Morgunblaðið - 26.10.2009, Side 5
Íþróttir 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2009
Rhein-NeckarLöwen, sem
þrír íslenskir
handknattleiks-
leikmenn leika
með, vann örugg-
an sigur á
Dormagen, 35:25,
á útivelli í þýsku
1. deildinni í
handknattleik. Guðjón Valur Sig-
urðsson skoraði sjö mörk fyrir Lö-
wen, Ólafur Stefánsson sex og
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði
þrjú mörk.
Gylfi Gylfason og IngimundurIngimundarson og félagar í
GWD Minden fór illa að ráði sínu í
heimsókn til Grosswallstadt. Þeir
voru yfir allan leikinn allt til á enda-
sprettinum þegar heimamenn náðu
að jafna metin, 25:25, rétt áður en
flautað var til leiksloka. Minden liðið
var fimm mörkum yfir í hálfleik,
15:10. Gylfi var markahæstur hjá
GWD Minden með sex mörk og Ingi-
mundur skoraði þrisvar sinnum.
Sverre Jakobsson stóð að vanda í
vörn Grosswallstadt.
Gummersbach færðist upp í 5.sæti deildarinnar með örugg-
um sigri á Melsungen á útivelli,
32:23. Róbert Gunnarsson skoraði
fjögur mörk fyrir Gummersbach en
var þar að auki vísað af leikvelli
tvisvar sinnum í tvær mínútur.
Vignir Svavarsson skoraði tvömörk og var tvisvar sinnum vís-
að af leikvelli þegar Lemgo vann
öruggan sigur á Balingen, 26:20, á
útivelli. Lemgo er í 6. sæti.
Lübbecke, lið þeirra HeiðmarFelixsonar og Þóris Ólafs-
sonar, tapaði á heimavelli fyrir
Magdeburg, 30:29, og situr eftir í 12.
sæti deildarinnar með 6 stig að lokn-
um átta leikjum. Þórir skoraði fimm
mörk og Heiðmar þrjú.
Flensburg, liðAlexanders
Peterssonar,
tapaði útivelli fyr-
ir HSV Ham-
burg, 37:31, í
kvöld. Með sigr-
inum komst
Hamborgarliðið á
topp deildarinnar
með fullt hús stiga að loknum sjö
leikjum. Alexander skoraði tvö
marka Flensburg.
Aron Pálmarsson gat ekki leikiðmeð Kiel í gær vegna veikinda
en þá vann liðið stórsigur á Göpp-
ingen, 40:22, á heimavelli.
Hannes Jón Jónsson skoraði fjög-ur marka Hannover-Burgdorf
þegar liðið tapaði fyrir Düsseldorf í
gær, 29:25, á útivelli. Sturla Ásgeirs-
son skoraði ekki fyrir Düsseldorf.
Fólk folk@mbl.is
ÞETTA var þriðji leikur Íslands í
undankeppni HM en áður hafði liðið
unnið stórsigra á Serbíu og Eistlandi.
Frakkar höfðu hins vegar leikið einn
leik en þeir unnu 7:0 sigur á Króatíu í
síðasta mánuði. Eins og Sigurður
Ragnar benti á varð hann að gera
nokkrar breytingar á byrjunarliði Ís-
lands en þær Guðrún Sóley Gunnars-
dóttir og Dóra Stefánsdóttir voru frá
vegna meiðsla og Sara Björk Gunn-
arsdóttir er með flensu. Þá varð
markamaskínan Margrét Lára Við-
arsdóttir að fara af velli eftir hálftíma
leik vegna meiðsla.
Óhætt er að segja að íslenska liðið
hafi ekki mátt við þessum skakkaföll-
um gegn hinu sterka liði Frakklands
sem gerði stelpunum okkar enn eina
skráveifuna. Gaëtane Thiney og
Elodie Thomis gerðu mörkin en sig-
urinn var fyllilega verðskuldaður og
hefði orðið stærri ef ekki hefði verið
fyrir góðan leik Þóru B. Helgadóttur í
markinu. Þá vantaði allan brodd í
sókn íslenska liðsins.
Breiddin nýtist gegn
veikari andstæðingum
„Við erum með fína breidd í hópn-
um, leikmenn sem geta nýst okkur
vel gegn veikari andstæðingum, en
gegn svona rosalega sterkum and-
stæðingi verður allt að ganga upp.
