Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1943, Síða 10

Skólablaðið - 01.04.1943, Síða 10
f ]?etta skipti var frumsýning á Menntaskólaleiknum 12. apríl, kl. 8 e.h, í Iðnó, hundrað og fimmtiu árum eftir að nemendur, sem þá voru í skólanum, sýndu sjónleikinn "Slaður og trúgirni" og gerðust þar með brautryðjendur í Í3- lenzkri leiklist. ITuna var leikinn sjónleikurinn "?ar- dagar" eftir Hendrik Herz,og stóð sýn- ingin yfir í rúma 3 tíma. En 3 tíma leiksýning gefur mönnum litla hugmynd um allt það starf, sem liggur þar á hak við, Fyrst ber að telja erf- iðið við leikritavalið, Leiknefndin, eða rettara sagt einstaklingarnir innan hennar, lásu öll leikrit milli himins og jarðar og völdu loks þetta. En ekki er óg frá því,'að betur hefði mátt velja,og trúa mætti því, að þau hafi leitað langt yfir skammt. Þegar búið var að velja þeikritið, varð að þýða það,og loks,þegar leikstjóri og leikendur •höfðu verið fengnir, var hægt að byrja æfing- ar. En þær voru oft á hÝerjum’degi, tvo til fjóra tíma á dag. Allir leikendurnir fórnuðu frístund- um sínum, og ekki er grunlaust um, að fórnir hafi einnig orðið á kostnað starfstímans eða svefnsins, 1 þetta allt ber að líta, þegar dæma skal, hvernig árangurinn varð, í stuttu máli má segja,að allir leikendurnir hafi staðið sig mjög sóma- samlega, sumir báru af, aðrir voru lak- ari, svona rótt eins og gengur. Aðalhlutverkin höfðu þau Björn Björnsson, Einar Pálsson, Vilhjálmur Bjarnar, Thor Vilhjálmsson og Helga Möller. ITokkur smærri hlutverk höfðu þau DÓra Haraldsd., Hjálmar ólafsson og 6l. Stefánsson. Björn Björnsson hefur afar mikla tilhneigingu til þess að "yfirdrífa" með alls konar handapati og óþarfa milliorðum. En hann er röskur á leik- sviði. Helga Möller. Leikur fremur erfitt hlutverk og fer sæmilega með það. Einar Pálsson hefur afar þægilega framkomu á leiksviði, röddin skýr og viðkunnanieg, blæbrigðin mikil, en svip- brigðin eru ekki eins góð og svipurinn alltaf hálf glettnislegur. Thor Vilhjálmsson leilcur tilgerðarlegan ná- unga mjög vel, en fram- sögnin er ógreinileg og lág. Vilhjálmur Bjarnar hefur Óþvihgaða framkomu, og er leikur hans við- kunnanlegur. HjóninEhapp, DÓra og Hjálmar,leika vel, ser- staka athygli vakti leik-r ur Hjálmars á "fylliríinu". Mann var bara farið að gruna margt. Ólafur Stefánsson er orðinn vanur a leiksviði, enda gekk hann sómasamlega frá sínu hlutverki. Sigriður Helgadóttir lók konu Björns Th. latlaust, en hefði gjarnan mátt vera Btrangari við manninn og trúarlegri í fasi. Manni fannst þær mæðgur, Helga og hún, frekar vera systur. Smáhlutverk höfðu þau á hendi, Krist- jana Steingrímsdóttir, Ólafur Helgason, Ásmundur Sigurjónsson og Daði Hjörvar. Voru hlutverkin öll vel af hendi leyst. ólafur Helgason gerði mikið úr sínu hlut- verki, en betur hefði farið á því, að hann hefði verið alvarlegri á svipinn. Ihorfendur skemmtu sór ágætlega og klöppuðu leikendvim óspart lof í lófa, Framh. á bls.12.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.