Morgunblaðið - 24.10.2009, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Verkefnastjóri eða tæknilegur söluráðgjafi
Sensa leitar að nýjum starfsmönnum í samhentan og
metnaðarfullan hóp þar sem allir eru tilbúnir að leggja
mikið á sig, sýna frumkvæði og veita viðskiptavinum
fyrsta flokks þjónustu.
Sensa er stærsti sölu- og þjónustuaðili Cisco sam-
skiptabúnaðar á Íslandi og býður viðskiptavinum
sínum upp á úrvals ráðgjöf, þjónustu og búnað
er lýtur að netlausnum og IP-samskipta-
lausnum. Hjá Sensa starfa allir helstu
sérfræðingar landsins á því sviði og er
lögð mikil áhersla á vönduð og
fagleg vinnubrögð.
Tæknilegur söluráðgjafi
Við óskum eftir kraftmiklum einstaklingi með
framúrskarandi þjónustulund til að sinna sölu á
IP-samskiptalausnum.
Helstu verkefni:
- Ráðgjöf og sala á tæknilegum lausnum til fyrirtækja
- Samskipti og samstarf við tæknideild varðandi lausnir
og afhendingu lausna
Viðkomandi verður að vera lipur í samskiptum, fljótur að
tileinka sér nýjungar, geta starfað sjálfstætt sem og í hóp
og hafa mikinn áhuga á tæknilegum lausnum. Gott vald
á íslensku og ensku, bæði í tal- og ritmáli, er nauðsynlegt.
Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.
Verkefnastjóri
Við óskum eftir einstaklingi sem er skipulagður, snillingur
í samskiptum og áhugasamur um tæknilegar lausnir.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð og utanumhald um samningamál
- Skipulagning og eftirfylgni verkefna
- Samskipti við birgja, sölu- og fjármáladeild
Viðkomandi verður að hafa hæfileika til að skilja tækni-
legar lausnir og áhuga á nýjungum, geta starfað sjálf-
stætt sem og í hóp, hafa frumkvæði og ástríðu. Gott vald
á íslensku og ensku, bæði í tal- og ritmáli, er nauðsynlegt.
Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.
STARFIÐ ÞITT?
Hjá Sensa er lögð mikil áhersla á velferð starfsmanna,
góðan starfsanda og hvetjandi og skemmtilegt starfsum-
hverfi m.a. með því að veita starfsmönnum tækifæri til að
vaxa með þjálfun og símenntun.
Umsóknir skal senda á starf@sensa.is. Gætt verður
fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og
persónulegar upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 3. nóvember.
SNÝST UM
SAMSKIPTAHÆFILEIKA
OG ÞJÓNUSTULUND
Kletthálsi 1 - 110 Reykjavík, Sími 414 1400 - Fax 414 1440, www.sensa.is
Laus staða
grunnskólakennara
við Grunnskólann á Suðureyri
Vegna fæðingarorlofs er laus 100% staða
kennara við Grunnskólann á Suðureyri.
Um er að ræða umsjónarkennara í 3. – 5. bekk.
Kennarinn þarf að geta hafið störf ekki síðar en
1. desember og mun ráðningin standa út skóla-
árið.
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2009.
Allar frekari upplýsingar veita Magnús S.
Jónsson, skólastjóri í síma 450-8395 og á
netfanginu msj@snerpa.is og Kristín Ósk
Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi í síma 450-8000
og á netfanginu:
grunnskolafulltrui@isafjordur.is
Flugmálastjórn Íslands
óskar eftir að ráða
eftirlitsmann
í lofthæfi- og skrásetningardeild
Starfssvið eftirlitsmanns
Starfið felst einkum í eftirliti með lofthæfi loftfara og vottun og eftirliti með stjórnkerfum og
fyrirtækjum sem annast viðhaldsmál.
Menntunar- og hæfniskröfur
Krafist er menntunar verkfræðings eða flugvéltæknis. Fimm ára reynsla af viðhaldi og/eða
viðhaldstjórnun loftfara er æskileg, eða meistaragráða úr háskóla tengd lofthæfi loftfara.
Ennfremur er þekking á hönnun loftfara og gögnum þeirra nauðsynleg og að viðkomandi þekki
vel til úttekta og gæðakerfa. Viðkomandi þarf að hafa góð tök á íslensku og ensku.
Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega fram-
komu og mikinn áhuga á flugstarfsemi. Hann þarf að geta sýnt af sér frumkvæði í starfi, vera
skipulagður í verkum sínum og unnið undir miklu álagi. Launakjör taka mið af viðeigandi kjara-
samningum opinberra starfsmanna.
Í boði er áhugavert starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir
geta gilt í allt að sex mánuði. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.
Frekari upplýsingar um starfið gefa Ómar Þór Edvardsson deildarstjóri í lofthæfi- og
skrásetningardeild (sími 569 4235 /omar@caa.is) og Einar Örn Héðinsson framkvæmdastjóri
flugöryggissviðs (sími 569 4187 /einarh@caa.is).
Vinsamlegast sendið umsóknir til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12,
105 Reykjavík fyrir 7. nóvember nk. merktar:
„Flugmálastjórn – umsókn um starf eftirlitsmanns“
Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með u.þ.b. 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála inn-
anlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands
og utan. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.
Bókari/skrifstofustjóri
Points Systems óskar eftir að ráða bókara/
skrifstofustjóra í fullt starf, áhugasamir sendið
umsókn á netfangið points@points.is .
Upplýsingar veittar í síma 892 9877.
Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu
forstöðumanns
dagdvala
Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir forstöðu-
manni dagdvala á Selfossi. Sveitarfélagið rekur
tvær dagdvalir, annars vegar almenna dagdvöl
í Grænumörk 5 og hins vegar dagdvöl fyrir
einstaklinga með minnisskerðingar í
Vallholti 38.
Í starfinu felst:
Yfirumsjón með rekstri og faglegri stjórn
dagdvalanna
Ábyrgð á starfsmannahaldi
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar í samvinnu
við verkefnisstjóra félagslegra úrræða
Samvinna við Heilbrigðisstofnun
Suðurlands og aðrar stofnanir og/eða
samtök er snerta málefni aldraðra
Mat á þjónustuþörf aldraðra
Þátttaka í stefnumótun í málefnum aldraðra
Menntun og hæfniskröfur:
Háskólapróf á félagsvísinda- eða heilbrigðis-
sviði
Reynsla af störfum með öldruðum æskileg
Reynsla af stjórnun æskileg
Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og skipu-
lagshæfni
Hæfni í mannlegum samskiptum
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi
stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.
Starfið hæfir jafnt körlum sem konum.
Umsókn með upplýsingum um menntun,
starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega
til Guðlaugar Jónu Hilmarsdóttur, verkefnis-
stjóra félagslegra úrræða, Fjölskyldumiðstöð
Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi, eigi síðar
en 9. nóvember nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug
Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra
úrræða, gudlaugjona@arborg.is eða í síma
480 1900 á símatíma mánudaga til fimmtudaga
frá kl. 13.30 – 14.30.
Fjölskyldumiðstöð Árborgar veitir íbúum sveitarfélagsins þjónustu á
sviði félags-, fræðslu-, íþrótta-, forvarna- og menningarmála með það
að markmiði að efla velferðarþjónustu sveitarfélagsins og skapa
fjölskylduvænt samfélag. Umsækjendum er bent á að kynna sér hei-
masíðu sveitarfélagsins, http://www.arborg.is, þar sem er að finna
margvíslegar upplýsingar um þjónustu og stefnu sveitarfélagins í
málaflokkum sem tengjast fjölskyldunni með einum eða öðrum hætti.