Morgunblaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 6 2 8 1 3 1 6 9 3 6 2 9 7 4 8 8 1 4 8 5 5 3 7 4 6 2 5 2 8 1 4 1 6 2 6 9 3 4 3 7 1 8 2 9 3 7 5 9 7 5 4 1 6 3 1 7 2 9 3 8 5 4 6 8 6 8 4 5 2 2 9 3 8 5 1 7 9 4 3 6 2 6 4 7 3 2 8 5 1 9 2 9 3 6 1 5 8 4 7 3 7 4 2 5 6 9 8 1 5 1 6 9 8 7 4 2 3 9 2 8 1 4 3 7 5 6 7 6 5 8 3 1 2 9 4 4 3 2 5 6 9 1 7 8 1 8 9 4 7 2 6 3 5 7 2 5 3 1 8 4 9 6 4 8 3 2 6 9 7 5 1 6 9 1 5 7 4 3 8 2 9 3 4 6 2 1 5 7 8 2 5 6 4 8 7 1 3 9 8 1 7 9 3 5 2 6 4 1 6 2 8 5 3 9 4 7 5 4 8 7 9 2 6 1 3 3 7 9 1 4 6 8 2 5 8 2 5 1 4 7 9 6 3 6 4 1 5 3 9 2 8 7 7 9 3 2 6 8 1 4 5 4 6 2 9 1 3 5 7 8 5 1 7 8 2 4 3 9 6 9 3 8 7 5 6 4 2 1 3 8 9 4 7 5 6 1 2 1 5 4 6 8 2 7 3 9 2 7 6 3 9 1 8 5 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Í dag er miðvikudagur 19. ágúst, 231. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Andinn opinberast í sér- hverjum til þess, sem gagnlegt er. (I.Kor. 12, 7) ÁErpsstöðum í Dalasýslu er bú-inn til rómaður ís. Þegar Vík- verji átti leið framhjá í upphafi vik- unnar var því ákveðið að hafa þar viðkomu og bragða framleiðsluna. Athygli vakti hvað lítið var gert til að vekja athygli á ísbúðinni. Við veginn var lítið skilti skömmu áður en komið var að bænum, en innkeyrslan sjálf var ekki merkt. Skiltið, sem vísar á Erpsstaði, beinir ferðalöngum að bænum, en við eftirgrennslan kom í ljós að afleggjarinn að ísbúðinni er annars staðar. Í glugga ísbúðarinnar var síðan skilti þar sem kom fram að opið væri um helgar, en á virkum dögum væri opið eftir samkomulagi og gefin upp tvö símanúmer. Víkverji ákvað að halda leiðar sinnar við svo búið, en sá verulega eftir því vegna þess að hann hefur nú haft spurnir af því frá fyrstu hendi að á Erpsstöðum sé framleiddur besti ís á Íslandi og þótt víðar væri leitað. x x x Full ástæða er til að benda þeim,sem bjóða ferðalöngum upp á þjónustu, á að þeir þurfa að vekja á sér athygli. Þegar mikið hefur verið lagt í að þróa nýja vöru verður að halda henni að viðskiptavinum, hvort sem um er að ræða ís á Erpsstöðum eða veitingasölu á Hraunsnefi. Ferðalangar eiga ekki að þurfa að vera gæddir miðilsgáfu til að finna það sem býli landsins hafa upp á að bjóða. x x x Berjaspretta virðist vera mikil oggóð um þessar mundir – í það minnsta þar sem Víkverji hefur átt leið um. Í Borgarfirði – í skógrækt- inni við Hreðavatn nánar tiltekið – var allt krökkt af berjum. Það var þó ekkert miðað við berjagnóttina, sem varð á vegi Víkverja á Fellsströnd við Hvammsfjörð. Þar voru þúfur svart- ar af krækiberjum, bláber og að- albláber um allt og í einni og einni laut mátti meira að segja finna fag- urrauð jarðarber, pínulítil en með eindæmum bragðgóð. Engin kirsu- berjatré sáust þó, en ekki er loku fyr- ir það skotið að þau hafi leynst bak við næsta hæðardrag. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 flysjung, 8 góna, 9 sjaldgæf, 10 skortur á festu, 11 snjó- dyngja, 13 ákveð, 15 háðsglósur, 18 vangi, 21 spil, 22 héldu, 23 þvaðra, 24 liggur í makindum. Lóðrétt | 2 drepsótt, 3 dögg, 4 hegna, 5 félagar, 6 ótta, 7 hugarfarið, 12 mjó, 14 illmenni, 15 spil- komma, 16 mannsnafn, 17 lág vexti, 18 strengja- hljóðfæri, 19 fiskinn, 20 svelgurinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sveia, 4 borða, 7 rifja, 8 rófan, 9 léð, 11 kort, 13 ónar, 14 ýring, 15 fjör, 17 nafn, 20 ung, 22 liðin, 23 logið, 24 signa, 25 súrar. Lóðrétt: 1 strák, 2 elfur, 3 aðal, 4 borð, 5 rifan, 6 arnar, 10 étinn, 12 Týr, 13 ógn, 15 felds, 16 örðug, 18 argur, 19 náðir, 20 unna, 21 glys. