Morgunblaðið - 29.07.2009, Síða 26
26 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VIL EKKI TRUFLA ODDA
ÞEGAR HANN ER DJÚPT SOKKINN
Í HUGSANALEYSI
AF HVERJU
STENDUR ÞÚ
HÉRNA,
KALLI?
HELDUR ÞÚ
VIRKILEGA AÐ
HINIR KRAKK-
ARNIR KOMI?
JÁ,
ALVEG
VISS!
HÉLT
ÞAÐ...
HVAR
ERU ALLIR?
VIÐ EIGUM AÐ SPILA
Í DAG... ÞEGAR HINIR
KOMA GETUM VIÐ
BYRJAÐ LEIKINN...
AUKIÐ ÞYNGDARAFL ER
EKKERT VANDAMÁL FYRIR
ÓTRÚLEGA MANNINN OG
ÓTRÚLEGA KRAFTA HANS!
ÓTRÚLEGI MAÐURINN NOTAR
ÓTRÚLEGA VÖÐVA SÍNA TIL
AÐ BÚA TIL RISAVAXINN
SNJÓBOLTA!
HANN FLÝGUR UPP
Í HIMINHVOLFIÐ...
HANN NOTAR ÓTRÚLEGA
SJÓN SÍNA TIL AÐ FINNA
ERKIFJANDA SINN...
„PIRRANDI STELPUNA“
MIG VANTAR
SJÁLFBOÐA-
LIÐA TIL AÐ
SÆKJA HJÁLP
FYRIRGEFÐU... PABBI
SAGÐI AÐ ÉG ÆTTI ALDREI
AÐ GERA NEITT ÓKEYPIS
GET ÉG TEKIÐ
SKILABOÐ?
HANN SKRAPP
Í SUMARFRÍ
TIL SPÁNAR
MJÁ!
MJÁ!
PRRR!
AF HVERJU NOTAÐI
HÖGNI RÚMIÐ OKKAR
SEM KLÓSETT?!?
ÉG VEIT ÞAÐ EKKI.
HANN HEFUR ALDREI
GERT ÞAÐ ÁÐUR
ÞAÐ ER ÁSTÆÐULAUST
AÐ VERA REIÐUR. HANN
ER BARA LÍTILL KÖTTUR...
HANN SKILUR ÞAÐ EKKI
MAMMA,
HÖGNI
PISSAÐI
Í RÚMIÐ
MITT!
VONDUR
KÖTTUR!
HVER SLÓ
MIG Í
HÖFUÐIÐ?
FANGINN...
GODERO
VENJULEGA HEFÐI KÓNGULÓAR-
SKYNIÐ VARAÐ MIG VIÐ...
EN ÞESSI DEYFIPÍLA
HLÝTUR AÐ HAFA
RUGLAÐ MIG
Fjölmenni var á unglistahátíðinni Eldur í Húnaþingi um helgina og kenndi
þar ýmissa grasa, mátti meðal annars skoða lista- og handverkssýningar,
fara á tónleika og dansnámskeið. Hápunktur hátíðinnar var síðan í kertum
prýddu Borgarvirki þar sem Hörður Torfason hélt tónleika og þótt rignt
hafi á áhorfendur virtust bæði menn og dýr njóta skemmtunarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
Fjör í Borgarvirki
Undrandi á Agnesi
Í PISTLI sínum
„Loksins rétt ákvörð-
un“ sunnudaginn 26.
júlí sl. lýsir Agnes
Bragadóttir yfir undr-
un sinni á framferði Jó-
hönnu Sigurðardóttur í
þinginu. Hélt að hún
væri gengin af göfl-
unum. Hún segir:
„Hvernig má það vera
að forsætisráðherra
leyfi sér að tala af slíku
virðingarleysi til hins
háa Alþingis? Hún var
beinlínis að segja að
Alþingi yrði að sam-
þykkja ríkisábyrgðina, hvort sem
þingheimi líkaði betur eða verr. Hún
var að segja að Alþingi væri bara
stimpilsamkunda, sem ætti að
stimpla gerðan samning og lögleiða
þar með. Hún var að segja að fram-
kvæmdavaldið segði löggjafanum
fyrir verkum. Hún var beinlínis að
lýsa frati á þingræðið á Íslandi. Er
hægt að tala svona við 62 þingmenn
Alþingis?“
Hún segir áfram: „Gerir forsætis-
ráðherra sér enga grein fyrir því að
við búum við þrískipt vald á Íslandi:
framkvæmdavald (ríkisstjórnin),
löggjafarvald og dómsvald?“
Henni finnst grafalvarlegt mál að
forsætisráðherra skuli tala með
þeim hætti sem Jóhanna gerir til Al-
þingis.
