Norðlingur - 10.07.1928, Síða 1
NORÐLINGUR
4. blað.
Akureyri 10. júlí 1928.
I. ár.
Jón Laxdal,
tónskáld.
Sú fregn hefir borist hingað ný-
lega norður, að Jón Laxdal, tón-
skáld og stórkaupmaður, hafi látist
í hafi á »ís!andi«, er það var á leið-
inni ti! landsins nú fyrir fáum dög-
um. Fór hann fyrir nokkru utan
til þess að leita sjer lækninga við
illkynjuðum sívaxandi sjúkdómi,
æðakölkun, og mun hún hafa orðið
banamein hans.
Með Jóni Laxdal er til moldar
genginn einn af merkismönnum
þessarar þjóðar. í eðli hans voru
ríkastir tveir þættir, sem er ekki títt
að fari saman í sama manni — list-
fengi og fjármálavit. En báðir þess-
ir þættir voru ríkir og síerkir.
Hann rak verslun og stórkaup-
mensku um langt skeið, og farnað-
ist sú leið svo vel, að hann varð
auðugur maður á íslenskan mæli-
kvarða, og án þess að gefa sig þó
kaupsýslunni allan á vald eða loka
sig úti frá öðrum sviðum Iífsins.
,En hann hafði grundvallaða og
sjálfstæða þekkingu á viðskifíalífinu
og verslunarháttum öllum og ras-
aði ekki fyrir ráð fram í neinu, er
að því laut.
En kaupsýsla Laxdals lyftir hon-
um ekki upp í sæti merkismanna
þjóðarinnar, þó að vel mætti hún
verða öðrum til fyrirmyndar og lær-
dóms. Það, sem gerði hann þjóð-
kunnan og kæran meðal landsmanna,
voru tónsmíðar hans. Sum lög hans
eru og hafa verið þjóðareign um
langan tíma, og eru um hönd hötð
alstaðar þar, sem söngment er stund-
uð og söngur er elskaður. Tón-
smíðar hans segja til um annan
þátt eðlis hans, — þann, sem mun
hafa verið sterkastur og sannastur
og hann hafði mest yndi af að
leggja rækt við.
Laxdal var hið mesta glæsimenni,
í stærra lagi að vexti, vel á sig
kominn og hinn fríðasti. Hann vai
gleði- og risnumaður, ör á fje og
heimili hans orðlagt fyrir höfðing-
skap og örlæti.
Lsxdal var fæddur hjer á Akureyri
í október 1865, og var því 63 ára
að aldri. Foreldrar hans voru Jón
Guðmundsson hafnsögumaður og Guð-
rún Grímsdóttir Laxdal. Hann ólst
upp að mestu leyti hjá móðurbróður
sínum, Eggert Laxdal kaupmanni, en
fór síðan fulltíða maður til Isafjarðar
og tók þar við forstöðu Tangsversl-
unar. Er hann Ijet af þeim siarfa, fór
hann til útlanda og dvaldi þar um
hríð; var meðal annars um all-langt
skeið starfsmaður f Skotlandsbanka.
Vildi hann afb sjer góðrar þekkingar
á bankamálum og bankastarfsemi. Er
hann hafði utan vérið um nokkurra
ára skeið, kom hann heim og settist
að í Reykjavík og tók að reka kaup-
sýslu fyrir eigin reikning. Hann var
þríkvæntur. Fyrsta kona hans var
Kristín Egilsdóttir, önnur Elín, dóttir
síra Matthíasar Jochumssonar, og sú
þriðja, er nú lifir hann, dönsk kona,
Johanne, f. Leh-Meyer. Laxdal var
konsúll Tjekko-slovaka hjer á landi.
Úr veiðistöðvunum.
Siglufirði í gærkvöldi.
lllviður.
Hjer er versta veður og hefir ver-
ið síðastliðinn sólarhring, norðaust-
an garður með stormi og rigningu.
Liggja því öll skip og bátar inni
nú. Fóru aðeins tveir vjelbátar í
róður, gátu lítið athafnað sig og
fengu lítinn afla.
I5orsk- og síldveiðar.
Fá síldveiðiskip hafa lagt hjer
upp enn. Erna kom í morgun með
um 1000 tunnur, og Reginn í gær
með lítinn afla. Ressi síld hefir
verið lögð upp í Goos-verksmiðju,
og gaf hún kr. 7.75 fyrir málið. En
allur fjöldi útgerðarmanna þeirra, er
gera út á síldveiðar, hefir enn ekki
náð samningum við verksmiðjueig-
endur hjer, og stendur í einhverju
þófi með verðið.
Þorskveiðar hafa verið tregar und-
anfarið. Langsótt og fiskur mis-
hittur. Þó eru aflahæstu bátar búnir
að fá á þriðja hundrað skippund,
og allir nokkuð á annað hundrað.
Síldveíðar Norðmanna Hjer.
Ekkert hefir heyrst um það nú
upp á síðkastið, hvort Norðmenn
muni ætla að fjöimenna hingað til
síldveiða utan landhelgis. En í vor
var talið, að þeir hefðu mikinn við-
búnað til þeirra hluta. Væntanlega *
má þó gera ráð fyrir því, að svip-
aður skipafjöldi komi og áður.
Bygging bæjarbryggjunnar
stendur nú yfir og miðar verkinu
vel áfram. Má fullyrða, að margt
breytist til hins betra í verslunar-
og atvinnulífi Siglufjarðar, þegar hún
er fullgerð.
Bæjarbruni.
Aðfaranótt laugardagsins kom eld-
ur upp í bænum að Hurðarbaki í
Villingaholtshreppi í Árnessýslu.
Magnaðist hann á svo skömmum
tíma, að ekki varð við neitt ráðið,
og brann bærinn til kaldra kola á
stuttri stundu.
Svo brátt bar eldinn að, að' fólk-
ið bjargaðist með naumindum úr
loganum. En svo er sagt, að af
innanstokksmunum hafi engu verið
bjargað, smáu nje stóru.
Ekki er »Norðling« kunnugt, á
hvern hátt eldurinn kom upp.