Vitinn - 25.08.1939, Page 4

Vitinn - 25.08.1939, Page 4
4 Föstudaginn 25. ágúst 1339. I sjónaukanum. Kona ein var á heimleið úr Dalnum. Var hún komin niður á Skólaveg, og var heldur óstyrk í gangi. Maður, sem mætti henni, heyrði hana tauta, um leið og hann gekk fram hjá henni: „Hvenær ætlar maður að losna við þessi bölvuð tjaldstög, maður kemst ekki úr sporunum fyrir þeim“? Gilli J. hélt því mjög fram, hve vel bergmálaði í Dalnum. Tók hann Jóhann Bj. o. fl. með sér upp í brekku til að sanna þeim þetta. Tók hann til að æpa af krafti, en fekk fyrst ekkert svar. En brátt fór að taka und- ir, og fekk hann brátt svör við ópum sínum jafnóðum. Varð Gilli mjög hreykinn af þessu — en síðar upplýstist það, að tveir strákar svöruðu honum frá vél- arskúrnum, meðan þeir gátu, fyrir hlátri. Góður og gamall útvegsbóndi, sem hefur gaman af íþróttum, var ákveðinn í því að sjá kapp- leikinn milli K. R. og K. V. — En einhvern veginn atvikaðist það svo, að hann lenti öfugu megin girðingar, þ. e. í kálgörð- unum, fyrir íþróttavöllinn. Gerði hann nokkrar tilraunir til að komast inn á völlinn, án árangurs. Svo var hann ekkert ,,að því“ meira, heldur lagði sig undir stein í Hlíðarbrekkunum og sofnaði. Um 5-leytið fyrri þjóðhátíð- ardaginn kom aðkomumaður einn æðandi inn í veitingartjald- ið, og hafði dagskrá í hendinni. „Sund í lauginni kl. 1030. — Fer það ekki að byrja“, spyr hann, ,,og hvar er þessi blessuð laug?“ C Svohljóðandi skeyti barst þjóðhátíðirmi frá Siglufirði: „Heillaósk. Er Siglufirði að kraftakveða síldina. Jóhannes Kr. Kraftasöngljóðasemjari“. Allskonar grænmeti. Hvifkál Blómkál Agúrkur Tómatar Gulrófur o. fl. ÍSHÚSIÐ, sími 10. Góðir KV E N S O KKAR nýkomnir. Kaupfélag verkamanna. Nýkomið: Strausykur Melís Kandís Yöruliús Vestmannaeyja li.f. Tilkynning frá barnoskólanum. Hausfskólinn, fyrir 7, 8, 9 og 10 ára börn, hefsl 1. sepfember kl. 2. Skólasfjórinn. Kvennadálkur, Fallegir olnbogar. Svo að þér ekki fáið ljóta húð á olnboga af borðinu þegar þér sitjið við lestur, skuluð þér stinga þeim í sítrónubörk, það gerir húðina mjúka og fína. Karfa fyrir húsmóðurina til að ganga með í búðir, og um leið göngustafur.

x

Vitinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vitinn
https://timarit.is/publication/777

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.