Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1943, Side 14

Skólablaðið - 01.04.1943, Side 14
- 14 - járni, rafmagnsvörum, feitivörum o.s.frv0 Fxjáls verzlun, sem einkenndi fyrsta stig auðvaldsþróunarinnar, hefur ekki verið þekkt fyrirhæri í auðvaldsheiminum síð- ustu 60-70 árin, síðan að auðhringarnir miklu tóku að myndast við samruna iðn- auðvaldsins og hankaauðvaldsins (finans- kapítalsins) og auðvaldið lauk við að leggja undir sig heiminn, í stað hennar er knmin einokun auðhringanna, einkenni síðasta stigs auðvaldsþróunarinnar, im- períalismans, III. Með sífellt harðnandi kreppum og styrjöldum, harðna einnig átökin milli hinna ósættanlegu andstæðna auðvaldsþjóð- félagsins, milli verkalýðs og auðvalds, Þeirri haráttu mun ljúka með sigri verka- lýðsins. En hvað tekur þá við? Þegar við höfum skilið orsakir þeirra vankanta, sem eru á atvinnulegri og menningarlegri hyggingu auðvaldsþjóðskipulagsins, ætti. okkur að veitast auðvelt að gera okkur grein fyrir því, sem í staðinn kemux. Það, sem við tekur, er því þjóðfólag, þar sem atvinnutækin eru í höndum þeirra, sem við þau vinna? þar sem þau eru rekin samkvæmt fyrirfram gerðri aætlun með hagsmuni hins vinnandi fjölda fyrir aug- um, þ.e, þjóðfélag sósíalismansV í því eru eigendur framleiðslutækjanna, fram- leiðendur og neytendurnir allir þeir sömu, hagur allra helzt í hendur og fer síhatnandi með aukinni þróun og vaxandi iðnmenningu. Kreppur, atvinnuleysi, stríð og allar aðrar plágur auðvaldsþjóðfólags- ins eru óþekkt fyrirhæri í sósíaliskum heimi. Við getum sparað okkur allar frek- ari hollaleggingar um þjóðfólag sósíal- ismans með því að líta sem snög^vast á tuttugu ára upphyggingarstarf sosíalism- ans í Sovétríkjunum. k þessu tuttugu ára tímahili hyggðu Sovótþjóðirnar upp allan hinn mikla iðnað sinn, eins og við þekkj- um hann í dag, margfölduðu afköst sín og framleiðslu á öllum sviðum, sköpuðu stærsta og voldugasta varnarher veraldar- innar og náðu fágætum árangri á öllum sviðum menningar, lista og vísinda. Því aðeins tókst þeim að ná þessum árangri, að þær voru lausar við atvinnuleysi, lcreppur og innanlandsófrið. Með fordæmi sínu hafa þær vísað villuráfandi þjóðum auðvaldsríkjanna veginn, sem þær munu ganga í náinni framtíð. IV. Og að lokum nokkur orð til ykkar skólasystkina minna, til ykkar, sem trú- ið á ágæti auðvaldsþjóðfólagsins, þrátt fyrir kreppur þess, styrjaldir, atvinnu- leysi og örhirgð, til y.kkar, sem álítið stjórnmál ylckur óviðkomandi, til ykkar, sem fundið hafið til ágalla auðvalds- þjóðfólagsins en ekki gert ykkur grein fyrir orsökum þeirra nó afleiðihgumj Ég vona, að óg hafi í undanfarandi ritgerð getað gert ykkur örlítið ljósari grein fyrir skoðunum okkar sósíalista á þjóð- félagsmálum, að óg hafi getað sýnt ykk- ur fram á, að við hyggjum skoðanir okkar eldci á neinum "ofstækisfullum fyrirskip- unum frá Moskva",'heldur á rólegri og rökróttri íhugun á eðli þjóðfólagsins, myndun þess og þróun. Mannkynið stendur á tímamótum. Stór- kostlegustu átök mannkynssögunnar eru í vændumj annars vegar steinrunnin tröll afturhalds og auðvalds, - hins vegar hoð- herar hins nýja tíma, hins nýja þjóðfé- lags, Það er skylda hvers æskumanns að gera ser þess fulla grein, í hvorum flolcknum hann kýs að vera. +++++++ STÆRBFRÆBIWGUB í MÁLADEILD, 5. BEKK. . Ég er húinn að vera þrjú ár í skólan- um, Ismundur Sigurjónsson hefur verið allan. þann tíma í skólanum, þ.e.a.s 3 ár. Asmundur var í fyrsta og öðrum hekk, en elcki óg, og það gerir 2 ár, þ.e.a.s. hann er húinn að vera í skólanum í 5 ár en er þó í fjórða hekk, án þess nokkurn tíma að hafa setið eftir. -o-o-o-o- í 5. C. Magnús Finnhogason: Jafnvel þótt þið þeg- ið, hreyfist munnurinn á ykkur á efsta horði af gömlum vana. Verzlið við þá, sem auglýsa í SKÓLABLAÐINU.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.