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. g3 dxc4 4. Bg2 e6 5. O-O Rf6 6. a4 Ra6 7. Ra3 Bxa3 8. bxa3 Rc5 9. Hb1 Da5 10. Hb4 c3 11. dxc3 O-O 12. Dc2 Rd5 13. e4 Re7 14. e5 Dc7 15. h4 Rd5 16. He1 b6 17. Hd4 f5 18. exf6 gxf6 19. Bh6 Hf7 20. c4 Re7 21. Dd1 Rg6 22. Hd8+ Rf8 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Sænski stórmeistarinn Tiger Hill- arp-Persson (2.596) hafði hvítt gegn rússneska kollega sínum Alexey Dreev (2.660). 23. Re5! Bb7 svartur hefði einnig tapað eftir 23. …fxe5 24. Hxf8 Hxf8 25. Dg4+. 24. Hxa8 Bxa8 25. Rxf7 Kxf7 26. Dh5+ Ke7 27. Dg4 Rcd7 28. Bxf8+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Veldur hver á heldur. Norður ♠Á6 ♥84 ♦KD76432 ♣52 Vestur Austur ♠KG3 ♠98752 ♥K106 ♥G97 ♦Á10 ♦985 ♣ÁDG93 ♣87 Suður ♠D104 ♥ÁD532 ♦G ♣K1064 Suður spilar 3G dobluð. Óneitanlega hafði suður hagað sér ósæmilega að leyfa sér að segja 3G við opnun norðurs á 3♦. Bæði átti suður fulllítið í punktum talið, en hitt var verra að vera með stakt spil í líflitnum. En „veldur hver á heldur“. Vestur doblaði gröndin þrjú og kom út með ♣D. Suður drap á ♣K og spilaði ♦G. Vestur dúkkaði, en sagnhafi yfirtók í borði og spilaði litlum tígli í bláinn. Það kostaði ásinn og nú var tígullinn frír og innkoma á ♠Á. Níu slagir. Vestur var sár og gramur yfir órétt- læti heimsins, að verðlauna svo glanna- legar sagnir. En vestur gat sjálfum sér um kennt, því útspilið var illa valið. Hann átti að leggja niður ♣Á í byrjun. Skipta svo yfir í ♠K og steindrepa blindan. Veldur hver á heldur. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Spennandi dagur er í vændum. Einskis fara menn jafn mikið á mis og glataðs tækifæris til að létta lundina. Haltu rósemi þinni því eftir henni verður tekið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhver getur gefið þér góð ráð varðandi fjárhagslega framtíð þína. Núna gerist eitthvað óvænt sem færir þig nær ástinni – því dásamlega fyr- irbæri. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú stendur frammi fyrir þeim valkosti að geta tekið á þig aukna ábyrgð. Þér berast óvæntar fréttir af fjarlægum vinum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Gerðu þér grein fyrir því að þú nærð engum árangri án fórna og fyr- irhafnar. Nú færðu tækifæri enn á ný til að sýna hvað í þér býr. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vertu óhræddur við að hnika til ein- hverjum föstum liðum í lífi þínu og sjáðu hvort þú hefur ekki gagn og gaman af. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Spilaðu rétt úr hlutunum og gerðu sitt besta. Nú er tækifæri til þess að leyfa hæfileikunum að njóta sín óhindrað. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú vilt annað hvort breyta vini þín- um eða hann þér. Hjartað þitt bráðnar eins og snjókarl við arineld, njóttu þessa því ekkert varir að eilífu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gefðu þér tíma til að tala við systkini þín, ættingja eða nágranna í dag. Það skiptir máli að hafa góð sam- skipti við annað fólk og að viðkomanda sé treystandi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur gaman að því að gefa þig á tal við ókunnuga en mundu að lengi skal manninn reyna. Opnaðu augun. Settu markmið þín og væntingar á blað. