Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009
KNATTSPYRNA
Evrópukeppni U19 karla
Undanriðill í Bosníu:
Búlgaría – Ísland ..................................... 2:3
Ventsislav Bengyuzov 18., Blagoy Paskov
40. – Guðmundur Magnússon 23., Pape Ma-
madou Faye 53., Arnar Sveinn Geirsson 81.
Bosnía – Norður-Írland ........................... 0:4
Lokastaðan:
Bosnía 3 2 0 1 3:5 6
N-Írland 3 1 2 0 5:1 5
Ísland 3 1 1 1 3:3 4
Búlgaría 3 0 1 2 4:6 1
Bosnía og Norður-Írland fara í milliriðil.
Tvö lið í þriðja sæti, sem eru með bestan ár-
angur gegn tveimur efstu liðunum, fara
þangað líka og Ísland á enn möguleika.
Undankeppni HM
Suður-Ameríka:
Bólivía – Brasilía ..................................... 2:1
Edgar Olivares 10., Marcelo Martins 32. –
Nilmar 70.
Argentína – Perú..................................... 2:1
Gonzalo Higuain 48., Martin Palermo 90. –
Hernan Rengifo 89.
Venesúela – Paragvæ ............................. 1:2
Jose Rondon 85. – Salvador Cabanas 56.,
Oscar Cardozo 80.
Kólumbía – Chile ..................................... 2:4
Jackson Martinez 14., Giovanni Moreno 53.
– Waldo Ponce 34., Humberto Suazo 35.,
Jorge Valdivia 71., Fabian Orellana 78.
Rautt spjald: Fabian Orellana (Chile) 90.
Ekvador – Úrúgvæ.................................. 1:2
Luis Valencia 68. – Luis Suarez 69., Diego
Forlan 90. (víti)
Staðan fyrir lokaumferðina:
Brasilía 17 9 6 2 33:11 33
Paragvæ 17 10 3 4 24:14 33
Chile 17 9 3 5 31:22 30
Argentína 17 7 4 6 22:20 25
Úrúgvæ 17 6 6 5 28:19 24
Ekvador 17 6 5 6 22:25 23
Venesúela 17 6 3 8 23:29 21
Kólumbía 17 5 5 7 12:18 20
Bólivía 17 4 3 10 22:35 15
Perú 17 2 4 11 10:34 10
Brasilía, Paragvæ og Chile eru komin í
úrslit HM í Suður-Afríku.
Fjórða liðið fer einnig beint á HM en um
það sæti berjast Argentína, Úrúgvæ og
Ekvador.
Liðið sem endar í 5. sæti, sem verður eitt
þessara þriggja, leikur gegn fjórða liði
Norður- og Mið-Ameríku, annaðhvort
Kostaríka eða Hondúras, um eitt sæti á
HM.
Í lokaumferðinni annað kvöld mætast
Úrúgvæ – Argentína, Chile – Ekvador,
Brasilía – Venesúela, Paragvæ – Kólumbía
og Perú – Bólivía.
England
2. deild:
Tranmere – Stockport ............................. 0:1
Staða efstu liða:
Leeds 11 8 3 0 18:5 27
Charlton 12 7 4 1 20:10 25
Colchester 12 7 3 2 22:9 24
MK Dons 12 7 2 3 13:9 23
Bristol R. 11 7 1 3 18:14 22
Norwich 12 5 4 3 24:18 19
Swindon 12 4 7 1 14:15 19
Huddersfield 12 5 3 4 23:14 18
Stockport 12 4 5 3 17:15 17
Svíþjóð
1. deild:
Landskrona – Norrköping ..................... 2:3
Stefán Þór Þórðarson lék allan leikinn
með Norrköping og lagði upp tvö seinni
mörkin. Gunnar Þór Gunnarsson fór af velli
á 73. mínútu.
Sundsvall – Väsby.................................... 1:2
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Sundsvall og lagði upp mark liðsins. Hann-
es Þ. Sigurðsson er frá vegna meiðsla.
