Síldin - 06.03.1939, Side 2

Síldin - 06.03.1939, Side 2
2 S f’L D I N án tiilíts til mismunandi gæða. Annað var ekki hægt, þar eð eng- inn grundvöllur fyrir réttlátri og samræmdri skiftingu á mismunandi greiðslu, fyrir mismunandi gæði, var til, áður en matslögin k^must á. Sú tilhögun að greiða jafnt fyrir alla vöru, varð til þess að draga úr áhuga og jafnvel getu þeirra saltenda, sem vildu vanda sig best, með því að aðrir komust upp á að framleiða Iágmark gæðameð minni kostnaði. Voru dæmi til, að menn leituðust við að afla sér við- skiftavina — og tókst það í sum- um tilfellum — með því að gefa í skyn og sýna í verki, að þeir væru ekki neinir »ofstækismenn« í kröfum til fersksíldargæða. — Þeir sem vildu vanda sig síðastl. sumar, fengu nú nokkra vernd í flokkuninni og hinu mismunandi verði, og hinir miður vandlátu hlutu, pyngju sinnar vegna, að gjöra það sem hægt var, til að hækka vöruna í flokki. Þaö erefa- laust, að hefði sömu reglu verið fylgt í ár (1938) og tíðkast hefir undanfarið: að salta síldina úr- kastlítið, þá lægi hér nú mikill hluti matjessíldarinnar, dæmdur ósamningshæfur og óseljanlegur. Nú höfum við reynslu fyrir því, að hægt er að breyta hraklegu rýrðarári í meðalár. Sú ályktun liggur þá beint við, að hægt muni að breyta meðalári i afbragðsár. Verður það vonandi verkefni ykkar næst. En hvernig ■ sem árferðið verður, þá hafið þetta hugfast: Val fersksíldarlnnar er aðalatrlð- ið. Fersk og feit sild er ágœtis- vara og verður það áfram, nema hún sé skemmd í verkuninni. Mögur síld eða gölluð er óhœf, eða léleg ttara, og batnar ekki hvaða snillíngar sem handleika hana. Nú verð eg að snúa mér frá þessu ánægjulega efni og að öðru, sem ýmsum mun lika ver að heyra, en það eru skemmdimar, sem komið hafa fram á nokkrum söltunarstöðvum. Þó þessar skemmdir séu miklu minni en orðrómur meinfýsinna íTi- ’ina vill úr gera, eru þær þó iJfinnanlegar fyrir þá, sem hafa oioið verst úti. Eg vil taka það skýrt fram, að það sem eg segi hér um skemmdirnar, er ekki gert til að draga fram ávirðingar þeirra, sem fyrir skemmdum urðu í þetta sinn. Það mun óþarfi, þeir gleyma varla sinni lexíu, heldur er það vegna hinna, sem sluppu í þetta sinn, en sem sumir hverjir hljóta, vegna skeytingaleysis, fyr eða síð- ar að verða hart úti. Aðalskemmdirnar eru þá: Sœta, súr og þrái. — Orsakir þessara skemmda eiga að vera öllum síldarmönnum kunnar, en eg ætla samt að rifja upp nokkrar stað- reyndir: Þar sem »sæta« oft er frumstig skemmda og snýst upp í »súr« og á stundum í »stækju«, þá verður að telja sömu orsakir allra þessara stiga. Aðeins athugist að »sæta« er algengust i sviljalausri síld, en »súr« eða »stækja« í sviljasíld. Talsvert af skemmdu síldinni ber með sér, að hún hefir verið óhæfilega gömul, eða af öðrum orsökum orðin skemmd — t.d. sjó- slegin, rignd, hrakin — fyrir sölt- un. Um þetta er það að segja, að á meðan svona síld er tekin til söltunar, hafa sjómenn ástæðu til að álíta, að þeir saltendur sem það gera, séu þeim velviljaðastir og hinir vandlátu þvert á móti. Sem betur fer, er nú að myndast það almenningsálit, að þetta sé hið versta skemmdastarf. Mestöll skemmda síldin sýnir, að henni hefir verið illa vöðlað í saltinu. Það útaf fyrir sig getur valdið súr í síld, sem hefði slopp- ið, ef vel hefði verið vöðlað. AI- gengur galli á skemmdu tunnun- um er vond »niðurlagning« (röð- un) síldanna. Það útaf fyrir sig getur valdið stórskemmdum, þótt annað sé í lagi. Þó að þessir tveir gallar hafi sennilega ekki