Morgunblaðið - 26.10.2009, Page 7
Íþróttir 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2009
BJARNI Þór Viðarsson, U21-landsliðsmaður í
knattspyrnu, var enn á ný á skotskónum með
liði sínu Roeselare þegar það tapaði 3:2 á
heimavelli gegn Club Brügge í belgísku 1.
deildinni í knattspyrnu í gær. Gestirnir kom-
ust í 2:0 í fyrri hálfleiknum en Bjarni Þór
minnkaði muninn snemma í seinni hálfleiknum
með marki úr vítaspyrnu.
Skorar mark í öðrum hverjum leik
Bjarni Þór hefur nú gert þrjú mörk í þeim
sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir Roes-
elare eftir að hann kom til félagsins frá Twente
í Hollandi í lok ágúst.
Þrátt fyrir að hafa staðið í efsta liði deildar-
innar í gær er lið Roeselare
sem fyrr í neðsta sæti deild-
arinnar með sex stig, fjór-
um stigum á eftir næsta liði
sem er Moeskroen.
Bróðir Bjarna Þórs, Arn-
ar Þór, var á ný í byrj-
unarliði Cercle Brügge eftir
að hafa tekið út leikbann í
síðasta leik en liðið gerði 1:1
jafntefli við Kortrijk. Arnar
lék allan leikinn en jafn-
teflið þýðir að hann er ásamt félögum sínum
með þrettán stig fjórum sætum fyrir ofan
Bjarna og félaga. sindris@mbl.is
Bjarni Þór skoraði gegn toppliðinu
Bjarni Þór
Viðarsson
ÞRÁTT fyrir að vera með aðra höndina í gifsi
var landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason að
vanda í byrjunarliði OB þegar liðið gerði 1:1
jafntefli við Randers á útivelli í dönsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Í
samtali við Ekstra Bladet segir Rúrik ekki
annað hafa komið til greina en að spila enda
renni víkingablóð í æðum hans.
„Höndin er aum. Jú, ég finn til en þetta er
nú bara höndin. Ég er nú einu sinni fótbolta-
maður,“ sagði Rúrik við vefmiðilinn sem ger-
ir mikið úr því að Rúrik sé nú orðinn ástfang-
inn af íslenskri snót sem ku heita Ragnheiður
og vera laganemi og ljósmyndafyrirsæta.
„Ég er í skýjunum yfir þessu. Þetta er ný-
skeð, við höfum bara verið
saman í mánuð en við
þekktumst vel þar áður,“
sagði Rúrik.
Jafnteflið þýðir að OB
heldur efsta sæti deild-
arinnar en liðið er nú með
eins stigs forskot á FC Kö-
benhavn og Esbjerg, lið
Gunnars H. Þorvaldssonar.
Gunnar hefur reyndar
ekkert leikið með Esbjerg
upp á síðkastið og var ekki með þegar það
vann 2:0 sigur á Sölva Geir Ottesen og fé-
lögum í SönderjyskE í gær. sindris@mbl.is
Ástfanginn Rúrik áfram á toppnum
Rúrik
Gíslason
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
MEÐ tapi á Anfield í gær hefðu vonir
Liverpool um deildarmeistaratitil á
þessari leiktíð verið orðnar ansi litlar
en sé mið tekið af spilamennskunni
sem liðið sýndi gegn Englandsmeist-
urunum er ljóst að enginn skyldi af-
skrifa það í titilbaráttunni. Þar fóru
Suður-Ameríkanarnir og miðjumenn-
irnir Javier Mascherano og Lucas
Leiva fremstir í flokki með magnaðri
baráttu sem reyndar kostaði þann
fyrrnefnda rautt spjald undir lok
leiksins.
Brasilíumanninum Lucas hefur ein-
mitt gengið erfiðlega að heilla stuðn-
ingsmenn Liverpool eftir að hann
kom til félagsins frá Gremio í heima-
landinu árið 2007. Gárungarnir hafa
jafnvel haft á orði að Benítez hafi
fundið eina Brasilíumanninn sem ekki
búi yfir knatttækni. Eftir brotthvarf
Xabi Alonso til Real Madrid í sumar
virðist hins vegar vera kominn tími
fyrir þennan 22 ára gamla miðjumann
að sanna sig og hann átti frábæran
leik á Anfield í gær eins og reyndar
fleiri leikmenn Liverpool enda var sig-
urinn verðskuldaður og rúmlega það.
