Skólablaðið - 01.04.1943, Side 13
- 13 -
mikið ábyrgðarleysi til |>ess að yppta
öxlum og segjas Ja, það er nú eitt sinn
svona, og við þvx verður ekkert gert, -
eins og -unnenáum auðvaldsskipulagsins
er svo tamt. 0g það því fremur, þegar
við vitum, að öll saga mannkynsins hefur
verið saga um sífelldar og stöðugar
breytipgar á þjóðskipulagi mannanna;
öreytingar, sem miðað hafa fram á við
til aukinnar menningar og róttlætis. En
til þegs að breyta þjóðskipulaginu þurf-
um við að gera okkur ljósa grein fyrir
orsökum og ástæðum þeirrá ágalla og ■
ókosta, sem eru á því þjóðfólagi, sem
við búum við. Það þarf engum að vera
dulið, að í stuttri gréin er ekki nokkur
leið að gera öllum at-
riðum hinnar atvin'nulegu
byggingar auðvaldsþjóð-
fólags^ns full skil, og
því verður hór gengið
fram hjá mörgum atriðum,
sem æskilegt hefði verið
að skýra.
Hver er þá orsök-
þess, að korninu er
brennt, ávöxtunum hent,
verksmiðjunum lokað, með
an milljónir soltinna
manna ganga atvinnulaus-
ir? Það er 1 stuttu máli
vegna þess, að í auð-
valdsþjóðfólaginu eru
framlejðslutækin, sem
fjöldinn vinnur við, i
höndum farra manna, sem reka þau með
hagsmuni sína, þ.e. groðavon sina, fyrir
augum, en ekki hag þjoðfólagsheildar-
innar.
Hugsum okkur, að öll framleiðslan í
einhverju auðvaldsrílci nemi að Verðmæti
n milljónum króna á- ákveðnu tímábili, Af
því fái verkalýðurinn t.d. 2/3 n mill.
kr,, en eigendur framleiðslutækjanna,
atvinnurekendurnir l/3 n millj. kr.
Neyzluþörf hins vinnandi fjölda er svo
mikil í hlutfalli við þann takmarkaða
gjaldmiðil, sem hann hefur til umráða,
að hann kaupir neyzluvörur fyrir hann
allan, Eigendur framleiðslutækjanna neyto.
hins vegar ekki alls þess, sem þeir fá,
því að neyzÍLuþörf mannsins á ákveðnu
tímabili eru takmörk sett. Þeir koma því
svo og svo miklum hluta af ágóða sínum
fyrir í verðbrófum, skuldabrófum eða á
annan hátt. Það er svo hlutverk bank-
anna að veita þessu auðmagni út í at-
vinnulífið, til þess að hægt só að
’byggjz ný atvinnutæki, verksmiðjur,
skip o.s.frv. En smám saman lokast þessu
auðmagni fleiri 0g fleiri leiðir, og
þannig fer að lokum, að það staðnæmist
í bönkunum 0g safnast þar fyrir. Á mark-
aðnum safnast því fyrir vörubirgðir frá
ári til árs, sem ekki seljast. Þegar
sama sagan endurtekur sig ár eftir ár,
fer svo að lokum, að vörubirgðir þær,
sem safnazt hafa saman á markaðnum, eru
orðnar svo miklar, að frekari fram-
leiðsla getur ekki borið sig. Skyndilega
telcur öll atvinnu- og f jármalabygging
auðvaldsins að reika á
reiðiskjálfi; á kauphöll-
um falla skulda-, verð-
og hlutabróf skyndilega
í verði; þeir, sem voru
milljonamæringar í gær,
eru öreigar í dag; verk-
smiðjunum er lokað,verka-
lýðnum hent út á vonar-
völ; framleiðsluvörurnar
eru eyðilagðar til þess
að halda verðinu uppi, en
árangurslaust, - kreppan
heldur innreið sína, HÚn
helzt í nokkur ár. En
• smám saman gengur' þó á
þær birgðir, sem safnazt
höfðu saman og svo fer að
lokum, að nýtt uppgangs-
tímabil hefst. En þau verða æ styttri og
styttri, kreppurnar æ harðari og harðari.
Þannig hafa kreppurnar og uppgangs tíma-
bilin skipzt á innan auðvaldsþjóðfólags-
ins með ákveðnu millibili allt frá því,
að iðnaðarbyltingin mikla í lok átjándu
aldar hófst.
Það, að innan auðvaldsþjóðfólagsins
hljóta að hlaðast upp vörubirgðir, sem
eklci er hægt að selja á innlendum mark-
aði, veldur því, að auðvaldið leitar út
fyrir landsteinana til þess að brjóta
undir sig markaðslönd, nýlendur. Allar
styrjaldir, sem auðvaldið hefur háð,
hafa verið um markaði, nýlendur og hags-
munasvæði og eru því aðeins afleiðing-
ar af auðvaldsþjóðfólaginu,
Stórir auðhringar hafa lagt undir
sig nær alla framleiðslu á öllum helztu
nauðsynjavörum, svo sem olíu, kolum,