verið algengasta aðalorsökin til skemmd- anna í þetta sinn, þá hafa þeirátt sinn þátt í hvernig fór. Þetta eru einnig algengustu gallarnir á þeirri síld, sem óskemmd var talin, og til stórlýta og ófarnaðar, þótt ekki ylli gjörskemmdum. Þessu veldur aðallega þrennt, en hvert útaf fyrir sig er fullnægjandi: 1. Viljaleysi eða skilningsleysi saltandans, stuðningsleysi hans við verkstj, eða eftirlitsmanninn, og knífni í útbúnaði stöðvanna. Hvað segið þið t. d. um þann saltanda, sem ætlast til, að sami maður sé verkstjóri og eftirlitsmaður á stöð með 60 stúlkur, og aftekur að verkstjórinn taki sér svo mikið sem einn aðstoðarmann við eftirlitið meðan á söltun stendur? Eða þar sem ekki voru til bjóð( til að vöðla síldinni í, heldur voru notaðír sömu stamparnir, sem hreinsað var í ? Eða saltendur, sem í áheyrn alls fólksins atyrða eftirlitsmanninn — e. t. v. án saka — og þar með eyðileggja alla virðingu hans hjá fólkinu. 2. Ódugnaður og getuleysi eftir- litsmanna og vevkstjóra. Eg kom á stöð í sumar. Þar voru öll bjóð svo full, að salt og síld rann út á planið, vöðlun var eftir þessu og niðurröðun sömu- Jeiðis. Eg stóð þarna góða stund og svipaðist eftir eftirlitsmannin- um, og loks sá eg hann, þar sem hann sat upp á tunnu og var að tala við kunningja sinn. Á annari stöð sá eg eftirlítsmanninn ekkert annað gera en leggja botna fyrir stúlkurnar. Þær voru búnar að koma því svo fyrir, að hann hafði nóg að gjöra við það. Hvor- ugur þessara eftirlitsmanna er í L. S., og eru svona áberandi dæmi sjaldgæf, sem betur fer. Verkstjóra og stöðvarstjóra veit eg um, sem telja sér allt annað óviðkomandi en það, að síldin komist í tunn- urnar, hvernig sem það er gjört, og grípa jafnvel fram í nauðsyn- legar ráðstafanir eftirlitsmannanna, oft án annars skiljanlegs tilgangs en að gjöra sig vinsæla hjá þeim, sem í augnablikinu telja sig græða á hroðvirkninni, sem í þessum til- fellum er kölluð »nauðsynlegur hraði«. Hroðvirknin, sem er afleiðing klaufsku og óverkhyggni, veitir þó síður en svo hraða; enda get eg sannað það hvenær sem er, að á þeim söltunarstöðvum, þar sem vinnan er vönduðust, þar er líka vinnuhraðinn mestur. 3. Þá kemur að því, sem ávallt er haft á oddi, þagar fundið er að vinnubragðagöllum i síldarverkun, bæði þeim sem nefndir eru hérað framan og öllum þeim ótöldu, sem sé: kunnáttuleysi, óhlýðní og ótrú- mennsku kvenfólksins. Því miður er víst mikið hæft í þessu, en undarlega finnst mér þeir, sem mest orð hafa á, gera lítið til að breyta þessu. Engan hefi eg þó heyrt halda því fram að þetta eigi að vera svona, og þeim sem telja allt ómögulegt, tökum við, sem höfum séð framfarirnar á bestu stöðvunum, ekkert mark á. Við að bera vinnugæðin á stöðvunum saman við stjórnsemi yfirboðar- anna, kemur það i ljós, að þar sem eru færir og stjórnsamir yfirmenn og húsbóndi þeirra veitir þeim góða aðstöðu, þar eru vinnubrögðin best. Eg hika því ekki við að haldaþvi fram og undirstrika það, að yfir- mennirnir, og sérstaklega saltend- urnir, eiga aðalsökina á þvi sem aflaga fer á þeirra eigin stöðvum. Það sé fjarri mér að mæla því kvenfólki bót, sem þráttfyrir góða tilsögn og aðstöðu við vinnuna, engum sönsum eða framförum tekur. Er vonandi, að þær sem svo hegða sér, annaðhvort sjálfar viðurkenni réttleysi sitt til að spilla vörunni, sem þeim er trúað fyrir og borgað fyrir að vinna við, eða að aðrir, sem hlut eiga að máli, sjái ráð til að losna við óvöndun þeirra. Eg hefi nú gerst orðmargur um það, sem eg þó ekki álít