„Leikmennirnir sýndu frábæran
karakter og stuðningsmennirnir voru
sem okkar tólfti maður. Hugarfarið
var gott og það voru allir að vinna
saman, alveg frá markverðinum og til
aftasta stuðningsmanns í stúkunni,“
sagði Benítez eftir leikinn en stuðn-
ingsmenn Liverpool sköpuðu ótrúlega
stemningu í stúkunni og sungu dátt
allan leikinn. Þegar Michael Owen
kom svo inná sem varamaður í seinni
hálfleiknum, á sinn gamla heimavöll,
mátti sjá borða með áletrunum á borð
við „hvar varst þú þegar við vorum í
Istanbúl?“ og „eitt sinn United-
maður, aldrei Liverpool-maður,“ auk
þess sem baulað var hressilega á
þennan fyrrverandi leikmann Liver-
pool.
Með sigrinum komst Liverpool í 5.
sæti og er liðið sex stigum frá toppliði
Chelsea sem vann 5:0 stórsigur á
Blackburn en United er í 2. sætinu,
tveimur stigum á eftir þeim bláu. Að-
spurður um titilvonir Liverpool nú er
Benítez pollrólegur.
„Við megum ekki missa okkur yfir
þessum úrslitum, við eigum leik strax
á miðvikudaginn. En við sýndum og
sönnuðum að við erum betri en fólk
heldur. Leikmennirnir svöruðu mörg-
um spurningum með þessum leik,“
sagði Spánverjinn ánægður með
þennan þriðja sigur Liverpool í röð á
United.
Kollegi hans hjá United, sir Alex
Ferguson, var ósáttur við Andre
Marriner dómara leiksins en einnig
spilamennsku sinna manna.
„Ég er vonsvikinn yfir spila-
mennskunni, sér í lagi í fyrri hálfleik.
Þetta var slæmt af okkar hálfu. Seinni
hálfleikurinn var mun skárri en við
töpuðum vegna einnar eða tveggja
mikilvægra ákvarðana,“ sagði Fergu-
son sem vildi meina að andrúmsloftið
á Anfield hefði haft sitt að segja.
„Það er erfitt fyrir dómarann að
höndla það. Ég veit ekki hvort það var
vegna skorts á reynslu en hann mun
alla vega læra af þessum leik,“ sagði
Ferguson.
„Betri en fólk heldur“
Pressunni létt af Benítez með sigri Liverpool á Man. Utd S-Ameríkanarnir
magnaðir á miðjunni Owen fékk óblíðar viðtökur á gamla heimavellinum
Reuters
Góður Rio Ferdinand og Nemanja Vidic áttu í mestu vandræðum með að halda aftur af Fernando Torres í gær.
Í HNOTSKURN
»Liverpool hefur nú unniðþrjá síðustu leiki sína við
Manchester United í ensku úr-
valsdeildinni en liðið vann
báða leikina á síðustu leiktíð.
»Fernando Torres gerðifyrra markið í gær og er
þar með markahæstur í deild-
inni með 8 mörk ásamt Didier
Drogba og Darren Bent.
Eftir erfiða fjögurra leikja taphrinu
er óhætt að ætla að leikmenn Liv-
erpool hafi létt nokkurri pressu af
Rafa Benítez knattspyrnustjóra
sínum með 2:0 sigrinum á Man-
chester United í stórleik helg-
arinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Hinn frábæri framherji Fernando
Torres gerði gæfumuninn með
góðu marki á 65. mínútu en David
N’Gog gulltryggði svo sigurinn í
uppbótartíma. Nemanja Vidic, varn-
armaður United, fékk skömmu áður
að líta rauða spjaldið þriðja Liver-
pool-leikinn í röð.
Grétar RafnSteinsson
landsliðsmaður í
knattspyrnu var
enn á ný á
varamanna-
bekknum hjá
Bolton þegar liðið
lagði Everton að
velli í gær, 3:2, í
tíundu umferð ensku úrvalsdeild-
arinnar. Grétar, sem var fastamaður
í liðinu á síðustu leiktíð og stóð sig
með mikilli prýði, hefur aðeins byrj-
að tvo af ellefu leikjum tímabilsins
og í öðrum þeirra var honum skipt af
leikvelli í hálfleik.
