Morgunblaðið - 26.10.2009, Síða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2009
„GESTIR okkar voru á einu máli um
að þetta Evrópumót hefði tekist frá-
bærlega í alla staði,“ sagði Ólafur.
Keppni Evrópumótsins stóð yfir í
sjö daga. Á mótinu féllu 73 Evrópumet
og 24 heimsmet, auk þess sem níu Ís-
landsmet voru slegin. Ljóst er að allir
sterkustu sundmenn álfunnar komu í
fantaformi til Íslands.
Evrópumótið er stærsta verkefni
sem Íþróttasamband fatlaðra hefur
nokkurn tíma unnið að og viðeigandi
hápunktur á 30 ára afmælisárinu, að
sögn Ólafs.
Evrópumótið á Íslandi er það fyrsta
sem haldið hefur verið í átta ár en þau
voru sett á ís eftir að svindl hafði kom-
ið upp í kringum keppni þroskaheftra
á ólympíumótinu árið 2000. Nú hefur
það mál verið grafið og ákveðið var að
taka upp þráðinn á nýjan leik og mörg-
um þótti Íslendingar vera brattir þeg-
ar þeir sóttust eftir að fá að ríða á vað-
ið á nýjan leik. Ólafur segir ljóst að
eftir þetta mót sem stóð yfir í rúma
viku hafi Íslendingar gefið línuna um
hvernig halda skuli mót af þessu tagi.
Allt mótshaldið hafi gengið vel, jafnt
utan sundlaugarinnar sem innan og
rúmlega 700 keppendur og aðstoð-
armenn hafi verið í sjöunda himni með
hvernig til tókst.
„Þetta hefði aldrei tekist svo vel
nema vegna þess að við höfum frábær-
an hóp um tvö hundruð sjálfboðaliða
sem unnu baki brotnu. Fleiri sterkir
bakhjarlar gerðu þetta mót að veru-
leika og ber þar að geta Íþrótta- og Ól-
ympíusambands Íslands, Sund-
sambands Ísland og Íþróttabandalags
Reykjavíkur sem og Reykjavík-
urborgar og ríkisins. Þá fengum við
gríðarlega sterka stuðningsaðila með
okkur í þetta verkefni. Svona mót
verður ekki haldið án þeirra,“ sagði
Ólafur og vildi sérstaklega nefna Öss-
ur, Orkuveitu Reykjavíkur, Rúmfata-
lagerinn, Flugleiðir og VISA.
„Við höfum sýnt með þessu mót-
haldi að við getum haldið alþjóðleg
stórmót í sundi með stolti. Við eigum
allt til þess; mannvirki, mannskap og
stuðning,“ segir Ólafur.
Alls tóku 13 íslenskir sundmenn
þátt í mótinu og fór árangur þeirra
fram úr vonum, að sögn Ólafs. „Við
stefndum að því fyrir mótið að koma
fjórum í úrslit og ná verðlaunum. Þau
markmið náðust og gott betur, auk
þess sem fjöldi Íslandsmeta var sleg-
inn.
Það er alveg ljóst af þessu móti að
við erum að fá upp nýjan og stóran hóp
afrekssundmanna, ekki ósvipað og
gerðist fyrir um 20 árum. Við horfum
því bjartsýn fram til ólympíumótsins í
London eftir þrjú ár.
Við erum alveg ofsaleg stolt og
ánægð með þetta mót í heild sinni,
bæði hvað varðar framkvæmdina og
árangur okkar sundfólks. Allir sem
komu að mótinu eiga miklar þakkir
skildar.
Það var einróma álit gesta að
„standard“ mótsins hefði verið mjög
hár, hvort sem það sneri að lauginni
eða þeirri aðstöðu sem boðið var upp á.
Það er ekki bara eymd og volæði á
Íslandi, við getum verið stór og sterk
þegar við viljum, það sýndum við Ís-
lendingar í öllu sem laut að Evr-
ópumeistaramótinu í sundi fatlaðra,“
sagði Ólafur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs
Íþróttasambands fatlaðra.
Getum vel
haldið stór-
mót í sundi
Morgunblaðið/Ómar
Gleði Sonja Sigurðardóttir keppti á EM ásamt tólf öðrum Íslendingum.
„Allir sem komu að þessu móti geta
verið stoltir af því sem var gert. Ísland
og Reykjavík eru svo sannarlega komin
á kortið eftir þetta mót því okkar verð-
ur örugglega minnst fyrir að hafa hald-
ið eitthvert glæsilegasta Evrópumeist-
aramót sem haldið hefur verið,“ sagði
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri
afreks- og fjármálasviðs Íþrótta-
sambands fatlaðra, við Morgunblaðið
eftir að Evrópumeistaramóti fatlaðra í
sundi var slitið á laugardagskvöld.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Vel heppnuðu Evrópumóti fatlaðra lokið
Í HNOTSKURN
»Alls unnu um 200 sjálf-boðaliðar við Evrópumeist-
aramótið sem stóð yfir í rúma
viku.
