Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 1
SÆNSKA úrvalsdeildarliðið Hels- ingborg vill gera nýjan samning við Ólaf Inga Skúlason, landsliðsmann í knattspyrnu, en núgildandi samn- ingur hans við félagið rennur út um áramótin. „Ég hef verið í viðræðum við Helsingborg um nýjan samning en ég hef beðið aðeins með að taka ákvörðun. Ég ætla að bíða og sjá hvort eitthvað annað býðst. Ég neita því ekki að ég hef mikinn áhuga á að reyna fyrir mér á meg- inlandi Evrópu og spila í vetrar- deild en það verður bara að koma í ljós hvað verður,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið en hann er í landsliðshópnum sem mætir Suður- Afríku á Laugardalsvellinum í kvöld. Finn fyrir pressu „Ég finn fyrir pressu hjá for- ráðamönnum Helsingborg að ég skrifi undir nýjan samning og það er fínt að hafa það í bakhöndinni ef ekkert annað spennandi býðst,“ sagði Ólafur Ingi. Hann hefur verið í herbúðum Helsingborg frá árinu 2007 en þar áður var hann á mála hjá Brent- ford. Atvinnumannsferilinn hóf Fylkismaðurinn hjá Arsenal árið 2001 þar sem hann lék með ung- linga- og varaliði félagsins. gummih@mbl.is Ólafi Inga boðinn nýr samningur Morgunblaðið/Ómar Möguleikar Ólafur Ingi Skúlason ætlar að líta í kringum sig. ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 íþróttir Fjölnir Nýliðarnir í úrvalsdeild karla í körfubolta eiga eflaust þungan róður fyrir höndum í vet- ur. Flestir leikmanna stíga sín fyrstu skref í deildinni. Tilhlökkun og spenna í Grafarvoginum. 4 Íþróttir mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is EIÐUR Smári Guðjohnsen leikur í kvöld sinn 61. landsleik þeg- ar Íslendingar mæta Suður-Afríkumönnum í vináttuleik á Laugardalsvellinum í kvöld. Eiður skoraði í síðasta leiknum sem hann spilaði fyrir Íslands hönd en hann skoraði mark Íslands í 1:1-jafnteflinu gegn Norð- mönnum í lokaumferð riðlakeppni HM á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði og var það hans 24. landsliðsmark. Fínt að brjóta þetta upp „Það er fínt að brjóta þetta upp, spila með landsliðinu og hitta fjölskyldu og vini í leiðinni,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morgunblaðið í gær en hann tók þátt í leiknum gegn Suður- Afríku árið 2005 þegar Íslendingar höfðu betur, 4:1. „Þeir eru með sterkara lið núna en voru með síðast þegar við mættum þeim.“ Eiður hafði sem kunnugt er vistaskipti í sumar þegar hann yf- irgaf Barcelona sem hann lék með í þrjú ár og gekk til liðs við Mónakó. Eiður hefur farið hægt af stað með Mónakó-liðinu og hefur ekki náð sér á strik í þeim leikjum sem hann hefur spilað og í síðasta leik þess lék hann þrjár síðustu mínúturnar í góðum útisigri á Marseille. Gríðarlega mikil viðbrigði „Þetta fer að koma hjá mér. Það voru gríðarlega mikil við- brigði að fara til Mónakó og breytingin aðeins meiri en ég átti von á í alla staði. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af þessu. Ég þarf bara minn tíma,“ sagði Eiður Smári. Eiður segir að fótboltinn sem spilaður er í frönsku deildinni sé töluvert frábrugðinn því sem hann hefur vanist. Aðrar áherslur og leikstíll „Það er öðruvísi áherslur, öðruvísi æfingar og leikstíllinn ólík- ur. Það er alveg sama hvert maður fer frá Barcelona, það yrðu alltaf viðbrigði enda er Barcelona 70-75% með boltann í leikjum sínum. Það sjá það allir sem hafa fylgst með leikjunum að ég þarf að aðlagast liðinu betur og nýju umhverfi. Mér hefur fund- ist spilamennskan hjá okkur allt í lagi á köflum. Það skortir svo- lítið upp á sjálfstraustið í liðinu en lagist það þá er alveg mögu- leiki fyrir okkur að vera með í toppbaráttunni,“ sagði Eiður. Morgunblaðið/Ómar  Eiður hefur ekki áhyggjur þótt hann hafi farið rólega af stað í Mónakó  Spilar í Laugardal í kvöld „Þetta fer að koma hjá mér“ LANDSLIÐSMAÐURINN Grétar Rafn Steinsson hefur mátt bíta í það súra epli að vera úti í kuldanum hjá enska knattspyrnuliðinu Bolton á yf- irstandandi leiktíð. Eftir að hafa verið fastamaður í liðinu frá því hann kom til þess frá hollenska liðinu AZ Alkmaar í janúar í fyrra hefur Sigl- firðingurinn aðeins tvívegis verið í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og í þremur síðustu leikj- um liðsins hefur hann setið á bekkn- um allan tímann. „Megson var ekki sáttur við að ég fór í vináttuleikinn gegn Slóvakíu en ég sé ekkert eftir því að hafa spilað hann. Það er auðvitað fúlt að vera úti í kuldanum eftir að hafa verið fasta- maður en ég hef fulla trú á sjálfum mér og sjálfstraustið hefur ekkert minnkað. Ég veit að ég á að vera inná og bíð eftir mínu tækifæri og mun ekki sleppa því þegar það gefst,“ sagði Grétar Rafn við Morgunblaðið en hann verður í eldlínunni með ís- lenska landsliðinu gegn Suður-Afríku á Laugardalsvellinum í kvöld. „Ég ætla ekki að láta svona ákvarðanir hafa áhrif á mig. Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt. Ég mæti á hverja æfingu hjá Bolton með því hugarfari að komast aftur í liðið og þegar stjórinn hendir mér inn í lið- ið gef ég honum ekki kost á því að taka mig út úr því aftur.“ gummih@mbl.is Fúll að ég lék gegn Slóvakíu Morgunblaðið/Eggert Ákveðinn Grétar Rafn Steinsson ætlar sér aftur í lið Bolton. FABIO Canna- varo fyrirliði ítalska landsliðs- ins í knattspyrnu og leikmaður Juventus var hreinsaður af ákæru um ólög- lega lyfjaneyslu í gær en dóm- stóll á vegum ítalska íþróttasambandsins hefur látið mál gegn honum falla niður. Fréttir bárust af því í síðustu viku að Cannavaro hefði fallið á lyfjaprófi sem framkvæmt var á honum ágúst nokkrum dögum eft- ir að hann hafði verið bitinn af geitungi og í kjölfarið var honum gefið lyf við stungusárinu. Cannavaro er mjög óhress með hvernig fjölmiðlar hafa tekið á málinu og lét hann þá heyra það. ,,Maður er bitinn af flugu og sér síðan fréttir í blöðunum um að hafa tekið inn ólögleg lyf. Sum blöð og sjónvarpsstöðvar fóru svo sannarlega yfir strikið,“ sagði Cannavaro. gummih@mbl.is Cannavaro hreinsaður Fabio Cannavaro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.