Morgunblaðið - 29.07.2009, Side 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
STAÐA forseta Írans, Mahmouds
Ahmadinejads, er nú mun ótraustari
en hún var áður en mótmælin vegna
forsetakosninganna 12. júní hófust.
Og í gær gaf ajatollah Ali Khamenei,
valdamesti maður landsins, skipun
um að láta loka Kahrizak-búðunum
þar sem ótilgreindur fjöldi stjórn-
arandstæðinga hefur verið í haldi við
skelfilegar aðstæður.
Fólkinu var ákaft fagnað þegar
það var látið laust. Að sögn BBC
mun það hafa ráðið ákvörðun
Khameneis að 25 ára gamall sonur
náins ráðgjafa Mohsens Rezais, eins
af forsetaefnunum frá 12. júní, er
sagður vera meðal þeirra sem látist
hafi í umræddum búðum. Þrátt fyrir
andstöðuna við Ahmadinejad er
Rezai tvímælalaust úr röðum valda-
klíkunnar.
En þetta eru ekki einu hremming-
arnar sem Ahmadinejad gengur nú í
gegnum. 210 af alls 290 fulltrúum
þingsins samþykktu í gær yfirlýs-
ingu þar sem Gholam Hossein Moh-
seni Ejeie, fyrrverandi upplýsinga-
málaráðherra, var hrósað ákaft fyrir
að „verja“ Khamenei. Ahmadinejad
rak Ejeie á sunnudag eftir hörku-
rifrildi. Ráðherrann hafði sakað for-
setann um að hafa dregið of lengi að
hlýða fyrirmælum Khameneis og
hætta við að gera umdeildan vin sinn
að varaforseta. Annar ráðherra dró
sig síðan í hlé og sagði stjórnina
sýna of mikil „veikleikamerki“.
Ahmadinejad sýnir mikla óvar-
kárni með andstöðunni við Khame-
nei; keppinautar hans í valdaklík-
unni hafa fengið byr í seglin. Þeir
gætu reynt að koma í veg fyrir að
væntanleg, ný ríkisstjórn hljóti sam-
þykki á þingi. Það gæti orðið póli-
tískur banabiti forsetans.
Er Íransforseti að falla?
Forsetinn deilir harkalega við félaga sína í valdaklíkunni og rekur ráðherra
Býður ajatollah Khamenei birginn og dregur að framfylgja skipunum hans
Endurkjör Mahmouds Ahmad-
inejads var umdeilt og hundruð
þúsunda manna tóku þátt í mót-
mælum gegn honum, þrátt fyrir
bann stjórnvalda. Nú virðist hann
vera orðinn valtur í sessi.
Reuters
GRUNNSKÓLABÖRN í Nýju-Delí á Indlandi
mynduðu í gær útlínur tígrisdýrs til að minna á
að tegundin er í útrýmingarhættu. Einnig mynd-
uðu þau töluna 350 til að vara við hlýnun jarðar
af völdum manna. Margir fræðimenn á sviði
loftslagsvísinda segja að fari hlutfall lofttegund-
arinnar koldíoxíðs í andrúmsloftinu upp fyrir
einn á móti 350 milljónum sé hætta á ferð og
hitastig muni hækka mikið.
TÍGURINN OG ANDRÚMSLOFTIÐ Í HÆTTU
SAMTÖK Al-Aqsa píslarvottanna,
ein af herskáum samtökum Palest-
ínumanna, hafa reiðst mjög gam-
anleikaranum
Sacha Baron Co-
hen vegna mynd-
ar hans, Bruno.
Þar er gert gys
að samtökunum.
„Við áskiljum
okkur allan rétt
til að bregðast
við með þeim
hætti sem okkur
finnst viðeigandi
gagnvart þessum
manni,“ segir í yfirlýsingu frá Al-
Aqsa er telur Bruno vera lið í „sam-
særi“ gegn samtökunum.
Cohen leikur Bruno, aust-
urrískan tískusnilling er hittir
mann að nafni Ayman Abu Aita sem
sagður er leiðtogi Al-Aqsa. Reynir
Bruno að fá hann til að ræna sér.
„Ég vil verða frægur og vil fá bestu
mennina í greininni til að ræna
mér,“ segir hann. „Al-Qaeda er svo
2001-legt.“
Aita þessi er nú einn fulltrúa
Fatah-hreyfingarinnar í Betlehem.
Al-Aqsa viðurkennir að hann hafi
eitt sinn haft tengsl við samtökin en
sé ekki félagi í þeim og hafi aldrei
verið leiðtogi þeirra.
kjon@mbl.is
Bruno-
mynd liður
í samsæri
Al-Aqsa samtökin
hóta Cohen hefndum
Sacha Baron
Cohen
SVÍAR hafa krafist þess að stjórn-
völd í Venesúela útskýri hvernig
sænskar skriðdrekavarnabyssur
höfnuðu í höndum FARC-samtak-
anna í Kólumbíu. Venesúela keypti
vopnin á níunda áratugnum.
