Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Formaður Erna er nú í 120% vinnu 8 Viðskipti mbl.is ÁKVÖRÐUN skiptastjóra þrotabús Baugs að rifta samningi vegna sölu á Högum til félags- ins 1998 ehf. í júlí á síðasta ári beinist fyrst og fremst að Nýja Kaupþingi, að sögn Erlends Gíslasonar, annars tveggja skiptastjóra þrotabúsins. Ekki er um að ræða leiðréttingu á kaupverði, sem þýðir að skipta- stjórar þrotabúsins telja að ekki séu ástæður til, miðað við þær for- sendur sem liggi fyrir á þessu stigi, að hnekkja verðlagningu á Högum upp á 30 milljarða króna í júlí á síð- asta ári. Skiptastjórarnir telja að öðrum kröfuhöfum Baugs Group hafi verið mismunað þegar kaup- verðinu á Högum var ráðstafað, en það fór í að greiða niður annars vegar 25 milljarða skuld Baugs og tengdra aðila við Kaupþing og hins vegar 5 milljarða veðkröfu við Glitni. „Kaupverðið hefði átt að standa til fullnustu annarra krafna einnig,“ segir Erlendur. Samkvæmt heimildum blaðsins munu kröfur þrotabúsins á hendur Nýja Kaupþingi nema 25 millj- örðum króna. „Við erum ekki að gera kröfu um að fá Haga afhenta, enda snýr krafan að greiðslu pen- inga,“ segir Erlendur. Riftunin snýr einnig að nokkrum fyrrver- andi hluthöfum Baugs, fyrirtækjum sem eru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og tengdra aðila. Meðal annars er um að ræða Gaum, móð- urfélag 1998 ehf., en þrotabúið tel- ur sig eiga samtals fimm milljarða króna kröfu á hendur því og ótil- greindar fjárhæðir á hendur öðr- um. „Hluthafar Baugs Group og Kaupþing banki nutu góðs af söl- unni á Högum,“ segir hann. Að sögn Erlends er fyrirséð að stefna þurfi þessum aðilum ef ekki næst sátt um greiðslu. thorbjorn@mbl.is Erlendur Gíslason Þrotabú Baugs með kröfu á Kaupþing Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is SVAVA Johansen, eigandi verslun- arfyrirtækisins NTC, segir rekstur- inn hafa gengið vel á síðasta ári. Skuldir félagsins hafi eðlilega aukist við fall krónunnar eins og hjá mörg- um íslenskum fyrirtækjum. Hins vegar geti reksturinn staðið undir afborgunum og verið sé að semja við Landsbankann um fjármögnun og greiðsluþol NTC. Hún sé ekki að fara í neitt kennitöluflakk. NTC, sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar, Evu og Retro, skuldaði um síðustu áramót milljarð króna í erlendri mynt, mest í jenum og svissneskum frönkum, sam- kvæmt ársskýrslu. Þar kemur jafn- framt fram að félagið þarf að greiða 489 milljónir króna í afborganir af langtímaskuldum á þessu ári og 624 milljónir á því næsta. Samkvæmt upplýsingum frá NTC getur félagið staðið undir þessum greiðslum með því að draga á lána- línu sem er endurnýjuð á sex mán- aða fresti. Svava segir sjálf að ekki þurfi að greiða svo háa upphæð á þessu ári. Hún leggur áherslu á að reksturinn skili hagnaði og unnið sé að fjármögnun fyrirtækisins í sam- starfi við Landsbankann án þess að nokkur kostnaður lendi á öðrum. Tap á rekstri NTC árið 2008 nam 434 milljónum króna. Eigið fé, sem var jákvætt um 215 milljónir í árslok 2007, var neikvætt um 319 milljónir um síðustu áramót. Meginskýringin á taprekstrinum liggur ekki í sjálfum rekstrinum heldur hafa fjármagnsgjöld hækkað gríðarlega milli ára vegna falls krón- unnar. Nema fjármagnsgjöld um 705 milljónum króna 2008 en voru 58 milljónir 2007. Sjálfur reksturinn skilar 164 milljónum fyrir fjár- magnsgjöld. „NTC á ekki í neinum erfiðleikum með reksturinn og hann stendur undir sér. Það eru öll fyrirtæki í dag að berjast í þessu árferði,“ segir Björn K. Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri NTC. Arðgreiðslur úr félaginu síðastlið- in tvö ár nema 150 milljónum króna. Ákveðið var að greiða engan arð í ár. Í ársskýrslunni kemur fram að all- ar greiðslukortagreiðslur félagsins séu veðsettar til tryggingar skuld- um. NTC er mesta tískuveldi landsins og rekur fjölmargar verslanir; við Laugaveginn, í Kringlunni og Smáralind. Háar skuldir tískuveldis Svava Johansen segir rekstur ganga vel Morgunblaðið/Árni Sæberg Tískuvörur Rekstur búða undir NTC hefur gengið vel. Styrkist krónan aft- ur lækkar skuldastaða NTC sem hefur jákvæð áhrif á eigið fé félagsins. LYKILORÐIÐ ER SVEIGJANLEIKI! Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Milliinnheimta sem er kröfuhafa að kostnaðarlausu Kynntu þér innheimtuaðferðir okkar á momentum.is A R G U S 0 8 -0 1 7 4 Hvort sem það snýr að innheimtuferlinu eða greiðslum viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.