Skólablaðið - 01.04.1943, Síða 4
á fyrstu síðu í fyrsta tölu'blaði
SKÓLABLA.BSINS birtist greinarkorn um "blað-
ið, þar sem segir, að J>að hafi ekki komið
fyrir í mörg ár, að ritstjórar þess hafi
ekki kvartað undan andleysi og pennaleti
nemenda og borið sig illa
yfir því að þurfa að
elta mann á röndum eins
o^ rukkarar til þess að
fá hjá þeim nokkrar lín-
ur.
í vetur hefur sagan
verið önnur. Blaðið
hefur verið með all-
breyttu sniði frá því,
sem áður var og í þvx
fjöldinn allur af nýjungum. Breytingum
þessum má skipta í tvenntt l) Breyting-
ar á ytra útllti og 2) Breytingar á efni
blaðsins. Hvað ytra útlit snertir ber
fyrst að nefna kápuna, sem nú er ávallt
prentuð x tveim litum 0g nú sxðast á sér-
stakan pappír. Þá hefur verið reynt að
setja hverja grein svo fram í blaðinu, að
hún væri sem læsilegust, teiknaðar fyrir-
sagnir, smámyndir o.s.frv. Höfum við við
það notið ágætrar samvinnu fjölritunar-
stofunnar, sem prentar blaðið. Um efnið
er það að segja, að birtar hafa verið
greinar um hvers konar áhugamál nemenda,
aðallega þau, sem snerta skólann, en
einnig mörg önnur. En einu taka menn
eftir, Það hafa engar pólitiskar greinar
birsst. Vil óg nú víkja nokkru nánar að
því,
f allan vetur hefur verið nokkur
ágreiningur milli mín og ritnefndar-
innar um það, hvort birta ætti í blaðinu
greinar -um pólitísk efni,,, gera það að
vettvangi fyrir stjórnmáíadeilur, Ég
held því fram, að Skólablaöið sé enginn
vettvangur fyrir'pólitík,' vegna þess að
með því er eytt rúmi og peningum í efhi,
sem hægt er að gera full skil á 5 mínútum
á málfundi (og fá svar strax.) Ég held
því fram,, að blaðið bÓ enginn vettvangur
fyrir pólitík, vegna þess að í slíkum
greinum kemur sjaldan fram meira en við
getum lesið í dagblöðunum. Og ég held
því fram, að sé blaðið gert^að vettvangl
slíkra deilna, verði hætta á að stjóm-
málaflokkarnir oti fylgismönnum sínum
fram og reynl þannig að hafa áhrif á
nemendur. Ritnefndin var 0g er á annari
skoðun, en í vetur hef ég þó haldið
minni skoðun til streitu
og ekki hefur birzt
einn stafur um stjórnmál,
Ritnefndarmennirnir ^taka
við blaðinu, þegar ég
fer úr skólanum, og geta
þá yngri nemendur dæmt
um, hvort æskilegra sé,
pólitískar greinar eða
efni það, sem birzt
hefur^í blaðinu í vetur,
Yona égj að sú reynsla
sem þá fæst, hver sem hun rerður, verði
lögð til grundvallar við blaðið í framtíð—
inni.