aðal- orsök skemmdanna í þetta sinn, smáatriði sem sumir kalla; hefði eg þó þurft að tína til fleiri atriði, en rúm er takmarkað. Mér virðist sem það hafi minni áhrif á afkomu atvinnuvegarins, þótt nokkur hundr- uð tunna eyðileggist árlega, heldur en hitt, hve þeirri vöru sem út er ílutt er ábótavant, samanborið við það sem hún gæti verið. Þess- vegna varð mér svona tíðrætt um »smáatriðin«. Aðalorsök stórskemmda af sœtu og súr er saltleysi, eða ýmsar rangar aðferðir, sem verka á sama hátt. í sumar var það ekki óalgeng skemmdaorsök, að sama saltmagn var notað í svilfulla og seinveidda síld og snemmveidda og tóma. Það vildi til, að saltskamtur var aukinn seinni partinn, en þá var síldin eyðilögð með því að ápakka hana eftir jafnlangan tíma og snemmveidda síld, án þess að at- huga, að síldin var ekki og gat ekki verið orðtn saltrunnin. Það kom fyrir að snurpusíld, sem var þykkri en reknetasíld, eins svilfull og söltuð sama daginn og með sama saltmagni og reknetasíld, á sömu stöð, slapp við skemmdir, en reknetasíldin eyðilagðist. Það S í L D I N Ritstfóri 09 ábyrgOarmaOur; Baldvin Þ. Kristjánsson AfgreiOslumaOur: Leó Jónsson. Siglufjaröarprentsmiðja. var af því, að fyrst lagðist heldur meira af reknetasíldinni í tunnurn- ar, heldur en af hinni, svo var reknetasíldin látin standa og siga í ca. 20 klst. en hin ekki lengur en 6—7 tíma. Afleiðingin: talsvert meira af síld í sama saltmagni — minna saltmagn = oflítið salt. Þessum skemmdum' hefði þó verið hægt að afstýra, með þvi að athuga hvað var að gerast í tunn- unum áður en síldin átti að vera orðin saltrunnin, eða í sumum til- fellum við ápökkun. En þetta var vanrækt, þrátt fyrir það, að til at- hugunar á síðastveiddu síldinni, sem mest skemmdist, var nógur tími, söltun var lokið á þeim tíma, sem aðgerðin þurfti að fara fram. Það er varla ómaksins vert að geta um þá ásökun, sem borin hefir verið á síldarmatið (sérstak- lega á mig), að heimtuð hafi ver- ið svo stíf pökkun, að síldin hafi skemmst af því. Það er satt, að við heimiuðum stífa pökkun, mér er ekki kunnugt um að út hafi verið flutt linpökkuð tunna í ár, hitt gátum við ekki ráðið víð, að fyrir kom að ofpökkuð tunna fór stundum til Póllands. Mér er ekki kunnugt neitt dæmi um það, að ef síld var orðin salt- runnin og örugg áður en hún var pökkuð, að hún hafi súrnað ein- göngu af of stifri pökkun. Enda eru skemmdu tunnurnar, sem eru lítið brot af allri framleiðslunni, engu meira pakkaðar en sem út er flutt og var óskemmt. Þá kem eg að þráaskemrndun- um. Það er nú orðið viðurkennt, að þrái kemur eingöngu af pœkil- leysi. Skemmdir af pækilleysi bera ávallt vott um óafsakanlegan trassaskap, nema um sé að kenna óhæfum eða óbætanleguin tunn- um. Þrái er einhver hvumleiðasta skemmd, sem fyrir kemur á allri matvöru og ekki sist i síld. Eg tel, að útflutta matjessildin hafi verið óvenju laus við þráa í ár, en nóg er i þvi sem skemmdist, og ekki held eg að því verði mótmælt, að á öðrum tegundum síldar sé þrá- inn algengur og til stórskammar og skaða. Eins og allir L. S. menn vita, hefir á síðustu árum verið lögð sérstök áhersla á vöndun matjes- síldar og hefir óneitanlega orðið miklu meiri framför á verkun þeirrar síldartegundar en öðrum. T. d. sýndi það sig með suma af þeim, sem tóku síldverkunar- prófið í sumar, að þótt þeir gætu Framh. á 6. síðu.

x

Síldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Síldin
https://timarit.is/publication/774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.