Hermann Hreiðarsson á enn viðmeiðsli að stríða og gat því
ekki leikið með botnliði Portsmouth
sem gerði markalaust jafntefli við
Hull á útivelli. Hermann hefur ekk-
ert getað leikið með Portsmouth á
þessari leiktíð en hann ku vera að
skríða saman og gæti verið orðinn
klár í slaginn þegar liðið mætir Wig-
an um næstu helgi.
Jóhannes KarlGuðjónsson
var allan tímann
á varamanna-
bekknum þegar
lið hans Burnley
tapaði sínum
fyrsta heimaleik
á þessari leiktíð í
ensku úrvals-
deildinni gegn Wigan, 3:1. Nýlið-
arnir, sem misstu markvörðinn Bri-
an Jensen meiddan af leikvelli á 15.
mínútu, höfðu unnið fjóra fyrstu
heimaleiki sína, þar á meðal Eng-
landsmeistara Manchester United.
Kári Árnasonþótti sýna
mikið víkingseðli
í leik með liði sínu
Plymouth gegn
lærisveinum Roy
Keane hjá Ips-
wich í ensku 1.
deildinni í knatt-
spyrnu um
helgina. Kári fékk harkalegt oln-
bogaskot í gagnaugað frá Jon Wal-
ters leikmanni Ipswich sem opnaði
djúpan skurð en hann neitaði að láta
skipta sér út af heldur lét vefja höf-
uð sitt og spilaði allan leikinn. Paul
Sturrock stjóri Plymouth var ósátt-
ur við að Walters skyldi ekki rekinn
af leikvelli. „Dómarinn hefur ekki
séð atvikið. Ég ætla alla vega að
leyfa honum að njóta vafans. En ég
er undrandi á að aðstoðardómarinn
skyldi ekki sjá það. Hann er með
svakalegan skurð við augað,“ sagði
Sturrock. Leiknum lauk með 1:1
jafntefli.
Arsenal tapaði dýrmætum stigumí toppbaráttu ensku
úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu
þegar liðið missti niður tveggja
marka forystu gegn West Ham í gær
og gerði 2:2 jafntefli. Jöfn-
unarmarkið kom eftir umdeildan
vítaspyrnudóm.
Fólk sport@mbl.is
„ÉG hlakka til loka leiktíðarinnar og að geta þá
komist héðan,“ sagði Garðar í viðtali við sjón-
varpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýnir
stjórnarmenn félagsins harðlega. Hann er ósátt-
ur við að hafa ekki fengið nýjan samning í vor
eins og búið var að lofa honum en núverandi
samningur hans rennur út í lok yfirstandandi
leiktíðar.
Stjórnarmenn Fredrikstad báru fyrir sig skort
á fjármagni en skömmu síðar
festi félagið þó engu að síður
kaup á tveimur nýjum leik-
mönnum.
„Stjórnarmennirnir komu til
mín, sögðust ætla að gefa mér
nýjan samning og tilkynntu
það svo á fréttamannafundi.
Mánuði síðar sögðust þeir ekki
geta það vegna þess að það
væru ekki nægir peningar til
staðar. Þeir hafa ekki komið
vel fram við leikmennina sína,“ sagði framherjinn
stæðilegi sem er einnig afar ósáttur við að hafa
svo ekki verið leyft að fara til enska 2. deild-
arfélagsins Hartlepool þegar það sóttist eftir að
fá hann í sínar raðir nýverið.
Fredrikstad tapaði í gær fyrir Molde á heima-
velli, 2:1, og kom Garðar þá inná sem varamaður
á 80. mínútu. Hann krækti í vítaspyrnu skömmu
síðar sem færði Fredrikstad mark. Þessi úrslit
þýða hins vegar að Fredrikstad endar í þriðja
neðsta sæti deildarinnar og þarf að spila við lið úr
1. deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Garðar kom til Fredrikstad frá Val í ársbyrjun
2007 en var þar áður hjá KR og Stjörnunni. Hann
hefur skorað 17 mörk í 56 leikjum í norsku úr-
valsdeildinni. sindris@mbl.is
„Hlakka til að komast héðan“
Garðar Jóhannsson ósáttur hjá Fredrikstad Fékk ekki að fara til Englands
Garðar Jóhannsson landsliðsmaður í knattspyrnu
er hundóánægður með stjórnarmenn norska úr-
valsdeildarfélagsins Fredrikstad, sem hann hefur
verið á mála hjá frá ársbyrjun 2007.
Garðar
Jóhannsson