Morgunblaðið - 29.07.2009, Síða 21

Morgunblaðið - 29.07.2009, Síða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009 Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is ✝ Jóhann Gísli Ingi-mundarson fædd- ist í Borgarnesi 24. mars 1938. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Ingimundur Ein- arsson, f. 21.3. 1898, d. 4.2. 1992, og Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 21.7. 1893, d. 7.2. 1977. Jóhann var yngstur 6 bræðra. Bræður Jóhanns eru: Guðmundur, f. 9.3. 1927, Einar, f. 24.6 1929, d. 11.12. 1997, Steinar, f. 28.10. 1930, Grétar f. 28.2. 1934, d. 27.1. 1995, Ingi, f. 6.5. 1936. Jóhann kvæntist árið 1964 Þor- björgu Þórðardóttur, f. 13.12. 1945, þau skildu. Foreldrar hennar voru Þórður Pálmason og Geirlaug Jóns- dóttir. Börn Jóhanns og Þorbjargar eru: 1) Þórður Jóhannsson, f. 31.12. 1965, giftur Aline N. Vigneron, f. 7.8. 1975, þau eiga eina dóttur, Lóu Distu. 2) Geirlaug Jóhannsdóttir, f. 1.1. 1976, gift Stefáni Sveinbjörns- syni, f. 13.2. 1973. Þau eiga þrjú börn: Íris Líf, Axel og Sveinbjörn Andra. Jóhann ólst upp í Borgarnesi og lauk miðskólaprófi. Árið 1952, þá 14 ára gamall, hóf Jóhann störf hjá Pósti og síma í Borgarnesi, fyrst við póstburð og síðan við póstafgreiðslu, og starfaði þar allt til ársins 1962. Um leið og Jóhann hafði aldur til lauk hann meira- prófi bifreiðarstjóra og hóf rekstur leigu- bifreiðar, þann rekst- ur hafði hann með höndum samhliða öðrum störfum lengi vel. Frá árinu 1962 til ársins 1982 rak Jó- hann í félagi við Steinar bróður sinn vöruflutningafyrirtækið Steinar og Jóhann. Samhliða þeim rekstri var Jóhann einnig stöðvarstjóri Olíu- verslunar Íslands í Borgarnesi á ár- unum 1967-1977. Árið 1982 flytur Jóhann búferlum til Reykjavíkur. Þar gegndi hann starfi fram- kvæmdastjóra Vöruflutninga- miðstöðvarinnar hf. til ársins 1986 en frá þeim tíma til starfsloka árið 2008 starfaði Jóhann sem leigubif- reiðarstjóri á Bæjarleiðum og Hreyfli. Jóhann sat um tíma í stjórn Vírnets hf. og Vöruflutninga- miðstöðvarinnar hf. Að starfsferli loknum flutti Jóhann að nýju í Borgarnes, þar sem hann bjó til dauðadags. Útför Jóhanns fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, miðvikudaginn 29. júlí, og hefst athöfnin kl. 14. Nú þegar Jóhann frændi minn og vinur er allur kviknaði þörf að segja af sögu hans, þess yngsta úr hópi sex bræðra, er ólust upp í litlum bæ við al- þýðu kjör þess tíma er allir þurftu að leggja sitt af mörkum, svo komast mætti af. Þar var vinnusemi dyggð og daglegt líf talið lítt fallið til leikja. Við gott atlæti foreldra og eftirlæti eldri bræðra óx hann úr grasi, glaðsinna og ljúfur. Hafði þá og ætíð síðan einlæg- an vilja til að gera öðrum vel og láta gott af sér leiða. Á unglingsaldri voru línur lagðar, fullviss þess að vinnan var leiðin að fjarlægum markmiðum og draumum. Með ástundun, lipurð og vinnusemi, ásamt stakri ljúf- mennsku, var unnið inn fyrir virðingu og farsæld til langrar framtíðar með- al vina og samferðarmanna, traustum böndum bundist, böndum er entust þar til yfir lauk. Ástin varð á vegi, undanfari þess er síðar varð – börn og bú. Af smekkvísi og stórhug var byggt svo eftir var tekið. Stórar jafnt sem smáar hendur kallaðar til þegar mest