Morgunblaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2009 Liu Zige settiheimsmet í gær í 200 metra flugsundi kvenna á kínverska meistaramótinu í Jinan. Hún synti á 2.01,81 mínútu og bætti gamla metið um 1,6 sek en það átti Jessicah Schipper frá Ástralíu sem hún setti á HM í Róm í sumar. Zige vann til gullverðlauna í þessari grein á Ólympíuleikunum í Peking fyrir ári. Zige notaði „of- ursundfatnað“ sem verður bannaður af alþjóða sundsambandinu á næsta ári.    Íþróttadómstóllinn í Zürich stað-festi í gær að enska knattspyrnu- félagið Chelsea hefði farið fram á að banni félagsins á að kaupa leikmenn í hálft annað ár verði frestað þar til niðurstaða á áfrýjun Chelsea til dómstólsins liggi fyrir. FIFA úr- skurðaði í lok ágúst að Chelsea gæti ekki keypt leikmenn fyrr en í janúar 2011, þar sem félagið hefði brotið reglur varðandi samninga við unga leikmenn þegar það fékk til sín Gael Kakuta frá Lens í Frakklandi. Ka- kuta var sjálfur úrskurðaður í fjög- urra mánaða bann af FIFA og hefur einnig áfrýjað þeim úrskurði.    Ítalski sókn-armaðurinn Christian Vieri hefur ákveðið að leggja á skóna á hilluna vegna þess að honum hefur ekki tekist að komast á samning hjá sæmilega góðu knattspyrnuliði í heimalandi sínu. „Ég hef engan áhuga á að leika utan Ítalíu,“ sagði Vieri þegar hann til- kynnti ákvörðun sína í gær. Hann var síðast í herbúðum Atalanta. Vi- eri hóf feril sinn hjá Tórínó fyrir 18 árum og lék síðar með Juventus, Atlétíco Madrid, Lazio, Inter, AC Milan og Fiorentina. Hápunktur fer- ilsins var á árunum 1999 til 2005 þeg- ar Vieri skoraði 103 mörk í 144 leikj- um fyrir Inter. Hann á að baki 49 landsleiki og skoraði í þeim 23 mörk.    Lyfjaeftirlitsnefnd rússneskafrjálsíþróttasambandsins hefur úrskurðað þrjá keppendur í keppn- isbann vegna notkunar á ólöglegum efnum. Sleggjukastarinn Alexej Korolev féll á lyfjaprófi sem á rúss- neska meistaramótinu í Tsjeboks- arij þann 26. júlí. Yevgeni Ap- anasenko og Maria Petrova voru einnig úrskurðuð í keppnisbann en þau keppa í kappgöngu. Þau féllu á lyfjaprófi á bikarmóti 18. september sl. Korolev og Apanasenko fengu tveggja ára keppnisbann en Petrova fékk 30 mánaða keppnisbann.    Angel Cabrerafrá Argent- ínu, sem sigraði á Masters meist- aramótinu í golfi náði ekki að hefja leik á fyrsta keppnisdegi Cas- tello Masters á Evrópumótaröð- inni í gær. Cabrera flaug frá golfmót sem fram fór á Bahama eyjum til Spánar en vegna tafa á fluginu mætti Cabrera of seint á teig og var dæmdur úr leik. Skipuleggjendur mótsins reyndu allt sem þeir gátu til þess að Cabrera kæmist á réttum tíma og var hann fluttu með þyrlu frá flugvellinum en það dugði ekki til. „Sonur minn er að leika á þessu móti og það hefði verið gaman að taka þátt. En ég var 15 mínútum of seinn og við því er ekkert að gera,“ sagði Cabrera en hann mun keppa á heimsmóti í holukeppni sem hefst á Costa del Sol á Spáni í næstu viku. Fólk sport@mbl.is LEIKUR Vals og Gróttu í Vodafone- höllinni á Hlíðarenda í gær snerist upp í einvígi markvarðanna Hlyns Morthens hjá Val og Gísla Rúnars Guðmundssonar hjá Gróttu en báðir sýndu þeir snilld- artilþrif í leiknum. ,,Það var grátlegt að ná ekki skoti á markið þarna í lokin. Mér fannst við verð- skulda stig eftir að hafa sýnt mikinn kar- akter með því að komast inn í leikinn,“ sagði Gísli við Morgunblaðið. ,,Það var ansi sárt að fá