í dag
KNATTSPYRNA
Evrópukeppni U21 árs karla:
Grindavík: Ísland – N-Írland ................... 15
Vináttulandsleikur karla:
Laugardalsv.: Ísland – Suður-Afríka . 18.10
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla:
Laugardalur: SR – Björninn .................... 20
Íslandsmót kvenna:
Akureyri: SA eldri – SA yngri.................. 19
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
HELGI Sigurðsson, markaskorarinn mikli, skrifaði í gær
undir þriggja ára samning við 1. deildarlið Víkings og er þar
með aftur kominn heim en Helgi hóf feril sinn með félaginu.
Hann lék með því á árunum 1990-1992 og varð Íslands-
meistari með því undir stjórn Loga Ólafssonar en síðustu 15
árin hefur Helgi víða komið við. Hann fór frá Víkingi til
Fram og hélt síðan í atvinnumennsku, þar sem hann lék
með Stuttgart, TB Berlin, Stabæk, Panathinaikos, Lyn og
AGF. Hann gekk aftur í raðir Fram og lék með því í 1.
deildinni árið 2006 en undanfarin þrjú ár hefur Helgi verið í
herbúðum Vals og varð Íslandsmeistari með liðinu árið
2007.
,,Það hefur alltaf verið inni í myndinni að enda ferilinn hjá
Víkingi. Víkingarnir hafa alltaf verið duglegir að spyrja mig
hvort ég væri ekki að koma heim en ég hef alltaf neitað
þeim en nú ákvað ég að láta slag standa. Mér finnst mikill
sjarmi í að koma aftur til liðsins sem maður ólst upp hjá og
það heillaði mig að Víkingur bauð mér langtímasamning og
ætla að setja á laggirnar afrekslínu fyrir unga stráka sem
ég á að hafa yfirumsjón með,“ sagði Helgi við Morgun-
blaðið.
Helgi, sem er 35 ára gamall, á að baki 62 A-landsleiki og
hefur skorað í þeim 10 mörk og þá hefur hann skorað 64
mörk í 121 leik í efstu deild.
,,Ég býst alveg örugglega við því að heyra fólk segja að
ég sé hálf klikkaður að fara að spila í 1. deildinni. Það var
líka sagt þegar ég fór til Fram í 1. deildina árið 2006. Þeir
sem þekkja mig vita að þær áskoranir sem ég tek mér fyrir
hendur geri ég með fullum hug. Ég hef alltaf farið mínar
eigin leiðir á ferlinum og frekja
mín hefur drifið mig áfram. Ég
vil hjálpa Víkingi til að komast aftur í e
sem liðið á heima í og ég lít meira á þett
árs frí frá úrvalsdeildinni. Ég lít ekki á
neina uppgjöf að fara í 1. deildina. Ég t
nóg eftir. Ég skoraði fyrir Val hlutfalls
um hverjum leik og ég er ekki kominn t
til að deyja. Ég finn fyrir miklum metn
ingi. Þeir nenna ekki þessu gaufi lengu
Erfiðasta tímabil sem ég
hef gengið í gegnum
Voru fleiri lið en Víkingur sem vildu
,,Það hafa mörg lið haft samband við
en það stóðu tveir möguleikar eftir sem
FYRSTI snjórinn á þessu hausti féll á
mánudag í síðustu viku. Allavega í
Kópavoginum. Degi eftir seinni bik-
arúrslitaleik tímabilsins í fótboltanum
hinum megin borgarmarkanna.
Það var ekki hægt að kvarta undan
veðrinu um fyrri helgi þegar leikið
var til úrslita í bikarkeppninni. Slæm-
ar spár rættust ekki og spilað var í sól
og blíðu báða dagana, enda þótt loft-
hitinn væri ekki hár. Hann hékk þó í
4-5 gráðum. Aðsókn á báða úrslita-
leikina var betri en í fyrra. Það mættu
fleiri en Veðurguðirnir, svo vitnað sé í
söngstirnið og fótboltakappann á Sel-
fossi.