Því miður erum við bara með eina
Margréti Láru og eina Guðrúnu Sól-
eyju, en þeir leikmenn sem koma inn í
staðinn gefa allt sitt í leikinn og eru
alls ekki mikið lakari leikmenn. Það
skiptir líka máli að þær eru ekki jafn
vanar að spila saman,“ sagði Sigurður
Ragnar.
„Ég þurfti að stilla upp nýju mið-
varðapari vegna meiðsla Guðrúnar og
mér fannst það ekki virka nógu vel í
byrjun leiks. Þess vegna víxlaði ég á
þeim Ernu [Björk Sigurðardóttur] og
Sif [Atladóttur] eftir tuttugu mínútur.
Mér fannst það ganga betur.
Planið var að verjast vel enda viss-
um við að við værum að fara með
vængbrotið lið til að mæta mjög
sterkum andstæðingi. En við eigum
heimaleikinn enn inni og ætlum okk-
ur að vinna þann leik með stærri mun
næsta sumar,“ sagði Sigurður Ragn-
ar en íslenska liðið hefur sett stefn-
una á að enda í efsta sæti riðilsins en
það er eina sætið sem gefur mögu-
leika á að komast í lokakeppnina í
Þýskalandi 2011. Verði Ísland og
Frakkland jöfn að stigum í riðlinum
mun markatalan úr innbyrðis við-
ureignum skera úr um hvort liðið
endar ofar.
„Vorum skrefi á eftir í
öllum okkar aðgerðum“
Þó fátt hafi verið um fína drætti hjá
íslenska liðinu á laugardaginn gat
þjálfarinn fundið jákvæða punkta til
að taka með í leikinn gegn Norður-
Írum í Belfast á miðvikudaginn.
„Sif var ein af okkar bestu mönnum
í þessum leik og Þóra varði oft mjög
vel í markinu. Rakel [Hönnudóttir]
var líka mjög dugleg í framlínunni
þannig að það voru jákvæðir punktar
í þessu hjá okkur en við lentum í
basli. Frakkarnir eru með frábært lið
og voru í miklum ham í þessum leik
svo þessi 2:0 úrslit voru alveg í takti
við gang leiksins. Þetta franska lið er
náttúrulega með leikmenn sem hafa
verið að brillera í bandarísku atvinnu-
mannadeildinni og við vorum bara
skrefinu á eftir í öllum aðgerðum.
Ég veit ekki hvort okkur hefði tek-
ist eitthvað betur upp með því að nota
annað leikskipulag. Mér fannst bara
gæðamunurinn á liðunum koma ber-
lega í ljós í þessum leik og til þess að
vinna Frakkland þurfum við að vera
með alla okkar bestu leikmenn og
þeir þurfa svo að eiga sinn allra besta
leik. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sig-
urður Ragnar sem hefur lítið getað
kynnt sér næsta andstæðing en Norð-
ur-Írar unnu 1:0 sigur í Króatíu á
laugardaginn. Íslenska liðið má illa
við að misstíga sig og sigur í Belfast
er nánast skilyrði en það gæti reynst
þrautin þyngri án „öxulleikmann-
anna“ sem Sigurður Ragnar benti á
en eins og fram kemur á forsíðu
íþróttablaðsins er óvíst hvort þær
Margrét Lára og Sara Björk geti tek-
ið þátt í leiknum.
„Höfum séð einn leik á spólu“
„Við höfum nú bara séð einn leik
með þeim á spólu og því miður ekki
meira en það, en það má búast við að
þetta sé þriðja besta liðið í riðlinum.
Við verðum að vinna þennan leik ef
við ætlum að eiga einhverja mögu-
leika á að komast áfram. Við viljum
búa til úrslitaleik gegn Frökkunum á
Laugardalsvelli næsta sumar og til
þess að það gerist megum við ekki
missa stig gegn öðrum andstæð-
ingum,“ sagði Sigurður Ragnar.
„Við viljum búa til úrslita-
leik gegn Frökkunum“
Morgunblaðið/Golli
Vonbrigði Þær Erna Björk, Edda, Katrín og Erla Steina máttu sætta sig við tap gegn Frakklandi á laugardaginn.