»Keppendur, þjálfarar og að-stoðarmenn voru rúmlega
700.
»Á mótinu féllu 73 Evr-ópumet og 24 heimsmet auk
þess sem níu Íslandsmet voru
slegin
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
HJÖRTUR Már Ingvarsson sund-
maður úr Þorlákshöfn fór mikinn á
lokadegi Evrópumóts fatlaðra í
sundi í Laugardalslaug á laugardag.
Í tveimur sundum bætti hann eigið
Íslandsmet í 200 m skriðsundi í
flokki S5 um hvorki meira né minna
en hálfa mínútu. Hjörtur Már, sem
átti 14 ára afmæli á laugardaginn,
byrjaði á því að bæta metið um 20
sekúndur í undanrásum á laug-
ardagsmorguninn og tryggja sér
sæti í úrslitasundinu. Þegar að því
kom bætti hann um betur og bætti
metið um rúmar tíu sekúndur til við-
bótar og kom í mark á 3.50,36 mín-
útum. Hjörtur Már hafnaði í áttunda
sæti en ljóst er af þeim miklu fram-
förum sem hann tók á mótinu að
hann á framtíðina fyrir sér í sund-
inu.
Mikið að gera hjá Eyþóri
Eyþór Þrastarson hafnaði í átt-
unda sæti í 100 m skriðsundi í flokki
S11 á Evrópumeistaramóti fatlaðra í
sundi í Laugardalslaug. Hann kom í
mark á 1.09,24 mínútum og var fjór-
um sekúndum frá sínum besta tíma.
Þreyta setti
greinilega strik í
reikninginn hjá
Eyþóri sem keppti
í mörgum grein-
um á mótinu og
komst yfirleitt í
úrslit í þeim öll-
um. Eyþór var eini
íslenski keppand-
inn sem vann til
verðlauna á
mótinu en hann hlaut silfur í 400 m
skriðsundi á þriðjudagskvöldið.
Pálmi Guðlaugsson hafnaði í sjö-
unda sæti í úrslitum í 100 m bak-
sundi í flokki S6 á lokadegi Evr-
óumótsins. Hann kom í mark á
1.48,42 mínútum en náði ekki að
bæta sinn fyrri árangur í greininni.
Mikil keppni var um gullið í sundi
Pálma en þar háðu harða keppni
Rússi og Úkraínumaður. Sá síð-
arnefndi hafði sigur, var þriðjungi
úr sekúndu á undan í mark.
Íslendingar tefldu fram sveit í
4x100 m skriðsundi og kom hún í
mark á 6.40,54 mín. sem nægði ekki
til að komast í úrslit. Sveitina skip-
uðu þeir Hrafnkell Björnsson, Guð-
mundur Hermannsson, Pálmi Guð-
laugsson og Hjörtur Már Ingvarsson.
Hjörtur Már bætti metið um hálfa mínútu
Hjörtur Már
Ingvarsson
BANDARÍSKI spretthlauparinn Tyson Gay fór í vel
heppnaða aðgerð á vinstra og hægra nára um s.l.
helgi. Umboðsmaður Gay segir í samtali við Reuters-
fréttastofuna að meiðslin hafi sett æfingadagskrá
Gay úr skorðum og aðgerð hafi verið nauðsynleg.
Gay, sem er 27 ára, mun hefja léttar æfingar á ný í
desember. Hann varð annar á HM í Berlín í sumar
þar sem Usain Bolt frá Jamaíku setti heimsmet, 9.58
sek. Gay hljóp á 9.69 sekúndum í keppni sem fram
fór í Kína í september og er hann til alls líklegur á
næsta ári.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, mun á fundi
sínum þann 22. nóvember setja upp keppnisdagskrá
„Demanta mótaraðarinnar“ á næsta ári. Á þeim fundi verður væntalega
ákveðið að Gay og Bolt mætist allt að átta sinnum í keppni á næsta ári í
100 m. eða 200 m. hlaupi. seth@mbl.is
IAAF vill fá fleiri einvígi
Usain
Bolt
INGA Elín Cryer sundkona úr Sundfélagi Akraness náði lág-
markinu fyrir Evrópumeistaramótið í 25 metra laug er hún
bætti eigið stúlknamet í 400 metra fjórsundi á laugardaginn á
móti í Hafnarfirði. Inga Elín synti á 4.53,22 mínútum. Inga El-
ín lét ekki þar við sitja og bætti eigið stúlknamet í 800 metra
skriðsundi og kom í mark á 8.54,86 mínútum. Inga Elín, sem er
16 ára, var aðeins einni sekúndu frá Íslandsmetunum í báðum
greinum.
