Þjóðólfur - 01.12.1940, Side 4
4
ÞJÓÐÓLFUR
að þessar hinar sömu stúlkur haíi
ekki nokkurn snefil af hugmynd
um, hvað hættulegan eld þær
leika sér með. Þær hugsa eflaust
ekki út í það, að stundar kæru-
leysi getur haft djúp, skaðleg á-
hrif á alla framtíð þeirra. Bezti
vettvangurinn, sem brezki hermað-
urinn hefur til að kynnast hinni
íslenzku stúlku — og öfugt — er
kaffihúsið. Á kaffiliúsin koma
stúlkur á öllum aldri, en mest ber
þó á stúlkum, sem eru rétt skriðn-
ar út úr barnaskólanum og eru
enn börn að aldri.
Væri það ekki snjallræði og bói
i máli, að banna stúlkum innan
18 ára aðgang að kaffihúsum.
Með því móti væri að nokkru leyti
hægt að koma í veg fyrir siðspill-
ingu meðal kvenþjóðarinnar hér.
Það er auðvitað hlutverk barna-
verndarnefndarinnar, að koma því
í kring, að slíkt bann verði sett á,
en lögreglunnar að því verði hlýtt.
Að öðru leyti ber hinum ráðandi
mönnum þjóðarinnar — þeim, sem
mest tala um siðmenningu og
þjóðþrif — að vera á varðbergi
og stýra þjóðarfleytunni undan
brotsjóum úrkynjunar, því úrkynjun
getur orðið þjóð vorrí að algeru
falli.
Þið, ungu stúlkur, sem ennþá
hafið ekki misst meðvitundina um
þjóðrækni og þjóðarstolt. Hættið
ykkur aldrei út á hið hála svell,
þvi ykkur mun reynast erfitt að
komast á fætur aftur, |eftir að þið
hafið fallið á annað borð.
Þegar eg geng að degi til fram
hjá Hótél Siglunesi, þá er það
undantekningarlaust regla, að eg
sé þar 5—20 smásnáða á vappi
kring um varðmanninn og sumir
þeirra gerast svo heimankomnir
hjá hermönnunum, að þeir vaða
inn í Hótelið. Eg vil spyrja hvort
menn álíti þennan stað hollan
fyrir okkar yngstu kynslóðir. Svar-
ið verður án efa neitandi. Og sem
uppeldisstaður og leikvöllur finnst
mér Hótelið, í núverandi ástandi,
mjög óheppilegt. Hefur þá okkar
ágæta lögregla ekki vald til þess,
að segja þessum snáðum að hypja
sig á brott frá hermönnunum og
velja sér annan leikvöll. Eitt af því
góða, sem H. Thorarensen hefir
gert til þjóðþrifa!! hér í okkarbæ,
var það, að hann leigði her-
mönnunum Hótel Siglunes til íbúð-
ar. En Hótel Siglunes er, eins og
kunnugt er og hætt við að verði
framvegis í vetur, helzti skemmti-
staður bæjarins. Að minnsta kosti
er hvergi annarsstaðar opið kaffi-
hús á kveldin. Bæjarstjórninni ber
siðferðileg skylda til að banna
allar dansskemmtanir á Hótelinu
því það er í núverandi ásigkomu-
lagi aðeins óbreyttur hermanna-
skáli. Og það er mikil skömm og
alveg óþoljndi, að æska bæjarins,
sem stjórnmálaleiðtogar bæjarins
bera svo mjög fyrir brjósti í ræð-
um sínum, skuli þurfa að vera
neydd til að heimsækja hermanna-
skálann, ef hana langar til að lyfta
sér upp á kveldin með dansi.
Hingað til hafa hermennirnir sótt
óhindraðir þær dansskemmtanir,
sem hér hafa verið haldnar. Væri
það nokkur ókurteisi eðasýnirþað
á nokkurn hátt óvildarhug í þeirra
garð, þótt þeir, sem hlut eiga að
máli, færi þess á Ieit við her-
stjórnina brezku hér á landi, að
hermennirnir sæktu ekki dansleiki
og klúbba. Ef þeir virða okkur
einhvers, þá svara þeir vafalaust
játandi.
í dag minnumst við fullveldis-
dagsins, 1. des. 1918. Þann dag
höfðu íslendingar lengi þráð og
mikið barizt fyrir að rynni upp.
Mestu og duglegustu vitmenn
þjóðar vorrar stóðu í broddi fylk-
ingar í þeirri baráttu — frelsis-
baráttu þjóðarinnar — og fórnuðu
lífi sínu og kröftum á altari frelsis
og þeir liðu margskonar raunir og
sjálfsafneitun vegna afstöðu þeirra
gegn Dönum, þar til markinu var
náð. Þegar svo þessi stóri sigur
var fenginn og markinu var
náð, að flestra dómi, þá hugðu af-
komendur frelsishetjanna og sam-
tíðarmanna þeirra, að með fengnu
fullveldi væri baráttan úr sögunni
og sjálfstæði landsins yrði ekki
skert í annað sinn. Þá dreymdi
ekki um, að sól sjálfstæðis
þeirra gæti nokkurn tíma lækkað
á lofti, því þeir höfðu vonað, að
þeir fengju að lifa afskiptalausir á
eyjunni sinni kæru, sem forfeður
þeirra, norsku víkingarnir, fundu
og reistu bú á fyrir rúmum þús-
und ár.um. Svo þegar hertakan
fór fraih, þá trúðu þeir varla sín-
um eigin augum og eyrum. Þeim
fannst hinir brúnklæddu hermenn
og herútbúnaður þeirra vera, fyrst
í stað, svo óeðlilegur og falla svo
illa inn í hina íslenzku náttúru.
En smátt og smátt, þegar frá leið
og mönnum gafst tóm til íhugunar,
sáu þeir hvað hafði gerzt. Þeir
sáu að sól sjálfstæðis þeirra hafði
— þvert ofan í staðhæfingar stór-
þjóðanna um að virða sjálfstæði
þjóðarinnar — með hertökunni
gengið í annað sinn til viðar.
Kæru lesendur!
Við höfðum engin tæki né mátt
til að verja íand vort fyrir innrás
erlends hers, en hvort við höfð-
um löngun til þess, það er annað
mál. Nú höfum við enga vissu
fyrir að losna úr fjötrunum nema
loforð Churchill’s, sem hann gaf
okkur, þegar hersveitir hans tóku
Reykjavík. Við verðum að trúa
þvi, að forsætisráðherra Englands,
f. h. ríkisstjórnarinnar brezku, sé
orðheldinn maður, og kalli setu-
liðið heim strax og friður kemst
á. Þess vegna lítum við með
vonaraugum til þess dags, þegar
þjóðirnar, sem berast á banaspjót-
um, semja frið og brezka setuliðið
hér hverfur á brott.
Essá.
Kvenpeysur
og
Golftreyjur
nýkomnar.
Geislinn.
N ý k o m i ð
með »Brúarfoss:
LEIRTAU svo sem: Bollapör,
Diskar, djúpir og grunnir. Vatns-
glös, Könnur.
Veiðarfæraverzlun Siglufjarðar.
Linoleum-
dúkarnir
verða teknir upp næstu daga.
Einco.
HEFLAR, ÞVINGAR, SKP.UFSTYKKI
o. fl. verkfæri, tekin upp
næstu daga.
E IN C O.
Útgef.: Blaðnefnd »Þjóðólfs*.
Ábyrgða rmeéur:
BJÖRN JÓNSSON.
Siglufj aarðaffprentsmiðj a.