Ekki þurfti að ryðja snjó af vellinum
eins og fyrir ári en þá var reyndar líka
spilað í glampandi sól og blíðu. Bik-
arliðin og stuðningsmenn þeirra voru
heppin að þurfa ekki að glíma við
stóru lægðina síðasta föstudag. Þá
léku strákarnir í 21-árs landsliðinu
gegn San Marínó við erfið skilyrði.
Það er hætt við að mun færri hefðu
komið á bikarleikina í slíku veðri.
Aftur til síðustu aldar?
Síðustu dagana fyrir leikina tvo var
vaxandi umræða um tímasetninguna á
þessum tveimur stærstu viðburðum
fótboltatímabilsins. Talsvert var rætt
um þann möguleika að hverfa aftur til
hefðar síðustu aldar og spila um bik-
arinn síðustu helgina í ágúst, eins og
gert var að mestu frá 1973 til 1998.
Það er ekki alltaf slæmt að taka upp
gamla siði.
Frá árinu 1999 hafa bikarúrslita-
leikirnir farið fram í lok Íslandsmóts-
ins, á bilinu 24. september til 4. októ-
ber, eftir því hvernig á hefur staðið
með dagatalið og tímabilið hverju
sinni. Eftir að liðum var fjölgað í efstu
deildum hafa leikirnir færst meira yfir
í októberbyrjun, sem var þó ekki
reyndar óþekkt áður en fjölgunin kom
til. Þannig fór úrslitaleikur karla árið
2004 fram 2. október.
Íslenskt veður er óútreiknanlegt.
Ég man ekki betur en fyrsta haust-
lægðin hefði sum árin sætt færis um
að mæta til leiks einmitt um bikar-
helgina í lok ágúst. Það er engin
trygging fyrir því að veðrið sé endi-
lega betra þá en 1. október. En að
sjálfsögðu eru líkurnar mun betri í
ágústlok á Íslandi, allavega á hærra
hitastigi.
Núna læt ég sjónvarpið duga
„Ég væri miklu frekar til í að fara á
bikarúrslitaleik í 15 stiga hita í lok
ágúst en í kulda í byrjun október.
Núna læt ég sjónvarpið duga og ég
veit að þannig er það um marga fleiri.
Ég er viss um að miklu fleiri hlutlausir
kæmu á úrslitaleik á þeim tíma. Það
eru bara stuðningsmenn liðanna sem
mæta á þessum árstíma,“ sagði leik-
maður úrvalsdeildarliðs við mig fyrir
bikarhelgina.
Rökin eru margvísleg, með og á
móti. Ég veit að leikjadagskráin er
orðin mjög þétt, með 22 umferðum hjá
körlum og 18 hjá konum, lands-
leikjafríi í byrjun september og mögu-
legum Evrópuleikjum í lok ágúst. Það
er líka skemmtilegri lokapunktur á
tímabilinu að enda það með stórum
úrslitaleikjum. Ekki síst þegar Ís-
landsmótið hálfpartinn fjarar út sök-
um spennuleysis eins og gerðist þetta
árið.
Tilfærsla á dagatali Birkis
En það er líka talsverður sjarmi yfir
því að spila í lok ágúst, og þá aðallega
með möguleikanum á betra veðri.
Þann kost ætti hiklaust að skoða vel á
næstu vikum, áður en tímabilið 2010
er njörvað niður. Það myndi kosta ein-
hverja tilfærslu á fótboltadagatali
Birkis mótastjóra í heild sinni. Hann
gæti þó rýmt til hjá sér með því að
færa alla keppnina framar. Byrjað
forkeppnina snemma í maí, það hafa
flestallir aðgang að gervigrasi núorð-
ið, og komið 32ja liða úrslitunum fram
að mánaðamótunum maí/júní.
Það er líka vel hægt, allavega í
karladeildinni, að spila heila umferð á
sunnudegi og mánudegi um bik-
arhelgina (eða fimmtudegi og föstu-
degi), og færa til leikina hjá þeim lið-
um sem spila til úrslita. Það er ekkert
vit í að 18 lið af 22 í deildunum tveim-
ur séu í fríi í kringum síðustu sumar-
helgina.
