Morgunblaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2009 íþróttir Spenna í Hólminum Justin Shouse tryggði Stjörnunni sigur á lokasekúndunum gegn sínu gamla liði í Stykkishólmi. Öruggir sigrar hjá ÍR og Keflavík í úrvalsdeild karla. 4 Íþróttir mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Ég gaf engin loforð um það á sín- um tíma að koma aftur til ÍBV en það er gaman að snúa aftur og mér finnst vera spennandi tímar fram- undan hjá liðinu eftir að hafa rætt við Heimi þjálfara,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við Eyjamenn í gær sem hann lék síðast með fyrir 12 árum. Tryggvi hefur undanfarin 5 ár leik- ið með FH-ingum og var þar áður í KR og þá lék hann sem atvinnu- maður með norsku liðunum Tromsö og Stabæk, sænska liðinu Örgryte og var um tíma hjá Stoke á Eng- landi. Átti frábæran tíma með FH ,,Ég lít á þessi skipti sem mikla áskorun. Mér finnst ekki gott að staldra lengi við á sama staðnum og þegar ég fann fyrir þessum mikla áhuga hjá ÍBV að fá mig var erfitt að neita því enda ÍBV gamla félagið og ég hef alltaf borið sterk- ar taugar til liðsins. En ég hef átt frábæran tíma með FH og það er erfitt að yfirgefa svona flottan og stóran klúbb eins og FH er. Ég fer frá FH mjög ánægður og stoltur af því sem ég hef afrekað með liðinu,“ sagði Tryggvi, sem vann fjóra Ís- landsmeistaratitla með FH og einn bikarmeistaratitil. Tryggvi fór ekki leynt með það í sumar að hann var ósáttur við hversu mikið hann sat á bekknum en spurður hvort það sé ástæðan fyrir því að hann hafi yfirgefið FH sagði hann; ,,Nei, ég get ekki sagt það en hins vegar er maður í þessu til að spila og þegar þú ert kominn á þann aldur sem ég er á þá er það ekkert til að hjálpa þér að sitja á bekknum. Í sumar sat ég sjö eða átta leiki á bekknum ásamt því að það voru ekki margir leikir sem ég spilaði allan tímann. Það pirraði mig. Ég tel mig eiga enn mikið eft- ir og mér er ætlað stórt hlutverk með ÍBV,“ sagði Tryggvi, sem kemur til með æfa á Reykjavík- ursvæðinu með hluta leikmanna ÍBV í vetur en þegar tímabilið byrjar mun hann verða með annan fótinn og rúmlega það í Eyjum. Ásgeir Aron segist vera gríð- arlega spenntur fyrir vistaskipt- unum en þessi 23 ára varnar- og miðjumaður hefur leikið með Fjölni frá árinu 2006. Pabbi ýtti undir þessa ákvörðun ,,Ég er mjög spenntur fyrir þessu og get varla beðið eftir því að spila fyrir ÍBV,“ sagði Ásgeir Aron við Morgunblaðið og neitaði því ekki að karl faðir hans væri mjög sáttur. ,,Pabbi ýtti vel undir þessa ákvörðun mína og er að von- um ánægður að ég sé kominn til liðsins sem hann byrjaði hjá. Ég var samningslaus við Fjölni og var að vonast eftir því að komast að hjá liði í efstu deild. Mér leist strax mjög vel á að skipta í ÍBV þegar liðið setti sig í samband við mig,“ sagði Ásgeir Aron. Tryggvi kominn aftur heim til ÍBV – Samdi til 3ja ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjamenn Ásgeir Aron Ásgeirsson og Tryggvi Guðmundsson sömdu við ÍBV í gær. Ágeir lék með Fjölni á síðustu leiktíð en Tryggvi var hjá FH. KNATTSPYRNULIÐ ÍBV fékk góðan liðsstyrk fyrir baráttuna á næstu leiktíð í gær þegar Tryggvi Guð- mundsson og Ásgeir Aron Ásgeirsson gengu í raðir liðsins. Báðir tengjast þeir Eyjum sterkum böndum. Tryggvi hóf sinn feril með ÍBV og varð Ís- landsmeistari með liðinu árið 1997 og Áseir Aron er sonur goðsagnarinnar Ásgeirs Sigurvinssonar sem gerði garðinn frægan með ÍBV áður en hann hélt á vit atvinnumennskunnar. Í HNOTSKURN »Tryggvi er einn mestimarkaskorari í íslenskum fótbolta. Hann er annar markahæsti leikmaðurinn í efstu deild frá upphafi með 107 mörk. »Tryggvi hefur skorað 53mörk í 75 deildarleikjum með ÍBV. Hann lék 92 deild- arleiki með FH og skoraði í þeim 51 mark og hann skoraði 3 mörk í 13 leikjum með KR. JÓN Margeir Sverrisson, sem er á myndinni hér fyrir ofan, endaði í fjórða sæti í úrslitum í 200 metra fjórsundi í S14 flokknum á Evr- ópumeistaramóti fatlaðra í sundi í gærkvöld. Adrian Óskar Sindelka Erwin keppti einnig í úrslitum í þessu sundi og bætti hann sig um tvær sekúndur. Jón Margeir synti á 2.36,79 mín. í undanrásum í gærmorgun en í úrslitum synti hann á tímanum 2.36,04 mín. Adrian Óskar synti á tímanum 2.57,79 mín. í gær- kvöld og bætti hann sinn besta tíma um tvær sekúndur í úrslitasundinu. Pálmi Guðlaugsson setti Íslandsmet í 100 m skriðsundi í flokki S6 í gærmorgun er hann synti á 1.24,54 mínútur. Þar með bætti hann sitt eigið Íslandsmet sem var 1.24,72 mín. en það met setti hann í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir Íslandsmetið komst Pálmi ekki í úrslit. Í dag keppa sjö keppendur frá Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Margeir fjórði á EM – Íslandsmet hjá Pálma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.