ekkert út úr leiknum og ekki síst vegna þess að ég fann mig vel í markinu. En það er seigla í okkur og það getur ekkert lið bókað sigur gegn okkur,“ sagði Gísli. ,,Við máttum bara þakka fyrir sigurinn. Þetta gekk fínt hjá okkur í fyrri hálfleik en svo lok- uðu þeir á okkur í seinni hálfleik. Við áttum í vandræðum með vörnina þeirra og Gísla í markinu. Við vissum það vel fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur sem kom svo sannarlega á daginn,“ sagði Hlynur sem átti stórleik líkt og Gísli í markinu en Hlynur þekkir vel til á Nesinu eftir að hafa spilað þar í nokk- ur ár. ,,Ég finn mig vel hér í Vodafone- höllinni og það kom ekki til greina að tapa fyrir gömlu félögunum. En það er ljóst að við verðum að spila betur ef við ætlum að vera með í toppbaráttunni í vetur,“ sagði Hlynur sem varði 25 skot í fyrsta leik Valsmanna í sigrinum á Akureyringum. gummih@mbl.is Einvígi Hlyns og Gísla á Hlíðarenda Gísli Guðmundsson aður knatt- rt hinn iðsins m mpiakos, AIK. K sta mið- í varn- t- nni er sborg m Ragnar Sigurðsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,VIÐ fengum kjörið tækifæri til að jafna metin og leiðinlegt fyrir okkur að það skyldi ekki takast. Við ætluðum að koma með ,,stimplun“ frá vinstri til hægri en hún gekk ekki alla leið,“ sagði Halldór Ingólfsson, spilandi þjálfari Gróttumanna, við Morg- unblaðið eftir leikinn. Það benti fátt til þess að nýliðarnir myndu standa í Valsmönnum því framan af leik var sóknarleikur Gróttumanna í algjörum molum og Valsmenn höfðu góð tök á leiknum. Þeir komust í 9:3 og voru fimm mörk- um yfir í leikhléi, 12:7. Markverðirnir Hlynur Morthens og Gísli Guðmunds- son voru ljósu punktarnir í fyrri hálf- leik og voru langbestu menn leiksins. Gróttumenn hófu síðari hálfleikinn með látum og eftir sjö og hálfrar mín- útu leik hafði þeim tekist að jafna met- in í 12:12. Valsmenn komust ekki á blað fyrr en eftir 10 mínútna leik en Gísli sýndi frábær tilþrif á þessum kafla í marki Seltirninga. Valsmenn virtust vera að slíta nýliðana frá sér á ný þegar þeir komust fjórum mörkum yfir en Gróttumenn neituðu að gefast upp og áttu eins og áður segir gott tækifæri á að næla sér í stig. ,,Við vorum í miklu basli í fyrri hálf- leik en við höfðum samt fulla trú á að við ættum í fullu tré við Valsmenn. Við náðum að lagfæra leik okkar til muna í seinni hálfleik og við sýndum að það er mikið í okkar lið spunnið. Ég var ánægður með baráttuna og viljann en við þurfum að slípa sóknarleikinn,“ sagði Halldór Ingólfsson. Gísli átti magnaðan leik á milli stanganna og Anton Rúnarsson átti ágæta spretti í seinni hálfleik. Hjá Val stóð Hlynur al- gjörlega upp úr og af útileikmönnum var Arnór Þór Gunnarsson skástur. Valsmenn rétt sluppu fyrir horn Grótta fékk gott tækifæri á að jafna VALSMENN sluppu með skrekkinn þeg- ar þeir lögðu nýliða Gróttunnar, 21:20, í N1-deildinni í handknattleik á Hlíð- arenda í gær. Gróttumenn, manni fleiri, fengu boltann þegar hálf mínúta var eftir en sókn Seltirninga rann út í sandinn. Þeir náðu ekki að koma skoti á markið og Valsmenn önduðu léttar. Morgunblaðið/Ómar rk Valsmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannssson er hér að skora sitt eina mark í leikn- gegn nýliðum Gróttunnar í Vodafone-höllinni í gær þar sem Valur marði sigur. r Andra Yrkil Valsson rt@mbl.is UREYRI og FH áttust við í N1 