lá við, veitt og greitt af örlæti og höfðingskap. Heim- ili og umgjörð glæst, hjónin ungu hvort úr sinni átt, ólík sem lognið storminum. Lífið lék við þau, unnið af dugnaði og kappi, áræði alls ráðandi. Trúin óbilandi á bjarta framtíð. En stundum blés í mót, þá fyrst reyndi á; sást þá best hver hann frændi minn var í raun. Það var sem mótlætið efldi, aldrei var æðrast. Bjartsýnn. Einlæg var trúin á að allt færi vel. Boðorðin einföld: alltaf mætti vinna lengri dag – hugsa nýjan leik – gera aðra atlögu eða byrja upp á nýtt – aldrei var upp- gjöf rædd. Eitt var þó vinnu og öðrum skyld- um yfirsterkara: hvernig mæti reyn- ast sínum best, hvar og hvernig best mætti leggja lið, þá sem fyrr, allt gert af einlægri trú og góðvilja. Það sem einkenndi Jóhann þó öðru fremur var hversu góða nærveru hann hafði. Undir prúðu yfirbragði bjó strákslegt fas, þegar svo bar við. Hann var vin- sæll og eftirsóttur félagi sem gott var að leita til og eiga að. Bar þá ætt- arfylgju að spyrja margs og þétt, oft með glampa og glettni í auga, stund- um lá svo við að blíðleg kveðjan varð bið að þola. Góðlátlegt bros og smitandi hlátur voru hans aðall í hópi góðra vina. Hann var maður þeirrar gerðar að leggja aldrei illt til, hógvær og með af- brigðum sanngjarn. Arfleið sú, er Jó- hann skilur eftir þeim til handa er áttu því lífsins láni að fagna að eiga hann að vini og félaga, er í raun ríki- dæmi af einstakri nærveru og tryggð. Frændi minn var væn og góð manneskja, það fékk ég sjálfur að reyna, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Það stóð á endum; er hilla fór undir starfslok gaf heilsan eftir. Úrskurðurinn skýr hvað verða vildi, um það varð ekki deilt. Mótlætinu var tekið sem fyrr af æðruleysi og still- ingu, trúin söm og einlæg um að allt myndi bjargast áður en yfir lyki. Á heimaslóð í skjóli dóttur og fjölskyldu var síðasta orustan háð af hugprýði, með hetjulund. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um lítilláta strákinn ofan af Holtinu í Borgarnesi, sem þótti svo mikið sælla að gefa en þiggja, mun lifa með okkur öllum um ókomna tíð. Blessuð sé minning Jóhanns Ingimundarsonar. Ingimundur Einar Grétarsson. Hanna Ingimundar hef ég nú sennilega bara alltaf þekkt enda þekktu allir alla í Borgarnesi á ár- unum rétt fyrir seinni heimstyrjöld þegar við fæddumst, ég árið 1937 og hann 1938. Við komum úr tveimur af stærstu fjölskyldum bæjarins þar sem strákar voru í miklum meiri- hluta, Arasynir og Ingimundarsynir, sem oft voru fyrirferðarmiklir. Hanna kynntist ég þó fyrst fyrir al- vöru er við báðir hófum rekstur bíla. Ég var í vörubílunum og hann í leigu- akstri ásamt öðru. Þetta mun hafa verið á árunum 1955 til 1956. Þetta sameiginlega áhugamál okkar, bílarn- ir, leiddi okkur saman og á þessum tíma áttum við margar góðar stundir og lifðum lífinu, lausir og liðugir. Við ferðuðumst mikið um land allt. Upp úr 1960 stofnaði Hanni svo Vöruflutninga Steinars og Jóhanns ásamt bróður sínum og þá var ég sjálfur kominn á fullt í verktakastarf- semi. Í þessum atvinnurekstri stóðum við svo næstu áratugi á eftir, byggð- um okkur báðir hús við Böðvarsgötu í Borgarnesi og fjölskyldur okkar voru samrýndar og vinskapur alla tíð góð- ur. Þau Hanni og fyrrverandi