Fjórir íslenskir keppendur hafa náð lágmörkum fyrir EM í
25 metra laug: Inga Elín Cryer, Jakob Jóhann Sveinsson,
Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Evrópumeistaramótið fer fram í Tyrklandi aðra helgina í
desember og verður þetta í þrettánda sinn sem mótið er haldið. Keppt verður í
Abdi Ýpekçi Arena sem er fjölnota íþróttahöll. Þar var Evrópumeistaramótið í
körfuknattleik haldið en körfuboltaliðin Efes Pilsen og Fenerbache leika heima-
leiki sína í keppnishöllinni. iben@mbl.is
Inga Elín með EM-farseðil
Inga Elín
Cryer
Tanja Poutiai-nen frá
Finnlandi sigraði
á fyrsta heims-
bikarmóti kvenna
í risasvigi á laug-
ardag sem fram
fór í Solden í
Austurríki.
Poutiainen var
aðeins 0,01 sekúndu á undan Kat-
hrin Zettel frá Austurríki sem sigr-
aði í þessari grein í fyrra í Solden.
Samanlagður tími Poutiainen var
2.24,96 mínútur.
Poutiainen hefur nú sigrað á níu
heimsbikarmótum á ferlinum en hún
var í þriðja sæti eftir fyrri ferðina.
Denise Karbon frá Ítalíu var með
besta tímann eftir fyrri ferðina en
hún endaði 0,32 sekúndum á eftir
Poutiainen.
Lindsey Vonn frá Bandaríkj-unum endaði í níunda sæti en
hún á enn eftir að fagna sigri á
heimsbikarmóti í risasvigi. Vonn
sigraði í samanlögðum árangri á
heimsbikarmótunum 2009 og hún
var einnig stigahæst árið 2008.
Maria Riesch sem sigraði í sam-
anlögðum árangri í svigi kvenna á
heimsbikarmótunum í fyrra endaði í
18. sæti.
Nicole Hospfrá Aust-
urríki, fyrrum
heimsmeistari í
alpagreinum
kvenna, slasaðist
á heimsbik-
armótinu í Solden
í Austurríki á
laugardag. Hosp
sleit liðbönd í hné
í fyrri ferðinni og var hún flutt með
þyrlu af keppnisstaðnum. „Ég féll
aftur fyrir mig og sneri upp á hnéð.
Mér leið eins og einhver hefði stung-
ið mig í hnéð,“ sagði Hosp. Hún varð
efst í samanlögðum árangri á heims-
meistaramótinu árið 2007. Hún var
heimsmeistari í risasvigi árið 2007
en var mikið frá vegna meiðsla á síð-
asta ári. Þá var það vinstra hnéð sem
var að angra hana. Núna sleit hún
liðbönd í hægra hné og er óvíst hvað
tekur við hjá Hosp sem er 26 ára og
hefur sigrað á 11 heimsbikarmótum.
Atvinnukylfingurinn Trevor Im-melman frá Suður-Afríku fór í
aðgerð á vinstri úlnlið s.l. fimmtudag
og mun hann ekki keppa fyrr en í
byrjun næsta árs. Immelman sigraði
á Mastersmótinu árið 2008 en frá
þeim tíma hefur hann ekki náð að
landa sigri á atvinnumóti.
Immelman hefur glímt við meiðsli
í vinstri úlnlið á þessu ári og hefur
hann hvílst á undanförnum vikum til
þess að fá bót meina sinna en það
skilaði ekki árangri. Skurðlæknirinn
sem framkvæmdi aðgerðina hefur á
undanförnum árum framkvæmt
svipaðar aðgerðir á þekktum at-
vinnukylfingum og má þar nefna
Luke Donald frá Englandi og
Bandaríkjamanninn Jim Furyk.
Bobby Jackson er hættur að leikameð Sacramento Kings í NBA
deildinni í körfubolta. Jackson lék í
12 ár í deildinni og þar af í sex ár
með Kings. Bakvörðurinn var valinn
besti varamaður deildarinnar tíma-
bilið 2002-2003 þar sem hann skoraði
15 stig að meðaltali. Á ferlinum
skoraði Jackson 10 stig að meðaltali.
David Booth lykilmaður í ís-hokkíliði Florida Panthers í
NHL deildinni í Bandaríkjunum
fékk mikið höfuðhögg í leik liðsins
gegn Philadelphia Flyers á laug-
ardag og lá hann meðvitundarlaus í
15 mínútur á ísnum áður en hann var
fluttur á sjúkrahús. Mike Richards
„tæklaði“ Booth og skall hann aftur
fyrir sig og lenti með hnakkann á
ísnum.
Fólk sport@mbl.is