FARC, sem kennir sig við marx-
isma, hefur áratugum saman barist
við stjórnvöld í Kólumbíu og fjár-
magnar starfsemi sína með mann-
ránum og fíkniefnasölu. Forseti
Venesúela, Hugo Chavez, hefur
verið sakaður um að styðja FARC
með fé og vopnum en hann neitar
því. kjon@mbl.is
Svíar krefja
Chavez svara
Hver eru völd Khameinis?
Hann er samkvæmt stjórnarskrá sá
sem hefur síðasta orðið í öllum mik-
ilvægum ákvörðunum. Hann er kjör-
inn á átta ára fresti og á Khamenei
eftir nokkur ár af kjörtímabili sínu.
Hvað vakir fyrir Ahmadinejad?
Ef til vill telur hann sig geta aukið
áhrif sín með því að benda á að hann
er þjóðkjörinn, ekki valinn af fá-
mennu ráði klerka og lögspekinga
eins og Khamenei. En vandinn er að
margir gruna forsetann um kosn-
ingasvik 12. júní.
S&S
EGYPSKUR drengur og asni leika sér saman í síki, sem rennur í Nílarfljót,
í smáþorpinu Qalyoubia, norðan við egypsku höfuðborgina Kaíró, í gær.
Reuters
Vatnsslagur við Níl
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ÞRJÚ stærstu orkufyrirtækin í
Kína losuðu meira af gróðurhúsa-
lofttegundum út í andrúmsloftið á
síðasta ári en allt Bretland, að því er
fram kemur í nýrri skýrslu umhverf-
isverndarsamtakanna Greenpeace.
Um 70% orkunotkunarinnar í
Kína koma frá kolum og 85% af allri
losun koldíoxíðs í Kína stafa af kola-
brennslu.
Greenpeace segir að tíu stærstu
orkufyrirtækin, sem framleiddu nær
60% af allri raforku Kína á síðasta
ári, hafi brennt um 20% af kolum
Kína og losað sem svarar 1,44 millj-
örðum tonna af koldíoxíði.
Kínversku orkufyrirtækin losa
meira af gróðurhúsalofttegundum
en orkuver í mörgum öðrum lönd-
um. Í Japan nemur losun koldíoxíðs
um 418 grömmum á hverja kílóvatt-
stund og í Bandaríkjunum 625
grömmum. Í Kína losa flest orkufyr-
irtækjanna 752 grömm af koldíoxíði
á hverja kílóvattstund.
Umhverfisverndarsamtökin segja
að kínversku orkufyrirtækin þurfi
að „stórauka skilvirknina og auka
vægi endurnýjanlegrar orku, svo
sem vind- og sólarorku,“ til að
stemma stigu við loftslagsbreyt-
ingum í heiminum. Þau leggja meðal
annars til að lagður verði skattur á
kol til að hvetja orkufyrirtækin til að
nýta frekar endurnýjanlega orku-
gjafa.
Vilja skatt á
kolin í Kína
Útblásturinn frá þremur orkufyrir-
tækjum meiri en frá öllu Bretlandi
Fyrirtækið Doosan Babcock í
Skotlandi hyggst á föstudag
ræsa tilraunaver þar sem ætl-
unin er að framleiða orku með
kolum en minnka losun koldíox-
íðs um 90%. Gangi það eftir er
ljóst að um þáttaskil er að ræða
og tæknin, sem, nefnd er
OxyFuel, verður notuð við önnur
kolaorkuver í Evrópu.
Kolin eru brennd í hreinu súr-
efni en ekki lofti eins og venjan
er. Útblásturinn er því nærri
hreint koldíoxíð og vatn. Gengið
er út frá því að hægt verði að
koma koldíoxíðinu fyrir neð-
anjarðar í stað þess að það fari
út í andrúmsloftið. Meðal þeirra
sem styrkja verkefnið eru
breska ríkið og sænska orkufyr-
irtækið Vattenfall.
„Hrein“ kolaorka?
BÖRN sem
borða mikið af
mjólkurvörum
eru líkleg til að
lifa lengur en
önnur, sam-
kvæmt rann-
sóknum vísinda-
manna í
Bretlandi og
Ástralíu.
Rannsókn-
irnar náðu til 4.374 breskra barna.
Mjólkurneysla barnanna var rann-
sökuð á fjórða áratugnum og vís-
indamennirnir rannsökuðu heilsu
þeirra 65 árum síðar. Þeir komust
að þeirri niðurstöðu að þau sem
borðuðu mikið af mjólkurvörum í
bernsku voru ekki líkleg til að fá
heilablóðfall og aðra alvarlega
sjúkdóma. Þótt mjólkurvörurnar
innihaldi fitu, sem sest á slag-
æðarnar, og kólesteról, jók mikil
mjólkurneysla ekki líkurnar á
hjartasjúkdómum, að sögn vísinda-
mannanna.
Miðað var við að börnin fengju að
minnsta kosti 400 mg af kalki á
dag, eða u.þ.b. þrjá desílítra af
mjólk. Skýrt er frá niðurstöðunum í
tímaritinu Heart.
Mjólkur-
neysla sögð
lengja lífið
Skál í mjólkur-
glasbotn!