eigin- kona hans Þorbjörg voru afskaplega miklir höfðingjar heim að sækja, hvort sem það var í Borgarnesi eða Reykjavík og sýnist mér að Geirlaug dóttir þeirra, sem búsett er í Borg- arnesi, hafi erft þennan höfðingskap foreldra sinna. Síðar fluttist Hanni til Reykjavíkur og tók við sem framkvæmdastjóri Vöruflutningamiðstöðvarinnar og eft- ir það starfaði hann lengst af sem leigubílstjóri. Það má segja að Hanni hafi verið fulltrúi Borgnesinga á göt- um höfuðborgarinnar því hann var í sífelldum sendiferðum fyrir þá og efast ég um að hann hafi fengið borg- að fyrir það allt saman. Ávallt var hægt að hringja í hann enda Hanni af- skaplega greiðvikinn maður og sífellt hugsandi um hag annarra. Okkur vin- um hans fannst stundum sem hann hefði mátt hugsa meira um eigin hag. Ófá símtölin fékk maður frá Hanna þar sem hann benti á ýmislegt sem nýst gæti í mínum eigin rekstri eða kom með nýjar og góðar hugmyndir. Ég vil þakka honum Hanna sextíu ára vinskap sem aldrei bar skugga á og votta börnum hans Þórði og Geir- laugu og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Sigvaldi Arason. Jóhann Ingimundarson ✝ Kristján Torfa-son fæddist á Garðsenda í Eyr- arsveit 2. júní 1927. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 18. júlí 2009. Foreldrar hans voru Ingibjörg Krist- ín Finnsdóttir, f. í Fjarðarhorni 25.6. 1893, d. 21.2. 1974 og Torfi Jörgen Ill- ugason Hjaltalín, f. í Ytri-Tröð í Eyr- arsveit 22.7. 1895, d. 30.5. 1953. Systkini Kristjáns voru: 1) Stefán Hjaltalín, Selvöll- um í Helgafellssveit, f. 1.8. 1916, d. 24.8. 2007. 2) Ólafur Ingiberg Hjaltalín f. á Selvöllum 12.7. 1917, d. 26.3. 2005. 3) Guðrún, f. á Sel- völlum 30.7. 1918, 4) Lilja Hjaltal- ín, f. í Ögri 26.1. 1920, d. 18.12. 1991. 5) Herdís, f. í Stykkishólmi 10.6. 1921, d. 16.12. 2000. 7) Guð- mundur, f. á Kóngsbakka 25.6. 1923, d. 16.4. 2006, 8) Kristjana, f. 5.9. 1924, d. 15.4. 1925, 9) Páll, f. á Garðsenda 27.9. 1928, d. 2.9. 1995. 10) Unnur Hjaltalín, f. á Garðs- Hildur Bella b) Vigdís María, f. 9.9. 1977 c) Eiríkur Fannar, f. 12.3. 1980. Einnig á Torfi dótt- urina Ólöf Guðbjörgu Söebech, f. 3.5. 1978 barnsmóðir Sigurbjörg Söebech, f. 21.10. 1961. (3) Óskírður drengur, f. 19.12. 1959, d. 5.4. 1961 (4) Ásthildur Elva, f. 13.5. 1965 gift Jóhanni Jóni Ís- leifssyni, f. 25.5. 1967, þeirra son- ur er Atli Geir, f. 2.5. 1996. Fyrir átti Ásthildur Heiðdísi Björk Jónsdóttur, f. 4.3. 1986, barns- faðir Jón Ágúst Jónsson, f. 1968. (5) Árni Bjarki, f. 9.9. 1968 sam- býliskona Maria Louise Joh- ansson, f. 18.7. 1980, þeirra sonur er Ingimar Louis, f. 21.3. 2008. Fyrir átti Árni með Eiríku Benný Magnúsdóttur, f. 4.1. 1978. a) Maren Sif, f. 14.5. 1995, b) Krist- ján Pál, f. l8.2. 1998 og c) Vigdísi Lilju, f. 15.12. 1999. (6) Oddur Hlynur, f. 9.9. 1968, maki Guðrún Margrét Hjaltadóttir, f . 3.4. 1975. Börn: a) Hermann, f. 29.8. 2005, b) Heiðrún, f. 11.7. 2008. Fyrir átti Hlynur, með fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Sigurbjörgu Hen- rysdóttur, f. 1971, a) Kristínu Önnu, f. 5.1. 1989, og b) Ingi- björgu Soffíu, f. 19.3. 1994. Kristján verður jarðsunginn frá Setbergskirkju í dag, miðviku- daginn 29. júlí, kl. 14. enda 23.4. 1930, d. 12.6. 2009. 11) Karl Hjaltalín, f. á Garðs- enda 31.7. 