Morgunblaðið - 26.10.2009, Síða 8
8 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2009
VORIÐ 1996 fagnaði Grindavík Íslandsmeist-
aratitlinum í körfubolta karla eftir úr-
slitaeinvígi við grannaliðið úr Keflavík.
Grindavík rauf þar einokun Keflavíkur og
Njarðvíkur sem höfðu skipst á um að landa
þessum titli frá árinu 1991. Grindavík hefur
ekki náð að endurtaka leikinn frá vorinu 1996
þrátt fyrir að liðið hafi verið vel skipað og kom-
ið sér í færi til að ná alla leið. S.l. vor fékk
Grindavík gullið tækifæri til þess að landa Ís-
landsmeistaratitlinum í oddaleik gegn KR í
DHL-höllinni. KR sigraði 84:83 í þeim leik en
Grindvíkingar voru með boltann í síðustu sókn
leiksins og höfðu tækifæri til þess að skora. En
sóknin rann út í sandinn án þess að liðið næði
að skjóta á körfuna. Eflaust hafa leikmenn,
þjálfarinn og stjórnarmenn verið að ergja sig á
þeirri staðreynd eitthvað fram eftir sumri.
Grindvíkingar verða án efa í baráttunni um
alla þá titla sem eru í boði í íslenskum körfu-
bolta í vetur. Liðið hefur nú þegar landað ein-
um titli, í Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ, Powe-
rade-bikarkeppninni. Heppni spilar oft stórt
hlutverk í meistarabaráttunni og Grindvík-
ingar höfðu ekki heppnina með sér þegar
helsti stigaskorari liðsins, Páll Axel Vilbergs-
son, meiddist á hné í miðri úrslitakeppni.
Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur
hefur reynt að þróa leikstíl liðsins í þá átt að
liðið verði „heilsteyptara“. Það hefur reynst
Grindvíkingum erfitt að leita ekki í það gamla
far að reyna að „skjóta“ sig inn í leikina með
langskotum þegar illa gengur. Þegar skyttur
Grindvíkinga eru í „stuði“ er liðið nánast ósigr-
andi en þegar skytturnar eru ekki „heitar“ er
liðið oft brothætt.
Friðrik hefur fengið til liðs við sig tvo fína
varnarmenn og frákastara fyrir átökin í vetur.
Ómar Sævarsson úr ÍR, sem gefur aldrei
þumlung eftir í vörn eða fráköstunum, og
Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish er
fínn varnarmaður sem getur varið skot og tek-
ið fráköst. Grindavík hefur hikstað aðeins í
upphafi Íslandsmótsins en liðið mun eflaust
styrkjast þegar á líður. seth@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Nýr maður Ómar Sævarsson, fyrrum ÍR-
ingur, er nýr leikmaður í röðum Grindavíkur.
Er tími Grindvíkinga runninn upp?
Friðrik Ragnarsson er þjálfariGrindavíkur líkt og í fyrra en
undir hans stjórn komst liðið í úr-
slitarimmuna á Íslandsmótinu. Liðið
tapaði í oddaleik gegn KR sem fagn-
aði Íslandsmeistaratitlinum. Friðrik
er þaulreyndur þjálfari og gerði
hann Njarðvíkinga að Íslandsmeist-
urum tvívegis, 2001 og 2002.
Töluverðarbreytingar
eru á leik-
mannahóp
Grindavíkur og
tveir byrj-
unarliðsmenn eru
farnir. Hinn þaul-
reyndi miðherji
Páll Kristinsson
sneri á ný í sitt gamla félag Njarðvík
en Páll hafði leikið með Grindavík á
undanförnum árum. Bandaríkja-
maðurinn Nick Bradford samdi við
enska liðið Everton og er án efa að
tala við mótherja, dómara og stuðn-
ingsmenn í öllum leikjum liðsins.
