Skólablaðið - 01.04.1943, Síða 17
SIG. ÞORMAR:
STÆR-ÐFR/EÐIDEILD
Það hefur verið ekrifað allmikið í
Skólahlaðið í vetur um stærðfræðikennsl-
una í máladeild og málakennsluna í stærð-
fræðideild, og ætla ég ekki að hæta
neinu við það.
Það,sem fyrir mér vakir með þess-
ari grein, er að henda á nokkrar mis-
fellur á eðlisfræðikennslunni í stærð-
fræðideild.
Þar er,sem kunn-
ugt er, kennd Lærehog
i Fysik eftir H. C.
Christiansen.
Ég get ekki deemt
um, hvort jþessi hék
sé hentug til kennsl-
unnar eða ekki, en
eitt er víst, og það
er það, að hókinni
fylgir ekkert dæmasafíi.
Nemendur eru látnir
læra formúlu eftir for-
múlu, án þess að skilja
þær til hlítar, þar sem þeir eiga þess
engan kost, að fá æfingu í að nota þær,
Það er fljótséð, hvert gagn er að slíkri
menntun. Við skulum hara hugsa okkur, að
stærðfræði væri kennd án þess að láta
nemendur fá leikni í að nota ýmsar for-
T A F L A
múlur með því að reikna dæmi. Það yrði
kálc eitt. Þannig er því samt farið með
eðlisfræðina. Augljóst er, að við út-
reikning í eðlisfræði yrði alltof tíma-
f relct, að reikna allt án þess heinlínis
að notfæra sér sannaðar formúlur. Menn
verða því að læra þær. Prófin hér eru
miðuð að miklu leyti við það að sanna
hinar og þessar formúl-
ur, en minni áherzla er
lögð á það, að nemandinn
sé fær um að leysa úr
dæmum, með því að hag-
nýta sér viðeigandi for-
múlur.
Það má heita, að
þetta ástand sé óviðun-
andi, Það er krafa allra
nemenda, sem læra þessa
hók, að úr þessu verði
hætt hið fyrsta.
Því hefur löngum
verið kennt um, að ekk-
ert dæmasafn hafi fylgt eldri útgáfunni
af hók þessari, en það er engin afsökun.
Við eigum nóg af mönnum hér á landi, sem
færir eru um að semja dæmasafn við hókina,
Ég vil þvx heina því til réttra aðila,að
sjá svo um, að þetta verði gert, og láta
þetta vera síðasta veturinn, sem kennsl-
xmni er hagað þannig.
tilheyrandi grein Jons Emils á hls. 16.
xyzxyzxyzxyz
GAGNl'RÆBADEILD L Æ R D Ó M S D E I L D
Stærðfr. Eðlisfr. Stærðfræði Eðlis- og efnafr.
Málad. Stærðfr.d. Málad. Stærðfr.d.
Danmörk (Hellerup) 25 10 6 19 0 18
Svíþjóð (Östermalm) 28 8 11 24 3 19
Þýskaland 18 - 22 10 16 20 8 20
ísland (Reykjavík) 14 7 6 17 3 17