nefndarmenn kynningu á þeim.
Að sögn Steinunnar Valdísar Ósk-
arsdóttur, formanns nefndarinnar,
er frestunin tilkomin vegna sum-
arfría. Erfiðara hafi reynst að boða
fólk en gert var ráð fyrir.
Lögreglumálin eru þó ekki eina
málið á dagskrá því einnig verður
frumvarp um persónukjör til um-
ræðu. Dómsmálaráðherra mælti fyr-
ir frumvarpinu fyrir helgi.
Þó svo að þessir fundir séu fyrir-
hugaðir fengust þær upplýsingar á
nefndasviði Alþingis að til slíkra get-
ur verið boðað með mjög skömmum
fyrirvara. Getur því verið að upp-
talningin sé ekki tæmandi.
Icesave úr nefnd í næstu viku
Álit Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er væntanlegt á mánudag og verður lagt fram degi síðar
Ólíkt er álagið á fjárlaganefnd og aðrar nefndir og fá því einhverjir þingmenn kærkomið en stutt frí
Þingfundir á Alþingi hefjast að
nýju eftir verslunarmannahelgi.
Frívikan nýtist í nefndarfundi og
er um leið tækifæri fyrir þing-
menn að varpa öndinni léttar eft-
ir mikið álag síðustu vikna.
Guðbjartur
Hannesson
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Hver er gagnrýni Ragnars
H. Hall vegna Icesave?
Hann segir ákvæði í Icesave-
samningunum tryggja íslensku,
bresku og hollensku sjóðunum
jafnræði þegar kemur að úthlutun
úr búi Landsbankans, þ.e. fá upp í
kröfur sínar í jöfnum hlutföllum.
Það standist ekki hvorki lög né
reglur á Íslandi.
Hvenær verða þinglok
sumarþingsins?
Þegar Alþingi hefur afgreitt
frumvarp um ríkisábyrgð vegna
Icesave, hvort sem það verður
samþykkt eða því hafnað er ljóst
að hyllir undir lok sumarþings og
þingmenn geta þá búið sig undir
erfitt haust og vetur.
S&S