Þjóðólfur


Þjóðólfur - 01.12.1940, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 01.12.1940, Qupperneq 2
2 ÞJOÐOLFUR A V A R P. Siglfirðingar! Með þessu fgrsta tölublaði »Þjóðólfs« byrjar uiðleitni siglfirzkra blaða til þess að möta afstöðu siglfirzkra œskumanna til brezká setuliðsins. Hvernig börnum og unglingum hefir uerið leyft að hanga után í og flœkjast með hinum óboðnu gestum gefur uissulega tilefni til þess, að hafisi uerði handa til þess að afmá þennan ófögnuð og þá takmarka- lausu lítilsuirðingu, sem sjálfstœðiskennd manna er sýnd með þessu framferði. Það er uissulega kappnóg fyrir þá, sem elcki er alueg sama um alla sína framtíð og frelsi, að þurfa að horfa upp á það að erlend- ur herafli gengur hér laus um götur bœjarins og grefur í sundur jarð- eignir manna eingöngu með »hysteri« fyrir augum, þó menn uerði ekki einnig varir uið það, að þeir séu farnir að helga sér konur og fóstra upp börn fyrir ibúa bœjarins. Aðal tilgangur blaðsins á þui að uerða sá, að uekja hjá bœjarbúum þá sjálfsögðu og nauðsynlegu uirðihgu, sem huer einasti bœjarbúi er skyldur að bera til þess bœjarfélags, sem hann tilheyrir og jafnframt það stolt, að þegar uirðingu bæjarins er misboðið, þá er það einnig móðgun fyrir sérhvern íöúa bœjarins, sem þeir eru sóma síns uegna skyldir að láta í Ijósi með kaldri kurteisi og algjöru afskiptaleysi. En látum það aldrei afskiptalaust, að þeir passi börn og teymi með sér krakka um götur bœjarins og út fyrir bœinn, þuí slíkt er glœpur gagn- uart íslenzku eðli og hugarfari. Siglfirðingar! Tökum þuí allir liöndum saman um að útiloka hin siðferðis spillandi áhrif úr siglfirzku bœjarlífi, sem sleikjuskapur uið hið brezka setulið hefir i för með sér. Enginn hermaður á neínni skemmtun, enginn hermaður á bíó. Það er hœgt að hafa sérstaka sýningu fyrir þá, til þess að Thorarensen tapi engu og um fram allt, enginn Siglflrðingur má nokkuintíma láta svo iítið að tala eitt orð við hermann, — til þess er túlkurinn. Sjálfstædið. i. Forspil sambandsmálsins er talið vera þetta í stórum dráttum: ís- lendingar fara að gerast æ hávær- ari í kröfum sínum um að Danir viðurkenni sjálfstæði og fullveldi landsins. Barátta þessi er talin hefjast með Fjölnis-mönnum og enda í bili 1918, er Danir viður- kenndu ísland sem samningsaðilja. Þá sáu Danir sér ekki annað fært en að taka kröfur íslendinga til athugunar. Við höfðum svo aug- ljósan rétt til lands vors, sem nokk- ur þjóð gat haft. ísland hefir að- eins gengið í konungssamband við Noreg, en flækzt inn í sambandið við Dani. Árið 1814, þegar hinn sögulegi og frægi Kielarfundur var haldinn, þá var enginn íslendingur þar, eða neinn fyrir "íslands hönd, enda var ekki spurt eftir fulltrúa frá íslandi. í sambandslagasamningnum sézt bezt hvað Danir voru Iagnir að koma ár sinni fyrir borð. Með gild- istöku sambandslaganna urðu Dan- ir þeirra réttinda aðnjótandi, sem engin þjóð, af þeim mörgu smá- þjóðum, sem leystust úr læðingi eftir heimsstyrjöldina, lét sér til hugar koma að láta annarri þjóð í té. Eg ætla hér að nefna nokk- ur dæmi, sem sýna þetta bezt: í 6. gr. sambandslaganna segir svo: »Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á íslandi, sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar og gagnkvæmt«. Ákvæði þetta er einstakt i sinni röð og hvor- ugri þjöðinni til sóma. Þar fær 30 sinrlum fjölmennari þjóð og margfalt ríkari, borgararétt á þessu gæðd landi. í athugasemdum danska nefndarhlutans er tekið frain, að »ölí ríkisbörgararéttindi séu algjörlega gagnkvæm, án nokkurs fyrirvara eða afdráttar*. í sömu grein er líka annað ákvæði, sem hljóðar þannig: »Bæði danskir og islenzkir ríkisborgardr hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskveiða innan landhelgis beggja ríkjanna». Aldrei hefir ótilneydd þjóð Iátið annarri þjóð i té önnur eins rétt- indi og íslendingar fá Dönum með 6. gr. sambandslaganna. Það er ekki nóg með það, að Danir eigi landið með íslendingum, heldur og hafið í kring um það. Hafið er fjöregg þjóðarinnar. Menn mega ekki halda, að með samþykkt Alþingis 10. apríl s.l. um að ísland skuli taka utanríkismálin og landhelgisgæzluna í sínar hendur, að þá sé allt hið versta búið sem í sambandslögunum var, en það er mesti misskilningur, enda er það ekki nema til bráða- birgða. En svo er annað að athuga við þau ákvæði sambandslaganna, sem nefnd hafa verið og fleiri og það er það, að þessi ákvæði, sem rituð eru í sambandslögunum, eru með öllu ósamboðin frjálsum borgurum í frjálsu og fullvalda ríki. Danir ráku smiðshöggið á verkið með 18. gr. sambandslaganna. Biuggu þeir þannig um hnútana, að tvísýnt er hvort náist löglegur meirihluti fyrir sambandsslitum. Til að fella úr gildi sambands- lagasáttmálann þarf 2/3 úr hvorri deild Ríkisþingsins eða 2/3 sam- einaðs Alþingis að samþykkja samningsslitin. Síðan þurfa kosn- ingar að fara fram um málið. Kosningarétt hafa þar kjósendur til Alþingis. Nú nægir ekki einfaldur meirihluti. Fyrst og fremst þurfa 3/4 atkvæðisbærra manna áð greiða atkvæði, síðan þurfa 3/4 greiddra atkvæða að falla með samnings- slitum eða 75 prc. Það fullveldi sem íslendingar tóku sér þegar mest á reið, var ekki af þeim tekið og það vissu Danir. Danir voru skyldir til að fá oss allan rétt vorn án endur- gjalds. Það var því um að gera

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.