Saga - 2000, Side 8

Saga - 2000, Side 8
6 EFNISSKRÁ greina þá frá sjálfum titli greinanna. Færslum í öllum skránum er raðað í stafrófsröð höfunda og síðan greina innbyrðis. Séu höf- undar tveir eða fleiri ræður nafn þess sem fyrst er getið, en nöfn annarra höfunda eru færð á réttan stað í stafrófsröð með vísun til þess höfundar sem fyrst er talinn. Viðtöl eru skráð á nafn viðmæl- enda en sá sem tekur viðtalið er tilgreindur í sviga aftast. Rit- stýrðar greinar eða höfundarlausar eru skráðar á titil. í ritdóma- skránni er færslum raðað í stafrófsröð eftir höfundum ritanna sem fjallað er um eða titlum titilskráðra rita. Höfundar ritdóms er get- ið aftast í sviga. Síðari hluti efniskrárinnar er efnisflokkuð skrá yfir allar greinar, viðtöl og andmæli og athugasemdir sem birst hafa í Sögu og Nýrri sögu. Efnisflokkunin var búin til í samráði við ritstjórn tímaritanna og geymir sjö meginflokka sem síðan skiptast í undirflokka. All- margar greinar raðast í fleiri en einn efnisflokk, t.d. koma allar færslur í flokknum ævisögur og ættfræði fyrir annars staðar. Færslur eru sömu gerðar og áður og raðast á sama hátt. Ekki er þó vísað milli höfunda eins og gert er í fyrri hluta efnisskrárinnar. Leitast hefur verið við að hafa færslur sem mest í samræmi við ritreglur tímaritanna. Þessu hefur þó ekki verið hægt að halda til streitu, t.d. eru titlar greina ekki í tilvitnunarmerkjum, titlar rita í ritdómaskrá eru ekki skáletraðir og bókfræðilegar upplýsingar eru ítarlegri um sumt en í heimildaskrám ritgerða í tfmaritunum. Monika Magnúsdóttir

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.