Skólablaðið - 01.04.1943, Page 5
- 5 -
Tilgangur Skóla'blaðsins er hinn sami
og tilgangur allra slílcra hlaða á að
vera, Það á að flytja lesendum sínum
fróðleik og fréttir, skemmtiefni og ræða
þau áhugamál þeirra, sem varða skólann.
Það kom eitt sinn fram í grein um Skóla-
blaðið, að það ætti ekki
að birta efni, sém nem-
endur vilja lesa, heldur
það, sem þeir vilja
skrifa. Ég hygg, að þetta
se hvortveggja að miklu
leyti rangt. Ritstjórnin
á að birta í blaðinu það
efni, sem hún heldur að
sé mest menntandi og fræðandi fyrir. nem-
endur, og hún á að set ja það fram á þann
hátt,'"að það sé sea: girnilegast léstrar.
Ef hún birti það efni, sem.meirihluti
lesenda sennilega vildi helzt lesa, mundi
það vera (afsakið) hneykslisögur, níð og
spott um nemendur og kennara. Ef hún
birti bað, sem menn vilja helzt skrifa
um, yrði blaðið sérþrentun á stjórnmála-
greinum dagblaðanna. Reynslan við öll
blöð er sú, að politíkusarnir hlaða upp
greinum, en vísinda- og menntamenn gera
það eldci. Það verð.ur að biðja þá um að
skrifa, og þá gera þeir það með glöðu geði.
Sa misskilningur hefur léngi ríkt
meðal þeirra, sem hafa séð um blaðið, að
þ.eir eigi aðeins að taka við greinum, sem
berast, og ef engar greinar berast séu
nemendur andlega volaðir og ekki penna-
fær máður meðal.þeirra. Þetta er al-
rangt. Ritstjórnin verður að leita uppi
þá, sem geta skrifað og biðja^þá um að
gera það. k þennan hátt hef ég í vetur
komizt að raun um, að x skólanum er fjöldi
manna, sem vel geta slcrifað, en þeim
finnst oft eins og þeir-séu að trana sér
fram með því að skrifa fyrir Skólablaðið,
en þá verður fyrst að fá þá ofan af þeim
misskilningi.
Eins og venja er hér í skólanmn,
láta 6-bekkingar af öllum embættum, þegar
þeir fara í upplestrarfrí sitt. Svo er
einnig um Skólablaðið, og hefur•ritnefnd-
in séð um þetta blað (nema kápuna og
þessa grein.) En það, sem ég vil segja
að lolcum, er þetta: ■ Það er vonandi, að
þeir,- sem starfa við blaðið í framtíðinni,
íhugi þær breytingar, sem ég hef reynt að
gera á blaðinu;og rcýni að læfa ekki að-
eins af því, sem vel fór, heldur einnig
af því, sem illa fór.
.. -xox-§-xox-
f sambandi við•grein Benedikts vilj-
um við gera stutta athugasemd.
Behedikt skýrir frá því, að það hafi
valdið ágreiningi í ritnefndinni,.. hvort
pólitíksku efni skuli heimilað rúm.
Þetta er r.étt.. Þrír nefndarmannanna
voru á þeirri skoðun', að allt slíkt
efni ætti heima í Skólablaðinu, sem
ræddi áhugamal nemenda. Þeir sáu enga
ástæðu til þess að ætla, að ungir menn
í skóla væru.yerkfæri pólitíkskra for-
kólfa, heldur álitu þeir, að hver sem um
þessi mál skrifaði, skrifaði af sann-
færingu. Þeir. álitu að málin yrðu metin
og vegin með rólegri íhugun og rök-
semdaflutningi í Skólablaðinu, en þetta
hefur þótt á bresta 1 5 mínútna mál-
fundaræðum.
Ennfr.emur viljum við benda Benedikt
og öðrum á, að þrír menn eru meiri hluti
ritnefndar og hefði þannig getað knúið
vilja sinn fram, ef til þess hefði komið.
En sannleikurinn er sá, að éngin póli-
tíksk grein hefur borizt ritnefnd.
Að þessu slepptu.hefur samstarfið
verið misfellulaust og óskum við Bene-
dikt allra heilla í nútíð og framtíð
og þökkum samstarfið.
Ritnefnd.
í kemur JÓn Magnússon upp í ís-
lenzlcu. Kennarinn skrifar á töflunas
VÉg er barinn" óg "ég er farinn" og spyr
Jón,í hvaða mynd setningarnar■stándi.
"Þolmynd", svarar JÓn. "HverS vegna ?"
spyr kennarinn. "Vegna þess, að hægt er
að segjas Ég er barinn af manninum",
segih jón. "Er þá hægt að segjas Ég er
farimvaf manninum" spyr kennarinn. "já",
svahar JÓn, "ef maður hefur staðið uppi
á hohum". ■ ■
•Magnús Finnbógá'son skilar stíl í 5*b.
"Þetta er góður stíll, en ,’þér gerið eina
meinlega villu í' honum, -þér kvenkennið
orðið fótur." Þá gall Kjartan Guðjónsson
við; "Það var kvenmannsfótur."