Ég verð að segja að þessi orð,
komandi frá Agnesi Bragadóttur,
með fullri virðingu fyrir henni og
hennar skrifum, koma
mjög á óvart í ljósi þess
að þau eru skörp lýsing
á okkar fyrrverandi
forsætisráðherra, Dav-
íð Oddssyni, sem hún
mærir stanslaust í
ræðu og riti. Ég held
að Íslendingum sé enn
í fersku minni margt
það sem hann hefur
ákveðið, einn og sér, og
látið frá sér fara í
gegnum árin. Virðing-
arfyllst,
Þórunn Skaptadóttir.
Lánleysi Íslendinga
LÁNLEYSI Íslendinga ríður ekki
við einteyming. Á 21. öld hafa þeir
vakið upp Bjart í Sumarhúsum til að
semja um sín þungavigtar-
Evrópumál.
Sigurður Breiðfjörð.
Hjól tapaðist
GRÁTT og grænt hjól af gerðinni
Scott Voltage 15 hvarf frá Afla-
granda í vesturbæ Reykjavíkur á
dögunum. Hjólið er merkt upphafs-
stöfum eigandans, GSG, og með
símanúmerinu 562-7510. Skilvís
finnandi er vinsamlegast beðinn að
hafa samband í númerið. Hjólsins er
sárt saknað og fundarlaunum er
heitið.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður
vegna sumarlokunar. Hádegismatur kl.
12-13. Næsta sumarferð verður 5.
ágúst: Rangárvellir, Keldur og Land-
eyjar. Brottför kl. 8.30 frá Aflagranda,
verð 6.300 kr., hádegismatur innifalinn.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa-
vinna fellur niður til 24. ágúst. Smíði og
útskurður hefst aftur 10. ágúst. Heilsu-
gæsla kl. 10-11.30. Púttvöllur opinn.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, kaffi/
dagblöð, fótaaðgerð, böðun, hádegis-
verður, gott með síðdegiskaffinu. Allir
velkomnir.
Dalbraut 18-20 | Verslunarferð í Bónus
kl. 14.40.
Félagsheimilið Gjábakki | Félagsvist
kl. 13.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Handavinnustofan opin, ganga kl. 10,
hádegisverður kl. 11.40.
Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin er
opin kl. 9-14, matur kl. 12.
Hraunsel | Púttað er á 2 völlum þrisvar
í viku. Á púttvelli Hrafnistu Hafnarfirði
mánudaga kl. 13-14 og fimmtudaga kl.
11-12, einnig á púttvelli Ásvöllum hjá
Íþróttahúsinu laugardaga kl. 10-11.30.
Allir félagar FEBH velkomnir í púttið.
Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er
opin virka daga í sumar kl. 8-16. Böðun
fyrir hádegi, hádegisverður kl. 11.30.
Miðdegiskaffi frá kl. 14.30. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Morgunspjall kl. 9,
Stefánsganga 9.10, Listasmiðjan opin,
átta holu púttvöllur, myndlistarsýning
Erlu og Stefáns, ljóðabók Skapandi
skrifa til sölu, félagsvist alla mánudaga.
Hópar sem vilja starfa sjálfstætt vel-
komnir. Hugmyndabanki fyrir starfið í
vetur formlega opnaður 10. ágúst. S.
411-2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfræðingur frá heilsugæslu kemur
kl. 10.30. Leikfimi kl. 11. Handverks-
stofa opin kl. 13. Kaffiveitingar kl.
14.30. Hárgreiðslustofa opin, s. 862-
7097.
Norðurbrún 1 | Félagsvist alla miðviku-
daga í sumar kl. 14. Heitur matur í há-
degi alla daga, panta fyrir kl. 9.30 á
morgnana, s. 411-2760.
Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14.
Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9-
12, sund kl. 11, matur kl. 11.45, versl-
unarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.15,
kaffi kl. 14.30. Hárgreiðsla og kótaað-
gerðir kl. 9-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofan opin, verslunarferð í Bónus
kl. 12.15, dans kl. 14 við undirleik hljóm-
sveitar. Uppl. í síma 411-9450.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun-
stund, handavinnustofan opin, versl-
unarferð kl. 12.15, dans kl. 14. Hár-
greiðslu- og fótaaðgerðastofur opna.