Morgunblaðið/Golli
Blíða Sólin skein á þá Arnór Svein Aðalsteinsson og Guðmund Magnússon þegar Breiðablik og Fram mættust í úrslitaleik
bikarkeppninnar. Það er ekki alltaf jafngott veður í október, eins og sást í 21-árs leiknum í Laugardal á föstudaginn.
Ágúst eða október?
Á VELLINUM
Víðir Sigurðsson
Stefán ÞórÞórðarson
átti stóran þátt í
að koma Norr-
köping úr fall-
sæti sænsku 1.
deildarinnar í
knattspyrnu í
gærkvöld. Liðið
sótti heim Lands-
krona og var næstneðst fyrir leik-
inn. Norrköping sigraði, 3:2, og Stef-
án lagði upp tvö seinni mörk liðsins.
Með sigrinum komst Norrköping
uppfyrir þrjú lið og alla leið í 12.
sætið af 16 þegar tveimur umferðum
er ólokið. Tvö neðstu liðin falla og
tvö næstu þurfa að fara í umspil um
að leika áfram í 1. deild.
Sundsvall er líklega búið að missaaf tækifærinu til að komast
beint upp í sænsku úrvalsdeildina í
knattspyrnu. Liðið tapaði óvænt,
1:2, á heimavelli fyrir Väsby United
og er í þriðja sæti með 47 stig þegar
tvær umferðir eru eftir. Mjällby með
62 stig er komið upp og Åtvitaberg
stendur nú vel að vígi með 51 stig.
Þriðja sætið gefur rétt til að leika í
umspili en þar eru nú Sundsvall og
Assyriska jöfn að stigum. Ari Freyr
Skúlason lagði upp mark Sundsvall í
leiknum en Hannes Þ. Sigurðsson er
frá keppni vegna meiðsla og leikur
ekki meira á þessu tímabili.
Íslenska U19ára landsliðið
í knattspyrnu
lagði Búlgaríu,
3:2, í und-
ankeppni Evr-
ópumótsins í
Sarajevo í gær-
kvöld. Arnar
Sveinn Geirsson
skoraði sigurmarkið 10 mínútum
fyrir leikslok. Búlgarir komust tvisv-
ar yfir en Guðmundur Magnússon
og Pape Mamadou Faye jöfnuðu
metin tvisvar. Ísland endaði í þriðja
sæti riðilsins og þarf að bíða eftir því
hvernig aðrir undanriðlar fara. Tvö
lið með bestan árangur í þriðja sæti
komast í milliriðil.
Unglingalandslið karla og kvennaí blaki, U19 ára, eru komin til
Danmerkur og taka þar þátt í Norð-
ur-Evrópumótinu sem hefst í dag.
Það eru þjálfarar A-landsliðanna
sem stýra þeim, Michael Overhage
er með piltana og Apostol Apostolov
sér um stúlknaliðið. Mótherjar eru
Norðurlandaþjóðirnar, aðrar en
Finnar, og Englendingar.
Magnús K. Magnússon úr Vík-ingi sigraði Kára Mímisson úr
KR, 3:0, í úrslitaleik í meistaraflokki
karla á Adidas-stigamótinu í borð-
tennis á laugardaginn. Magnús
Finnur Magnússon úr Víkingi og
Einar Geirsson úr KR urðu í 3.-4.
sæti. Jóhannes Tómasson úr KR
sigraði í 1. flokki karla og Pétur Ó.
Stephensen úr Víkingi í eldri flokki
karla.
Fólk sport@mbl.is
„Það var erfitt að velja milli Víkings og KR“
HELGA Guðrún Guðjónsdóttir var
endurkjörin formaður Ungmenna-
félags Íslands á 46. sam-
bandsþingi þess sem fram fór í
Reykjanesbæ um helgina. Helga
Guðrún var ein í kjöri en hún var
kjörin formaður fyrir tveimur ár-
um, fyrst kvenna.
Með Helgu í aðalstjórninni eru
þau Björg Jakobsdóttir, Björn Ár-
mann Ólafsson, Einar Haraldsson,
Örn Guðnason, Garðar Svansson
og Eyrún Hlynsdóttir. seth@mbl.is
Helga endur-
kjörin hjá UMFÍ