Vitinn - 25.08.1939, Blaðsíða 3

Vitinn - 25.08.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 25. ágúst 1939. 3 í Herjólfsdal. Lag eftir Oddgeir Kristjánsson. Hittumst, bræður í HerjólfscLal, hátíðarkvöld — æskcm á völd. Fyllum háreistan fjallasal fagnaðarsöng, nóttin er löng. Við drekkum glæsta guðaveig, glaðir tæmum lífsins skál í einum teig. Vonir rætast við söngvaseið, sorgir og þraut líða á braut. Gleðin brosir nú björt og heið. Bjargfuglahjal ómar í Dal. Á Fjósakletti brennur bál; böndum ástar tengir nóttin sál við sál. Árni úr E y jum. Fegurðarsamkeppni. Hver er maðurinn? Persónusaga Vitans. Sigurjón í Gefjun. Hann var fyrr meir toll- heimtumaður, en snerist síðar til betri vegar. Er hann nú einn mestur virðingarmanna í flokki Hriflunga, relcur höndlun mikla með voðir og dúka, svo sem nafni hans á Álafossi. Aðal-áhugamál: Bob-spil. Kollega vor í Reykjavík, Vik- an, sem sællar minningar flutti fílinn frá Afríku í Heimaklett, og skóp hina ódauðlegu, tann- lausu „Miss Heimaey“, hefir undanfarið verið með „fegurð- arsamkeppni“ á prjónunum. Sjálfsagt fer þessi samkeppni einhvern veginn, þ. e. við fáum að öllum líkindum íslenzka feg- urðardrottningu. Allir muna hinar blíðu ásjónur, sem birtust í Teofaní-pökkunum hérna um árið. Það munu hafa verið 50 fegurstu konur með þjóð vorri (enda hækkuðu cigaretturnar, strax og myndirnar hættu að fylgja pökkunum) — og er Teo- faní-safnið því merkileg heim- ild um fegurð íslenzkra kvenna á þeim árum. Nú hefur Vikan lofað að sýna oss 10 fegurstu stúlkurnar, svo að það verður sjálfsagt glæsilegt úrval. En oss finnst vanta nokkuð á þetta. Þótt vér sjáum snoturt stúlkuandlit á mynd, er engin trygging fyrir því, að stúlkan sé að öðru leyti fagursköpuð. Gæti hún ekki verið víxluð eða snúin, of „slank“ eða of „sver“? Viljum vér hérmeð stinga upp á öðru fyrirkomulagi. Mætti fá til nefnd, sem skipuð væri listamönnum og fæðuefna- fræðingum. Væri hún svo látin standardiséra eitt general- ven- us-mál af fullkomlega velskap- aðri stúlku. Mætti svo birta myndir af stúlkunum fremur fáklæddum, t. d. með njóla-blað. Viljum vér hér með stinga beina þessu til þeirra, sem hlut eiga að máli. * Móðirin: Jæja börnin mín! Þið hafið okkar samþykki. Guð gefi, að sól hamingjunnar megi skína á hjónaband ykkar, eins og hún hefir skinið á hjónaband okkar. Faðirinn: Já, þá fáið þið að minnsta kosti ekki sólsting. *

x

Vitinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vitinn
https://timarit.is/publication/777

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.