„Þetta gekk náttúrulega ekki upp eins
og við vonuðumst til. Það var of mikill
missir fyrir okkur að missa þennan öx-
ul úr liðinu sem þær Guðrún Sóley,
Margrét Lára og Sara Björk eru auk
þess sem Dóra Stefánsdóttir hefði
nýst okkur í þessum leik. Það er erfitt
að fylla í skörðin þegar það vantar
svona margar,“ sagði Sigurður Ragnar
Eyjólfsson þjálfari kvennalandsliðs Ís-
lands í knattspyrnu eftir 2:0 tap gegn
Frakklandi í Lyon á laugardaginn.
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
„Öxulinn“ vantaði í lið Íslands sem tapaði í Frakklandi N-Írar næstir á dagskrá
Í HNOTSKURN
»Frakkland vann Ísland 2:0 íþriðja leik Íslands í undan-
keppni HM. Gaëtane Thiney
gerði fyrra markið á 24. mínútu
og Elodie Thomis það seinna á
77. mínútu.
» Ísland hafði fyrir leikinnunnið Serbíu 5:0 og Eistland
12:0 en báðir þessir leikir voru á
Laugardalsvelli.
»Frakkland hafði hins vegarunnið Króatíu 7:0 en sjötta
liðið í riðlinum er Norður-
Írland.
JACK Poole aðalmaðurinn á bak við umsókn
Vancouver í Kanada þess efnis að halda vetr-
arólympíuleikana árið 2010 lést á laugardag.
Hann var 76 ára gamall og hafði glímt við
krabbamein í blöðruhálskirtli. Poole var for-
maður kanadísku nefndarinnar sem sótti um
vetrar-ÓL árið 2003 og hann var formaður
skipulagsnefndar ÓL 2010. Poole gerði sér
vonir um að ná að upplifa leikana sem fram
fara í febrúar á næsta ári.
Jacques Rogge formaður Alþjóða ólympíu-
nefndarinnar, IOC, sagði á laugardag að hann
hefði misst góðan vin. „Poole var mikill leiðtogi og góður ein-
staklingur. Ég er ekki í vafa um að heiðri hans verður haldið hátt
á lofti á leikunum í Vancouver,“ sagði Rooge í yfirlýsingu sem
IOC sendi frá sér um helgina. seth@mbl.is
ÓL-formaðurinn lést
Jack
Poole
DIDIER Cuche frá Sviss sigraði í risasvigi á
fyrsta heimsbikarmóti ársins í karlaflokki í
gær, sem fram fór í Sölden í Austurríki. Sam-
anlagður tími hans var 2.21,45 mínútur og er
þetta 10. sigur hans á heimsbikarmóti.
Cuche varð annar á þessu móti fyrir ári en
þá sigraði Daniel Albrecht frá Sviss. Albrecht
hefur ekkert keppt frá því hann slasaðist al-
varlega þann 22. janúar á þessu ári í Kitzbü-
hel . Cuche var 0,60 sekúndum á undan
Bandaríkjamanninum Ted Ligety og Carlo
Janka frá Sviss varð þriðji, 0,95 sekúndum á
eftir, en hann er heimsmeistari í risasvigi. „Eftir margra mán-
aða undirbúningstímabil er ánægjulegt að ná að sigra á fyrsta
mótinu. Það er mikil spenna sem fylgir því að bíða eftir fyrsta
móti ársins,“ sagði hinn 35 ára Cuche. seth@mbl.is
Cuche fagnaði sigri
Didier
Cuche
KJARADEILU NBA-deildarinnar og dómara
er lokið. Samningar hafa náðst og var skrifað
undir tveggja ára samning. Dómarar fóru í
verkfall fyrir fjórum vikum og var allt útlit fyr-
ir að tímabilið myndi hefjast án þeirra og kalla
yrði inn varadómara. Varadómarar hafa dæmt
leiki á undirbúningstímabilinu og voru mörg
lið ósátt við þá stöðu. Þrír dómarar starfa við
hvern leik. Alls eru 57 dómarar við störf yfir
keppnistímabilið og þar á meðal er ein kona,
Violet Palmer. Dómarar í NBA deildinni eru
atvinnumenn og er óhætt að segja að starfið sé
hálaunastarf. Grunnlaunin fyrir nýliða eru 1,5 milljónir kr. á mán-
uði og allur kostnaður er greiddur af NBA-deildinni. Þeir sem eru
með lengstan starfsaldur í dómarastéttinni fá um 5,6 milljónir kr.
á mánuði eða 67 milljónir kr. í árslaun. seth@mbl.is
Há árslaun dómara
Violet
Palmer.