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu ekki ginnast af gylliboð- um því reikningana þarf að borga fyrr eða síðar. Sæktu þér hjálp, þar sem þú veist að hana er að finna. Láttu verkin tala. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Dagdraumar sækja á huga þinn í dag og trufla einbeitinu þína. Not- aðu tækifærið og leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Áskorun bíður þín en hún er bara tækifæri til þess að sýna hversu mikið þú hefur. Einbeittu þér að því sem skiptir máli. Stjörnuspá 19. ágúst 1963 Sæsíminn sem tengir Ísland um Grænland til Nýfundna- lands (Icecan) var tekinn í notkun fyrir almenn talsíma- og skeytaviðskipti við Am- eríku. 19. ágúst 1964 Bítlamyndin A Hard Day’s Night var frumsýnd í Tóna- bíói, mánuði eftir frumsýn- ingu í London og þegar bítla- æðið stóð sem hæst. „Bítlar gera innrás,“ sagði í fyrirsögn Morgunblaðsins. Myndin sló öll sýningarmet. 19. ágúst 1981 Ný útgáfa Biblíunnar kom út, sú fyrsta síðan 1912-1914. Guðspjöllin höfðu verið end- urþýdd, umbætur gerðar á öðrum texta og málfar end- urbætt og fært í nútímalegra horf. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Hjónin Guðrún Jónsdóttir geð- læknir og Páll Sigurðsson læknir og fv. ráðuneytisstjóri, Ásholti 4, Reykjavík, eiga sextíu ára brúð- kaupsafmæli í dag, 19. ágúst. Guð- rún og Páll eiga fimm börn, níu barnabörn, sex barnabarnabörn og það sjöunda er væntanlegt síðar á árinu. Þau eyða deginum með fjöl- skyldunni. Demantsbrúðkaup „ÉG er alin upp í fjölskyldu sem hélt upp á öll af- mæli. Föðuramma mín sá til þess að haldið var upp á öll afmæli í fjölskyldunni. Jafnvel þótt afmæli væru tvo daga í röð, þá voru einfaldlega afmæl- isboð tvo daga í röð,“ segir Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, varaforseti ASÍ, sem er sextug í dag. Ingibjörg segist yfirleitt ekki halda upp á eigið afmæli nema á fimm ára fresti. Á sunnudaginn ætlar hún að halda upp á stórafmælið í safn- aðarheimilinu í Neskirkju fyrir fjölskylduna og býst við að um 70 manns komi í veisluna. Aðspurð segist Ingibjörg ætla að bjóða upp á mat í afmælinu og engar kökur. „Kökur og ég … ég legðist í depurð ef ég þyrfti að útbúa kökur fyrir 70 manns og eiga svo afganga. Það hljómar hryllilega,“ segir Ingibjörg sem segist lítið gefin fyrir kökur. „Ætli ég baki ekki fimm kökur á ári, meðal annars eina fyrir sauma- klúbbinn, og það eru allar kökurnar sem eru bakaðar. Mamma mín var hinsvegar mjög dugleg og bakaði allskonar fínerí en ég er ekkert mikið fyrir kökur,“ segir Ingibjörg. Hún minnist þess að hafa staðið frammi fyrir rjómafjöllunum sem lítil stelpa, hryllt sig og ekki skilið að nokkur maður myndi borða öll herlegheitin. jmv@mbl.is Ingibjörg R. Guðmundsdóttir sextug Engar kökur, bara matur Nýirborgarar Reykjavík Edda Björg fæddist 16. febrúar kl. 2.35. Hún vó 3.555 g og var 50 vm löng. Foreldrar hennar eru Guðný Erla Fanndal og Magnús Þórð- arson. Reykjavík Amelía Líf fæddist 25. janúar kl. 22.52. Hún vó 12 merkur og 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Sörens- dóttir og Bjarki Hall- bergsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.