1932, d. 27.12. 2007. 12) Ósk- írt stúlkubarn f. og d. 1.3. 1934. Kristján kvæntist Vigdísi Gunnarsdóttur frá Efri-Hlíð í Helga- fellsveit 30. desem- ber 1950. Börn: (1) Gunnar, f. 27.10. 1950, maki Jóhanna H. Halldórsdóttir, f. 13.2. 1953. Börn þeirra a) Jóhanna Þórunn, f. 28.2. 1973, gift Pétri Rúnari Grét- arssyni, f. 26.1. 1972. Þeirra synir eru Gunnar Andri, Davíð Sindri og Guðjón Ingi. b) Vigdís, f. 22.1. 1979, gift Ísólfi Líndal Þórissyni, f. 22.5. 1978, þeirra synir eru Ísak Þórir og Guðmar Hólm. c) Dag- fríður Ósk, f. 18.1. 1992. (2) Torfi Rúnar, f. 13.1. 1954, maki Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, f. 11.6. 1955. Börn: a) Jóhanna Eyrún, f . 18.7. 1974, gift Rafni Steinþórs- syni, f. 27.1. 1973, þeirra börn eru Sigurður Darri, Kolbrún Lena og Í dag kveð ég tengdaföður minn Kristján Torfason útvegsbónda frá Skallabúðum í Eyrarsveit. Kynni okkar hófust fyrir 36 árum og er mér enn minnisstætt þegar við ók- um yfir Hraunsfjörð í fyrsta sinn og ég sagði að áin rynni í öfuga átt. Honum var skemmt enda vissi stelp- an að sunnan ekki að brúin væri yfir fjörð á aðfalli, en ekki sunnlenska á. Síðar gat ég gert grín að snæfells- kum ám sem margar hverjar eru minni en venjulegur bæjarlækur á Suðurlandi. Kristján og Vigdís Gunnarsdóttir eftirlifandi eiginkona hans stunduðu fjárbúskap að Skalla- búðum fyrst er ég kom þangað. Skallabúðir standa á sjávarbakkan- um og veður oft óblíð. Þar er fjöl- breytt lífríki til sjós og lands. Þau reyndust ráðagóð hjónin við að afla heimilinu matar og harðfiskurinn hans Kristjáns var ógleymanlega góður. Ég fékk í fyrsta sinn góðan fisk á Skallabúðum og uppgötvaði að Breiðafjarðarýsan er mun betri en ýsan úr Faxaflóa. En bóndinn Krist- ján lét langþráðan draum rætast fyrir nokkrum árum er hann festi kaup á smábát og fór að stunda sjó- mennsku. Það höfðu ekki margir trú á að þetta væri viturlegt en svo reyndist samt vera og ég tel að þetta hafi verið happaspor fyrir hann. Hann lét líka draum rætast er hann bauð til áttatíu ára afmælis síns. Veislan var eyjasigling um Breiðafjörð. Veður var með ein- dæmum gott og allt gekk að hans óskum. Kristján hafði ætíð gaman af því að spjalla og spila. Oftast var spil- aður kani eða pítró. Hann vildi að menn spiluðu almennilega og væru með hugann við spilið. Honum féll ekki vel að tapa eða halda ekki sögn og óneitanlega setti það sitt mark á spilamennskuna. Kristján hafði gaman af því að heimsækja ömmu mína og afa í Haukadal á Rangárvöllum á meðan þau voru enn á lífi. Eftir að bærinn fór í eyði gisti hann gjarnan í honum þegar við vorum að byggja okkur bústað skammt þaðan. Hann á ýmis handverkin í þeim bústað ásamt mörgum í fjölskyldunni. Það var gott að leita til hans enda var honum ætíð annt um velferð barna sinna og fjölskyldna þeirra. Það gustaði stundum um Kristján en venjulega stóð það ekki lengi. Þó heilsan væri aðeins farin að gefa sig þá bar andlát hans nokkuð brátt að. Ég hélt að við hefðum lengri tíma til að spila og spjalla. Ég á góðar minn- ingar um okkar samferð og mun vissulega sakna hans. Kveðja frá Hildi. Guðrún H. Hafsteinsdóttir. Elsku afi. Nú ertu farinn á betri stað eftir að hafa barist við veikindi í rúmt ár og ég