Helgi JónasGuðfinns-
son lék með
Grindavík í fyrra
en hann er ekki í
leikmannahópn-
um í ár. Helgi er
samkvæmt heim-
ildum Morg-
unblaðsins að
huga að búferlaflutningum til
Bandaríkjana þar sem hann ætlar
sér að vinna sem líkamsræktarþjálf-
ari.
Davíð Hermannsson er í liðiHauka í vetur en Davíð fékk
ekki mörg tækifæri í miðherjastöð-
unni á síðustu leiktíð.
Ómar Sævarsson kom til Grind-víkinga úr ÍR. Ómar er einn
öflugasti frákastari deildarinnar og
þá sérstaklega í sóknarfráköstum.
Ómar ætti að nýtast vel í liði Grinda-
víkur. Ólafur Ólafsson er kominn
frá Þýskalandi og Ármann Vilbergs-
son úr 1. deildarliði Ármanns. Ár-
mann er yngri bróðir Páls Axels Vil-
bergssonar. Ólafur er gríðarlegt efni
og hinum þykir ekkert leiðinlegt að
troða boltanum í körfuna en hann
sigraði troðslukeppni KKÍ fyrir ári
síðan.
Bandaríski miðherjinn Amani BinDaanish hefur vakið athygli
með Grindavík það sem af er. Hann
er góður varnarmaður og frákastari
en getur komið boltanum ofan í körf-
una úr opnum færum. Daanish er
rétt rúmlega 2 metrar á hæð og 26
ára. Hann hefur komið víða við á
ferlinum og leikið m.a. í Malasíu og
Finnlandi.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
GRINDAVÍK rétt marði nýliða
Fjölnis í 2. umferð eftir að hafa
unnið Tindastól nokkuð örugglega í
1. umferð. Grindavík tapaði gegn
grannaliðinu Njarðvík á heimavelli
í 3. umferð og segir Friðrik að
nokkur atriði þurfi að laga í sókn-
arleik Grindavíkur fyrir næstu
leikjatörn.
„Við höfum ekki leikið af fullum
styrk í síðustu tveimur leikjum.
Það er sóknarleikurinn sem er
vandamálið, aldrei þessu vant. Ég
man varla eftir því að Grindavík
ætti í vandræðum með sóknina en
það er víst raunin hjá okkur. Við
erum ekki að gera hlutina eins og
við viljum hafa þá. Boltinn fær ekki
að flæða nógu mikið og menn
drippla of mikið. Og stóru menn-
irnir fá ekki boltann undir körf-
unni. Þetta erum við að laga og ég
hef svo sem ekki miklar áhyggjur
af sókninni, það mun lagast.“
„Sjáum ekki landsliðsmennina
yfir sumartímann“
Þjálfarinn var ekki lengi að jafna
sig eftir oddaleikinn s.l. vor gegn
KR þar sem Grindavík var hárs-
breidd frá því að landa Íslands-
meistaratitlinum. Undirbúnings-
tímabilið hófst strax að loknu
Íslandsmótinu í maí þar sem
áherslan var lögð á að byggja upp
yngri leikmenn liðsins. „Við áttum
þrjá leikmenn í A-landsliðinu og
maður sér þá varla yfir sumartím-
ann. Þá eru þeir undir stjórn Sig-
urðar Ingimundarsonar landsliðs-
þjálfara. Ég fékk hópinn um miðjan
júlí og við æfðum vel með hefð-
bundnum hætti fram að fyrsta leik.