deild la í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær- ld. Liðin höfðu mæst fjórum sinnum ndirbúningstímabilinu og þar hafði ureyri haft sigur í þremur leikjum en aðeins í einum. Oddur Grétarsson fyrir liði Akureyrar og skoraði 10 rk en það dugði ekki til þar sem FH ði betur 30:27. kotnýting Akureyringa varð þeim að og Pálmar Pétursson markvörður var funheitur í markinu, en hann ði samtals 20 skot í leiknum Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyr- ar, átti ekki orð um skotnýtingu sinna manna. „Það sem fellur okkur í dag er að við vorum með léleg skot beint á markmanninn allan síðari hálfleik. Ég hef ekki tölu á því hvað við klúðruðum mörgum færum einn á móti einum. Og þegar menn geta ekki skorað þegar þeir eru komnir einn á móti markmanni þá verður allur sóknarleikurinn auðvitað mjög stirður. Við skorum aðeins 6 mörk í rúmlega 28 mínútur í síðari hálfleik og það er alveg óafsakanlegt,“ sagði Rúnar. „Dómararnir koma vel undan sumri“ Bjarni Fritzon leikmaður FH var hæstánægður með sigurinn. „Við hlup- um þá bara gjörsamlega í kaf. Við erum í rosalega góðu líkamlegu formi og það var mjög erfitt fyrir þá að halda í við okkur. Ég vil síðan að lokum taka það fram að það er mjög ánægjulegt að sjá hvað dómararnir hafa komið vel undan sumri,“ sagði Bjarni Fritzon skellihlæj- andi í leikslok. Léleg skotnýting  FH-ingar hlupu Akureyringa í kaf í 0:27 sigri  Pálmar varði 20 skot Vodafonehöllin, Íslandsmótið í hand- knattleik, úrvalsdeild karla, N1 deildin, fimmtudaginn 22. okt. 2009. Gangur leiksins: 2:0, 7:2, 9:3, 10:5, 12:7, 12:12, 16:14, 20:16 20:19, 21:20. Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 6, Fannar Þór Friðgeirsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 2, Elvar Friðriksson 2, Ingvar Árnason 2, Orri Freyr Gíslason 1, Gunn- ar Ingi Jóhannsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 22/1 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Gróttu: Anton Rúnarsson 6, Hjalti Pálmason 4, Finnur Ingi Stef- ánsson 3, Halldór Ingólfsson 2, Atli Rúnar Steindórsson 2, Arnar Freyr Theodórsson 2, Páll Þórólfsson 1. Varin skot: Gísli R. Guðmundsson 23 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Val- geir Ómarsson. Góðir. Áhorfendur: Um 350. Valur – Grótta21:20 Íþróttahöllin Akureyri, Íslandsmótið í handknattleik, úrvalsdeild karla, N1 deildin, fimmtudaginn 22. okt. 2009. Gangur leiksins: 1:0, 3:5, 8:10, 13:13, 18:16, 19:16, 21:19, 24:28, 27:30. Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 10/4, Árni Þór Sigtryggsson 3, Guð- mundur Hólmar Helgason 3, Geir Guð- mundsson 3, Jónatan Þór Magnússon 2, Hörður Fannar Sigþórsson 1, Andri Snær Stefánsson 1, Heiðar Þór Að- alsteinsson 1, Hreinn Þór Hauksson 1, Guðlaugur Arnarson 1, Heimir Örn Árnason 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (þar af 1 til móth.), Hörður Flóki Ólafsson 3. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk FH: Bjarni Fritzson 7/2, Ólafur Gústafsson 5, Ólafur Guðmundsson 5, Benedikt Kristinsson 4, Ásbjörn Frið- riksson 3, Örn Ingi Bjarkason 2, Jón Heiðar Gunn- arsson 2, Sigurgeir Árni Ægisson 1, Ari Þorgeirsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (þar af 6 til mótherja), Daníel Andrésson 2. Utan vallar: 14 mínútur. Áhorfendur: Um 1.000. Akureyri – FH 27:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.