veit að þér líður betur núna þar sem sársaukinn er enginn og ég hugga mig við það, en ég sakna þín og á alltaf eftir að sakna þín. Þú varst stór og sterkur maður, ekkert gerði þig ánægðari en að fara á sjóinn á honum Þorleifi þínum og það vissu allir sem þekktu þig. Þegar ég var lítil kom ég reglu- lega í sveitina til ykkar ömmu og hjálpaði til við búverkin og alltaf þegar ég kom fékk ég harðfisk, þú fórst með mig út í hjall og barðir harðfisk á steininum fyrir utan hjall- inn og gafst mér síðan nýbarinn harðfisk, það var besti harðfiskur sem ég hef smakkað. Þegar verið var að skamma mig þá varst þú allt- af mættur fyrstur til að hugga mig og hressa mig við. Ég á svo mikið af minningum um þig, afi minn og allar eru þær góðar og þó það sé erfitt að sjá á eftir þér og fá ekki að hitta þig aftur fyrr en minn tími kemur þá get ég glatt mig við allar þær minningar sem ég á um þig. Ég veit að þú fylgist með mér og verndar mig. Takk fyrir að vera afi minn og takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Bless, elsku afi minn. Þín, Heiðdís Björk. Í dag er Kristján Torfason frá Skallabúðum kvaddur hinstu kveðju. Ég minnist hans fyrst fyrir um það bil 65 árum á Héraðsmóti HSH að Skildi í Helgafellssveit. Kynnirinn sagði að Kristján væri einn efnilegasti þrístökkvari á Snæ- fellsnesi og þótt víðar væri leitað. Tólf árum seinna kynntist ég Krist- jáni og komst að því að kynnirinn á mótinu hafði haft rétt fyrir sér. Þá var Kristján orðinn mágur minn og við farnir að keppa saman fyrir Umf. Snæfell. Kynni okkar urðu talsvert náin enda áttum við heima í sama húsi í fimm ár og vorum vinnu- félagar um tíma. Kristján var bráð- duglegur og afkastamikill við vinnu og mikið hraustmenni. Hann var mikill keppnismaður í íþróttum, en hafði lítinn tíma til æfinga þar sem hann var sjómaður meirihluta ævi sinnar. Við ræddum oft saman um hin ýmsu mál, en Kristján hafði ákveðnar skoðanir og fór ekki dult með þær. Ógleymanlegar eru stund- irnar þegar við spiluðum „pítró“ bæði meðan hann átti heima í Stykkishólmi og ekki síður í frægum áramótaboðum á Skallabúðum og var þá spilað fram undir morgun. Kristján var djarfur í sögnum og af- bragðs spilamaður og kom þá best í ljós hversu mikill keppnismaður hann var. Hann lék á als oddi þegar þau hjón fóru með sigur af hólmi á „Íslandsmóti“ í pítró 2003. Kristján var greiðvikinn og hjálp- samur, mikið ljúfmenni en hafði þó mikið skap ef því var að skipta. Kristján var mjög sérstakur per- sónuleiki og manni finnst að þannig menn eldist aldrei. En auðvitað er það rangt, eins og svo margt annað, sem manni dettur í hug. Kristján var á ýmsum bátum í Grundarfirði þar til hann eignaðist sinn eigin bát sem hann lét lengja og reri honum meðan heilsan leyfði. Ég held að það hafi verið starfslok sem hann hafi verið mjög sáttur við, að vera skip- stjóri á sínum eigin báti. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti‘ eða inni, eins þá ég vaki‘ og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta‘ eg treysti, hann mýkir dauðans kíf. (Hallgrímur Pétursson.) Við hjónin sendum Dísu, afkom- endum og tengdafólki innilegar samúðarkveðjur. Hrefna og Hannes. Kristján Torfason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.