Mér finnst við vera með sterkan
hóp sem ætti að geta gert atlögu að
þeim titlum sem eru í boði.“
Fráköstin eru mikilvæg
Töluverðar breytingar eru á leik-
mannahóp Grindavíkur og tveir af
þekktustu körfuboltamönnum Ís-
lands eru farnir frá félaginu. Helgi
Jónas Guðfinnsson er hættur og
Páll Kristinsson fór til Njarðvíkur
þar sem hann hóf ferilinn. Friðrik
segir að hann hafi leitað að leik-
manni til þess að fylla skarð Páls
og Ólafur Ólafsson, ungur Grind-
víkingur, fær að spreyta sig í vetur
í stöðunni hans Helga. „Við eigum
að vera betri í því að taka fráköst
eftir að við fengum Ómar Sæv-
arsson frá ÍR. Ég var ánægður
með að fá hann og Ómar mun
styrkja okkur í fráköstunum. Am-
ani Bin Daanish kom einnig til okk-
ar en hann er bandarískur mið- eða
framherji. Öflugur frákastari og
góður varnarmaður. Við töpuðum
einum 7-8 leikjum á síðustu leiktíð
og í þeim leikjum vorum við alltaf
undir í baráttunni um fráköstin.
Það munaði yfirleitt 10 fráköstum
eða fleirum. Við ættum að vera
betri á þessu sviði í vetur.“
Ekki verið að leita að
fleiri leikmönnum
Þjálfarinn ætlar ekki að leita að
frekari liðsstyrk í Evrópu. „Nei,
það er ekki á dagskrá að fá leik-
mann frá Evrópu til okkar. Ég er
með unga leikmenn sem fá tæki-
færi til þess að sýna sig og sanna.
Kjarninn frá því í fyrra er til staðar
og við eigum alveg að spjara okkur
eins og liðið er skipað. Upphafið á
keppnistímabilinu gefur vísbend-
ingar um að Iceland Express deild
karla verði tvískipt í vetur. Að
mínu mati eru fleiri sterkari lið en í
fyrra, jafnvel 6-7 lið sem geta unnið
hvaða lið sem er. Í fyrra fannst
mér það vera KR, Grindavík og
Snæfell sem skáru sig út. Það eru
fleiri góð lið í deildinni núna. Þau
lið sem verða í neðri hlutanum
gætu lent í vandræðum en eins og
þetta lítur út núna þá er FSu með
veikasta liðið,“ sagði Friðrik Ragn-
arsson.
Grindavík glímir við
óvenjulegt vandamál
Morgunblaðið/Golli
Varnarmaður Amari Bin Daanish er góður varnarmaður sem styrkir Grindavíkurliðið mikið undir körfunni.
„Ég tel að Grindavík geti blandað sér
í baráttuna um þá titla sem eru í boði
í vetur. Hópurinn er þéttur og góður
og við erum betri í því að taka fráköst
en oft áður. Sóknarleikurinn hefur
„hikstað“ í síðustu tveimur leikjum
en við verðum ekki lengi að laga það
fyrir stórleikinn gegn KR á föstudag-
inn,“ segir Friðrik Ragnarsson þjálfari
karlaliðs Grindavíkur.
Sóknarleikurinn er veikleiki Grindavíkurliðsins þessa dagana
Friðrik Ragnarsson þjálfari liðsins telur liðið til alls líklegt í vetur
Leikmannahópur Grindavíkur 2009-2010
Amani Bin Daanish 26 ára Framherji/miðherji
Arnar Freyr Jónsson 26 ára Bakvörður
Ármann Örn Vilbergsson 24 ára Bakvörður
Björn Steinar Brynjólfsson 27 ára Bakvörður
Brenton Birmingham 37 ára Bakvörður/framherji
Egill Birgisson 18 ára Miðherji
Guðlaugur Eyjólfsson 29 ára Bakvörður
Marteinn Guðbjartsson 17 ára Bakvörður
Nökkvi Már Jónsson 37 ára Framherji
Ólafur Ólafsson 19 ára Bakvörður/framherji
Ómar Sævarsson 27 ára Framherji
Páll Axel Vilbergsson 31 árs Bakvörður/framherji
Þorleifur Ólafsson 25 ára Bakvörður/framherji
Þorsteinn Finnbogason 19 ára Bakvörður/framherji